Náðu í appið
34
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Men in Black 1997

(MIB)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 4. júlí 1997

Protecting the earth from the scum of the universe

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 71
/100
Vann Óskarsverðlaun fyrir bestu förðun. Tilnefnd til Óskars fyrir listræna stjórnun og tónlist. Einnig tilnefnd til BAFTA fyrir förðun, auk annarra tilnefninga og verðlauna.

Myndin fjallar um hetjudáðir lögreglufulltrúanna Kay og Jay, sem eru meðlimir háleynilegra samtaka sem sett voru á stofn til að fylgjast með og reyna að hafa stjórn á athöfnum geimvera á Jörðinni. Núna eru þeir í miðju samsæri þar sem hryðjuverkamaður, sem starfar í alheiminum, er kominn til Jarðar til að myrða tvo fulltrúa frá óvinaplánetum hans.... Lesa meira

Myndin fjallar um hetjudáðir lögreglufulltrúanna Kay og Jay, sem eru meðlimir háleynilegra samtaka sem sett voru á stofn til að fylgjast með og reyna að hafa stjórn á athöfnum geimvera á Jörðinni. Núna eru þeir í miðju samsæri þar sem hryðjuverkamaður, sem starfar í alheiminum, er kominn til Jarðar til að myrða tvo fulltrúa frá óvinaplánetum hans. Til að koma í veg fyrir að alheimurinn fari í uppnám, þá verða svartklæddu mennirnir, Men in Black, að elta uppi hryðjuverkamanninn, og koma í veg fyrir tortímingu Jarðarinnar....sem sagt bara venjulegur dagur í vinnunni hjá þeim félögum.... minna

Aðalleikarar


Frábær gamanmynd sem er leikstýrt af besta leikstjóra Ameríku Barry Sonnenfield.Sagan byrjar hjá manni að nafni J (Will Smith) sem lendir í því að verða vitni að drápi á geimveru. K (Jones) er sendur beint á svæðið til að fá hann með í MIB bandalagið. Saman þurfa þeir að berjast við ógeðslega geimveru sem sest að í hrottalegum bónda (D'Onofrio).Þetta er kolsvört kómedía sem allir ættu að horfa á !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vel heppnuð grín/sci fi kvikmynd um leynilega stofnun sem sérhæfir sig í að fylgjast með þeim geimverum sem fá að vera á jörðinni til að láta lítið fyrir sér fara. Tommy Lee Jones er nógu mikil ástæða til að sjá myndina en einnig eru flottar tæknibrellur, mjög gott handrit eftir Ed Solomon, skemmtileg tónlist eftir Danny Elfman og vel leikstýrð af Barry Sonnenfelds.


Meira á sbs.is : http://www.sbs.is/critic/kvikmynd.asp?nr=60
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög góð mynd tæknibrellulega séð. Söguþráður hinsvegar þvílíkt ruglaður að ekki er hægt að taka alvarlega. En að halda því fram að Will Smith sé einn af betri leikurum samtímans ,bíddu er ekki allt í lagi heima hjá þér. Ég segi eins og Tvíhöfði minn: Will Smith er viðbjóður...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er langbesta grínspennumynd sem gerð hefur verið lengi. Will Smith er einn af besti leikari sem fæðst hefur í þennan heim.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi kvikmynd er með þeim betri sem sáust af sinni gerð á árinu 1997, og er reyndar svo skemmtilega flókin að flestir þurfa að sjá hana oftar en einu sinni og jafnvel oftar en það. Það eru þeir Will Smith og óskarsverðlaunaleikarinn Tommy Lee Jones (The Fugitive) sem fara hreinlega á kostum í hlutverkum þeirra K og J, leyniþjónustumanna sem eru svo leynilegir að jafnvel fyrrverandi starfsfélagar þeirra vita ekki að þeir eru til. Starf þeirra er í því fólgið að fylgjast með og hafa stjórn á hundruðum þúsundum sem hafa streymt til jarðar og óskað eftir búsetu þar. Enginn almennur jarðarbúi veit af því að þessar verur séu mitt á meðal þeirra, enda taka flestar verurnar á sig mannlega mynd við komuna til jarðar. Flestar geimverurnar eru friðsemdarlið sem heldur sig á mottunni og fer eftir settum reglum en öðru hvoru slæðast til jarðar ótuktir sem gera ekkert annað en valda skaða. Með þessum óboðnu gestum verður að fylgjast og ef þess gerist þörf, eyða þeim eða senda þá aftur til sinna heimkynna. Og nú er ein slík komin í heimsókn. Tilgangur hennar er að hafa uppi á og taka með sér einhverskonar kort sem í höndum óvina alheimsins gæti orðið það vopn sem eytt gæti öllu lífi. Þetta kvikindi byrjar á því að yfirtaka líkama bóndadurgs nokkurs (Vincent D'Onofrio) og sýnir hverjum þeim sem í veginum stendur enga miskunn. Það kemur því í hlut þeirra K og J að hafa uppi á skrímslinu og koma í veg fyrir að áætlun þess nái fram að ganga. En jafnframt verða þeir að hafa tíma til að sinna ýmsum aukaverkum. Frábær mynd sem allir verða að sjá tvisvar. Þetta er mynd sem batnar með hverju áhorfi. Ég mæli eindregið með henni og gef henni þrjár stjörnur. Tommy og Will bera þessa uppi og eru hreint stórkostlegir í hlutverkum K og J. Alls ekki missa af þessari!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn