Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

The Fountain 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

What if you could love forever?

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 53% Critics
The Movies database einkunn 51
/100

Þrjár sögur - ein úr framtíð, önnur úr nútíð og sú þriðja úr framtíðinni - um menn sem sækjast eftir eilífðinni með ástinni sinni. Spænskur hermaður í Maya landi leitar að lífsins tré til að frelsa drottningu sína; maður sem vinnur við læknisrannsóknir, og vinnur með ýmis tré, leitar að lækningu sem gæti bjargað dauðvona eiginkonu hans:... Lesa meira

Þrjár sögur - ein úr framtíð, önnur úr nútíð og sú þriðja úr framtíðinni - um menn sem sækjast eftir eilífðinni með ástinni sinni. Spænskur hermaður í Maya landi leitar að lífsins tré til að frelsa drottningu sína; maður sem vinnur við læknisrannsóknir, og vinnur með ýmis tré, leitar að lækningu sem gæti bjargað dauðvona eiginkonu hans: geimferðalangur, sem ferðast með gamalt tré inni í kúlu, kemur að deyjandi stjörnu sem er hulin gasskýi; hann leitar að eilífiðinni með ástinni sinni. Þessar sögur tengjast og er sagðar samhliða; leitirnar bæði heppnast og mistakast.... minna

Aðalleikarar


Sá þessa fyrir 2 vikum eftir að hafa verið á leiðinni síðan hún kom. Requiem For A Dream er ein af mínum uppáhaldsmyndum og væntingarnar voru risavaxnar. Þetta er mynd sem fær mann til að hugsa og vekur upp tilfinningar. Það á líklega enginn eftir að skilja hana eins þar sem maður þarf að túlka mikið af því sem kemur á skjáinn. Foreldrum mínum t.d. fannst hún missa marks en mér finnst hún frábær og mig langar eiginlega strax að horfa á hana aftur. Allavega, sjáið hana ef þið hafið ekki gert það nú þegar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það eru 6 ár síðan Darren Aronofsky sendi frá sér hina frábæru Requiem for a Dream. Það áður gerði hann kvikmyndina Pi sem var einnig mjög góð. Þessar myndir eiga það sameiginlegt að feta ekki hina hefðbundnu slóð Hollywood mynda. Aðdáendur leikstjórans voru því búnir að bíða lengi eftir næstu mynd og spennan magnaðist með hverju árinu, hvaða meistaraverk skyldi hann koma með næst. The Fountain leit svo loksins dagsins ljós og því miður verður að segjast að með henni fór leiksjórinn langt fram úr sér varðandi frumleika og kvikmyndatöku. Myndin er alls ekki nógu góð. Það er erfitt að segja til um söguþráðinn því hann er nokkuð margslunginn. Í stuttu máli fléttast saman þrjár sögur sem eiga það allar sameiginlegt að fjalla um baráttu mannsins við að halda lífi í sjálfum sér og þeim sem hann elskar. Hugh Jackman leikur Tomas, Tommy og dr. Tom Creo í þessum sögum. Í öllum sögunum er hann að reyna að bjarga lífi konunnar sem hann elskar en hún er leikin af Rachel Weisz.

Sögurnar gerast á mismunandi tímum, í fortíðinni, í nútíðinni og í framtíðinni. Kannski er ekki rétt að segja í framtíðinni þar sem sú saga gerist í öðrum andlegum heimi.

Sterkasta hlið myndarinnar er sagan sem gerist í nútíðinni. Hún nær ágætlega til áhorfarndans en hinar tvær missa marks. Leikararnir standa sig líka mjög vel og skila sínu.

Leikstjórinn fór fram úr sér varðndi listræna stjórnun því myndin er meira og minna eins og málverk. Það er meira lagt upp með listrænni kvikmyndatöku og tæknibrellum heldur en söguþræði og myndin líður mikið fyrir það.

Það er erfitt að horfa á myndina og alls ekki fyrir hvern sem er. Mig grunar að margir eigi eftir að gefast upp á að horfa á myndina. Það er því mikilvægt að þeir sem ætla sér að fara að horfa á þessa mynd viti hvers ber að vænta.

Því miður get ég ekki gefið þessari mynd fleiri stjörnur. Mig langar að gera það þar sem Darren Aronofsky er mjög góður leikstjóri. Það er vonandi að næsta mynd kappans, The Black Swan, verði betri en þessi.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spes gjörningur
Það gerist æ sjaldnar nú til dags að við fáum kvikmynd sem er ekki einungis ætluð til afþreyingar, hvað þá einhverja sem er djúp, listræn og þýðingarmikil. Það er reyndar lítið um pjúra afþreyingargildi í The Fountain, en myndin er vægast sagt óhefðbundin á flestan hátt og hugsanlega einhver alsérkennilegasta kvikmyndaupplifun sem mér hefur tekist að finna fyrir í háa herrans tíð.

Darren Aronofsky er enginn venjulegur leikstjóri. Myndirnar hans (sbr. Pi og Requiem for a Dream) eru oftast blöndur af sérstökum, sjónrænum stíl ásamt eftirminnilegu og kraftmiklu innihaldi. En þrátt fyrir óvenjulegar tilraunir, þá hafa þessir titlar hjá honum alltaf náð að skilja eitthvað gríðarlegt eftir sig. The Fountain er því miður það sísta sem hann hefur gert, sem er talsvert leiðinlegt miðað við það að myndin hefur verið draumaverkefni hans í fjölmörg ár.

Að gagnrýna þessa mynd eins og hverja aðra bíómynd er nánast ómögulegt, og ákveða einkunn er jafnvel erfiðara. Eins og áður sagði er hér um að ræða voða þýðingarmikið áhorf. Myndin er voða existensíalísk, á bæði góðan hátt og slæman. Hún skilur fullt af spurningum eftir sig, sem er einnig bæði kostur og galli. Samt sem áður fannst mér eins og myndin hefði getað orðið miklu meira, og það hversu gífurlega opin hún er fyrir túlkun virkar pínu þvingað, og maður finnur auðveldlega fyrir því hvar leikstjórinn reynir að sverja sig í ætt við Kubrick-stílinn.

Tilfinningalegi kraftur myndarinnar er sömuleiðis nokkuð píndur. Kannski getur þetta verið skortur á persónusköpun, eða ég veit ekki. Allavega, þá var þessi þungamiðja þannig stillt upp að ég fann ekki mikið til með persónum myndarinnar. Ekki neitt! Og þar sem að myndin fjallar mestmegnis um lífið og dauðann, þá virkaði í mínum augum eins og eitthvað væri ekki að smella. En kannski var þetta ekki ætlunarverk leikstjórans að vera mikið inni í dramanu (en ef svo er, af hverju ekki??), þar sem að svo fjölmörg önnur lög eru upp á að bjóða.

Handrit myndarinnar er samt almennt frekar vel unnið. Það á til með að missa sig stundum fullmikið í þessari heimspeki sem dregin er fram, og þar af leiðandi virka allar pælingar myndarinnar nokkuð - aftur - þvingaðar. Það þýðir heldur ekkert að vera að púsla myndinni mikið saman í huganum því hver einasti söguþráður er skilinn eftir svo opinn að maður dettur nánast út úr.

Sjónrænt séð er myndin algjört listaverk, og þrátt fyrir mörg sýrukennd atriði, þá er myndin nánast alltaf vel unnin og fær auðvitað stig fyrir frumleika og ljóðræna undirtóna. Leikararnir eru einnig hátt í frábærir. Hugh Jackman og Rachel Weisz kreista það algjörlega úr sér hversu hæfileikarík þau eru, og dáist ég mikið af því.

Það er óendanlega erfitt að komast að einhverri niðurstöðu varðandi það hvernig mér fannst þessi mynd vera. Svona í stuttu máli þá er hún vel gerð frá A-Ö. Leikurinn er pottþéttur og hugmyndirnar á bakvið myndina eru flestar mjög skemmtilegar. En hins vegar virkar myndin oft á tíðum eins og einungis samansafn af einmitt þeim hugmyndum, og fannst mér eins og hægt hefði verið að þræða þær betur saman.

Heild þessarar myndar er alltof margbrotin, og þá meina ég á þannig máta að jafnvel leikstjórinn viti ekki einu sinni sjálfur hvað myndin er að fara, eins og hann hafi fyrirfram ætlað sér að leyfa áhorfandanum að sjá um túlkanirnar.

Ég gæti aldrei sagt að ég sjái eftir að hafa horft á myndina. Hún skilur alveg hreint fullt eftir sig og er það alltaf góður hlutur. Hver veit? Kannski á ég eftir að elska þessa mynd eftir nokkur áhorf, en það er jafn líklegt og að ég fari að hata hana.

Ég mun klárlega sjá þessa mynd aftur, en það gæti verið töluvert langt þangað til. Ég hvet samt alla alvöru kvikmyndaáhugamenn til að kíkja á hana, þar sem að þetta er eflaust með því ferskasta og skrítnasta sem finnst þarna úti í einhvern tíma.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hefði átti að taka inn LSD meðan á sýningu stóð, því guð minn góður, þetta var aldeilis magnað! Ég þarf enn að melta almennilega þetta efni, þetta er án efa einhver alsérstakasta mynd sem ég hef lengi séð. Ég veit ekki alveg hvernig á að ústkýra söguþráðinn en miðað við hvernig ég túlkaði söguna þá fjallar myndin um líf og dauða, endurfæðingu, um leitina af ódauðleika og hvernig dauði getur skapað nýtt líf o.s.f. Í fyrstu tímalínunni þá leikur Hugh Jackman Tommy, heilaskurðlækni sem er að leita af aðferðum til þess að lækna heilaæxli sem unga konan hans Izzi (Rachel Weisz) hefur. Hún er að skrifa bók, sem er þráður seinni tímalínunnar, sem fjallar um Tomas, spænskan hermann sem Isabella drottning sendir til nýja heimsins til þess að finna Tré Lífsins. Þriðja tímalínan fjallar um Tom Creo, mann sem ferðist með Tré Lífsins í lífrænni kúlu gegnum geiminn til deyjandi stjörnu sem kallast Xibalba. Það krefst ákveðis magn af hugmyndaríki til þess að skapa svona sögu, ég tel það að koma upp með þessa sögu vera sér afrek burtséð frá myndinni sjálfri. Það eru tengingar í allskonar mennskar goðsagnir, fyrst og fremst er mikið byggt á Tré Lífsins úr Biblíunni, mikið tekið úr Búdda og jafnvel úr Snorra-Eddu, söguna um Ask Yggdrasil og hvernig það fyrirbæri varð til. Ég tek það first og fremst fram að myndin er svakalega vel gerð, myndatakan er glæsileg og tæknibrellurnar, sem mér skilst eru yfirleitt ekki tölvugerðar, eru rosalegar. Brellurnar gera myndina ennþá sérstakari, með því að forðast tölvubrellur þá fann ég fyrir einhverju óvenjulegu, jafnvel ógnvekjandi. Samkvæmt Aronofsky þá er þessi aðferð sem kallast ´macro photography´ notuð fyrir brellur svo að brellurnar endast lengur en nokkur ár, án efa til þess að líkjast 2001: Space Odyssey enda tel ég The Fountain nánast vera 2001 nútímans. Mögulega mun þessi mynd með tímanum endurvekja sci-fi kvikmyndir, en þar sem The Fountain, líkt og 2001 er eins óhefðbundin og ómainstream og hægt er að vera, þá gerist það ekki auðveldlega. The Fountain hafði mjög ómeðvituð áhrif á mig, myndatakan, klippingin og tónlistin voru dáleiðandi og einhvern veginn gegnum ýmsar kvikmyndaaðferðir þá nær Aronofsky að tengja saman þessar þrjár sögur saman á þann hátt sem er skiljanlegur. Það er hægt að skilgreina sögurnar á meira en einn hátt, en í lokin þá held ég að það sé tilfinningin sem skiptir mestu máli í lokin meira en allt annað. En þetta er eins og ég sagði, ómainstream mynd, fólk í heild sinni mun ekki skilja né reyna að skilja þessa mynd yfir höfuð, en sem betur fer þá myndin á styttri kantinum, sem gerir áhorf einbeittara og auðveldara en það hefði líklega verið þar sem fyrsta klippið sem átti að gefa út var nokkuð lengra. Það er auðvelt að hunsa The Fountain sem listænt rugl, þó að myndin sé mjög listræn þá er nóg af heimspeki og hugmyndum til staðar til þess að réttlæta það, og þaðan er það persónubundið, sumir munu fíla sig og sumir ekki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

27.09.2021

Will Smith á Íslandi - Sjáðu sýnishornið

Eins og mörgum er eflaust kunnugt var bandaríska stórstjarnan Will Smith í tökum á Íslandi fyrir sjónvarpsþátt á vegum kvikmyndagerðarmannsins Darren Aronofsky, en hann framleiðir ásamt National Geographic fyrir streymisveit...

11.12.2020

Skoða eldfjöll á Íslandi fyrir Disney+

Eins og greint var frá í sumar var bandaríska stórstjarnan Will Smith í tökum á Íslandi fyrir sjónvarpsþátt. Nú hefur fengist staðfest að verkefnið hafi verið á vegum kvikmyndagerðarmannsins Darren Aronofsky, sem fram...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn