Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Thank You for Smoking 2005

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 25. ágúst 2006

Nick Naylor doesn't hide the truth. . . he filters it.

92 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 86% Critics
The Movies database einkunn 71
/100

Nick Taylor er aðaltalsmaður Stofnunar tóbaksfræða. Hann er tungulipur og ver tóbaksiðnaðinn af miklu listfengi. Bestu vinir hans eru Polly Bailey, sem vinnur í áfengisbransanum og Bobby Jay Bliss vinnur í byssubransanum, og saman kalla þeir sig the Mod Squad, öðru nafni: Merchants of Dath, þar sem þeir þræta um það sín á milli hvaða iðnaður af þessum þremur... Lesa meira

Nick Taylor er aðaltalsmaður Stofnunar tóbaksfræða. Hann er tungulipur og ver tóbaksiðnaðinn af miklu listfengi. Bestu vinir hans eru Polly Bailey, sem vinnur í áfengisbransanum og Bobby Jay Bliss vinnur í byssubransanum, og saman kalla þeir sig the Mod Squad, öðru nafni: Merchants of Dath, þar sem þeir þræta um það sín á milli hvaða iðnaður af þessum þremur hefur drepið fleira fólk. Versti óvinur Nick er öldungardeildarþingmaðurinn Ortolan Finistirre, sem vill láta setja hauskúpur á sígarettupakkana. Sonur Nick, Joey Naylor, býr með móður sinni, og kynnist föður sínum betur á viðskiptaferðalagi. Þegar hinn metnaðarfulli fréttamaður Heather Holloway svíkur Nick, og segir frá hlutum sem hann sagði henni í trúnaði í rúminu, þá veldur það miklu róti á lífi hans. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Thank you for Smoking fjallar um talsmann stærstu tóbaksfyrirtækjana. Meðan starfið er ekki það vinsælasta í heimi sýnir myndin hvernig hann tekst á við starfið, athyglina og fjölskylduna. Þessi mynd er í senn spennandi, fyndin og mjög athyglisverð. Mæli með henni!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Thank you for smoking er athyglisverðasta og besta mynd sem ég hef séð á þessu ári. Frumraun Jason Reitman er verulega fyndin, frumleg, ádeilanleg, vel skrifuð af Reitman sjálfum, með frábærum leikurum í hverju hlutverki og svo er hún stórkostleg í þokkabót. Viðfangsefnið sem Reitman fjallar um, þ.e tóbaksfyrirtæki, fer hann vel í og hika ég ekki við að segja að þetta er ein af betri pælingarmyndum sem ég hef séð. Þannig að lokaniðurstaða mín er: Thank you for smoking er mynd sem þið megið ekki láta fram hjá ykkur fara. Pure snilld, og ekkert annað.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Thank You for Smoking er í raun Lord of War aðeins um tóbakko, og eins og er Lord of War þá fjallar myndin um mannin bakvið vöruna. Það er ekki verið að segja fólki að hætta að reykja eða ekki reykja, rétt eins og Lord of War var ekki að segja fólki að ekki eiga skotvopn. Boðskapurinn er mjög sanngjarn, viturlegur og ekki gagnrýninn á neinn eða neitt og svipað og Lord of War, þá er húmor mikill drifkraftur sögunnar, húmor og auðvitað aðalpersónan sem er leikin nokkuð helvíti vel Aaron Eckhart. Handritið einkennist af köldum húmor, forvitnilegum persónum og mjög óhefðbundnari atburðarrás. Myndin fjallar um þennan sígarettu-talsmann sem reynir að breyða út góðvild skilaboð frá tóbakkófyrirtækjum á meðan hann reynir að vera góða ímynd sonar síns. Það er mjög vel gert hvernig handritshöfundurinn nær að skrifa svona persónu og ná áhorfendanum á hennar hlið, þrátt fyrir að perónan skuli hafa frekar erfitt og umtalað starf þá er mjög auðvelt að líka vel við þennan mann því hann nær að koma öllu sínu málefni fram og hann getur útskýrt af hverju hann getur það og af hverju hann gerir það. Leikaraliðið er stórt, flestir leika þó í rétt svo einu atriði eða sjaldan fleiri, t.d Rob Lowe, Robert DuVall og Sam Elliot koma rétt svo fram í þrjár mínútur af myndinni. Það er mjög skondið að vita að leikstjórinn Jason Reitman sé sonur leikstjórans Ivan Reitman og hefur svo ungur á aldri gert mun betri mynd en pabbi hans hefur gert á öllum sínum starfsferil. Thank You for Smoking er líklega ein af betri myndum ársins því það einfaldlega hafa ekki komið það margar góðar hingað til, hér er á ferð mjög léttlynd og notaleg kvikmynd sem er auðvelt að hafa gaman af, þetta er ekki prédikun gegn tóbakko heldur mynd um sjálfstæðar ákvarðanir. Ég gekk útúr bíóhúsinu mjög sáttur og er á þeirri skoðun að þrjár og hálf stjarna sé mjög sanngjörn einkun fyrir Thank You for Smoking.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skemmtileg mynd uum skemmtilegan skíthæl
Thank you for Smoking er stórskemmtilegur glaðningur, sömuleiðis alveg óborganleg satíra og pottþétt ein af fyndnari myndum sem ég hef séð undanfarna tíð.

Það má eiginlega segja að þessi mynd gerir fyrir tóbaksiðnaðinn í umfjöllunarefni sínu það sem að Goodfellas gerði fyrir glæpi og Lord of War fyrir skotvopn. Augljóslega er þessi mynd töluvert léttari heldur en hinar tvær, en almennt séð er samanburðurinn ekki svo brjálaður. Leikurinn er annars vegar alveg dásamlegur. Ég hef sjaldan séð Aaron Eckhart standa sig eins vel og hann gerir í þessari mynd. Hann leikur hinn fullkomna skíthæl, Nick Naylor, sem er talsmaður tóbaksiðnaðarins. Nick hefur sérkennilega þekkingu á mannlegum samskiptum, ásamt því að vera mjög hæfileikaríkur í rökræðum. Markmið hans er að hafa ávallt rétt fyrir sér, og að lokum er það hans verk að sýna almenningi það að þessi neysla sé ekki eins slæm og umbúðirnar segja.

Hvernig handritið vinnur að þessari þunnu frásögn er einkum stórskemmtilegt. Það sem mér finnst gjarnan athugavert, er hvernig það nær að fá áhorfandann yfir á hlið sögumannsins. Nick er siðlaus maður innst inni og við vitum það, en okkur líkar samt vel við hann, og það gerir baráttu hans ennþá meira spennandi. Eckhart vinnur sér inn óneitanlegan leiksigur að mínu mati, og ber hann myndina prýðilega með hjálp frá fólki á borð við J.K. Simmons, Robert Duvall, Rob Lowe og William H. Macy. Katie Holmes á einnig lítið hlutverk og stendur sig bærilega. Síðan er vert að hrósa Cameron Bright fyrir ágætan leik, en þetta er sami krakki og lét mig finna fyrir ógleði þegar ég sá Birth og Ultraviolet, þar sem að pirringur minn gagnvart honum var í hámarki.

Thank You for Smoking er fyrsta kvikmynd leikstjórans Jason Reitman (já, sonur Ivans). Honum tekst nokkuð vel með heildina fannst mér, jafnvel þótt að myndin líði hjá einum of hratt og finnst manni stundum eins og að efnið gat orðið svartara, sérstaklega miðað við það að stefnan er sú að skjóta á heiminn eins og við þekkjum hann í dag.

Myndin er samt klárlega þess virði að mæla með, og tel ég ekki ólíklegt að sem flestir gangi útaf henni nokkuð sáttir. Ég persónulega skipa þessari mynd í mjög sterkt uppáhald hvað bíóáhorf á þessu ári varðar. Mjög gott!

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn