Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Frábær glæpamynd
Al Pacino er einn af bestu leikurum sem uppi hefur verið. Hann hefur sannað það með myndum eins og Scarface, Scent of a Woman, Godfather myndunum og Dod Day Afternoon. Þessi mynd gefur hinum ekkert eftir.
Pacino leikur fyrrverandi dópsala, Carlito Brigante, sem hefur hætt glæpum. Sean Penn leikur lögfæðing Carlitos. Penn er mjög góður sem þessi pirrandi ja... fáviti.
Byrjunin er dálítið dauf en myndin verður betri þegar á líður og síðasti hálftíminn er sá einn mest spennandi í kvikmyndasögunni.
Brian De Palma leikstýrir þessari mynd og gerir það mjög vel. Hann hafði áður unnið með Pacino í Scarface.
Þessi mynd er rosaleg. Ómissandi fyrir þá sem fíla glæpamyndir.
Al Pacino er einn af bestu leikurum sem uppi hefur verið. Hann hefur sannað það með myndum eins og Scarface, Scent of a Woman, Godfather myndunum og Dod Day Afternoon. Þessi mynd gefur hinum ekkert eftir.
Pacino leikur fyrrverandi dópsala, Carlito Brigante, sem hefur hætt glæpum. Sean Penn leikur lögfæðing Carlitos. Penn er mjög góður sem þessi pirrandi ja... fáviti.
Byrjunin er dálítið dauf en myndin verður betri þegar á líður og síðasti hálftíminn er sá einn mest spennandi í kvikmyndasögunni.
Brian De Palma leikstýrir þessari mynd og gerir það mjög vel. Hann hafði áður unnið með Pacino í Scarface.
Þessi mynd er rosaleg. Ómissandi fyrir þá sem fíla glæpamyndir.
Hér eru þeir Al Pacino og Brian De Palma sameinaðir aftur eftir að hafa gert snilldina Scarface. Carlito's Way er hröð, spennandi, með frábærri frammistöðu frá Al Pacino og Sean Penn, frábærlega skrifað handrit, athyglisverð saga og leikstjórn De Palma í öruggum höndum. Læt ykkur bara kíkja á hinar gagnrýnirnar ef þið hafið áhuga á sögunni, en mun segja: Carlito's Way er ein af bestu myndum De Palma frá upphafi og fetar vel í fótspor mynda eins og Scarface og Godfather sem ein besta mafíósa mynd sem hægt er að horfa á.
Carlito's Way er án vafa ein vanmetnasta kvikmyndin sem hefur komið frá Hollywood síðustu 15 ár. Þetta er óvenjuleg mynd um gangsterinn Carlio Brigante snilldarlega vel leikin af meistara Pacino. Carlito er andstæða Tony Montana í Scarface. Hann vill losna úr glæpaheiminum eftir langa dvöl í fangelsi en dregst ósjálfrátt aftur í þann heim að óviðráðanlegum aðstæðum auk þess sem hann þekkir ekkert annað. Carlito's Way er án vafa ein af þremur bestum myndum De Palma ef ekki sú besta. Pacino er vel studdur af frábærum aukaleikurum eins og Luis Gusman, John Leguisamo og hinum ógleymanlega Sean Penn en hann stelur senunni með túlkun sinni á óheiðarlegasta lögfræðingi kvikmyndasögunnar að nafni Kleinfeld. Að hann hafi ekki einu sinni verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína er algjört hneyksli. Sem sagst snilldarræma sem mun verða klassík í framtíðinni.
Töff mynd um mafíósann Carlito Brigante sem sem losnar úr fangelsi fyrr en ætlað var og ákveður að snúa blaðinu við en gengur ansi brösuglega með það. Hér eru toppleikarar í toppmynd að fara á miklum kostum og þá sérstaklega verð ég að nefna Sean Penn sem er algjör senuþjófur sem hinn kókaínháði lögfræðingur Pacino´s. Leikstjórnin er góð ásamt leik og myndin skartar skemmtilegum aukaleikurum sem hafa áhrif á framvindu mála. Töff mynd með flottri sögu.
Eftir hina dýru hörmung Bonfire of the Vanities og hina ruglandi Raising Cane, tekst Brian De Palma að rétta úr kútnum með Carlito´s Way, litríkri mynd er gerist í 'Latino' mafíuheiminum um miðjan 8.áratuginn. Leikstjórinn er í góðum félagsskap, Al Pacino sýnir snilldar frammistöðu í aðalhlutverkinu, fyrrverandi 'dóp-boss' sem sleppur út úr fangelsi fyrr en áætlað var þökk sé tæknilegum göllum í máli hans (ætlun hans er að gerast heiðarlegur borgari). Sean Penn er frábær sem hin nördalegi lögfræðingur David Kleinfeld, sem frelsaði Carlito, en græðgi hans á eftir að valda skjólstæðingi sínum allmiklum vandræðum. Þeir sem standa upp úr úrvali aukaleikara eru John Leguizamo sem ofbeldisfullur nýgræðingur á leið upp metorðastigann, og Luis Guzman sem traustur aðstoðarmaður Carlito. Myndin hefur einnig sína galla, sér í lagi veikur söguþráður: maður getur ekki alveg tekið því trúanlegt að Carlito sé Kleinfeld svo trúr og traustur því augljóst er að Kleinfeld er brögðóttur og lævís. En gallar myndarinnar falla algerlega í skuggann af kostunum; mjög góðir leikarar; frábæri endurgerð á New York frá diskótímanum (í smáatriðum); og nokkur dæmigerð De Palma hasaratriði. Atriðin í 'pool-herberginu' og á járnbrautarstöðinni eru vel þess virði til að fyrirgefa De Palma gamlar syndir - jafnvel Bonfire of the Vanities.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
MCA Universal Home Video
Kostaði
$30.000.000
Tekjur
$63.848.322
Vefsíða:
www.facebook.com/CarlitosWayMovie?fref=ts
Aldur USA:
R