Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
A Scanner Darkly gerist í náinni framtíð þegar allt flýtur í fíkniefninu Substance D í Bandaríkjunum. Myndin kynnur okkur fyrir nokkrum fíklum en einn þeirra starfar sem lögga án vitundar hinna. Þetta er mjög áhugaverð mynd og skemmtileg á köflum en síðan koma líka síðri partar. Robert Downey Jr. og Woody Harrelson sýna báðir ótrúlega góðan leik sem tveir fíklar og hika ég ekki við að segja að þeir bjargi myndinni alveg en Keanu Reeves sem leikur þann sem teflir á báða vegu(löggan) er eiginlega frekar slappur og þegar hann er í þessum scramble suit þá verður myndin smá klígjuleg. A Scanner Darkly þynnist seinni partinn og erfitt er að sjá hvort að boðskapurinn sé annar en sá að dópneysla borgar sig ekki eða eitthvað annað dýpra. Annars er myndin flott tekin og verulega sýrð og fyrir það og skemmtilegan fyrri part gef ég henni 7/10.
Fínt tripp
Alveg sama hver niðurstaðan er, þá virði ég alltaf Richard Linklater sem kvikmyndagerðamann.
Í mörg ár hefur hann verið í sterku uppáhaldi hjá mér. Vissulega ná myndir hans misstóru stökki í gæðum, allt frá meistarastykkinu Before Sunrise til költ-ræmunnar Dazed and Confused eða hinnar litlausu Bad News Bears. Linklater er þekktur fyrir gríðarlega fjölbreytni.
A Scanner Darkly er mynd sem ég hef lengi beðið eftir að sjá, og meðan að niðurstaðan reyndist mér vera einungis góð – en ekki frábær – þá er hún aðdáunarverð og athyglisverð út frá öllum hliðum.
Rétt eins og hitt listaverk leikstjórans, Waking Life, þá notast myndin við sama Rotoscope-stíl, nema bara í þessu tilfelli er hann meira fínpússaður og kyrrstæður, í stað þess að flæða út í allar áttir. Stíllinn er almennt mjög skemmtilegur, og virkar hér rétt eins og hann virkaði áður. Myndin sjálf er virkilega súr, á bæði góðan og slæman hátt.
Ég var hrifinn af öllu brjálæðinu sem að hún hafði upp á að bjóða, og leikararnir stóðu sig með prýði. Aftur á móti mistókst myndinni alveg að draga mig til sín. Ég fann aldrei fyrir því að atburðarásin varð eitthvað grípandi eða jafnvel spennandi. Maður komst heldur ekki í mikið samband við persónurnar, og veit ég ekki hvort að það hafi átt að vera svoleiðis eða ekki.
Myndin á sínar sterkustu hliðar í þeim senum þar sem að leikararnir skiptast á reynslum og samræðum, tilgangslausar eða ekki. Linklater hefur að minni vitund verið algjör meistari í því að leyfa samræðum að ganga út á algjört rugl, en hann flytur þær samt á svo áhugaverðan hátt.
A Scanner Darkly er erfið mynd til þess að melta, en ég fíla hana á marga vegu. Mynd sem að býr yfir svona miklum stíl ásamt passlegum skammti af sturlun og yfirdrifnum hegðunum getur varla átt annað skilið en góð meðmæli, hvað þá þegar að grunnurinn er úr hugarheim Philips K. Dick og undir stjórn Linklaters. Ekki snilld, en áhorfið getur tileinkað sér allar lýsingar sem komast í tæru við orðið sérstök og hægt er að finna.
7/10
Alveg sama hver niðurstaðan er, þá virði ég alltaf Richard Linklater sem kvikmyndagerðamann.
Í mörg ár hefur hann verið í sterku uppáhaldi hjá mér. Vissulega ná myndir hans misstóru stökki í gæðum, allt frá meistarastykkinu Before Sunrise til költ-ræmunnar Dazed and Confused eða hinnar litlausu Bad News Bears. Linklater er þekktur fyrir gríðarlega fjölbreytni.
A Scanner Darkly er mynd sem ég hef lengi beðið eftir að sjá, og meðan að niðurstaðan reyndist mér vera einungis góð – en ekki frábær – þá er hún aðdáunarverð og athyglisverð út frá öllum hliðum.
Rétt eins og hitt listaverk leikstjórans, Waking Life, þá notast myndin við sama Rotoscope-stíl, nema bara í þessu tilfelli er hann meira fínpússaður og kyrrstæður, í stað þess að flæða út í allar áttir. Stíllinn er almennt mjög skemmtilegur, og virkar hér rétt eins og hann virkaði áður. Myndin sjálf er virkilega súr, á bæði góðan og slæman hátt.
Ég var hrifinn af öllu brjálæðinu sem að hún hafði upp á að bjóða, og leikararnir stóðu sig með prýði. Aftur á móti mistókst myndinni alveg að draga mig til sín. Ég fann aldrei fyrir því að atburðarásin varð eitthvað grípandi eða jafnvel spennandi. Maður komst heldur ekki í mikið samband við persónurnar, og veit ég ekki hvort að það hafi átt að vera svoleiðis eða ekki.
Myndin á sínar sterkustu hliðar í þeim senum þar sem að leikararnir skiptast á reynslum og samræðum, tilgangslausar eða ekki. Linklater hefur að minni vitund verið algjör meistari í því að leyfa samræðum að ganga út á algjört rugl, en hann flytur þær samt á svo áhugaverðan hátt.
A Scanner Darkly er erfið mynd til þess að melta, en ég fíla hana á marga vegu. Mynd sem að býr yfir svona miklum stíl ásamt passlegum skammti af sturlun og yfirdrifnum hegðunum getur varla átt annað skilið en góð meðmæli, hvað þá þegar að grunnurinn er úr hugarheim Philips K. Dick og undir stjórn Linklaters. Ekki snilld, en áhorfið getur tileinkað sér allar lýsingar sem komast í tæru við orðið sérstök og hægt er að finna.
7/10
Eftir nógu langa bið þá loksins fær maður að sjá A Scanner Darkly, mynd sem hefur lent í stanslausu veseni útaf sinni nýrri Rotoshop aðferð, nýsköpuð tækni sem teiknar yfir stafrænu mynd og gerir A Scanner Darkly eins og hún sést á skjánum. Byggð á samnefndri bók eftir Philip K. Dick, þá fjallar myndin um Fred (Keanu Reeves), leynilögreglu árið 2012-2013 sem notar ´scramble-suit´ sem breytir útliti hans og rödd reglulega sem gerir hann óþekkjanlegan. Verkefni hans er að finna stóra fíkniefnasala og komast að hvaðan Substance D kemur, sem er eitt skaðlegasta og mest vanabindandi fíkniefni fyrr og síðar. Alvöru nafn Freds er Bob Arctor og sem Bob þá lifir hann fíkniefnalífi með ´vinum sínum´ sem hann þarf að nota til að afla upplýsinga, þar á meðal Barris (Robert Downey Jr.), Ernie (Woody Harrelson) og semi-kærustunni sinni Donna (Winona Ryder). Eftir of langa fíkn á Substance D þá verður heili hans að tveimum ólíkum hliðum, ein hliðin er Fred og hin er Bob og eru þessar tvær hliðar að keppast um yfirráð. Það sem A Scanner Darkly gerir frábærlega, er að hreinsa í burtu allt dæmigerða bias gegn fíkniefnum, sem gerir hlutlausa skoðun á málinu mun auðveldari. Bókin/myndin gerast á tíma þar sem Bandaríkin hafa tapað stríðinu gegn fíkniefnum og fíklar eru orðinn mikill hluti landsmanna svo myndin hneigist aðeins meira að anarkisma heldur en neinu öðru. Þrátt fyrir helling af fíkniefnum og skrítnu fólki að hegða sér skringilega leynist gífurlega pólitísk saga sem sker alveg jafn djúpt í nútímamál og það gerði þegar bókin var skrifuð fyrir u.þ.b þrátíu árum síðan. Keanu Reeves, leikari sem er mjög ´misfílaður´ af fólki, stendur sig furðulega vel sem Fred/Bob og nær virkilega að sannfæra mann að hann sé ekki bara Keanu Reeves heldur persóna í söguhlutverki. Hann er að mínu mati mistækur eftir kvikmyndum en A Scanner Darkly er eitt hans besta hlutverk síðan The Devil's Advocate. Robert Downey Jr. og Woody Harrelson sem hafa báðir átt langa sögu af fíkniefnaneyslu ná gallalaust að leika fíkla, enda þekkja þeir lífið betur en margir aðrir. Winona Ryder sem hefur bara lent í veseni með búðahnupl og slæm hlutverk eins og Mr. Deeds síðan byrjun aldarinnar gerir eitthvað merkilegt loksins, ekkert stórkostlegt en það sést að eitthvað býr ennþá í henni og vonandi lætur hún sjá sig eitthvað meira í framtíðinni. Fyrir utan A Scanner Darkly hef ég aðeins séð eina Richard Linklater mynd sem var School of Rock, ég viðurkenni vanrækslu mína í þessu máli og ætlast til þess að horfa á fleiri Linklater myndir þá sérstaklega eftir að hafa séð A Scanner Darkly. Þessi mynd er jafn skrítin og hún er góð, einhverjir gætu fundið þennan Rotoshop stíl pirrandi eða tilgangslausan en þar sem hann er mjög vandaður og passar við súra veruleikann sem myndin gerist í, þá fannst mér aðeins góðir hlutir myndast úr því. A Scanner Darkly er mjög sérstök mynd, en ein af betri myndum ársins, og eftir haust af vonbrigðum í bíóhúsum þá er myndin bjartur depill og ég vona að fleiri svona gæðamyndir fara að koma sér í bíó bráðum.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Richard Linklater, Stefan Will
Framleiðandi
Warner Independent Pictures
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
17. nóvember 2006