Náðu í appið
The Ladykillers
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Ladykillers 2004

Frumsýnd: 16. júní 2004

The greatest criminal minds of all time have finally met their match.

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 54% Critics
The Movies database einkunn 6
/10
The Movies database einkunn 56
/100

Endurgerð á gamanmynd frá 1955. Myndin fjallar um kennara úr suðurríkjum Bandarikjanna, sem safnar saman hópi þjófa til að ræna spilavíti. Þeir leigja sér herbergi í húsi gamallrar konu, en fljótlega áttar hún sig á fyrirætlaninni og þá þurfa þeir að drepa hana, sem reynist vera erfiðara en þeir héldu í fyrstu.

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (9)


Coen bræður hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér.
Þessi mynd skilur kanski ekki mikið eftir sig, og maður verður sennilegast fljótur að gleyma henni, (þannig að maður getur horft á hana fljótt aftur), en það er samt þónokkuð skemmtanagildi í henni, og hún er þónokkuð fyndið.
Tónlistin í myndini svipar mjög til tónlistarinnar sem var í myndini O Brother, Where Art Thou? eða svona gospel country tónlist.
Ég hef ekki séð upprunalegu útgáfunua af The Ladykillers sem er frá árinu 1955, en mig langar mikið til þess núna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

SNILLD! Tom Hanks sýnir hér snilldarleik sem sérvitur prófessor sem ætlar sér að ræna spilavíti með fjórum öðrum mönnum.


Myndin byrjar vel er með gott innihald og með snilldarlegan endi!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Coen bræður, Ethan og Joel, eru án nokkurs vafa snillingar í kvikmyndagerð og hafa sannað þá snilli í meistaraverkum á borð við t.d. Fargo, Raising Arizona, The Man Who Wasn't There, O Brother, Where Art Thou?, The Big Lebowski og Barton Fink. Óneitanlega er mikið verkefni að ætla sér að endurgera klassíska gamanmynd á borð við The Ladykillers, sem var gerð árið 1955, og skartaði í aðalhlutverkum, Sir Alec Guinness, Peter Sellers og Cecil Parker. Í flestum tilfellum sannast hin gullna regla að annaðhvort heppnast slík djörfung algjörlega eða mistekst hrapallega. Í endurgerðinni er sagt frá prófessornum G.H. Dorr sem leigir herbergi hjá Mörvu Munson, aldraðri konu í smábæ. Henni líst vel á hann, enda er hann nokkuð heillandi við fyrstu sýn. En það er ekki allt sem sýnist, enda er prófessorinn ásamt félögum sínum að undirbúa rán með því að grafa göng yfir í nálægt spilavíti sem þeir ætla að ræna. En brátt kemur þó í ljós að þeir mæta ofjarli sínum í leigusalanum, hinni öldnu Mörvu. Tom Hanks fer eins og venjulega á kostum í aðalhlutverkinu og ekki er Irma P. Hall síðri sem fröken Munson. Coen-bræður hafa markað sér þann stíl að í myndum þeirra er sagt frá skrautlegum karakterum og þar koma fyrir hin skondnustu atvik. Þeir hafa jafnan náð að laða fram hið besta frá leikurum sínum. Tónlistin er hér sem venjulega í myndum þeirra alveg fullkomin. Sem aðdáandi Sellers og Guinness og þ.a.f.l. gömlu myndarinnar verð ég að viðurkenna að ég var ekki sáttur við handrit myndarinnar og hluta úrvinnslu myndarinnar. Engu að síður er The Ladykillers hin ágætasta skemmtun fyrir bíóáhugafólk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ljómandi vel heppnuð endurgerð af eldgamalli samnefndri mynd. Í þeirri mynd fóru Peter Sellers og Alec Guiness með aðalhlutverkin og leikur Tom Hanks persónu Guiness alveg snilldarlega vel. Hvað sem því líður þá hefur myndin sína galla. T.a.m. þá er tónlistin alveg glötuð og myndin er svona...ekkert alltof fyndin(kannski er það bara ég)og svo á hún sennilega ekki eftir að þykja mjög eftirminnileg. En góð er hún samt, manni leiðist ekkert og endirinn kemur á óvart. Ladykillers fær tvær og hálfa stjörnu fyrir sína fjörugu atburðarás og afbragðsgóða frammistöðu hjá Tom Hanks. En ég vona að næsta mynd Coen bræðra verði allavega þriggja stjörnu virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég held ég hafi aldrei, hvorki fyrr né síðar, séð jafnleiðinlega myndi. Meira að segja Barb Wire með Pamelu Anderson var skárri og þá er nú fokið í flest skjól. Þar gekk ég út í hléi, en í þessari bíóferð gat ég ekki gengið út þar sem ég sofnaði af leiðindum. Fórum við fjögur saman á myndina og tókst einum að halda sér vakandi. Persónurnar voru alveg afspyrnuleiðinlegar og myndin sömuleiðis. Gef þessari mynd algera falleinkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn