Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Tekur tíma að melta meistaraverkið
The pianist er mín uppáhalds Roman Polanski mynd, af þeim sem ég hef séð. Hún er byggð á sannri sögu Wladyslaw Szpilman. Hún fjallar um píanóspilara sem að er gyðingur og býr með ágætlega vel stæðri fjölskyldu sinni í Póllandi þegar helförin er. Fjölskylda hans er flutt inn í ghettóið í Varsjá, en þegar hún er síðan flutt í útrýmingarbúðir er hann látinn í annað hlutverk. Hann þarf að vinna en nær að flýja og vera í felum. Þá fær áhorfandi að sjá óhefðbundna sögu um þennan hryllilega tíma.
Adrian Brody stendur sig mjög vel í hlutverki sínu og finnur áhorfandi virkilega til með honum. Hann hlaut óskarinn fyrir hlutverk sitt og átti það svo sannarlega skilið. Tónlistin í myndinni gerir hana ennþá betri og í gegnum nocturne chopin's fær maður að heyra eymdina og sorgina hjá Wladyslaw.
Myndin er virkilega vel gerð og frábær en er mjög erfitt til að fá sig til að horfa á alla sorgina í henni og því hentar hún ekki í hefðbundið vídeógláp.
The pianist er mín uppáhalds Roman Polanski mynd, af þeim sem ég hef séð. Hún er byggð á sannri sögu Wladyslaw Szpilman. Hún fjallar um píanóspilara sem að er gyðingur og býr með ágætlega vel stæðri fjölskyldu sinni í Póllandi þegar helförin er. Fjölskylda hans er flutt inn í ghettóið í Varsjá, en þegar hún er síðan flutt í útrýmingarbúðir er hann látinn í annað hlutverk. Hann þarf að vinna en nær að flýja og vera í felum. Þá fær áhorfandi að sjá óhefðbundna sögu um þennan hryllilega tíma.
Adrian Brody stendur sig mjög vel í hlutverki sínu og finnur áhorfandi virkilega til með honum. Hann hlaut óskarinn fyrir hlutverk sitt og átti það svo sannarlega skilið. Tónlistin í myndinni gerir hana ennþá betri og í gegnum nocturne chopin's fær maður að heyra eymdina og sorgina hjá Wladyslaw.
Myndin er virkilega vel gerð og frábær en er mjög erfitt til að fá sig til að horfa á alla sorgina í henni og því hentar hún ekki í hefðbundið vídeógláp.
Góð mynd sem lýsir þeim erfiðleikum sem fylgdu því að vera gyðingur seinni heimstyrjöldinni. Adrian Brody vinnur hér leiksigur sem píanóleikarinn Wladyslaw Szpilman sem þarf að berjast fyrir lífi sínu í WWII.
The Pianist er ein af betri myndum sem gerðar hafa verið.
Hún er afar raunsæ og byggir á eigin lífs reynslu Roman Polanski.
Heimstyrjöldinn er einn sá hryllilegasti atburður sem komið hefur fyrir jarðarbúa og er okkur ótrúlega nálægur í tíma.
Lita samsetninginnn í mynidinni er hreint frábær,og ,Þjóðverjar hafa lofað að ráðast ekki inná neinn stað enn ráðast þó öllum að óvörum á Pólland þar fara þeir með ófögnuði . skyndilega fer að banna gyðinga á hina ýmsu staði og smám saman þrengist af þeim og flestir eru drepnir.
En þegar allt virðist ætla að fara niður á við hittir hann þýskan hermann til að bæta gráu ofan á svart................................
Hreint mögnuð mynd sem snertir tilfinningar manns verulega vel.
með öðrum orðum hreint mögnuð mynd.
Frábær mynd um píanóleikara sem á erfitt verkefni fyrir höndum og það var að komast fram hjá því að vera drepinn af þjóðverjum þar sem að hann er gyðingur. Allir gyðingar voru látnir þræla fyrir þjóðverja og ef að þeir gerðu e-ð rangt voru þeir drepnir. Allir gyðingar máttu aðeins eiga 2000 (man ekki hvað gjaldmiðillinn var en...) þegar þeir fóru af heimili sínu yfir á svæði gyðinga en þeir máttu ekki eiga heima á sama stað og aðrir. Ákveða þeir að gera uppreins sem gengur upp og ofan. Loksins gera Rússar áras og þjóðverjana og vill ég ekki segja meira en þetta....
Meistaraverk frá leikstjóranum Roman Polanski, persónulegasta mynd hans á ferlinum og sú besta hingað til. Áður á hann að baki úrvalsmyndir á borð við Rosemary´s Baby og Chinatown. Tilnefnd til sjö óskarsverðlauna þ.á.m. sem besta kvikmynd ársins. Hlaut þrjá óskara, fyrir leikstjórn, leikara í aðalhlutverki og handrit byggt á áður útgefnu efni. Hér fetar Roman Polanski aðra slóð en áður á ferli sínum. Efni myndarinnar eru hörmungar seinni heimsstyrjaldarinnar. Sjálfur upplifði hann þessar hörmungar og litlu mátti reyndar muna að hann léti lífum í þeim hildarleik öllum. Hér segir frá ótrúlegu lífshlaupi pólska píanóleikarans Wladyslaw Szpilman (Adrien Brody) og hvernig honum, með dyggri aðstoð pólsku andspyrnuhreyfingarinnar og ennfremur tilviljun og hreinni heppni tókst að leynast fyrir nasistunum meginhluta stríðsins 1939-1945. Myndin fjallar um hernám Póllands 1939 og hvernig nasistar fóru með Pólverja í stríðinu, niðurlægðu þá og sviptu þá öllum mannréttindum, fluttu í útrýmingarbúðirnar þar sem þeim var þrælað eins og skepnum og að lokum murkað úr þeim líftórunni. Átakanlegt er að horfa á mikilfengleika þessa verks og hversu vel þetta er fært í kvikmyndabúning. Betri mynd um hörmungar stríðsins hefur ekki verið gerð frá því Steven Spielberg gerði óskarsverðlaunamyndina Schindler´s List árið 1993, svo einfalt er það. Reyndar hefur engin mynd haft jafnmikil áhrif á mig og þessi síðan Saving Private Ryan var gerð 1998, annað meistaraverk Spielbergs. Roman Polanski hefur eins og fyrr segir aldrei farið troðnar slóðir í kvikmyndagerð á sínum ferli og þótt mistækur, átt bæði ógleymanleg meistaraverk og miðlungsmyndir. Hér er hann hinsvegar kominn með mynd ferils síns, hefur augljóslega lagt allt sitt í verkið og uppsker ríkulega eftir því. Hann hlaut leikstjóraóskarinn fyrir sitt magnaða verk. Ánægjulegt var að hann fékk að njóta verka sinna þegar leikstjóraóskarinn 2002 var veittur, enda hafði áður heyrst að hann myndi vegna vissra mála ekki fá verðlaunin. Ánægjulegt var að vita að menn eru að verðlauna verkið sem viðkomandi hefur lagt allt sitt í en eru ekki að dæma fortíð tilnefndra. Öll umgjörð myndarinnar er stórfengleg; tónlist, handrit, framleiðsla og klipping - allt í fyrsta flokks klassa. Og langt er síðan nokkur leikari hefur unnið jafn eftirminnilegan leiksigur og sést í þessari mynd. Adrien Brody fékk óskarsverðlaunin fyrir magnaða túlkun sína í hlutverki Wladyslaw Szpilman. Þessi þrítugi New York-búi sem á að baki smáhlutverk í nokkrum myndum er orðin stórstjarna á einni nóttu. Hann er myndin The Pianist, hann skapar meistaraverkið og tryggir hversu vel útkoman heppnast. Lágstemmdur leikur hans er afrek útaf fyrir sig og meistarataktar sem sjást. Hann á framtíðina fyrir sér. Það er óhætt að mæla með þessari einstöku kvikmynd, að mínu mati besta kvikmynd ársins 2002. Mynd sem enginn sannur kvikmyndáhugamaður má missa af. Einstök upplifun fyrir alla þá sem unna kvikmyndagerð í úrvalsklassa.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Focus Features
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
14. mars 2003
VHS:
7. ágúst 2003