Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Downfall 2005

(Der Untergang)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 8. apríl 2005

April 1945, a nation awaits its...

156 MÍNÞýska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
The Movies database einkunn 82
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta mynd. Fjöldi annarra tilnefninga og verðlauna.

Í apríl árið 1945 þá er Þýskaland um það bil að tapa í bardaga við rússneska herinn sem sækir að þeim úr austri, og bandamenn gera árás úr vestri. Í höfuðborg þriðja ríkisins, Berlín, er Adolf Hitler staðfastur og segir að Þjóðverjar muni samt sigra, og skipar hershöfðingjum sínum og ráðgjöfum að berjast til síðasta manns. Í myndinni er... Lesa meira

Í apríl árið 1945 þá er Þýskaland um það bil að tapa í bardaga við rússneska herinn sem sækir að þeim úr austri, og bandamenn gera árás úr vestri. Í höfuðborg þriðja ríkisins, Berlín, er Adolf Hitler staðfastur og segir að Þjóðverjar muni samt sigra, og skipar hershöfðingjum sínum og ráðgjöfum að berjast til síðasta manns. Í myndinni er fjallað um þessa síðustu daga þriðja ríkisins, þar sem þýskir foringjar, svo sem Himmler og Goring, fara að efast um foringja sinn til að reyna að bjarga eigin skinni. Aðrir, eins og Joseph Goebbels, eru hinsvegar trúir foringja sínum allt til enda. Hitler sjálfur er illa haldinn af ofsóknarbrjálæði. Þegar endalokin nálgast þá fellur Hitler fyrir eigin hendi og her hans verður að finna leið til að enda bardagana, leggja niður vopn og gefast upp. ... minna

Aðalleikarar


Þýska kvikmyndin Downfall (eða Der Untergang, eins og hún heitir á frummálinu) fjallar, í heild sinni, um síðustu tíu daga í lífi Adolfs Hitlers. Myndin hefst árið 1942 í Austur-Prússlandi þar sem Hitler er að velja sér einkaritara. Hann velur sér unga og efnilega konu að nafni Trudl Junge. Síðan er stokkið um þrjú ár og farið að 20. apríl 1945, 56. afmælisdegi Hitlers. Rússar hafa umkringt Berlín og nasistar geta ekki streyst á móti. Hitler er færður í neðanjarðarbyrgi og þar með fylgjum við sögunni til tapi nasista á stríðinu. Bruno Ganz er einfaldlega fullkominn í gervi sínu sem Adolf Hitler og líklega mun enginn leikari bæta hans tilþrif, sem Hitler. Einnig eru allir aðrir leikarar, ungir sem aldnir, að standa sig alveg frábærlega. Oliver Hirchbiegel leikstýrir myndinni vel og er öll tæknivinna fyrsta flokks. Búningar og förðun falla vel inn í myndina og er kvikmyndatakan í hinum svokallaða 'Documentery-stíl' og á það vel við myndina. Þökk sé glæsilegri sviðsmynd vel notaðri kvikmyndatöku og framúrskarandi leiktilfþrifum finnst manni eins og maður sé að horfa bara á heimildarmynd eða eitthvað í þá áttina. Der Untergang er líklega besta stríðsmynd sem ég hef á ævi minni séð (sterk samkeppni við Saving Pri. Ryan). Myndin fékk tilnefningu til óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin og hefði það ekki verið algalið að veita henni þau verðlaun. En allavega, alger stórmynd hér á ferð, sem enginn, ALVÖRU, kvikmyndaunnandi má láta framhjá sér fara!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Besta Hitler-mynd sem ég hef séð!
Downfall er eitthvað sem maður kallar kröftugt bíó. Ekki bara fannst mér hún sýna alöflugustu túlkun á Hitler sem ég hef nokkurn tímann séð í kvikmynd, heldur líka er þetta einhver besta mynd síðari ára sem á sér stað í seinni heimstyrjöldinni.

Lykillinn að því sem gerir myndina svo góða er Bruno Ganz, en hans túlkun á einræðisherranum er bara vægast sagt ótrúleg. Hvað túlkun hans sem manneskja varðar, þá er myndin nokkuð góð í því að sýna hann í öðru ljósi. Downfall reynir ekki að gera Hitler að einhverjum samúðarfullum eða sérstaklega ''mannlegum'' einstaklingi, en hún er heldur ekki að sýna hann sem eitthvað ofvirkt skrímsli.
Leikstjórinn Oliver Hirschbiegel kýs meira að túlka Hitler sem óneitanlega skemmdan mann sem hugsar ekki um neitt annað en sig sjálfan og gefur það áhorfandanum meira skilning á þeim ákvörðunum sem hann tók áður en hann varð að sínum eigin bana.

Áhrifin sem þessi mynd hafði á mig voru oft á tíðum sjokkerandi. Hins vegar viðkemur ljótasta atriði myndarinnar Hitler hvergi við, eða blóði öllu heldur, en það er mjög óþægileg sena þar sem eiginkona Joseph Goebbels neyðist til að eitra fyrir börnum sínum í svefni, og hvernig það atriði spilast út er bara hreint út sagt skelfilegt og skilur engan eftir áhrifalausan (varla væri nú hægt að teljast mannlegur ef þetta atriði hittir ekki eitthvað til manns).

Útlitslega séð er myndin líka mjög vel unnin, og það vantar alls ekki raunsæisblæinn í hana.

Hún missir smá damp undir lokin eftir að Hitler er dáinn (ekki fara að halda að þetta sé einhver spoiler!) og um leið og "lykilpersónan" er dottin úr fókus fer myndin smávegis að drolla og tekur fáránlega langan tíma að klárast.

Downfall er engu að síður klassamynd sem skilur fullt eftir sig.

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Bruno Genz sýnir hér snilldarleik sem Adolf Hitler. Myndin er um síðustu 10 daga Hitlers á lífi. Hún er einnig raunverulegasta stríðsmynd sem ég hef séð. Öllum áróðri er sleppt og ég furðaði mig á því hve sumt fólk var hlynt Hitler og hvernig það gat fórnað sér fyrir hann og viljað deyja með honum. Sjálfsmorðin eru mörg, virkilega mörg! Snilldarmynd, vel leikin og maður verður aldrei þreyttur. Bardagaatriðin eru virkilega raunveruleg og vini mínum brá svo þegar sprengjurnar sprungu og vélbyssurnar skutu á allt og alla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alger snilld þessi. Leikurinn var alveg ótrúlega sannfærandi og mér fannst ég bara vera á staðnum. En það er samt galli hvað hún er löng, það mætti alveg stytta hana aðeins t.d. með því að taka út eitthvað af sjálfsmorðunum og hafa þau aftast sem ljósmyndir með texta eins og var þarna í endanum. Ég verð samt að segja að viðtalið við ritarann var mjög sniðugt innlegg og það er alltaf gaman að heyra nýjar sögur frá því fólki sem lifði þessar óhugnalegu aðstæður af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eina sanngjarna kvikmynd er fjallar um síðari heimsstyrjöld og á færi á að koma að stjórnmálalegri hugsun. Ekkert rugl úr þeim þjóðum er unnu stríðið og enginn áróður þeirra í kvikmyndinni sjáfri enda þýzk.


Heimildir kvikmyndarinnar eru velgildar en byggt er á frásögn Traudl Junge, einkaritara Hitlers. Afbragðsleikur hjá leikurum og þá sérstaklega Bruno Ganz er lék Hitler. Afar vel heppnuð mynd og ræð ég öllum að sjá hana.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn