Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Harrison's Flowers 2000

(Harrisons Flowers, Dauðaleit)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 14. mars 2002

Sometimes love is the only proof you need.

130 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 49% Critics
The Movies database einkunn 49
/100

Harrison Lloyd er ljósmyndablaðamaður sem hefur unnið til Pulitzer verðlauna. Eiginkona hans og fjölskylda gera honum erfitt fyrir að einbeita sér þegar hann er að störfum á átakasvæðum, og hann langar til að skipta um vinnu, og fara í minna stress. En hann þarf að klára eitt verkefni, í hinni stríðshrjáðu Júgóslavíu árið 1991, þegar stríðið stendur... Lesa meira

Harrison Lloyd er ljósmyndablaðamaður sem hefur unnið til Pulitzer verðlauna. Eiginkona hans og fjölskylda gera honum erfitt fyrir að einbeita sér þegar hann er að störfum á átakasvæðum, og hann langar til að skipta um vinnu, og fara í minna stress. En hann þarf að klára eitt verkefni, í hinni stríðshrjáðu Júgóslavíu árið 1991, þegar stríðið stendur þar sem hæst. Fréttir berast að hann hafi látið lífið, en eiginkonan, Sarah, sem einnig er blaðamaður hjá Newsweek, neitar að trúa því og fer að leita hans. Hún hittir ljósmyndarana Eric Kyle og Marc Stevenson sem hjálpa henni að komast til Vukovar. Á sama tíma sér sonur Harrison, Cesar, um verðlaunagróðurhús föður síns, og heldur voninni lifandi. ... minna

Aðalleikarar


Harrison’s flowers gerist árið 1991 í Júgoslaviu og segir frá borgarastyrjöldinni þar í landi. Slóvenar og Króatar lýas því yfir að þeir ætli að brjótast úr hinu júgóslavneska ríkjasambandi sem veldur því að spennan í landinu eykst gríðarlega. Einkum varð ástandið slæmt í Króatíu þar sem serbneskar fylkingar rústa heilu þorpunum og öllu þeim sem þar eru. M.a. var þorpið Vukovar algerlega lagt í rúst en þar gerist myndin að hluta til. Myndin segir frá konu (Andie McDowell) sem heldur til Júgóslavíu til að hafa upp á týnda manninum sínum sem skömmu áður hafði farið sem ljósmyndari til Júgóslavíu. Hún gerir sér ekki grein fyrir þeim svakalegu hörmungum sem þar eiga sér stað þegar Serbar undir stjórn Milosevic murka lífið úr saklausum íbúum. Hún slæst í hóp með ljósmyndurum og lendir í miðjum átökum. Adrian Brody leikur einn ljósmyndarann og er senuþjófurinn í myndinni. Það sem kom mér helst á óvart er hversu ljót og sláandi myndin er. Hryllingurinn sem einkenndi þessa borgarastyrjöld framar öðrum kemur vel fram og myndin nær virkilega vel til manns. Myndatakan og öll framsetning myndarinnar á auðvitað sinn þátt í því en allt ytra útlit er einstaklega vel gert. Leikur Andie er frábær og raunar er allt gott um þessa mynd að segja
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Harrisons’s Flowers fjallar um stríðið sem að enginn veit hvernig byrjaði, allt í einu var allt í upplausn í Júgóslavíu og það trúði því enginn, ef það væri ekki fyrir hugrakka ljósmyndara, þessa kvikmynd og No Mans Land, myndum við ekki hafa neina einustu hugmynd um hryllinginn sem að átti sér stað í fyrrum Júgóslavíu.

Harrisons’s Flowers segir frá Söru Lloyd (Andie MacDowell) sem að fer að leita að eiginmanni sínum Harrison Lloyd (David Strathairm) sem að var sendur til að taka myndir af ,,minniháttar átökum” á milli Serba og Króata, hann fer með því skilyrði að hann verði kominn aftur eftir víku, hann kemur ekki aftur og er talin af. Þá ákveður kona hans að fara á eftir honum og rekja slóð hans til Vukovar með hjálp tveggja samverkamanna hans(Kyle Morrison: Adrien Brody og Marc Stevenson: Brendan Gleeson) og um leið fáum við að sjá mannkynið í sinni verstu mynd, það er hreynt ótrúlegt hvað mannskeppnan getur verið miskunnarlaus, grimm og djöfulleg. Adrien Brody var sko ekki að grínast þegar hann sagði á óskarsverðlaunahátíðinni að hann viti hvaða hrylling og eyðileggingu stríð hefur í för með sér. Aðdáunarverð mynd sem að byrjar með blómum og ást og endar með óskyljanlegri heift og hatri.




Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn