Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

Head in the Clouds 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. ágúst 2005

Three lives. One destiny.

121 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 17% Critics
The Movies database einkunn 40
/100

Myndin gerist á fjórða áratug síðustu aldar í Englandi, París og á Spáni. Gilda Bessé deilir íbúð sinni í París með írskum kennara, Guy Malyon, og Mia, flóttamanni frá Spáni. Stríð er yfirvofandi, og Gilda lifir ögrandi og nautnafullum lífsstíl, og sinnir ferli sínum sem ljósmyndari. En Guy og Mia finnst þau knúin til að taka þátt í baráttunni... Lesa meira

Myndin gerist á fjórða áratug síðustu aldar í Englandi, París og á Spáni. Gilda Bessé deilir íbúð sinni í París með írskum kennara, Guy Malyon, og Mia, flóttamanni frá Spáni. Stríð er yfirvofandi, og Gilda lifir ögrandi og nautnafullum lífsstíl, og sinnir ferli sínum sem ljósmyndari. En Guy og Mia finnst þau knúin til að taka þátt í baráttunni gegn fasisma, og vinirnir þrír aðskiljast, mögulega að eilífu.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Að horfa á veggspjald myndarinnar dugar, það segir allt um myndina, melódramatísk tímabilsmynd um þessar þrjár manneskjur sem eru í þrívegis ástarsambandi. Stuart Townsend er Írskur nemi í Cambridge á þriðja áratug 20. aldarinnar þegar hann hittir Charlize Theron sem er frekar villt stelpa og auðvitað fellur hann beint fyrir henni. Head in the Cloud byrjar sem frekar kómísk mynd frekar en drama, auðvitað er hún rómantísk en alltof oft var myndin að endurtaka sig. Penelope Cruz kemur í spilið sem þriðji aðilinn sem bæði Stuart og Charlize falla fyrir, söguþráðurinn er frekar flókinn til þess að útskýra í smáatriðum, svo mikið gerist á þessum 20 árum sem myndin fjallar um, fólkið aðskilist, hittist aftur, skiljast á, hittast aftur og það heldur áfram. Ég hélt að þetta myndi verða mjög leikaradrifin mynd en því miður voru leikararnir ekkert framúrskarandi, allir ásættanlegir en þeir bættu myndina ekkert sérstaklega. Head in the Clouds er alls ekki alslæm, hún hefur sínar stundir, en ég var gífurlega vonsvikinn með stríðsatriðin, mér fannst þau frekar óvönduð. Thomas Kretchmann sem er hér að leika nasista í fimmta skiptið, og mun gera það örugglega oftar kemur ekkert mjög oft fyrir í myndinni, poppast upp nálægt lok myndarinnar sem enn annar hliðarkarakter til þess að flækja aðstæðurnar. Það eru nokkur mörg kynlífsatriði sem koma fyrir, oftast milli Townsend og Theron, ég get aðeins séð fyrir mér Townsend viljandi eyðileggja senunar svo hægt væri að gera þær aftur, svo koma fram eitthvað smávegis milli Theron og Cruz en ekki eins mikið og má búast við. Head in the Clouds er melódrama í stuttu máli, minnir mig að einhverju leiti á Legends of the Fall, aðeins þessi er ekki eins góð, gallanir eru nokkrir en þetta er alveg ágæt fell-good mynd, hún er ekki leiðinleg en ég sá engan tilgang því myndin endar eins og kvikmyndagerðamennirnir voru ekki vissir hvað myndin ætti að segja.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn