Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Hart's War 2002

(Harts War)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 21. júní 2002

Beyond Courage, Beyond Honor.

125 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 60% Critics
The Movies database einkunn 49
/100

William McNamara liðþjálfi lendir í hrottalegum fangabúðum Þjóðverja í Seinni heimsstyrjöldinni. Þar sem hann er yfirmaður, þá hefur hann vald yfir öðrum lægra settum bandarískum föngum, og reynir að halda uppi heiðri á stað þar sem auðvelt er að eyða heiðri, og vökult auga Luftwafe herforningjans Wilhelm Visser hvílir á þeim öllum stundum. McNamara... Lesa meira

William McNamara liðþjálfi lendir í hrottalegum fangabúðum Þjóðverja í Seinni heimsstyrjöldinni. Þar sem hann er yfirmaður, þá hefur hann vald yfir öðrum lægra settum bandarískum föngum, og reynir að halda uppi heiðri á stað þar sem auðvelt er að eyða heiðri, og vökult auga Luftwafe herforningjans Wilhelm Visser hvílir á þeim öllum stundum. McNamara sem gefst aldrei upp og telur að enn sé hægt að vinna stríðið, skipuleggur og bíður eftir rétta tækifærinu til að hefna sín og ráðast á óvininn. Þegar morð er framið í búðunum þá fær hann tækifæri til að setja áhættusama áætlun sína í gang. Á meðan réttarhöld fara fram þá er það næg truflun til að Visser og Þjóðverjarnir missi einbeitingu, og McNamara tekst á útsmoginn hátt að sleppa og eyðileggja hergagnaverksmiðju í nágrenninu, með hjálp hins unga Tommy Hart. ... minna

Aðalleikarar


Ansi hreint vel skrifuð mynd og skemmtileg, þótt hetjuskapurinn fari á tíðum alltof, alltof langt yfir strikið.

Fjallar um hóp stríðsfanga í Þýskalandi um áramótin ´44-´45 og segir aðallega frá fyrrum laganemanum Hart, sem aldrei hefur í bardaga komið og var eiginlega handsamaður fyrir slysni af dulbúnum þjóðverjum í Belgíu. Myndin minnir á margt á hina stórgóðu Stalag 17 en kemst þó engan veginn með tærnar þar sem sú hefur hælana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hart's War er mjög óvenjuleg og óhefðbundin stríðsmynd. Hún eyðir litlum sem engum tíma í tilgangslausa föðurlandsdýrkun, einhæfa stríðsbardaga og óþolandi væmni. Spennan er byggist hér aðallega upp á samtölunum, væmnin er í lágmarki og þjóðarást er næstum engin. Sagan er traust og það er merkilegt hvernig atburðarásin breytir sífellt um stefnu, og kemur sem sagt oft á óvart með nýrri fléttu. Leikurinn er einnig mjög góður. Bruce Willis nær að sjálfsögðu vera aðaltöffarinn á skjánum, en það er írski eðalleikarinn Colin Farrell (sem var alveg hreint magnaður í Tigerland) sem stelur senunni. Svo má ekki gleyma fyrsta flokks tæknivinnslu, og í útliti er myndin stórfengleg. En helsti veikleiki hennar er lengdin, hún er svona ca. 130 mínútur, það virðist kannski ekki mikið en það var samt fulllangt fyrir þessa mynd. En samt tekst myndinni að forðast það að verða nokkurn tímann langdregin. Eina undantekningin er endirinn (eða þ.e.a.s. síðustu 10 mínúturnar), sem var alveg hreint að drepa mig vegna leiðinda (það heyrðust m.a.s. þjáningarstunur í einhverjum gaurum sem voru í bíósalnum). Hann var bara alltof dramatískur og vægast sagt tómur. Rachael Portman færir okkur samt fína og áhrifaríka kvikmyndatónlist, og Gregory Hoblit (Primal Fear, Frequency) virtist hafa góð tök á leikstjórninni. Þegar á heildina er litið er þetta fantagóð afþreying, og mér finnst hún alveg eiga þrjár stjörnur skilið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er næstum því blanda af öllum myndum sem hafa verið gerð. Veturinn 1944 Lt. Thomas Hart er handsamaður af Þjóðverjum í Belgíu og er svo fluttur í herfangabúðir í Þýskalandi. Þar hittir hann Col. McNamara sem er þar hæstaráðandi. En þegar tveir negra flugmenn eru sendir í sömu búðir fyllist mannskapurinn af rasisma. Og þegar hvítur hermaður er drepinn er svartur maður sá helsti til gruna. Plottið lítur út fyrir að vera gott en fyrri helmingurinn er svo leiðinlegur að ég ætlaði að taka DVD diskinn út og brjóta hann en seinni helmingurinn er algjör snilld og þar fær myndin sína tvær og hálfa stjörnu. Leikurinn er góður hjá öllum sérstaklega hjá Colin Farrel. Svona sögulega séð gæti þetta hafa gerst en eitthvað í mér finnst það ólíklegt. Rasisminn í myndinni gegn svarta manninum er bara hræðilegur ef þetta hafi verið svona á stríðstímunum. Ég get ekki mælt með þessari mynd né ekki mælt með henni, þú verður að dæma sjálfur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn