Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Majestic 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 10. maí 2002

Sometimes your life comes into focus one frame at a time.

152 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 42% Critics
The Movies database einkunn 27
/100

Peter Appleton er handritshöfundur á sjötta áratug síðustu aldar sem er grunaður um að vera kommúnisti af ýmsu fólki í Hollywood ( sem er ekki rétt ). Hann lendir í bílslysi og missir minnið, og endar í litlum bæ í Kaliforníu. Þar býr hann í niðurníddu kvikmyndahúsi þar sem hann lærir að njóta kvikmynda. Fljótlega, þá finna kommúnista-sporhundarnir... Lesa meira

Peter Appleton er handritshöfundur á sjötta áratug síðustu aldar sem er grunaður um að vera kommúnisti af ýmsu fólki í Hollywood ( sem er ekki rétt ). Hann lendir í bílslysi og missir minnið, og endar í litlum bæ í Kaliforníu. Þar býr hann í niðurníddu kvikmyndahúsi þar sem hann lærir að njóta kvikmynda. Fljótlega, þá finna kommúnista-sporhundarnir hann, og kalla hann inn til að bera vitni fyrir þingnefnd.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Virkilega óvenjuleg mynd fyrir leikara eins og Jim Carrey. Eftir að hafa horft á Shawshank Redemption og Green Mile(sem Frank Darabont gerði), var maður með smá væntingar til þessarar myndar. Þó svo að allt við hana sé ekki slæmt, þá nær hún ekki sama gæðastimpli og fyrri verk hans. En samt alveg ágætis mynd, þrátt fyrir það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þvæla! Eftir fyrstu 5 mínúturnar var ég viss um að ég hefði séð þessa mynd c.a. 500 sinnum áður. Ef þú vilt fyrirsjáanlega mynd þá er þetta hún - Samsuða af vondum klisjum! Sögulegt lágmark fyrir Jim Carrey. Bíddu eftir henni á spólu - helst bónustilboð með kók og prins, annars er hún ekki 800 króna virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ekkert "Majestic" við hana
Þrátt fyrir athyglisverða sögu, vandað handrit og hörkugóðan leik, þá verður myndinni ekki bjargað upp úr meðalmennskunni.

Hún byrjar þó ágætlega, en þegar lengra líður á fellur hún í þá algengu gryfju að verða alltof langdregin, væmin og að lokum fljótgleymd. Að vísu er Jim Carrey alveg stórkostlegur að venju, og hann tekur sig heldur ekki of alvarlega (enda grínleikari). Persónulega finnst mér hann vera einn vanmetnasti leikari allra tíma. Hann var t.d. alveg ógleymanlegur í Truman Show, og sömuleiðis Man on the Moon (sem enginn man eftir lengur!), og það er alveg ótrúlegt og einnig ófyrirgefanlegt að hann skuli ekki hafa fengið Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir aðra hvora þeirra (hann átti það a.m.k. vel skilið!), og þessa líka reyndar því frammistaða hans hér er ekki mikið síðri. En nóg um það.

The Majestic hefur nokkra góða kosti og hún hefði gengið ágætlega upp hefði seinni helmingurinn ekki verið svona afspyrnuslappur. Í seinni helmingnum er handritið gjörsamlega búið að týna sér og myndin fer út í heilmikla melódramatík. Þetta er í stuttu máli töluvert stórt skref niður fyrir leiksjórann Frank Darabont, enda er það ekki skrítið, miðað við hversu frábærar fyrri myndirnar hans (The Shawshank Redemption (sem er enn meðal bestu mynda sem ég hef séð) og Green Mile) voru.

The Majestic er kannski hin þokkalegasta vídeó-afþreying, en hún skilur samt mjög lítið eftir sig, eins og ég tók fram áður. Það er voða lítið sem réttlætir áhorfið annað en Carrey, og það er vel hægt að finna betri hliðar hans í fyrrnefndum dramamyndum.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Áður en dómar um The Majestic fóru að birtast á netinu þóttist ég vera nokkuð viss um að þetta yrði góð mynd svo ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með það að hún fengi ekkert sérstaka dóma hjá gagnrýnendum. En ég var ekki búinn að sjá myndina sjálfur og legg það ekki í vana minn að dæma myndir fyrirfram svo ég beið bara eftir að ég fengi tækifæri til þess að sjá hana sjálfur.

The Majestic fjallar um B mynda handritshöfundinn Peter Applington (Jim Carrey). Dag einn er hann allt í einu kominn á svartan lista í Hollywood vegna þess að hann mætti á einn vinstrisinnaðann fund á yngri árum. Peter verður mjög reiður yfir þessu og sest blindfullur undir stýri. Hann keyrir svo ölvaður fram af brú og finnst í smábæ daginn eftir alveg minnislaus. En í bænum þekkja hann flestir og Harry Trimble (Martin Landau) fullyrðir að þetta sé sonur hans Luke, en það var haldið að hann hafi dáið í seinni heimstyrjöldinni. Peter er náttúrulega alveg minnislaus svo hann heldur að þetta sé satt og byrjar með fyrrverandi kærustu Luke Laurie (Adele Stanton).

Ég varð fyrir nokkuð miklum vonbrigðum með The Majestic. Þetta er alls ekki alslæm mynd en það hefði verið hægt að gera hana miklu betri. Handritið er langversti hlekkur myndarinnar og svo er hún mjög langdregin og væmin. En Jim Carrey gerir mjög góða hluti í aðalhlutverkinu en nær samt ekki að toppa leik sinn í The Truman Show og How The Grinch Stole Cristmash. Leikstjórinn, Frank Darabont stígur stórt skref niður á við með þessari mynd eftir að hafa gert hinar frábæru myndir, The Shawshank Redemption og The Green Mile. En það er alls ekki hægt að kenna honum um hvernig fór því hann stóð fyrir sínu eins og flestir leikararnir.

The Majestic er nokkuð gamaldags kvikmynd en hún gerist árið 1951. Það var stundum mjög flott þegar hlutir í myndinni voru gerðir gamaldags t.d. réttarhöldin. Sumum ómerkilegum atriðum hefði alveg mátt sleppa svo það var alveg óþarfi að hafa myndina svona langa. Hún var líka mjög fyrirsjáanleg og endirinn nokkuð týpískur.

Það er nokkuð ljóst að The Majestic er ekki gallalaus kvikmynd en hún hefur líka marga kosti sem kemur á móti þeim. Hún er því miður ekki nógu góð en það sorglegasta er að hún hefði alveg getað orðið það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Majestic fjallar um Peter Appleton (Jim Carrey), handritshöfund í Hollywood snemma á 6. áratugnum. Hann vinnur við B-myndir en dreymir um að komast upp í A-klassann. En Peter er óheppinn að starfa á þeim tíma þegar uppgangur fasista í Bandaríkjunum var hvað mestur og kommúnistaveiðarnar svokölluðu í algleymingi. Allt í einu er Peter kominn á svarta listann í Hollywood bara af því að hann mætti á einn vinstrisinnaðan fund þegar hann var unglingur, og þrátt fyrir að hann hafi engan áhuga á pólitík. Sár og reiður yfir þessu drekkur hann sig fullan og brunar í burtu. En hann lendir í því óhappi og keyra fram af brú og finnst næsta morgun af hundaeiganda í smábæ einum rétt hjá (James Whitmore). Hann hjálpar honum á lappir og kemur honum inn í bæinn. Allir virðast þar kannast við hann og loks segir gamli bíóstjórinn í bænum, Harry Trimble (Martin Landau) að þetta sé sonur hans, Luke, sem allir héldu að hefði dáið í seinni heimsstyrjöldinni. Þar sem að Peter er algjörlega minnislaus eftir slysið tekur hann þetta gott og gilt og verður þá mikill fögnuður í bænum en margir ungir menn þar höfðu farist í stríðinu. Peter/Luke tekur saman við gömlu kærustuna, Laurie (Adele Stanton) og hann og faðir hans ákveða að opna aftur gamla bíóið. En er hann í rauninni þessi Luke sem allir halda að hann sé og munu blóðhundar Washington einhvern tíma hætta að elta hann?

Ég hef heyrt frá mörgum að þessi mynd sverji sig í ætt við myndir Frank Capra sem gerði sínar helstu myndir á 5. og 4. áratug þessarar aldar. Því miður hef ég aldrei séð Capra-mynd en ég tek það sem gott og gilt. Gallinn er bara sá að sú formúla virkar einfaldlega ekki lengur. Heimurinn var saklausari staður en núna (allavega hvað snertir almenna vitneskju manna). Nú á nýju árþúsundi er Jörðin því miður orðin einum of kaldhæðin kúla fyrir svona mynd. Hún er nokkrum áratugum of seint á ferðinni. Það sem þótti einu sinni innileiki er núna væmni, það sem var áður þjóðarstolt er nú þjóðremba. Og lengdin, guð minn góður, það hefði mátt stytta þessa mynd örugglega um klukkutíma eða svo. Hún er víst ekki nema 143 mínútur en mér fannst ég hafa setið í fjóra tíma. Þetta er mjög dæmigerð amerísk mynd. Maður veit hvað mun gerast, hvernig það mun gerast og af hverju. Og maður veit nákvæmlega hvernig hún endar.

Samt er þessi mynd ekki alveg vonlaus. Það sem hjálpar henni áfram eru fyrst og fremst tvær frammistöður leikara. Martin Landau fær óskerta samúð manns sem syrgjandi faðir sem þykist hafa himin höndum tekið þegar strákurinn hans skilar sér. Og Jim Carrey gefur frá sér enn eina snilldarframmistöðuna sem hinn áttavillti Peter. Carrey getur túlkað allan tilfinningaskalann á góðum degi og hann fær mann nánast stundum til þess að trúa handritinu að myndinni með frammistöðu sinni. Bara að handritið hefði verið betra fyrir þessa tvo heiðursmenn og afbragðsleikara.

Ég veit í sjálfu sér ekki af hverju ég er að gefa þessari mynd tvær og hálfa stjörnu en ekki tvær. Hún er væmin, yfirfull af þjóðrembu (þótt að hún fordæmi kommúnistaveiðarnar: Er annað hægt nú á dögum?) og alltof, alltof löng. Ég skynja samt sem áður í gegnum þetta að þetta hefði getað verið efni í frábæra mynd og hún er yndislega vel leikin. Frank Darabont sem hefur hingað til aðeins sent frá sér snilld (The Shawshank Redemption var meistaraverk og The Green Mile litlu síðri) fer því miður alveg yfirborðs í þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

16.09.2013

Dumb and Dumber To fær Walking Dead stjörnu

The Walking Dead stjarnan Laurie Holden hefur skrifað undir samning um að leika aðalkvenhlutverkið í Dumb and Dumber To, framhaldinu af hinni sígildu gamanmynd Dumb and Dumber.  Hún mun leika hlutverk Adele Pichlow, eig...

12.07.2001

Robert De Niro er hræddur gaur

Nýjasta mynd Robert De Niro, Scared Guys, fylgir í fótspor síðustu mynda kappans, Meet the Parents og Analyze This. Er þetta gamanmynd sem fjallar um geðlækni sem þjáist af víðáttufælni en þarf loksins að yfirgefa ...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn