Þegar myndin kom fyrst út sá ég eingöngu trailera af henni og kannski fyrsta korterið af henni, og leit hún mjög vel út. Væntingar mínar jukust síðan þegar ég uppgötvaði að hún var leikstýrð af Kirk Wise og Gary Trousdale, og höfðu þeir þegar leikstýrt tvær af mínum uppáhalds teiknimyndum; Beauty and the Beast og The Hunchback of Notre Dame. Því miður er Atlantis: The Lost Empire ekki nærri því eins góð og hinar, en það er reyndar ósanngjarnt að bera hana saman við hinar myndirnar, sem gerðu það besta sem Disney hefur gert varðandi tónlist eða alvarleika.
Þrátt fyrir mjög sérkennilega fyrstu mínútu, þá byrjar myndin vel. Útlitið er einstaklega gott. Leiðin til Atlantis og Atlantis sjálf líta ótrúlega vel út. Bakgrunnurinn er klárlega það besta því sumir karakterarnir eru ekki sérstaklega vel gerðir (eins og Sweet). Aðalkarakterinn, Milo, er kynntur inn í söguna sem mjög áhugaverður karakter. Nördagaurinn með ótrúlega mikinn metnað og gerir allt til að láta draum sinn rætast: að finna týndu borgina. En því miður eftir því sem myndin líður, fer hún að vera slappari.
Það sem mér fannst verst var að setja Sci-Fi inn í myndina. Ég gat ekki beint keypt það að menning frá fornöld hafði tækni sem verður ekki nærri því jöfnuð strax, þannig að ég gat ekki notað "supspension of disbelief" sem ástæðu. Fantasíu-elementið passar miklu betur við þetta (sérstaklega kristallarnir sem eru í myndinni) og hún hefur eitthvað af atriðum sem eru mjög einkennileg, lítið útskýrð en lykta af fantasíu. Sum virka (eins og þegar guðirnir fara inn í Kida), sum ekki.
Myndin hefur nokkur plot-hole, og þar sem þetta er mynd um þar sem ólíkir heimar mætast, má búast við holu í sambandi við tungumál. Þetta er ekki nærri því eins slappt og Pocahontas, en samt gallað. Þau geta víst talað við hvort annað því Atlantis-fólkið kann víst flest tungumál (frönsku, ensku til að nefna nokkur). Tungamál geta engan veginn þróast svona (enda voru íbúar Atlantis einangruð frá hinum svæðum jarðarinnar í næstum 8000 ár) og sum af tungumálunum hafa ekki einu sinni sama uppruna (t.d. er enska germanskt mál á meðan franska er rómanskt).
Aukakarakterarnir eru margir og það er mjög mismunandi hversu eftirminnilegir þeir eru. Kida fannst mér vera mjög sterkur karakter og er klárlega heitasta 8000 ára manneskja sem ég hef séð. Af hópnum sem fara til Atlantis eru þeir einu eftirminnilegu Vinny (þessi ítalski sem elskar sprengjur og blóm), Audrey (Latino stelpan) og Bertha (gamla konan með monotone röddina, hún var æðisleg í kafbátnum). Sumir gleymdust strax, eins og Mole, sem er áreiðanlega mest pirrandi comic-relief sem ég hef séð, Sweet, sem var hræðilega teiknaður (þ.e.a.s. hræðilega dubbaður) og Cookie. Leiðinlegt að þetta var síðasta hlutverk Jim Varney (Ernest og Slinky í Toy Story 1/2). Illmennin gerðu ekkert eftirminnilegt, þau gleymast á stundinni.
Myndin hefur bæði fyrirsjáanlega og ófyrirsjáanlega hluti, stundum á sömu mínútunni. Það er ákveðið "tvist" (því mig vantar betra orð) sem maður var búinn að sjá fyrir löngu áður, en hann hefur líka smávegis sem ég átti ekki von á, án þess að segja hvað það er.
Frábært premise en útkoma sem olli vonbrigðum. Myndin hefði getað verið miklu betri hefði hún verið aðeins vandaðri þegar kemur að karakterum og plot-holunum, en samt sem áður leit hún mjög vel út.
6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei