Gagnrýni eftir:
Vanilla Sky
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
David Aames (Tom Cruise) leikur farsælan bókaútgefanda í New York. Hann hefur allt til alls og hefur lítið fyrir lífinu enda á hann mikilli velgengni að fagna í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann á glæsilega vinkonu, Julie Gianni (Cameron Diaz) sem í raun er meira en bara vinkona hans.
Kvöld eitt er honum boðið í partí og þar hittir hann fyrir draumakonuna Sofia Serrano (Penelope Cruz). Hann fellur kylliflatur fyrir henni. En ekki er allt sem sýnist. Líf hans tekur miklum stakkaskiptum því hann gleymir vinkonu sinni alveg, Julie Gianni og það eru hans verstu mistök. Líf David breytist í hreina martröð.
“Vanilla Sky” er byggð á spænskri mynd hins frábæra leikstjóra, Alejandro Amenabar (“The Others”) sem hét á frummálinu, “Abre Los Ojos” (“Open Your Eyes” á ensku).
Heist
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
David Mamet er þekktur og virtur í heim kvikmyndanna. Hann semur aðallega
handrit og hefur líka skrifað heilu hillurnar af leikritum. En á seinni árum
hefur David verið að feta sig yfir í stól leikstjórans með ágætum árangri.
Núna sendir hann frá sér spennumyndina The Heist eða Ránið, þar sem Gene
Hackman fer með aðalhlutverkið.
Gene Hackman og Danny DeVito leika gamla vini sem ætla að fremja enn eitt
ránið. Að þessu sinni á það ekki að vera neitt venjulegt rán. Nei, það skal
vera hið fullkomna rán. En hópurinn er ekki samstæður og það gengur á ýmsu.
Einhverjir Íslendingar kannast við David Mamet, en hann er þó ekki mjög
frægur. Þekktastur er hann sem leikskáld (kannist þið við Glengarry Glen
Ross eða American Buffalo?) &8211; en undanfarin ár hefur hann verið að skrifa
kvikmyndahandrit, t.d. skrifaði hann The Untouchables með Robert DeNiro og
Kevin Costner fyrir fimmtán árum. Síðast skrifaði hann handritið að
Hannibal. David Mamet er mjög virtur í heimi kvikmyndanna og þessi nýjasta
mynd, The Heist, fékk feykilega góða dóma þegar hún var sýnd í Bandaríkjunum
fyrir rúmum mánuði.
Gene Hackman er einn mesti leikari sem Hollywood hefur alið, gæðaleikari af
lífi og sál. Hlaut Óskarsverðlaun fyrir mörgum árum og er ódrepandi.
The Pledge
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hann er búinn að skapa marga eftirminnilega persónuleika á meira en þrjátíu
ára leikaraferli. Hver man ekki eftir mótorhjólagaurnum í Easy Rider eða
McMurphy í Gaukshreiðrinu? Rithöfundinum í The Shining, Jókernum í Batman?
Jack Nicholson hefur fengið nokkur Óskarsverðlaun, fyrst fyrir Gaukshreiðrið
og síðast fyrir As Good As It Gets, og fáir hafa verið útnefndir jafn oft og
hann.
Reyndar er leikaraúrvalið í The Pledge með eindæmum. Með Nicholson eru þarna
Benicio Del Toro, sem hefur heldur betur slegið í gegn á síðustu tveimur
árum (t.d. óborganlegur í Óskarsverð-launamyndinni Traffic), Helen Mirren,
Vanessa Redgrave, Sam Shepard og Aaron Eckhart. Þá sést gamli refurinn
Mickey Rourke, en hann er þó ekki með þeim bestu!
Sagan fjallar um rannsókn á hrikalegu morði. Löggan sem Jack Nicholson
leikur, Jack Black, er að hætta störfum og ætlar til Mexíkó til að slaka á.
En síðasta vinnudaginn finnst lík af 18 ára stúlku. Það kemur í hlut Jacks
að tilkynna móður stúlkunnar tíðindin. Eftir að hafa hitt móðurina getur
Jack ekki hugsað sér annað en að leysa máið og hann ætlar ekki að hætta fyrr
en hann finnur sökudólginn í þessu voðalega morðmáli.
Þetta er mynd fyrir þá sem þola hrottalega spennu en það eru víst alveg
svakalegar senur í henni. Leikstjóri er Sean Penn, þekktur leikari.
Gagnrýnandi á ABC sjónvarpsstöðinni fullyrðir að þetta sér besta hlutverk
Jack Nicholson á ferlinum, og er af nógu að taka.
Rock Star
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Allir eiga sér drauma. Kannski gengur þú með þann draum í maganum að verða heimsfrægur leikari, dansari, söngvari. Verða frægur og ríkur og leggja heiminn að fótum þér. Það getur gerst ef lukkan er með þér.
Lukkan er með Ripper Owens, ungum töffara sem vinnur á daginn sem lagermaður, en dag einn kemur ótrúlegt tækifæri upp í hendurnar á honum. Hann fær að leysa af einn liðsmann í heví metal grúppunni Judas Priest. Hlutverk hans í grúppunni er heldur ekki neitt slor: hann fær að vera aðalsöngvarinn.
Aðalhlutverkið er höndum ungs manns sem hingað til hefur varla stigið feilspor á ferlinum, sem er reyndar ekki nema örfá ár. Það er enginn annar en Mark Wahlberg, sem sló svo rosalega í gegn í myndinni Boogie Nights. Eitt frægasta atriðið var lokaatriði myndarinnar þegar hann stóð upp við spegilinn og tók út á sér drjólann, og það var heldur enginn venjulegur drjóli. Náði næstum niður á gólf.
Hér er hann kominn í hlutverk heví metal poppara. Með annað stærsta hlutverkið fer Friends-beibið Jennifer Aniston, líka þekkt fyrir að vera gift Brad Pitt. Mark Wahlberg var í einni stærstu mynd sumarsins, Apaplánetunni, og í fyrra var hann í The Perfect Storm með George Clooney, sem er einn af framleiðendum þessarar myndar.
K-PAX
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það er alveg sama hvað Kevin Spacey tekur sér fyrir hendur, hann sýnir afburðaleik í öllum myndunum sínum enda er það ekki skrýtið að hann hefur fengið tvenn Óskarsverðlaun, fyrst fyrir besta aukaleik karlleikara í The Usual Suspects og síðan fyrir aðalleik karla í American Beauty.
Að auki leikur hinn frábæri Jeff Bridges með honum í myndinni. Myndinni hefur verið líkt við Once Flew Over The Cuckoo&8217;s Nest og Starman. Myndin er í leikstjórn hins breska Iain Sofley.
Kevin Spacey leikur Prot, dularfulla persónu sem allt í einu birtist á brautarpalli Central Station. Hann er ranglega tekinn fastur fyrir vasaþjófnað. Lögreglumenn ákveða að senda hann á geðsjúkrahús eftir að hafa yfirheyrt hann. Prot vill meina að hann sé gestur frá plánetunni, K-PAX. Dr. Mark Powell (Jeff Bridges) tekur sjúklinginn Prot að sér. En hvort Prot sé í raun framandi vera eða mennskur á eftir að koma í ljós og það er í raun kostur myndarinnar, því undir lokin eru það áhorfendur einir sem verða að gera það upp við sig.
Framleiðandi myndarinnar er enginn annar en, Lawrence Gordon sem framleitt hefur stórmyndir á borð við Die Hard, Field of Dreams, Aliens og Broadcast News.
Harry Potter and the Philosopher's Stone
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Harry Potter komst að því þegar hann hélt upp á 11. afmælisdaginn sinn að hann er harla óvenjulegur drengur og býr yfir sérstökum hæfileikum. Hann fer í heimavistarskóla fyrir göldrótt börn. Þar kemst hann í kynni við krakka sem verða vinir hans og hjálpa honum að komast að sannleikanum um foreldra hans, en þeir dóu á dularfullan hátt þegar hann var lítill.
Það var hörð rimma milli framleiðenda þegar kvikmyndarétturinn að Harry Potter bókunum var seldur. Warner stóð uppi sem sigurvegari, en það er Amblin fyrirtæki Spielbergs sem stendur að myndinni. Um tíma hugleiddi Spielberg að leikstýra myndinni sjálfur, en hætti við eftir að hafa spjallað við höfund bókanna, Rowling, sem vildi ekki leyfa Spielberg að filma söguna eftir eigin höfði. Spielberg lét verkið í hendur Chris Columbus, sem byrjaði feril sinn undir handleiðslu Spielbergs fyrir 15 árum. Hann samdi handritið að Gremlins, en hefur síðustu árin gert nokkrar misgóðar myndir en sú besta er vafalaust Mrs. Doubtfire með Robin Williams, sem margir muna eftir. Og einhverjir muna líka eftir Home Alone myndunum, en Chris gerði þær tvær fyrstu.
Chris kynntist Harry Potter bókunum fyrst þegar dóttir hans var að lesa þær og hvatti pabba sinn til að lesa þær líka. Eftir það var ekki snúið. Chris ákvað að vera eins trúr bókunum og frekast var unnt. Liður í því að var taka myndina í Bretlandi og eingöngu breskir leikarar fengu hlutverk.
Myndin Harry Potter var rándýr í framleiðslu, kostaði 125 milljónir dollara. Framleiðandinn Warner Bros. ætlar sér stóra hluti með myndinni, en hún verður frumsýnd í meira en 4000 kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum einum og er það langmesti fjöldi hingað til, en metið var sett í sumar með Shrek (3.700). Myndin verður líka sýnd í flestum öðrum löndum heims á sama tíma en ekki beðið með þau í nokkra mánuði eins og vaninn er. Með þessu ætlar Warner Bros að ná heimsyfirrráðum með einni og sömu myndinni. Miðað við þá eftirvæntingu sem ríkir eftir myndinni má alveg eins búast við því að það gangi eftir.
Met í Bretlandi
Forsýning var á Harry Potter myndinni í Bret-landi fyrir tveimur vikum og voru mikil læti út af því. Færri komust að en vildu, en forsala aðgöngumiða hefur staðið síðan og er búið að segja nokkur hundruð þúsund bíómiða á þessa einu mynd, bæði í Englandi og Bandaríkjunum.
Atlantis: The Lost Empire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Disney fyrirtækið hefur nánst verið einrátt í gerð alvöru teiknimynda mörg
undanfarin ár. Hver kannast ekki við gæðamyndir eins og Lion King eða
Pocahontas? Listinn er langur. Allar eru þær úr smiðju Disney. Það var ekki
fyrr en með tilkomu Pixar fyrirtækisins, sem gerði Toy Story og nú síðast
Monsters, Inc. sem einhver gerir tilkall til þess að velta Disney úr sessi.
Nýjasta myndin frá Disney er stórmynd sem heitir Atlantis – týnda borgin.
Það er aðal barnamyndin sem Sambíóin sýna um þessi jól.
Sagan á bak við Atlantis er lauslega byggð á frægri sögu eftir Jules Verne,
en hún fjallar í stuttu máli um könnuðinn Mána Thors (en Valur Freyr
Einarsson talar inn fyrir hann hér á Íslandi en í Bandaríkjunum var það
Michael J. Fox). Hann fer í leiðangur til að finna bók á hafsbotni, en sú
bók hefur að geyma allt um Atlantis - týnda borgin.
Ocean's Eleven
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þegar leikstjórinn Steven Soderbergh var búinn að gera hina mögnuðu Traffic
(Óskarsverðlaunamyndin í fyrra) langaði hann mikið til að gera létta og
fjöruga kvikmynd. Fyrir valinu varð handritið Ocean´s Eleven, sem verður aðaljólamynd Sambíóanna og Háskólabíós að þessu sinni.
Ocean´s Eleven er sérstakur titill, en þýðir í raun Hinir ellefu félagar Oceans, en það er George Clooney sem leikur gangsterinn Ocean.
Hann er nýkominn úr grjótinu, en ekki líður langur tími þar til hann byrjar að sanka að sér glæpaliði til að ræna spilavíti í Las Vegas.
Það sem hann vill ræna er pengingahirsla sem geymir peninga þriggja stærstu spilavítanna í Las Vegas, Bellagio, MGM Grand og Mirage. Þetta ætlar hann að gera nóttina sem hnefaleikakeppni fer fram í bænum. Þar keppa engir aðrir en Lennox Lewis og einhver sem heitir Klitschko. Alls verða ellefu hausar í hópnum, þ.á.m. Rusty Ryan, algjör spilasvindlari, (Brad Pitt); Linus Caldwell, frægur vasaþjófur, (Matt Damon); Basher Tarr, sprengjusérfræðingur (Don Cheadle); og nokkrir fleiri. Eigandi spilavítisins (Andy Garcia) er náungi sem hefur tælt til sín fyrrverandi konu Oceans, en hana leikur Julia Roberts. Hefst þá fjörið.
Leikstjórinn Steven Soderbergh leggur mikla áherslu á að hann vildi að gera Ocean´s Eleven, því hann vildi gera mynd gerólíka Traffic, sem var þungt og háalvarlegt drama.
Í þessari nýju mynd er léttleiki og mikið fjör í fyrirrúmi, enda höfðu allir leikararnir óstjórnlega gaman af því að gera myndina. Það var mikið hlegið og Soderbergh segist ekki vera í nokkrum vafa um að sú gamansemi skili sér í myndinni. Það má segja að það takist, því nokkrir gagnrýendur hæla henni í hástert, meira að segja gagnrýnendur sem eru frægir fyrir að hakka í sig myndir. Tökum Owen Gleiberman (á tímaritinu ET) sem dæmi, en hann gefur myndinni einkunnina A+ sem fáar myndir ná. Hann segir að Soderbergh sé snillingur.
Myndin er byggð að hluta á mynd með sama nafni frá árinu 1960. Aðalhlutverkin í þeirri mynd voru í höndum nokkurra þekktra félaga og vina, sem allir eru dánir núna. Það voru þeir Frank Sinatra, Dean Martin, Sammy Davies Jr. og Peter Lawford. Myndin er orðin klassík, en þegar hún var gerð var ekkert sérstakt handrit til, félagarnir bara hittust og filmuðu það sem þeim datt í hug hverju sinni. „Ég tók grunninn úr þeirri mynd og gerði algerlega nýja,“ segir Soderbergh. „Okkar mynd er létt og lífleg og gerist í nútímanum. Þetta er í raun ekki endurgerð heldur ný mynd á gömlum grunni.“
Repli-Kate
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hér er á ferðinni frábær og ærslafull gamanmynd frá teyminu sem framleiddi “American Pie” myndirnar. Auk annarra mynda sem framleiðendur þessir hafa framleitt eru myndir á borð við “Cats & Dogs”, “Final Destination”, “The First Wives Club” og “In & Out.”
Auk þess leikur enginn annar en pabbinn úr “American Pie” myndunum, Eugene Levy í myndinni.
Max Fleming ungur lífefnafræðingur vinnur fyrir hinn úrilla og geðveika Dr. Fromer (Eugene Levy). Max leggur mikið á sig við rannsóknarstörf sín en dag einn dettur hann í lukkupottinn eða hvað! Max og Dr. Fromer eru að vinna að því að klóna dýr en þegar slys verður á rannsóknarstofunni verður um klónun að ræða á fallegri rannsóknarblaðakonu, Kate að nafni og við það ruglast lífsmynstur Max gersamlega. Hann og vinur hans, Henry takast á við það að þjálfa klónunarútgáfu Kate með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hin klónaða Kate elskar kynlíf, bjór, pissur og íþróttir og verður því ein af “gæjunum.” En er þetta hið rétta eðli kvenna! Það verða áhorfendur að dæma um.
Við mælum svo sannarlega með “Repli-Kate” sérstaklega fyrir þá sem “fíluðu” “American Pie” myndirnar.