Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Lolita
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hin furðulegasta ástarsaga hingað til
Stanley Kubrick er búinn að gera nokkrar kvikmyndir og hann og Nolan eiga eitt sameiginlegt, það er að þeir gera bara betri og betri myndir eftir næstu mynd. Hér á ferðinni er kvikmynd sem segir sögu Humbert Humbert (James Mason) sem er prófessor í frönskum bókmenntum. Hann legir svo herbergi hjá Charlotte Haze (Shelley Winters) svo endar hann í sambandi við hana. En í raun og veru er hann ástfanginn af dóttur hennar Charlotte, Lolita (Sue Lyon). Eftir að Charlotte slasast skyndilega þá reynir Humbert að eiga Lolitu, hann og hún eru í ástarsambandi líka en hann vill bara hafa hana út á fyrir sig. En Lolita er bullandi ástfanginn af öðrum en Humbert er hreinlega ekki að leyfa það.

Ég er mjög stoltur af meistaranum Kubrick því að hann náði að gera virkilega góða kvikmynd úr svona skrítnum og fáránlegum söguþræði og nær virkilega að gera meistaraverk. En Lolita á samt sína eigin galla eins og allar aðrar kvikmyndir. Lolitu er aðalega það að hún er svoldið langdreginn. Hún byrjar alveg á endanum en svo efitir það þá kemur kafli sem er ekkert spes. Eftir svo þann kafla þá loks byrjar allt fjörið.

Peter Sellers var að mínu mati sá allra besti í þessum leik. Í flestum gagnrýnum af Lolitu þá er oftast sagt að James Mason væri sá allra besti þarna en mér fannst hann vera góður en ekki nógu góður, Sellers er mun betri. Sue Lyon sem leikur að sjálfsögðu Lolitu, hún var svo góð þarna, sérstaklega hvernig hennar karakter náði svo vel að verða ástfanginn upp fyrir haus að eldri mönnum.

Lolita er versta myndin sem meistarinn Kubrick gerði. En samt er Lolita ekki slæm þrátt fyrir að hún sé versta myndin, hún er svakalega góð og ég verð að gefa henni flotta sjöu, ekki langt frá því að fá átta

7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Dark Knight Rises
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hin fullkomni endir á mergjaðum þríleik
Rétt í þessu þegar Christopher Nolan er búinn að láta frá sér The Dark Knight Rises, þá er hann að sanna það fyrir öllum í heiminum að hann er heimsins besti og klárasti leikstjórinn. Hann er búinn að toppa alla bestu leikstjórana síðari aldar, ég hef alltaf haldið mikið uppá meistarann Stanley Kubrick en Nolan er orðinn miklu stærri og miklu betri. Kubrick hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér af því að hann gerir alltaf svo klikkaðar og alltaf fáránlega góðar myndir en Nolan er búinn að toppa Kubrick. Nolan gæti verið afkvæmi Tarantinos, Kubricks og líka Hitchcocks.

Þar er Guðinn Nolan. Hann er betri en þeir allir. Þó að Nolan er bara búinn að leikstýra 9 myndum og einni stuttmynd þá er hann kominn í efsta sætið. Hann gerir alltaf myndir og þær verða alltaf betri með hverri myndinni sem meistarinn gerir. Maður sá Following og hún var drullugóð, þótt að hún sé svarthvít og ekki með neinni stjörnu. Svo var það náttúrlega meistaraverkið Memento sem er klárlega eitt af hans bestu myndum. Þar sýnir hann okkur hana á aftur á bak og nær því svakalega vel. Insomnia kemur næst og þar var hún reyndar ekki betri en Memento, hún er samt svakalega góð en ekki jafn góð og fyrri. Svo loks byrjar hann á þessum þríleik Batman Begins sem er náttúrlega svakalega góð og þar sýnir hann nákvæmlega af hverju Bruce Wayne er Batman og sýnir sögu hans vel.The Prestige er betri en Batman Begins að mínu mati, hún er ótæmanleg snild. Svo loks fer Nolan yfir í tíurnar því að The Dark Knight kom svakalega á óvart, maður bjóst svona engan veginn við hversu góð hún væri, en svo eftir Inception þá vissi maður að Nolan er ekki að fara úr tíunum, hann hefur aldrei gert svona spennandi mynd áður (Nema The Dark Knight Rises) en svo erum við kominn aftur. The Dark Knight Rises er klárlega hans besta mynd frá upphafi.

Frá fyrstu mínútunni á The Dark Knight Rises þá gat ég ekki hætt að horfa, ég var heltekinn strax. Leikarinn Christian Bale sem er búinn að leika Bruce Wayne í þessum þríleik, hann hefur aldrei sýnt jafn miklar tilfinningar á skjánum og áður, þó að Bale er ekki besti leikarinn í myndinni. Anne Hathaway kom skemmtilega á óvart þarna sem kattarkonan, ég hef aldrei séð kattarkonuna svona áður, ég held bara að hún hafi aldrei verið eins og hér ekki einu sinni í teiknimynda blöðunum ég held ekki, en hún er svakalega stór partur af The Dark Knight Rises. Eins og Tommi segir hérna fyrr að "þá hef ég séð hana kynþokkafyllri, einfaldlega vegna þess að Nolan hefur hingað til voða kynlaus leikstjóri" ég get ekki verið meira en sammála þér Tommi. Hún hefur verið mun kynþokkafyllri en aldrei verið jafn stór partur. Ég hef séð nokkrar myndir með kattarkonuni og þær hafa eiginlega bara verið þarna, aldrei gert neitt svakalegt.

Stærsta stjarnan sem kom mest á óvart og var náttúrlega lang flottastur var Tom Hardy. Ég verð að segja það að hann og Jokerinn eru lang "bestu" illmenni sögunar. En Jokerinn og Bane eru svo svakalega ólíkar persónur og þeir berjast öðruvísi og taka allt aðrar leiðir til valda. Nolan lét ekki dauðann á Heath Ledger stoppa sig, hann bjargaði þríleiknum algjörlega, það er rosalega ljótt að segja þetta en ef Heath Ledger hefði ekki dáið þá hefði Bane ekki verið svona klikkaðslega svalur. Svo líka í hvert sinn sem Bane talaði þá fékk maður gæsahúð og var að dást að hversu vel Tom Hardy getur túlkað hann. Tom Hardy er búinn að leika í nokkrum stórmyndum áður en hann hefur aldrei verið svona svalur. Fyrsta stórmyndin hans er Inception og þar er hann einnig últra svalur. En Warrior var hann dúndurgóður í henni og það hefði enginn leikari getað leikið Tommy Conlon jafn vel. The Dark Knight Rises hefur bókstaflega búið til "hið versta illmenni sögunar" að mínu mati. Bane er alltof illur og alltof stór persóna, og líka röddin hans er svo svakalega brjálaðslega nett.

Það eru svo svakaleg mörg atriði þarna sem eru alltof góð, ég er hissa að Nolan hafi sett myndina strax út. Heimurinn er langt frá því tilbúinn við að meðhöndla þetta meistaraverk, ég myndi bíða í fimm ár til viðbótar til að enginn myndi deyja (Eins og í Frakklandi). Ef ég ætti að segja hver væri besta senan án þess að spoilera þá myndi ég segja að allar senurnar með Bane á skjánum væru bestu. Það er enginn annar sem getur toppað hversu vel Bane er gerður. En ef maður myndi setja Jokerinn og Bane í búr og láta þá berjast, þá held ég að Bane myndi éta Jokerinn, hann er svo sjúkur, en það er ekki hægt að segja svona því að þeir eru svo gjörólíkir.

Þessi þríleikur er lang besti þríleikurinn í heiminum, að mínu mati þá toppar The Dark Knight þríleikurinn The Lord of the Rings og The Godfather og líka Star Wars þríleikana. LOTR hefur verið alltaf besti þríleikurinn og hefur alltaf verið skemmtilegastur. Godfather er náttúrlega ótæmanleg snilld frá byrjun til enda og Star Wars (1-3 og 4-6) þær eru bara góðar og líka skemmtilegar, en ekki mikil spenna í þeim en samt eitthver. En svo kemur að þessum þríleik og hann er mun betri en þetta allt, hann er ótæmanleg snilld frá byrjun til enda og líka mest spennandi þríleikur sem hefur verið gerður. Hann er lang, lang bestur. Nolan kann svo sannarlega að toppa heiminn.

Nolan veit alltaf hvað hann vill úr sínum myndum, hann hættir ekki að taka senuna upp fyrr en hún er fullkominn, spennandi og öskrandi snilld. Þannig vill Nolan hafa þær. Eftir hverja mynd sem Nolan kemur með þá hækkar hann alltaf um virðingarstigið sitt en hann er löngu kominn í toppinn þar, maður er alltaf að hrósa Nolani, það þarf að undirbúa sig fyrir að fara á Nolans mynd í bíó, þær eru alltaf öskrandi snilld og ef þú ert ekki tilbúinn að sjá nýtt meistaraverk þá er best að bíða. Ef Nolan myndi gera endurgerð að myndinni The Room þá myndi hann gera hann samt drullugóða þótt að hún er svakalega illa leikinn og með söguþræðinum samasem engum. Nolan er hin eini Guðfaðir kvikmyndanna

10/10 Fullt hús, Nolan kemur með enn eitt mestaraverkið til okkar og hann gerir það með stæl.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ted
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Seth MacFarlane er með kolsvartan húmor
Ted er grínmynd eins og þær gerast best. Meistarinn Seth MacFarlane sem er best þekktur fyrir Family Guy, hann kemur hérna með snilldar grínmynd sem er stútfull af kolsvörtum húmor eins og hann gerist bestur. Ted myndin er stundum fyrirsjáanleg en getur samt farið í allt aðra átt en maður heldur að hún sé að fara að gerast.

Þetta er hans Mark Wahlberg allra besta hlutverk hingað til. Hann var drulluflottur í The Departed, þar var hann algjör snillingur en svo kom hann aftur með eftirminninlegt hlutverk sem Micky Ward í myndinni The Fighter og svo núna hérna í Ted. Þessi þrjú hlutverk eru hans eftirminnilegustu hlutverkin hans Wahlberg. Hins vegar var mótleikkona hans Mila Kunis alveg svakalega góð. Hún hefur alltaf verið í mikklu uppáhaldi, sérstaklega eftir að maður sá Forgetting Sarah Marshall og svo auðvitað Black Swan, þar var hún stórfengleg. Svo er það auðvitað Seth MacFarlane sem talaði fyrir bangasan Ted, ef maður er búinn að fylgjast svoldið með Family Guy þáttunum þá veit maður alveg fyrir hverja Seth talar og þá heyrir maður auðvitað stundum röddina hjá Brian Griffin þarna svo líka Peter Griffin, mér fannst Seth taka svoldið Peter Griffin á Ted stundum aðallega hann en samt kom alveg móment þegar maður heyrði í Stewie.

Seth MacFarlane skapaði Family Guy með kolsvörtum húmor og við Íslendingar höfum verið þekktir fyrir þennan húmor, og svo kemur Seth með Ted og auðvitað með sama húmor og í Family Guy. Seth náði að gera þessar 106 mínútur algjöra brandarabúllu. Ég hef séð slatta af grímyndum og hef aldrei hlegið jafn oft og kröftulega eins og hérna. Hann nær að setja inn fullt af grófum og skemmtilegum bröndurum. Að sjálfsögðu gengur Seth oft og mörgum sinnum yfir strikið en hann nær að láta það í hvert skipti heppnast vel.

Ted er mjög vel skrifuð og líka vel vönduð. Allir sem voru að vinna á bakvið Ted eiga skilið mjög gott hrós. Sérstaklega þegar að Ted fylgir svoldið mjög mikið uppskriftinni reyndar einum of mikið. Maður veit svona nokkurn veginn hvað gerist næst og svona en Seth kallinn lætur það gerast og svo líka ennþá meira og ennþá meira sem sést ekki oft í bíómyndum.

Ted 8/10 Góð átta. Mætti ekki laga mikið en það er svoldið full mikið að setja á hana níu svo átta er réttara. Allir stóðu sig með prýði. Mæli endregið með þessari steypu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Amazing Spider-Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ekki slæmt
Þessi Spider-Man mynd er svo sannarlega betri en sú fyrri. Þegar Tobey Maguire fór fyrst í Spider-Man búninginn, sú mynd var þokkalega góð en ég man að mér fannst sú mynd vera alveg þokkaleg. En svo kom Spider-Man 2 og 3 þá var Spider-Man serían orðin mjög slöpp. Ég missti allan áhugan á Spider-Man eftir 3. myndina, hún var alveg svakalega léleg. Svo sá maður þessa The Amazing Spider-Man og hún bókstaflega breytti Spider-Man fyrir mér. Hún náði að endurlífga Spider-Man söguna.

Nýr söguþráður, nýtt lúkk og mun betri Spider-Man. Hérna er Andrew Garfield alveg svakalega góður sem Peter Parker. Sá hann fyrst í The Imaginarium of Doctor Parnassus svo í The Social Network og þá vissi ég alveg að Garfield ætti von á eitthverju stóru, hann tekur að sér alltaf stærri og stærri hlutverk en þetta hlutverk sem Peter Parker er hans fyrsta svona stórhlutverk og þá aðalhlutverk, ef hann heldur sínu róli þá verður stórt úr honum. Hins vegar er ég svakalega sáttur við að núna slepptu þau Jane, hún var bara með drama og vesen svo best var að sleppa henni í þetta sinn og hafa frekar Gwen (Emma Stone) sem er mun skemmtilegri og sætari.

Sam Raimi náði mjög vel að klúðra Spider-Man seríunni sinni. Hann er skemmtilegru leikstjóri en þarna náði hann að klúðra þessu algjörlega. Marc Webb sem gerði nýlega 500 Days of Summer og hún heppnaðist mjög vel. Ég bókstaflega dýrka hana í tætlur. Svo núna kemur Webb með The Amazing Spider-Man og þá auðvitað gerir hann hana eins vel og 500 Days of Summer.

The Amazing Spider-Man er ekkert meistaraverk og heldur ekki eitthvað sull. Hún er góð mynd og verður það alltaf, endilega ekki klikka á "leyni atriðinu" sem er í miðjum credit listanum. Ég myndi segja að það væri þokkalega mikilvægt. Þökk sé því þá er maður öruggur um framhald. Þannig að endilega kíkið á það.

8/10 Sterk átta. The Amazing Spider-Man er besta Spider-Man myndin hingað til og núna bíðum við Spider-Man aðdáendurnir spenntir eftir framhaldinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dream House
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Rétt sleppur
Dream House er ágætis skemmtun ef það er ekkert annað í boði, þá ef þú ert búinn að sjá allt í bíó sem þú vilt sjá og ef þú ert kominn með leið á safninu og videóleiguni þá er Dream House gott í tækið annars ekki. Það er algjör synd að leikstjóri eins og Jim Sheridan sem hefur gert fullt af eftirminnilegum myndum eins og In the Name of the Father og My Left Foot fer yfir í svona sull. Maður ætti svona að halda að Sheridan gæti ekki gert þetta en hann svo sannarlega kom mér á óvart með þessari. Hins vegar var Daniel Craig góður í henni eins og oftast. Bondinn sjálfur á nú að geta gert betur.

Leikurinn hjá Naomi Watts og Craig var þokkalegur, en þau voru í raun best við Dream House. Lord of the Rings stjarnan Marton Csokas, hann var langt frá því góður. Hann minnti mig mjög mikið á Nicolas Cage á pörtum, hann var bara þarna haha. En hins vegar var þetta ekki þess virði að sjá hana nema ef þú hefur bókstaflega ekkert annað til að horfa á þá er Dream House fín fyrir það.

4/10 Góður fjarki, myndi aldrei gefa henni hærra en fjarkann. Craig og Watts er það eina jákvæða við Dream House. Ef þú sérð hana á videoleigu ekki taka hana, taktu frekar eitthvað annað.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Water for Elephants
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Gætu gert mun betur
Þegar ég sá Water For Elephants þá varð ég fyrir vonbrigðum út af því að hún er ekki nógu vönduð. Þeir þurfa að laga handritið og vanda sig, eyða meiri tíma í að vanda senurnar og gera þessa mynd eins og professional fólk. Water For Elephants gæti unnið óskarinn ef þeir myndu leggja sig meira fram. Söguþráðurinn er mergaður en það er svo lítið gert við hann, þeir setja myndina í einhverja krukku og hrista svo hana illa. Söguþráðurinn er mjög klassískur og mjög góður, ég gæti vel séð þessa mynd fyrir mér inná topp 250 bestu myndunum inná Imdb ef handritið væri lagað. Hins vegar er næstum allt annað í lagi.

Leikstjórinn Francis Lawrence sem er meðal annars þekktur fyrir I Am Legend og Constantine, hann fer beint úr spennu yfir í rómantíska gamanmynd. Lawrence nær á góðan hátt að láta myndina lúkka vel út þrátt fyrir handritið, hann svona tjúttar hana aðeins. Það er skemmtilegt að sjá svona tilbreytingu hjá Lawrence.

Ég hef aldrei verið neinn mikill aðdáandi Robert Pattinson en hérna sannar hann fyrir mér að hann er góður leikari. Hann getur meira en Twilight, ég sá Twilight og hún var vandræðaleg allan tíman svo ég missti allan áhugann á Pattinson sem leikara en loks nær hann að sanna sig. Hins vegar er mótleikkonan hans Pattinson Reese Witherspoon svakalega góð í myndini. Ég dáist að henni þarna. Hún hefur alltaf verið í smá uppáhaldi hjá mér, hún stóð sig mjög vel þarna. Mér finnst svoldið fyndið að Christoph Waltz og Robert Pattinson eru að berjast um að fá sömu skvísuna. Waltz hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér eftir að Inglourious Basterds kom út. Þökk sé góðu leikaravali þá var myndin aldrei leiðinleg.

Söguþráðurinn er mjög klassískur. Jacob er allslaus og kemst svo fljótt inn í sirkús og verður þar stjarna því að hann bjargar leikhúsinu frá gjaldþroti. Jacob (Robert Pattinson) verður mjög fljótt ástfanginn af eiginkonu eigandans á leikhúsinu August (Christoph Waltz). August er mjög grimmur og óhugnarlegur maður, hann elskar bara peninga og konuna sína Marlena (Reese Witherspoon) svo fer hann að gruna einhvað á milli Jacobs og Marlenu.

Water For Elephants er notaleg mynd ekki alltof góð en heldur ekki leiðinleg (Ekki misskilja mig). Hún heldur stefnunni sinni alltaf og nær sínum takmörkum.

6/10 Góð sexa



Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Fighter
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær dramamynd
The Fighter sýnir manni hversu leikararnir Mark Wahlberg og Christian Bale eru góðir. Wahlberg hefur leikið í nokkrum góðum myndum en ég verð að segja að þessi mynd sýndi fram á að Wahlberg er stórleikari. Hann á ekki heima í B-myndaflokki, hann hefur hæfileika. The Fighter hjálpaði Mark Wahlberg að skara fram úr.
Christian Bale nær að leika karakterinn sinn Dicky Eklund alveg svakalega vel að það er með ólíkindum. Þegar að ég segi að The Fighter hafi sýnt okkur besta leik sem Christian Bale og Mark Wahlberg hafa leikið þá er ég að meina það.

Kvikmyndin The Fighte segir okkur söguna af Micky Ward (Mark Wahlberg) og hans box-ferils. Það eru miklir fjölskylduerfiðleikar til staðar og þar að auki er bróður hans Dicky Eklund (Christian Bale) á kafi í dópi. Dicky var einu sinni boxari alveg eins og yngri bróður sinn, en honum mistókst að ná heimsmeistaratittlinum svo að hann reynir að gera hvað sem er til að láta Micky ekki endurtaka sín mistök. The Fighter er sterk og áhrifamikil mynd. Eitt af því besta við The Fighter er að hún byrjar um leið að heltaka mann. Um leið og hún byrjar þá vill maður alls ekki hætta að horfa á hana. Maður verður að horfa til enda.

Bale nær að öllum líkindum að standa sig. Hann er krakkfíkill en nær að láta bróður sinn æfa nóg. Hann er nánast fullkominn bróðir. Hann gerir nákvæmelga hvað sem er til að vernda bróður sinn. Bale er grindhoraður og nánast byrjaður að rotna. Hann er að reyna að hætta á krakkinu en það gengur misvel. Samband Dicky (Bale) og Ward er mjög sterkt. Dicky lifir sig inn í lífinu hans Ward, hann ætlar sér að ná aftur á toppinn og þá ekki einn. Hann er á stanslausari hreyfingu og þrátt fyrir að hann gerir fullt af mistökum í myndinni þá eru bræðurnir einn stærsti partur af The Fighter. Án þeirra bræðralagi þá væri kvikmyndin alls ekki svona áhrifarík.

Það eru reyndar nokkrar senur sem eru fyrirsjáanlegar. Það er í rauninni eini ókosturinn við The Fighter, það eru rúmar 2-5 þannig senur. Allt hitt er eiginlega fullkomið. Tónlistin hún er mjög flott. Þessi tónlist toppar alla myndina. Þegar hún kemur upp þá eru alltaf góðar senur í gangi, en þegar hún kemur þá toppar hún senuna og gerir hana ennþa betri og flottari. Lang flestar klippurnar eru mjög góðar, það kom aðeins í einni senu þar sem klippurnar voru ekki að gera sig en það er aðeins ein af ég veit ekki hversu mörgum. Það er næstum hægt að segja að þessi mynd hefur galla sama sem ekkert en því miður þá er það ekki hægt, því að hún hefur nokkra galla.. Það besta við The Fighter er að um leið og smá gallar koma upp þá koma alltaf stórar og klikkaðar senur á móti.

The Fighter er áhrifarík mynd sem inniheldur drama og spennu. Allir leikararnir stóðu sig með prýði, og þá sérstaklega Bale og Wahlberg. Þeir eru mestu hetjurnar í The Fighter! Ef leikstjórinn David O. Russell myndi setja einhverja aðra leikara í þeirra hlutverk, þá væri myndin aldrei jafn góð, ég get lofað ykkur því. Þrátt fyrir að Bale er búinn að leika í fullt af góðum myndum og búinn að sýna okkur fullt af góðum karakterum þá stendur þessi karakter alltaf á top 5 listanum hjá Bale.

Einkunn: 7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shame
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Kynlífsfíkn er ekki alltaf góð.
Þessi mynd er góð en samt sem áður það mikið sérstök að hún telst líka sem léleg. Það er erfitt að segja um hvað Shame er. Ég reyndi að finna út söguþráðinn en það er enginn söguþráður heldur entómt kynlíf og aftur kynlíf. Það góða við Shame er að leikarinn Michael Fassbender (Sem leikur aðalhlutverkið) er fáránlega góður leikari og hann sannar það hérna með stæl. Hins vegar fór á myndina með þeim væntingum að hún væri sérstök, spennandi og auðvitað smá drama með en ég fór af Shame ekki sáttur.

Ég ætla svona að reyna að segja frá söguþræðinum. Brandon Sullivan (Michael Fassbender) hann er kynlífsfíkill, svo einn daginn þá birtist systir hans heim til hans Sissy Sullivan (Carey Mulligan) og þá auðvitað getur Brandon ekki vert venjulegur því að hann var vanur að koma með stelpur heim og skoða mikið klám alla daga. Þegar Sissy kemur til hans alveg allslaus eftir að kærastinn hennar hætti með henni. Sissy og Brandon eru ekki í góðu sambandi því að Sissy hefur ekki hugmynd um hans kynlífsfíkn. En svo fara hlutirnir að verða skrítnari og skrítnari...

Shame er engan veginn mynd fyrir alla. Hún er gróf og líka heldur sér ekki mikið við efnið. Leikstjórinn Steve McQueen (Sem er með mjög töff nafn) kemur stekur inn með mynd sem alls ekki allir geta höntlað. Shame er sjúk mynd, það gerist margt í Shame sem maður vill helst ekkert vita af. Shame er þannig mynd "Once in a lifetime" ég sé samt smá eftir að hafa farið á hana í bíó. Hún er ekki þess virði. Hún er svona mynd sem maður tekur á leigunni og verður í svo smá sjokki eftir myndina og þá eina sem maður getur hugsað er eitt stórt spurningarmerki. Það er ekki mikið talað í Shame en hún nær samt á köflum að fara langt yfir strikið. Svo er líka þessi mikla nekt sem er að gera myndina toppar allt. Þökk sé nektinni þá er Shame svo fáránlega óþægileg mynd, þetta er ekki mynd sem maður tekur kærustuna/fjölskylduna á og býst við að þau fýli Shame í botn.

Leikararnir stóðu sig mjög vel og þá sérstaklega Michael Fassbender. Maður sá Fassbender í Inglourious Basterds og 300. Það var enginn neitt að pæla í hvað býr í þessum Michael Fassbender en hann er svakalega góður leikari. Hann tekur hlutverkin sýn og leikur þau með milari tilfiningu. Steve McQueen hann heitir það næstum því það sama og kvikmyndahetjan okkar Steven McQueen en Steve hann er ekki búinn að skara neitt framúr í kvikmyndaheiminum en ég er alveg viss um að eftir Shame þá mun hann gera nokkrar góðar myndir.

Kvikmyndatakan er ansi fjölbreytt. Það koma tímar í Shame þegar kvikmyndatakan er alveg að skíta upp á bak, en svo koma líka tímar á móti þegar takan er að gera stórta hluti. Eitt atriðið í myndini sem ég kalla New York, New York er eitt gott dæmi um þegar kvikmyndatakan er að skíta upp á bak. En svo koma líka tímar þegar hún er alveg að bjarga Shame. Það var nú eitt atriði þarna sem ég vildi helst labba út úr salnum. Shame er mjög, mjög öðruvísi kvikmynd og mjög óþægileg.

Karakterinn Brandon Sullivan (Michael Fassbender) hann er mjög flókinn og mjög svo vel unnin karakter. Hann er mjög lokaður og vill helst vera einn með konu eða aleinn með kláminu sínu. Hann fær svona "kynlífsþarfir" á nánast öllum stöðum sem hann getur verið á. Hann er maður sem fólk er ekki mikið að umgangast. Brandon er maður sem vill halda skömm sinni fyrir sjálfan sig og gerir hvað sem er til að halda því þannig. Hann skammast sín ekkert smá lítið fyrir að vera svona mikill kynlífsfíkill. Hann gerir fullt af hlutum sem hann ræður ekkert við. Svo þegar hann er búinn að framkvæma þá og er búið að átta sig á því þá sér hann alveg óteljanlega mikið eftir þeim. Brandon reynir virkilega að hætta en fíknin er svo mikil.

Endirinn er alls ekki góður. Ég var í sjokki yfir hversu illa endirinn kom út. Shame endaði á allt annan hátt en ég var að vonast. McQueen þarf virkilega að bæta sig í að gera endi. Endirinn dró Shame svoldið mikð niður en samt er hann ekki hræðilegur en hann mætti vera miklu betri en hann er. Ég var mjög hissa á hvernig þessi mynd endaði. Hún lætur mann halda ímislegt en hún fer svo í allt aðra átt en við höfum hugsað okkur.

Shame er óþægileg og of mikil nekt í mynini. Það var mjög langt síðan að ég hafði séð jafn óþægilega mynd í bíó. Leikararnir standa sig mjög vel og þá sérstaklega Michael Fassbender. Þessi mynd er alls ekki fyrir alla og þá sérstaklega ekki fyrir fólk sem getur ekki horft á svona myndir. Nektnin er alltof mikil og hún fær mann að líða illa.

6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Batman Begins
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Góð byrjun á stórum þríleik
Batman Begins er mjög góð mynd. Hún er samt smá langdregin í byrjun og einhverjar klippur eru lélegar í byrjuninni. Þrátt fyrir það, þá er hún mjög vel heppnuð.

Batman Begins byrjar alveg á byrjuninni á sögu Bruce Wayne. Þar er einn stærsti gallinn í Batman Begins, þar eru allar verstu klippurnar. Það voru alveg nokkrar klippur sem eiga ekki við um kvikmyndirnar hans Christopher Nolans. Nolan vandar sig alltaf við þær, ég hef ekki hugmynd hvað fór úrskeiðis hjá meistaranum Nolan en hann náði að gera þessar klaufa villur. Þetta eru helsti gallinn við Batman Begins.

Ég dýrka söguþráðinn og hvernig hann kemur alltaf með öll svör sem maður fær yfir myndinni. Hann kemur og sýnir manni alveg nákvæmlega hvað gerðist í æsku Bruce og afhverju hann er Batman og allt þar á milli. Flestir karakterarnir voru vel leiknir, það voru tveir af öllum karakterum sem voru ekki að standa sig. Earle (Rutger Hauer) hann var einn af þessum tveimur sem voru ekki að standa sig. Það fer svo mikið í taugarnar á mér að Rutger var alls ekki að standa sig. Hann er góður leikari en þetta hlutverk er ekki hans, hann var mjög góður í Blade Runner en svo þurfti hann að komst í Batman Begins. Ef mér skjáttlast ekki þá væri flottara að hafa Christopher Walken í Earle hlutverkinu, hann hefur aldrei klikkað í neinni mynd sem ég hef séð með honum og hann væri miklu betri og skemmtilegri Earle en Rutger Huer gæti nokkrum sinnum verið !
Carmine Falcone (Tom Wilkinson) Tom er frábær leikari og ég hef mjög gaman að sjá hann í sínum hlutverkum en þarna kom hann mér virkilega á óvart með að hann er ekki eins góður í öllum hlutverkum. Þarna fáum við að sjá Tom Wilkinson í lélegum leik.

Endirinn gekk vel upp. Hann hefði samt mátt vera betri en þetta en hann var samt ekki lélegur. Það kom mér samt á óvart hvernig "enda bardaginn" var. Henri Ducard (Liam Neeson) og Batman (Christian Bale) var ekki nóg og öflugur. Ég bjóst við ansi stórum fight, við fáum aðeins smá skot á hvernig Neeson og Bale geta tekið á því. Maður vill sjá alvöru bardaga á milli þeirra, meistarinn og lærisveinn hans að berjast, þá vill maður sjá allt á öðrum endanum. Við fáum nokkrar góðar senur en ekki nógu margar. Tveir harðir leikarar þarna á ferðinni og þeir fá ekki að berja úr hvorum öðrum líftóruna. Þrátt fyrir það þá voru þetta dásamlegar senur um þá tvo.

Allt á milli byrjunnar og endisins er gott efni. Christopher Nolan er einn vitrasti leikstjórinn nú til dags og hann skilar öllu sem hann kemur nálægt svo vel og hann vandar sig alveg svakalega vel við allt og þessir örfáu gallar sem ég taldi þarna upp eru einu gallarnir við Batman Begins, allt fyrir utan það er mjög gott. Hann lætur okkur fara með sér til Bruce Wayne og sjá allar hliðar á kvikmyndinni Batman Begins

Einkunn: 8/10

Frábær kvikmynd og Batman Begins er undirbúningur fyrir eitt stærsta meistaraverkið okkar "The Dark Knight"... Það eru nokkrir gallar við hana en alls ekki margir. Ég mæli mjög mikið við þá sem eru ekki búnir að sjá Batman Begins að kíkja á hana sem allra fyrst.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Human Centipede II (Full Sequence)
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ekkert annað en viðbjóður !
The Human Centipede (First Sequence) er aðeins smá barn miðað við The Human Centipede II (Full Sequence). Hérna er á ferðinni einn mesti viðbjóður sem ég hef séð lengi, klárlega kominn á "topp 5 viðbjóðs myndir". Ég sá The Human Centipede (First Sequence) og ég hugsaði hversu mikil viðbjóður þarf maður að vera til að geta gert þessa hugmynd að kvikmynd. Tom Six gerði það og þá náði hann mjög ógeðslegri mynd. En núna er þessi viðbjóður orðinn að framhaldsmynd ! Tom Six er að gera þriðju myndina í þessum viðbjóði ! The Human Centipede III (Final Sequence). Ég veit ekki hvernig Tom Six fær þessar hugmyndir en hann hefur svo sannarlega þetta klikkaða hugmyndaflug. Ég sá THC2 (The Human Centipede II) og ég var með æluna í hálsinum.

Martin (Laurence R. Harvey) er geðveikur maður sem vinnur sem eftirlitsmaður í bílakjallara og hann er mikill áhugamaður af THC1 og hann vill prufa þessa "Human Centipede" nema hann er með tólf einstaklinga, en þrír voru notaðir í fyrri myndinni. Martin verður graður við að horfa á fyrri Human Centipede myndinni og notar sandpappír til að losna við löngunnina sem hann fær. Svo hann byrjar smátt og smátt að safna fólki sem er í þessum bílakjallara og tekur það sem gísl. Svo nær hann að redda sér sínu eigin húsnæði sem hann mun geyma þetta fólk og nær svo upp í tólf einstaklinga. Þegar hann er búinn að ná sínum tólf einstaklingum þá byrjar fjörið. Hann býr til sína eigin klikkuðu "Human Centipede". Svo á þessum tíma gerist allt sem einginn maður getur séð fyrir sér ! Þetta er geðveiki en samt skylduáhorf fyrir alla.

Tom Six nær þessum viðbjóði in details, allt saman við þessa mynd er viðbjóður. Hún byrjar þannig að við fáum að kynnast Martini og það er mjög óheillandi við hann. Hann er með mestu útstæðu augu sem eru til, og þau eru svo stór og líka rangeygð !. Tom Six gerði THC2 í svart/hvítu og það er eitt að því sem gerir hana svo ógeðslega. THC2 er langdreginn en hún er bíða eftir rétta tækifærinu til að gera allt vitlaust. THC2 fer görsamlega úr böndunum og þá fyrst byrjar allt sem kallast æla. Aðal viðbjóðurinn byrjar alls ekki strax, hann er aðeins hálf myndin en þá kemur virkilega mikill viðbjóður. Allir karakterarnir eru mjög vafasamir og Tom Six nær að gera mesta viðbjóð í gegnum allt saman, því að ef myndin er í svart/hvítu og með klikkuðum karakterum.

Ég verð aldrei hræddur eða vill fara og æla á meðann ég er að horfa á kvikmyndir en þegar þessi mynd er í tækinu þá fyrst vill maður helst gleyma henni sem allra fyrst. Hún er alltof gróf og allar hugmyndirnar í henni eru mjög góðar en þetta er pottþétt hluti af geðveiki en við förum ekki í bíó til að sjá eitthvað sem við getum gert hvenær sem er. Við förum aðalega í bíó til að sjá eitthvað sem er ekki hægt að gera sjálfur og ná að gera það án þess að vera stöðvaður strax af lögreglunni. Ég fyrst hélt að ég gæti horft á hana og ekki fundið neitt nema bara hlátur en ég var með ælutilfinningu um leið og viðbjóðurinn byrjaði.

Einkunn - 6/10
Ekkert annað en viðbjóður. Gef henni 6 af því að hún er svo klikkuð og ógnvekjandi. The Human Centipede II (Full Sequence) er skylduáhorf fyrir alla. Það sleppur enginn við að sjá þessa. Hún er tilvalinn í partyið og ekki hika við að sjá hana ! Ég mæli með henni, hún er alls ekki fyrir viðkvæma bókstaflega. Maður er ekkert að fara að horfa á þessa mynd neitt mikið meira en einu sinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Prestige
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Are You Watching Closely ?
Christopher Nolan hefur aldrei gert lélega mynd. The Prestige er eitt meistaraverk af Nolan sjálfum en þarna kemur hann með eina stóra og geðveika og flókna flækju sem svínvirkar. Allar myndirnar eftir Chris Nolan hafa verið rosalega góðar og snúnar en samt hann er nú einn allra besti leikstjóri sem heimurinn hefur átt.

Hér er á ferðinni stórkostlegt meistaraverk. The Prestige segir söguna af Robert Angier (Hugh Jackman) og Alfred Borden (Christian Bale). Borden og Angier vinna hjá Cutter (Michael Caine) að hjálpa til með "magic show " (Galdrasýning) og þeirra hlutverk er að fara og binda konu fasta en Borden klikkar eitthvað smá og gerir smá breytingu fyrirvaralaust og hann veldur því slysi að konan sem er kærasta Angier deyr. Þannig að Borden hættir hjá Cutter og byrjar með sinn enginn "magic show " og þá byrjar samkeppnin á milli Borden og Angier. Þeir fara báðir að reyna sitt besta við að gera sig fræga og vera betri galdramaður en hinn. Angier vill fá sína hefnd á Borden og fer að gera honum illt verra og svo byrjar hálfgert stríð á milli þeirra. Þessi mynd hefur kennt mér það að alltaf treysta Chris Nolan fyrir öllu sem hann gerir. Þegar ég sá The Prestige fyrst þá var ég í sjokki lengi eftir og bara jafna mig svo þegar ég náði áttum þá vissi ég það að The Prestige er frábært meistaraverk.

The Prestige er 130 min mynd af góðu efni sem hefur unnið sér inn verðlaun , en persónulega finnst mér að hún eigi mikið meira skilið af verðlaunum en hún er með. Hugh Jackman sínir einnig nýjan leik á sínum karaktera feril. Hann lætur mann alveg trúa sér og láta mann finna fyrir honum. Christian Bale er með sinn frábæra leik eins og alltaf. Þarna fyrst fékk ég að vita hversu mikill leikari hann. David Bowie er með þarna góðann karakter, fyrst hélt ég að hann væri bara söngvari en hann getur þó leikið vel.

Söguþráðurinn er mjög frumlegur og svakalega flottur og geðveikt vandaður. Byrjunin byrjar mjög vel og heldur sínu striki. Endirinn hefur svakaleg áhrif á mann, þegar The Prestige er kominn á endasprettinn þá er maður ennþá meira límdur við myndina því endirinn er svo svakalega stór og frumlegur.

Einkunn: 9/10 - Rosalega góð og vel heppnuð mynd. Chris Nolan hefur görsamlega snúið blaðinu við og gert enn eitt meistaraverk. Sjáðu þetta meistaraverk. !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Boy in the Striped Pyjamas
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Öðruvísi World War II mynd
John Boyne á heiðurinn á The Boy in the Striped Pyjamas. Við sem áhorfendur sjáum myndinna í Brunos (Asa Butterfield) sjónarhorni. Bruno er átta ára þýskur strákur sem er að flytja úr Berlín yfir í Auschwitz sem er betur þekkt sem stærstu útrýmingarbúðir Hitlers. Faðir Bruno's (David Thewlis) er mjög vel hátt settur nasistaforingi og hann fær það verkefni að sjá um Auschwitz og hann auðvitað gerir það með því að taka fjölskyldunna sína með. Svo þegar Bruno er búinn að vera að leiðast mjög lengi þá fer hann út af lóðinni sinni og fer að Auschwitz sem hann sér út um herbergisgluggann sinn. Hann fer þangað og sér þar lítinn dreng sem er líka átta ára en hann er gyðingur og þannig að hann er í útrýmingarbúðunum. Móðir Bruno's (Vera Farmiga) er alveg á móti því að flytja þangað.

Sagan gerist í seinni heimsstyrjaldarinnar og hún er bygð af bók eftir John Boyne. Myndin er rosalega vel gerð þrátt fyrir að hún er samt svoldið langdreginn en hún bjargar því alveg með stæl. Leikurinn er alveg til fyrirmyndar. Asa Butterfield var aðeins 11 ára þegar hann lék sinn leik og hann stóð sig með prýði og hann á sko hrós skilið. The Boy in the Striped Pyjamas er ekki stríðsmynd þrátt fyrir að gerast á stríðsárunum miklu, hún er frekar drama og áhrifamikil mynd. Þegar ég leit augum á trailerinn af The Boy in the Striped Pyjamas í fyrsta sinn þá vissi ég það strax að hún væri sterk mynd.

Þrátt fyrir að söguþráðurinn sé mjög einfaldur og léttur þá nær hún vel til manns og maður verður stífur og sekkur inní myndina. Leikstjórinn Mark Herman náði að gera þessa mynd mjög góða og eftirminnilega. The Boy in the Striped Pyjamas er mynd sem maður horfir ekki oft á, frekar sjaldnar og fýlar hana í hvert sinn. Hún byrjar vel en svo kemur smá tími sem mætti bæta upp en þegar maður er búinn að sjá hana alla þá veit maður að hún virkar mjög vel. Endirinn slær í gegn og verður mjög góður og vandaður, stundum koma samt skrítnar klippur en það hefur lítið áhrif. Endirinn er svakalega flottur og hann hífir upp myndina svoldið mikið.

Einkunn: 8/10 - Flott og vel gerð mynd. Hún á sér dauð móment en þau eru samt frekar nauðsynleg þegar maður sér alla myndina. Leikurinn er rosalega góður og endirinn hífir upp alla gallana.

P.S. Þetta er mynd sem þú vilt ekki missa af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Tucker and Dale vs Evil
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Snilldar hugmyndaflug
Tucker & Dale vs Evil er ein stór steypa með svakalegum góðum húmor. Þegar ég sá Tucker & Dale vs Evil fyrst þá "féll" ég strax fyrir henni og hún gengur svo vel allan tímann þegar hún er í gangi en samt verður svoldið fyrirsjáanleg á tímapunktum en það verður bara fyndið því TDE (Tucker & Dale vs Evil) er með alveg svakalegan húmor í sér. TDE sýnir manni að "Shit really happens", ég ætla að fara nánar útí söguþráðinn

Tucker (Alan Tudyk) og Dale (Tyler Labine) eru tveir meinlausir sveitalúðar sem eru alveg hræðilegir í mannlegum samskiptum. Þegar þeir rekast á hressa borgabúa sem ætla sér góða stundir í sveitinni, svo stoppa borgarbúarnir á næstu bensínstöð og fá sér bjór og bensín o.s.frm. Sveitalúðarnir stoppa líka á sömu stoppustöð og fá sér einhvað, borgarbúarnir eru fljót að dæma Tucker og Dale en þeir vilja bara vera eins vingjarnlegir og þeir geta boðið uppá en það er bara ekki nóg fyrir borgarbúana. Svo loks ná borgarbúarnir á lokastað og gera allt ready svo kemur smá slys og einn af borgarbúunum lendir í slysi og Dale og Tucker koma og bjarga henni svo byrja vandræðin því borgarbúarnir taka það fram að Dale og Tucker hafi rænt henni og ætli henni til alls. Svo loks taka þeir til sinna ráða og ætla að gera allt sem þeir geta til að skaða Tucker og Dale sem mest og ná stelpunni heilir á húfi.

Þessi mynd virkar svaklega mikið og er mjög blóðug og skemmtileg. Þegar maður er að horfa á hana þá sér maður fullt af blóði og er í hláturskasti yfir hversu gott þetta er. Handritið er svakalega gott og virkar mjög vel. Samræðurnar eru góðar og ekki kjánalegar eins og í mörgum myndum svo verður líka allt þar á milli gott. Það liggur ekki langur tími til að það kemur eitthvað fyrndið næst svo þegar eitthvað fyndið er búið þá kemur annað og annað. "The perfect love story... with a high body count..." þessi setning gerist ekki meira sönn en hún er, því að hún meikar svo mikinn sens.

Leikararnir eru allir góðir að mestu leyti. Það koma einn og einn sem eru einum of ýktir en ef maður horfir fyrir utan það þá er TDE alveg frábær skemmtun og spennandi, þar að auki er hún rosa lega góð mynd, það er ekki alltaf þegar maður getur sagt "Þessi mynd er virkilega góð mynd" ekki merguð, ekki slæm, ekki leiðinleg, ekkert meistaraverk heldur góð mynd og verður það. TDE er ein af þessum myndum sem maður getur horft aftur og aftur á og haft jafn gamann og maður geriði við fyrstu sinn.

Einkunn: 8/10 - Hressilega góð og framúr skarandi kvikmynd sem er með mjög góðum húmor og vill til að maður vilji ekki að hún hætti en samt er hún ekkert meistaraverk... Horfðu á hana....

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Atlantis: The Lost Empire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Flott en fer í gömul spor
Atlantis er góð og flott fjölskyldumynd sem snýst um Atlantis að sjálfsögðu. Atlantis byrjar vel en heldur því aldrei jöfnu og verður þar með frekar leiðinleg á köflum og óspennandi. Atlantis er frumleg teiknimynd og smá kennsla fyrir börnin að fræðast um Atlantis en ef Disney-fyrirtækið hefði hugsað sig tvisvar um og farið yfir öll þessi "leiðinlegu atriði" þá væri hún alls ekki léleg heldur bara mjög góð og spennandi. Atlantis er alls ekki léleg yfir höfuð en hún á sér dauð móment. Hún var miklu betri í æsku en núna. Atlantis: The Lost Empire fjallar aðallega um Milo James Thatch (Michael J. Fox) sem er nýbúinn að finna sér áhöfn til að reyna að finna Atlantis á eigin spýtur. Svo skyndilega þá kemur slys og þau þurfa að flýja kafbátinn sinn og finna loks nýjar upplýsingar um leiðina til Atlantis.

Lokabardaginn fór svo sannanlega úr böndunum, hann byrjaði vel en fór svo úr böndunum. Atlantis var á mjög góðum nótum þangað til að lokakaflinn fór til fjandans. Ef maður líkir Atlantis við Avatar þá eru þær alls ekki ólíkar

(Getur ollið spoilerum)
Avatar
Þá er söguhetjan kominn inní annan heim og fer að reyna að ná áttum þar til að hann hittir dóttir höfðingjans og hún fer með hann til allra þeirra innfæddu og fær það verkefni að kenna honum þeirra siði og láta eins og að hann sé einn af þeim. Höfðinginn og nokkrir aðrir hafa enga trú á sögupersónunni og koma fram við hann eins og fábjána. Svo þegar höfðinginn og allir eru byrjaðir að hafa trú á honum og er að treysta honum þá þarf ex-teamið hans að gera árás og drepa allla sem þeir ná í. Söguhetjan stenudur fyrir sínu og bjargar Avatar-heiminum þótt það taki lífið hans. Svo er dóttir höfðingjans að dúlla sér alltaf með söguhetjunni þar til í lokakaflanum.

Atlantis
Þá er söguhetjan kominn aftur og fær með sér team til að finna Atlantis á eigin spýtur. Svo finnur hann Atlantis og höfðinginn er mjög ósáttiur við þá alla og vill fá þá í burtu en gefur þeim einn dag til, svo þurfa þeir að fara á stundinni. Svo er dóttir höfðingjans að dúlla sér með söguhetjunni og fer að kunna mjög vel við hann. Svo fer söguhetjann að kenna þeim hluti og fer að lesa upp fornletur og reynir svo að koma í veg fyrir vonda liðið og bjargar svo að lokum Atlantis.

Undir þessum tveimur myndum Atlantis og Avatar þá er söguþráðurinn eins. En Avatar er miklu betri, Atlantis er samt alls ekki slæm en það vantar svo mikið uppá hana til að verða eins og Avatar.

Einkunn: 6/10
Fínasta mynd en fellur svoldið í spor Avatar. Disney-fyrirtækið ætti að hugsa tvisvar um áður en þeir myndu setja hana í sölu og finna alla stærstu galla myndarinnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Atlantis: The Lost Empire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Flott en fer í gömul spor
Atlantis er góð og flott fjölskyldumynd sem snýstum Atlantis aðsjálfsögðu. Atlantis byrjar vel en heldur því aldrei jöfnu því og verður þar með frekar leiðinleg á köflum og óspennandi. Atlantis er frumleg teiknimynd og smá kennsla fyrir börnin að fræðast um Atlantis en ef Disney-fyrirtækið hefði hugsað sér tvisvar um og farið yfir öll þessi "leiðinlegu atriði" þá væri hún alls ekki leleg heldur bara mjög góð og spennandi. Atlantis er alls ekki leleg yfir höfuð en hún á sér dauð móment. Hún var miklu betri í æsku en núna. Atlantis: The Lost Empire fjallar aðalega um Milo James Thatch (Michael J. Fox) sem er nýbúinn að finna sér athöfn til að reyna að finna Atlantis á eigin spýtur. Svo skyndilega þá kemur slys og þau þurfa að flýja kafbátinn sinn og finna loks nýjar upplýsingar um leiðina til Atlantis.

Lokabardaginn fór svo sannanlega úr böndunum, hann byrjaði vel en fór svo úr böndunum. Atlantis var á mjög góðum nótum þangað til að lokakaflinn fór til fjandans. Ef maður líkir Atlantis við Avatar þá eru þær alls ekki ólíkar

(Getur ollið spoilerum)
Avatar
Þá er söguhetjan kominn inní annan heim og fer að reyna að ná áttum þar til að hann hittir dóttir höfðingjans og hún fer með hann til alla innfæddu og fær það verkefni að kenna honum þerra siði og láta eins og að hann er einn af þeim. Höfðinginn og nokkrir aðrir hafa enga trú á sögupersónunni og koma fram við hann eins og fábjána. Svo þegar höfðinginn og allir eru byrjaðir að hafa trú á honum og er að treysta honum þá þarf ex-teamið hans að gera árás og drepa allla sem þeir ná í. Söguhetjan stenudur fyrir sínu og bjargar Avatar-heiminum þótt það tekur lífið hans. Svo er dóttir höfðingjans að dúlla sér alltaf með söguhetjunni þar til lokakaflanum.

Atlantis
Þá er söguhetjan kominn aftur og fer með sér team til að finna Atlantis á eiginn spýtur. Svo finnur hann Atlantis og höfðinginn er mjög ósáttiur við þá alla og vill fá þá í burtu en gefur þeim einn dag til, svo þurfa þeir að fara á stundinni. Svo er dóttir höfðingjans að dúlla sér með söguhetjunni og fer að kunna mjög vel við hann. Svo fer söguhetjann að kenna þeim hluti og fer að lesa upp fornletur og reynir svo að koma í veg fyrir vonda liðið og bjargar svo að lokum Atlantis.

Undir þessum tvemur myndum Atlantis og Avatar þá er söguþráðurinn eins. En Avatar er miklu betri, Atlantis er samt alls ekki slæm en það vantar svo mikið uppá hana til að verða eins og Avatar.

Einkunn: 6/10
Fínasta mynd en fellur svoldið í spor Avatar. Disney-fyrirtækið ætti að hugsa tvisvar um áður en þeir myndu setja hana í sölu og finna alla stærstu galla myndarinnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Atlantis: The Lost Empire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Flott en fer í gömul spor
Atlantis er góð og flott fjölskyldumynd sem snýstum Atlantis aðsjálfsögðu. Atlantis byrjar vel en heldur því aldrei jöfnu því og verður þar með frekar leiðinleg á köflum og óspennandi. Atlantis er frumleg teiknimynd og smá kennsla fyrir börnin að fræðast um Atlantis en ef Disney-fyrirtækið hefði hugsað sér tvisvar um og farið yfir öll þessi "leiðinlegu atriði" þá væri hún alls ekki leleg heldur bara mjög góð og spennandi. Atlantis er alls ekki leleg yfir höfuð en hún á sér dauð móment. Hún var miklu betri í æsku en núna. Atlantis: The Lost Empire fjallar aðalega um Milo James Thatch (Michael J. Fox) sem er nýbúinn að finna sér athöfn til að reyna að finna Atlantis á eigin spýtur. Svo skyndilega þá kemur slys og þau þurfa að flýja kafbátinn sinn og finna loks nýjar upplýsingar um leiðina til Atlantis.

Lokabardaginn fór svo sannanlega úr böndunum, hann byrjaði vel en fór svo úr böndunum. Atlantis var á mjög góðum nótum þangað til að lokakaflinn fór til fjandans. Ef maður líkir Atlantis við Avatar þá eru þær alls ekki ólíkar

(Getur ollið spoilerum)
Avatar
Þá er söguhetjan kominn inní annan heim og fer að reyna að ná áttum þar til að hann hittir dóttir höfðingjans og hún fer með hann til alla innfæddu og fær það verkefni að kenna honum þerra siði og láta eins og að hann er einn af þeim. Höfðinginn og nokkrir aðrir hafa enga trú á sögupersónunni og koma fram við hann eins og fábjána. Svo þegar höfðinginn og allir eru byrjaðir að hafa trú á honum og er að treysta honum þá þarf ex-teamið hans að gera árás og drepa allla sem þeir ná í. Söguhetjan stenudur fyrir sínu og bjargar Avatar-heiminum þótt það tekur lífið hans. Svo er dóttir höfðingjans að dúlla sér alltaf með söguhetjunni þar til lokakaflanum.

Atlantis
Þá er söguhetjan kominn aftur og fer með sér team til að finna Atlantis á eiginn spýtur. Svo finnur hann Atlantis og höfðinginn er mjög ósáttiur við þá alla og vill fá þá í burtu en gefur þeim einn dag til, svo þurfa þeir að fara á stundinni. Svo er dóttir höfðingjans að dúlla sér með söguhetjunni og fer að kunna mjög vel við hann. Svo fer söguhetjann að kenna þeim hluti og fer að lesa upp fornletur og reynir svo að koma í veg fyrir vonda liðið og bjargar svo að lokum Atlantis.

Undir þessum tvemur myndum Atlantis og Avatar þá er söguþráðurinn eins. En Avatar er miklu betri, Atlantis er samt alls ekki slæm en það vantar svo mikið uppá hana til að verða eins og Avatar.

Einkunn: 6/10
Fínasta mynd en fellur svoldið í spor Avatar. Disney-fyrirtækið ætti að hugsa tvisvar um áður en þeir myndu setja hana í sölu og finna alla stærstu galla myndarinnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Atlantis: The Lost Empire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Flott en fer í gömul spor
Atlantis er góð og flott fjölskyldumynd sem snýstum Atlantis aðsjálfsögðu. Atlantis byrjar vel en heldur því aldrei jöfnu því og verður þar með frekar leiðinleg á köflum og óspennandi. Atlantis er frumleg teiknimynd og smá kennsla fyrir börnin að fræðast um Atlantis en ef Disney-fyrirtækið hefði hugsað sér tvisvar um og farið yfir öll þessi "leiðinlegu atriði" þá væri hún alls ekki leleg heldur bara mjög góð og spennandi. Atlantis er alls ekki leleg yfir höfuð en hún á sér dauð móment. Hún var miklu betri í æsku en núna. Atlantis: The Lost Empire fjallar aðalega um Milo James Thatch (Michael J. Fox) sem er nýbúinn að finna sér athöfn til að reyna að finna Atlantis á eigin spýtur. Svo skyndilega þá kemur slys og þau þurfa að flýja kafbátinn sinn og finna loks nýjar upplýsingar um leiðina til Atlantis.

Lokabardaginn fór svo sannanlega úr böndunum, hann byrjaði vel en fór svo úr böndunum. Atlantis var á mjög góðum nótum þangað til að lokakaflinn fór til fjandans. Ef maður líkir Atlantis við Avatar þá eru þær alls ekki ólíkar

(Getur ollið spoilerum)
Avatar
Þá er söguhetjan kominn inní annan heim og fer að reyna að ná áttum þar til að hann hittir dóttir höfðingjans og hún fer með hann til alla innfæddu og fær það verkefni að kenna honum þerra siði og láta eins og að hann er einn af þeim. Höfðinginn og nokkrir aðrir hafa enga trú á sögupersónunni og koma fram við hann eins og fábjána. Svo þegar höfðinginn og allir eru byrjaðir að hafa trú á honum og er að treysta honum þá þarf ex-teamið hans að gera árás og drepa allla sem þeir ná í. Söguhetjan stenudur fyrir sínu og bjargar Avatar-heiminum þótt það tekur lífið hans. Svo er dóttir höfðingjans að dúlla sér alltaf með söguhetjunni þar til lokakaflanum.

Atlantis
Þá er söguhetjan kominn aftur og fer með sér team til að finna Atlantis á eiginn spýtur. Svo finnur hann Atlantis og höfðinginn er mjög ósáttiur við þá alla og vill fá þá í burtu en gefur þeim einn dag til, svo þurfa þeir að fara á stundinni. Svo er dóttir höfðingjans að dúlla sér með söguhetjunni og fer að kunna mjög vel við hann. Svo fer söguhetjann að kenna þeim hluti og fer að lesa upp fornletur og reynir svo að koma í veg fyrir vonda liðið og bjargar svo að lokum Atlantis.

Undir þessum tvemur myndum Atlantis og Avatar þá er söguþráðurinn eins. En Avatar er miklu betri, Atlantis er samt alls ekki slæm en það vantar svo mikið uppá hana til að verða eins og Avatar.

Einkunn: 6/10
Fínasta mynd en fellur svoldið í spor Avatar. Disney-fyrirtækið ætti að hugsa tvisvar um áður en þeir myndu setja hana í sölu og finna alla stærstu galla myndarinnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Super 8
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Spielberg er ekkert að slakna.
Steven Spielberg er og hefur alltaf verið á top 3 af bestu leikstjórum í heimi og hann er ekkert að fara úr þessum stól þrátt fyrir aldur. Þarna kemur hann með Super 8 sem fer svoldið í spor E.T. myndarinnar. Spielberg kom með E.T. árið 1982 og þá sló hann heldur betur í gegn, Super 8 er að fara sömu spor og E.T. nema að það er auðvitað búið að breyta henni mikið. Steven Spielberg kemur með Super 8 og hún verður eftirminninleg og virkar þrælvel. Spielberg er einn af okkar vitrustu mönnum í kvikmyndabransanum ég segi það af því að hann hefur alltaf gert hrikalega góðar spennumyndir og líka allar hans bestu myndir (þær þurfa ekkert að vera bestu) standa uppi með Óskarsverðlaunabikurum. J.J. Abrams hefur ekki átt jafn góðan bakgrunn og Spielberg en samt gefið okkur nokkur góð verk (Lost, Star Trek) svo auðvitað Super 8. Ég var heltekinn um leið og ég sá trailerinn svo auðvitað verður maður að hoppa á hana í bíó. Leikaravalið hjá þeim er alveg frábært og þó að þetta eru aðeins krakkar samt geta þau gert senurnar sínar alveg stórkostlegar og tilfinningaríkar.

Jackson Lamb (Kyle Chandler) missti eiginkonu sína í vinnuslysi þar sem hún var að vinna og Joe Lamb (Joel Courtney) missti móður sína. Svo fjórum mánuðum síðar þá er Charles (Riley Griffiths) að taka þátt í stuttmyndakeppni og þar er hann með sér Joe ,Alice Dainard (Elle Fanning), Cary (Ryan Lee), Martin (Gabriel Basso) og Preston (Zach Mills). Öll þau sex fara út um miðnætti á lestarstöð þar sem þau ætla að taka upp skot, en svo skyndilega þá kemur Dr. Woodward (Glynn Turman) á harðaspretti uppá lestarteinana og veldur hryllilegu lestarslysi, svo þegar allir eru búnir að ná áttum hvað gerðist þá fara þau og finna Dr. Woodward í bílnum sínum (það sem er eftir af honum) og þar reynist hann hálf lifandi og nær að reka börnin í burtu og bannar þeim að tala um þetta mál við neinn.
Eftir nokkra daga þá byrjar allt rafmagnið í bænum að koma og fara og bæjarbúar verða hræddir og hræddari því fólk og dýr eru að týnast. Jackson Lamb fer svo í málið....

Ef við ættum að lýsa myndinni við E.T. Og Jaws þá eru þær ekkert svo ólýkar. Byrjum á E.T.

E.T. þar finnur strákur geimveru og tekur hana að sér og verndar hana og passar, svo reynist herinn ætla að ná henni og pottþétt drepa hana. Strákurinn þarf að fela hana og passa og svo ná þeir góðu sambandi við hvor annan og allt gengur vel svo fer strákurinn að reyna finna út hvað vill þessi geimvera og hvaðan kemur hún ?. Hann leitar og leitar að svari og finnur ekkert strax, þegar loks E.T. veran lærir að segja nokkur orð þá kemur í ljós hvað hún vill en hernum er alveg slétt sama hvað hún vill og reynir að ná henni og eyða henni. Svo þegar strákurinn gerir líka allt sem hann getur til að koma E.T. þangað þar sem E.T. vill fara og vera þá er alltaf herinn fyrir og vill fá geimveruna.

Tökum nú Jaws

Jaws 2. Þá týnist krakkar og faðir annars barns kemur og reynir með öllu sínu valdi að ná börnunum aftur til sín. Faðirinn þarf að brjóta fullt af lögum og þarf svo að horfa uppá fólk deyja allstaðar, honum er alveg sama en hann vill bara fá börnin sín aftur til sín og drepa þetta skrímsli. Börnin þurfa auðvitað að taka stórar áhættur og hættulegar til að lifa af, auðvitað meiðist einhver í þessari ferð. Jaws 2 þá er ekkert skrímsli heldur hákarl og það vilja allir stoppa hákarlinn og helst hengja og brenna en það væri hægt.

Tökum núna Super 8 Ætla ekki að segja neitt um hana meir það gæti valdið spoilerum......

Saman eru þessar þrjár myndir mjög líkar. Spielberg kemur með nýja mynd með uppruna úr E.T. og Jaws með nýjum söguþræði. Allt þetta gengur mjög vel upp og er alveg stórkostlegt ævinntýri og mjög góð spenna. Spielberg gerir best svona ævinntýri sem innifelur svakalega stóra og stranga spennu sem leiðir til Óskarsins.


Endirinn er alltof mikið Spielberg og þegar það kemur að endinum þá munu þið bara hugsa um hvesu mikið þetta er svo ekta Spielberg og hann er ekkert að fara að bæta úr endanum sínum. En endirinn er alls ekki lélegur ef þið haldið það endirinn virkar þræl vel en hann er bara svo mikið Spielberg og verður það bara. " Mér finnst frekar undarlegt hvað Super 8 tekst vel að ná öllu því erfiða rétt nema endinum." (T.V) Ég get ekki verið meira sammála Tomma um þetta.

Einkunn: 8/10 - Ef endirinn væri ekki svona Spielberg þá væri það auðvitað 9. Þrátt fyrir það þá virkar Super 8 alveg svakalega vel og álitið hjá J.J.Abrams hækkar stöðugt með hverju verki sem hann skilar til okkar.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spirited Away
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þrjú orð meistaraverk.
Um leið og myndin byrjar þá tekur hún alla athyglina og mun ekkert sleppa henni fyrr en um leið og meistaraverkið er búið. Japanski meistarinn Hayao Miyazaki færði okkur Spirited Away árið 2001 og ég var að sjá hana í fyrsta skiptið mitt um daginn og ég sé svo sannanlega ekki eftir því.

Tíu ára gamla Chihiro (Rumi Hîragi) er í miðjum flutningum með foreldrum sínum og faðir hennar villist og finnur lítið þorp svo hann krefst þess að fara að kanna þorpið á meðann Chihiro hefur skrítna tilfinningu um þetta þorp. Svo fara þau á stað og komast á þerri niðurstöðu um að þorpið er autt en svo vill til að það sé nýbakaður matur í veitingarhúsi svo faðir hennar og móðir fara að borða og borða matinn en Chihiro vill ekki neitt nema að komast sem fyrst þaðann. Svo þegar Chihiro fer að skoða þetta litla auða þorp þá hittir hún strákinn Haku (Miyu Irino) sem skipar henni að forða sér þaðann sem fyrst, hún þarf að komast yfir ánna sem var tóm þegar hún kom en er full núna. Brátt kemst Chihiro af því að hún er föst í draugabæ þar sem draugar og einhverskonar skrímsli búa í, svo Chihiro þarf að fara í baðhúsið og fá vinnu til að lifa af ef hún nær ekki vinnu þá verða foreldrar hennar sem voru búinn að breytast í svín verða étin í baðhúsinu.... Svo gerist slatti þarna á milli (ætla ekkert að spoilera neitt)

Hayao Miyazaki nær að gera eins og Stanley Kubrick náði að gera listaverk þessi mynd er listaverk og svakalega gott listaverk, hún er í flokki góðra kvikmynda sem eru listaverk. Þegar Kubrick sagði um 2001: A Space Odyssey að hún sé ekki kvikmynd heldur listaverk þá er ég að meina það að Spirited Away er það nákæmlega það sama nema að hún er kvikmynd. Hayao Miyazaki kemur með stæl og sýnir eða gefur okkur alveg stórkostlegt meistaraverk þó að sumir karakterar eru samt ekki jafn góðir og Miyazaki vonaðist þá er ekki ein mínúta sem leiðinleg eða slöpp. Ég hef aldrei verið neinn svakalegur aðdáandi Hayao Miyazaki en eftir að ég sá Spirited Away þá breyttist allt hjá mér og núna virði ég Hayao Miyazaki alveg geiðveikt mikið.

Spirited Away er mjög litrík og alltof falleg og svo góð að hálfa er einum of mikið. Hún á alveg fullt af ógleymanlegum atriðum, Spirited Away er ábyggilega besta "anime" mynd sem ég hef séð. Hugmyndaflugið er geðveikt og það er ekkert hægt að segja neitt vont um það því það er alveg fullkomið. Miyazaki er alveg með öll smáatriðin á hreinu og þá meina ég öll, ég var frekar hissa við að ég sá pottþétt ekki neitt smáatriði sem var að klikka því Miyazaki er meistari í öllu sem hann gerir. Ég dáist af ímyndunarafli Hayao Miyazaki og hann er ekkert að klikka með sínar kvikmyndir.

Útlit myndarinnar er til fyrirmyndar og tónlistin er ómissandi svo þegar myndin var búinn þá horfði ég á allan creditlistann bara hlusta á þessa góðu tónlist sem Miyazaki velur, Miyazaki velur ekki einu sinni vitlausa tónlist heldur betra en frábæra svo hún er ómissandi. Þegar við tölum um galla myndarinnar þá eru þeir nánast enginn svo ég er ekkert að fara að telja þá upp nema einn sem telst ekki sem galli frekar kostur eða þannig en ég tel hann samt upp, það er hreyfingarnar hjá sumum eru hálf steiktar en það dregur hana ekki niður.

Einkunn: 10/10 - Gerist sjaldnar betur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Hangover Part II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Annað brúðkaup með öðrum brúði.
Ég sá The Hangover Part II áðan og ég var mjög sáttur við hana, ég fór ekki vonsvikinn út heldur í hlátursstuði eftir að hafa verið búinn að hlæja í 100 min straight svo jú maður þarf að jafna sig efir þannig. Ég óttaðist mikið að Hangover Part II myndi fara í spor fyrstu Hangover en jú hún gerði það en samt ekki mikið, bara á góðan hátt og svo ef maður þarf að fara að bera þær tvær saman þá eru þær mjög skyldar en samt á sama hátt ólíkar.

Stu (Ed Helms) er að fara að giftast tælenskri stelpu Lauren (Jamie Chung) svo hann býður þessum þremur með (auðvitað) svo degi fyrir giftingu þá fá þeir sér "einn" bjór og fara aftur í sömu mistökin aftur nema þeir þurfa að hafa Teddy (Mason Lee) með sér. Svo þegar Phil (Bradley Cooper) vaknar þá er Alan (Zach Galifianakis) sköllóttur og Stu komin með tattoo svo er líka þarna api sem þeir vita ekkert hver á. Svo þegar Mr. Chow (Ken Jeong) kemur í söguna þá deyr hann úr kókains dauða svo þeir panika og henda honum í klakavél til að enginn finni hann, en Mr. Chow veit alveg nákvæmlega hvað gerðist þetta kvöld svo hann dó. Svo þurfa þeir þrír Stu, Phil og Alan að standa uppi með alla hans óvini í Bangkok og á sama tíma að finna út hvað gerðist þarna þetta kvöld.
(Svo má ég ekki segja mikið meir án þess að spoiler'a)


Sko The Hangover Part II er góð en hún er ekki það góð að hún toppar ekki fyrstu en samt þær eru mjög svipaðar, en samt ekki það kemur alveg slatti af nýju efni og frekar grófu samt en þess virði já. Nick Cassavetes náði hlutverkinu sem tattoo maðurinn en eins og stóð til þá átti Mel Gibson fá það fyrst svo Liam Neeson, ég væri mjög sáttur við að hafa Liam í stað Nick. Liam Neeson passar miklu betur þarna inn ekkert kjaftæði. Ég bjóst samt við aðeins meira ekki mikið heldur aðeins þá myndi Part II toppa fyrstu, Part II er samt svoldið fail en alls ekki mikið. Það fer samt svoldið mikið í taugarnar á mér er það hvað Part II fer í spor I en það er samt skynjanlegt því annars væri ekkert "Hangover" en fyrir utan það þá er Part II góður.

Einkunn: 7/10 - Hangover Part II er góð en fer samt svoldið í spor fyrstu Hangover en það er basically nauðsynlegt, því það er ekkert hægt að gera famhald á Hangover án þess að hafa "hangover" í henni. Ég er sáttur við hana.

P.S. Það má ekki segja of mikið þannig ég hef þessa gagnrýni ekkert svo langa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fer alltof mikið út af sporinu
Pirates of the Caribbean átti að enda með PC: At World's End ekki halda áfram með tilgangslausu framhaldi. PC:At World's End hefði verið fullkominn endir á þessari seríu, hví ? Jú þar dóu tveir vondir "karlar" og þá hver er tilgangurinn að búa til annan vonda karl ?. Svo þegar ég frétti það að þeir ætla að búa til mynd nr 5 líka þá er full langt gengið, í endanum þá er ekki gert ráð fyrir framhaldi, afhverju þá að gera framhald. Fyrir utan það allt saman þá er PC: On Stranger Tides alveg fínasta mynd en fer ansi oft út af laginu.

Jack Sparrow (Johnny Depp) fréttir það að J.Sparrow væri að leita að áhöfn og skipi en hann er ekkert að því en þær sögur segja annað svo J.Sparrow fer að leita í grunninn á þessu málefni svo hann kemst að þeirri niðurstöðu að Angelica (Penélope Cruz)er að koma þessu af stað svo hún geti sloppið fra Englandi. J.Sparrow vaknar eftir smá árás uppi í skipi Blackbeard (Ian McShane) sem er alveg illur galdra sjóræningi svo að J.Sparrow nær saman liði til að gera uppreisn á skipinu og ná yfir því, því að þeir trúa ekki að þeir eru á skipinu hans Blackbeard því hann heldur sér alltaf inni og fer sjaldan út en þegar J.Sparrow og félagar tapa þessari uppreisn þá gerist J.Sparrow "vinur" Blackbeard til að halda lífi. Svo þegar J.Sparrow er að sleppa frá Blackbeard þá hittir hann J.Sparrow gamlan vin Barbossa (Geoffrey Rush) en Barbossa er ekki lengur með J.Sparrow í liði núna því hann gerðist skipstjóri hjá Englands Kónginum King George (Richard Griffiths) til að fá ekki allt England á sig þá platar hann alla Kóngs áhöfnina og leiðir þá með sér að finna " Fountain of Youth" sama er Jack að gera nema það að hann er að reyna að plata Blackberad í það sama.

Jack Sparrow er ekki viss hvort hann fann ástina í lífi sínu sem ætti þá að vera Angelica en það sem er líka að hrjá Jack er það að Angelica er dóttir Blackbeard á meðan að Blackbeard er hans versti óvinur í augnablikinu. The Spaniard (Óscar Jaenada) er með tvo bikara sem Jack og allir sem ætla að finna "Fountain of Youth" er með svo þegar Jack og Barbossa eru búnir að takast höndum þá stela þeir þessum bikurum og flýja svo. Barbossa missir fótinn sinn í bardaga sem við fáum aldrei að sjá. En svo er spurningin hvor nær Fountain of Youth ??? Jack, Barbossa (og félagar), Blackbeard eða The Spaniard....

Sko þessi Pirates 4 er ekki eins góð og maður heldur. Ég fór á hana í bíó og var með einhverjar væntingar og kom út ósáttur með þetta allt. Þegar maður hugsar um Jack Sparrow þá veit maður það að hann er eins og hann er og ef það koma svona margar myndir um hans ævintýri þá verður þetta allt svoldið þreytt og þá fær maður svona ógeð af Jack Sparrow sem er alls ekki gott því hann er frábær karakter annað en sumir í Pirates 4 þá eru þarna nokkuð margir sem eiga sér enga átt því þeir eru ekki neitt, neitt skemtilegir.

Þegar Pirates At World's End endaði þá var ég sáttur með endirinn sem ég hélt þá að þetta ævintýri endaði en nei því þeir þurftu að taka sér aðra átt og búa til fleiri vonda menn og hafa fullt af einhverju bulli í þessu öllu saman. Þegar Pirates At World's End endaði það væri fullkominn endir því þá dóu Davy Jones og líka Cutler Beckett (Tom Hollander) þeir vour aðal vondu mennirnir sem eru búnir að vera í Pirates seríuni en þeir þurfu að bæta inn einum öðrum Blackbeard's en hann er ekkert skárri en Cutler báðir hundleiðinlegir.

Hvað er samt málið með skipið hans Blackbeard's því hann getur allt í einu spúið eldi og látið eins og veit ekki hvað. Svo vantaði líka aðal skipið The Black Pearl en það kom jú smá en ekki nóg ef við tökum saman min sem Black Pearl er í þá nægir það ekki í 4 min samtals. Þrátt fyrir það þá getur maður gleymt sér aðeins og horft framhjá öllum þessum göllum sem ég er búinn að lesa upp þá getur maður alveg fýlað hana en samt þessir gallar eru aðal gallarnir, ég ætla ekki að fara í öll smáatriðin.
Philip (Sam Claflin) er trúaður "sjóræningi" og er fastur á skipinu hans Blackbeard's og hann fann víst ástina í lífinu sínu en vandamálið er það að hún er hafmeyja og er fangi hjá Blackbeard's og er banvæn.

Gibbs (Kevin McNally) kemur ekki mikið fram því miður en hann nær samt að vera gáfaður og leggur kortið á minnið (Fountain of Youth) því Jack lætur hann fá það til að flýja svo hann fer að leggja það á minnið. Svo fer Gibbs í hendur Barbossa þá vill Barbossa hengja Gibbs en Gibbs nær að halda sér á lífi því hann kann kortið utanað og veit hvert á að fara, sem er alveg sniðugt því þá lifir hann. Vandamálið er það að Gibbs er líka frábær karakter en hann nær ekki að spreyta sig og verða hann sjálfur þarna því hann er fangi. Það böggar mig mikið er það að Barbossa er búinn að missa fótinn og þá er hann ekki sami maður og hann var því hann þarf að passa sig betur en hann gerði og þar er ekki gaman að sjá einn svalasta sjóræningja sögunar með einn fót það er samt basic en ekki flott, því miður þá fer það mikið í taugarnar á mér.

Endirinn er algjör steypa, því þar fara þeir virkilega út af sporinu og fara ekkert aftur inná það og svo endar myndin bara. Ef þeir ætla að gera mynd nr 5 þá þurfa þeir að vanda endinn betur og ekki sleppa sér í ímyndunaraflinu. Endirinn sekkur Pirates 4 alveg niður.


Einkunn: 6/10 - Flott mynd en þarf að vanda sig MIKLU betur en þeir sýna okkur hér og Jack Sparrow er alltaf hann sami og Blackbeard er ekki skemmtilegur karkater en samt hann á sín móment. Fín söguþráður en þeir þurfa að vanda sig betur...Og endirinn er ekki góður hann er hræðilegur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Yes Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Jim Carrey segir aðeins JÁ !
Carl (Jim Carrey) skildi fyrir þremur árum við konuna sína Stephanie (Molly Sims) og eftir það þá breyttist Carl og varð neikvæðari og fann afsökun fyrir því koma ekki með að gera eitthvað. með henni. Einn dag þegar Carl er í matartíma í vinnunni sem bankamaður þá hittir hann gamlan vin sinn Nick (John Michael Higgins) og Nick hann kynnir fyrir Carl fyrirlesturinn "Yes" sem Terrence (Terence Stamp) er að halda. Svo þegar Carl mætir svo á þennan fyrirlestur þá nær Terrence að heilaþvo Carl og Carl mun segja já við öllu. Þegar Carl pick-ar upp "The Homeless Guy" (Brent Briscoe) þá loks áttar Carl sig á því að, að segja já þá færðu gott á móti svo hann kynntist stelpunni Allison (Zooey Deschanel) þökk sé "The Homeless Guy" svo fara Carl og Allison að hittast oftar og byrja að deita svo fara þau í ferðalög og læra fullt af hlutum því Carl þarf að segja já annars gerist eitthvað vont við hann.

Yes Man er svona týpísk Jim Carrey mynd því hann er með þennann karakter sem er alltaf að lenda í svona hlutum. Yes Man er í anda Liar Liar, afhverju ? Því í Yes Man þá þarf Jim Carrey að segja já við öllu en í Liar Liar þá fær hann álög og getur bara sagt sannleikann. Persónulega séð þá fynnst mér Yes Man vera miklu betri en Liar Liar svo er Yes Man með slatta af góðum bröndum og með suddarlega góðan humor, þau sem standa á bak við Yes Man eru svo sannanlega með humor annað en Jason Friedberg og Aaron Seltzer því þeir kunna ekki að gera eitthvað fyndið, þeir eru að skíta uppá bak annað en Peyton Reed hann hefur nú allavegana humor.


Þrátt fyrir háan aldur á Jim Carrey þá nær hann samt að vera alveg rosalega fyndinn á köflum og líka skemmtilegur þó að maður fari ekki að hlæja þá er alls ekki leiðinlegt að horfa á Jim Carrey í mynd því hann tekur alla athyglina hjá manni og skilar henni ekkert aftur, þannig að Jim Carrey er samt byrjaður að slakna aðeins niður en það er bara eðlilegt.

Jim Carrey er fastur í sínum hlutverkum því hann hefur verið að leika annsi oft svipuð hlutverk nema ekki á sama stað né sama tíma annars eru þeir flestir mjög líkir. Tökum dæmi: Liar Liar þá er hann með álög, Bruce Almighty þá leysir hann Guð af og svo The Mask þá er hann annar maður, öll þessi hlutverk byggjast á sama grundvalla atriðum, þá er Carrey eitthver maður og svo þarf hann að breyta sér og verða einhver annar en hann var upprunalega svo þá kemur mynd með mismunandi söguþræði. Ef við bætum smá heimsspeki í þetta þá er þessi hlutverk ekkert ósvipuð, þannig segi ég að hann er oft með svipuð hlutverk.

Einkunn: 7/10 - Hressandi, fyndin og vel heppnuð grínmynd með Jim Carrey sem segir JÁ ! við bókstaflega öllu. Þrátt fyrir smá galla með Carreys feril þá er þetta þrusu mynd og ég hvet alla til að horfa á hana

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Despicable Me
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Skemmtileg og fyndinn
Despicable Me er einstök og bráðskemmtileg teiknimynd sem er með svoldið kunnuglegan söguþráð en samt virkar mjög vel. Despicable Me er betur þekkt sem "Aulinn ég" er mynd sem enginn börn mega miss af.

Gru (Steve Carell) er krimmi sem vill verða stærsti glæpamaður allra tíma en hann Vector (Jason Segel) nær mjög vel að stoppa það því hann nær alltaf stærri glæpum en Gru. Gru reynir svo að stela tunglinu með "minnkara" sem hann er búinn að fá svo hann fer til Mr. Perkins
(Will Arnett) til að fá lán uppí geimskutlu til að stela tunglinu. Gru ættleiðir þrjár stelpur Margo (Miranda Cosgrove), Agnes (Elsie Fisher) og Edith (Dana Gaier) því hann er með plan því þær voru búnar að selja Vectori smá smákökur og hann Vector er með minnkarann svo þær hjálpa til að ná í minnkarann ánþess að vita af því svo þarf Gru að taka stóra ákvörunn um að láta stelpurnar fara aftur á hælið eða að fara beint til tunglsins.

Steve Carell hefur aldrei verið í neinu uppháldi hjá mér en þegar hann er Gru þá nær hann að sýna mér nýja hlið á sér. Svo þegar hann nær að vera þessi leiðinlegi Gru til þegar hann verður þessi góði fjölskyldumaður er alveg frábært. Russell Brand tekur þarna að sér hlutverkið Dr. Nefario og hann er Gru uppfinningamaður svo hann býr til allar græjur sem Gru þarf.

Despicable Me virkar fínt en samt ekkert svo mikið, þau ættu að geta gert betur en þetta þó þau gerðu allt þetta vel en ekki sitt besta. Jújú, hún er fínasta skemmtun og þá líka við um börnin þau ættu að hafa gamann af henni, nú þegar myndin er ætluð til þerra. Toy Story 3 og Despicable Me komu út á sama ári þannig að ég verð að segja það að Toy Story 3 sé miklu betri en Despicable Me að öllu leyti.

Einkunn: 7/10 - Flott mynd, virkar ekki eins vel og hún virðist vera en nær samt að vera góð. Steve Carell stendur sig með príði sem Gru og hann nær að gera sinn karakter alveg frábæran
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Góð en ekki nóg og góð
Það þekkja allir myndirnar Pirates of the Caribbean, hér er á ferðinni önnur myndin um Capt. Jack Sparrow og hans ævintýri. Þegar ég sá þessa þá varð ég fyrir svoldið vonbrigðum en ekki miklum.

Davy Jones (Bill Nighy) er talinn vera einn allra stærsti og hættulegasti sjóræningi allra tíma. Jack og Davy gerðu samning um að Jack ætti að vera captain á the Black Pearl í 13 ár "strait" og eftir það þá ætti Jack að vera um borð á Flying Dutchman sem er skipið hans Davy í heila öld. Jack fréttir það brátt að Davy Jones sé á eftir honum og þá reynir hann að halda sig sem næst landi og helst á landi ef það er hægt því Davy er þannig gerður að hann kemst aðeins á land á tíu ára fresti og þá aðeins einn dag svo Jack veit það og reynir að koma í veg fyrir að Davy finni hann. Á meðan að allt þetta sýstem er í gangi þá er Cutler Beckett (Tom Hollander) að ná völdum í Port Royal svo hann er með handtökuskipun uppá hengingu á Will Turner (Orlando Bloom),Elizabeth Swann (Keira Knightley) og Norrington (Jack Davenport) en Norrington er þegar búinn að flýja land svo Cutler gerir samning við Will um að Will nái áttavitanum hans Jacks og gefi sér hann. Þá er hann og Elisabeth laus því hann er með valdið um að skrifa undir þá verður samningurinn ógildur.

Eina leiðin til að ná að drepa Davy Jones er að finna kistuna með hjartanu hans í og vera með réttan lykil svo þarf að stinga í hjartað...Svo kemur annað mál því Flying Dutchman þarf að hafa captain svo sá sem drepur Davy Jones hann verður captain á Flying Dutchman. Will, Jack og Norrington þeir vilja allir vera captain á skipinu svo þeir leysa úr því seinna meir.


Þetta er önnur og sú allra versta myndin að mínu mati en þegar ég meina versta þá er hún samt góð en hinar eru betri.
Endirinn er hins vegar mjög flottur og góður, varð samt svoldið hissa þegar ég sá hann fyrst en núna er hann bara snilld. Nú þegar fjórða myndin er að koma í bíó þá er maður suddalega spenntur fyrir henni svo er verið að tala um fimmtu en ég verð nú að sjá fjórðu fyrir en samt

Það þekkja allir Capt. Jack Sparrow, en ég ætla samt að fjalla um hann aðeins.
Hann er meistari það þarf varla að segja mikið meira en það því hann nær að snúa sig út úr öllu sem hann fílar ekki en stundum þarf hann að taka stóra ákvörðun á stuttum tíma svo við fáum nú að sjá það nokkrum sinnum hérna svo líka í sú næstu og vonandi líka fjórðu. Það er ótrúlegt hvernig hann Johnny Depp nær að túlka einn sinn besta karakter og hann virðist vera svo óöruggur hann Jack en á sama tíma þá er hann það alls ekki því hann er meistari og það eru aðeins meistarar sem ná þessu svona vel.

Orlando Bloom er hins vegar ekki nærrum því jafn góður en hann er samt ekki slæmur en samt Johnny toppar hann feitt. Orlando er alltaf með þennan sama sett sem Will Turner en Johnny tekur alltaf upp eitthvað nýtt og nýtt sem Jack Sparrow. Orlando er frábær leikari, hann hefur leikið í alveg nokkrum góðum myndum og þar nær hann að toppa Will Turner karaterinn sinn, hann þarf bara að vanda sig miklu meira en ekki svo mikið að hann ýkir leik sinn neitt því enginn vill sjá þannig í góðum myndum. Jonathan Pryce leikur þarna Governor Weatherby Swann og ég veit ekki hvort þetta er bara ég en þessi karakter er ekki skemmtilegur og alls ekki eftirminnilegur því hann er bara eitt stórt bögg kannski er ástæðan sú að ég hef aldrei fýlað neitt Johnathan yfir höfuð, hann má bætta þetta slatta betur. Mercer (David Schofield) er líka ekki neitt spes en hann er alla vegna skárri en Jonathan.


Einkunn: 7/10 - "Fínasta skemmtun og því miður er þetta sú allra versta Pirates myndin hingað til en hún er ekki leiðinleg en hinar tvær eru betri, vonandi fjögur líka. Nokkrir karakterar sem eiga sér enga von".
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cast Away
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Enginn furða að Tom Hanks er frægur.
Ein besta Tom Hanks mynd frá upphafi. Mjög áhrifaríkt meistaraverk með tvemur meisturum Robert Zemeckis og Tom Hanks. Tom Hanks kemur skemmtilega á óvart sem Chuck Noland svo hvernig hann nær að láta mann finna svoo mikið fyrir honum.

Chuck Noland (Tom Hanks) vinnur í Fed-Ex svo einn dag þegar Fed-Ex er að fara með pöntun þá verður flugslys og Chuck verður sá eini sem kemst á lífi af á eyðieyju. Svo þarf Chuck að afla fæðu og drykkjar, svo einhvern til að tala við. Chuck verður einn með boltanum sínum sem hann talar við í fjögur ár svo tekur hann það til bragðs að búa til fleka og reyna að sleppa lifandi til að geta hitt konuna sína Kelly Frears (Helen Hunt) en Chuck vissi ekki að á þessum fjórum árum þá hefur Kelly eignast fjölskyldu.

Robert Zemeckis leikstýrir þessu meistaraverki og hann er nú vanur maður að koma með meistaraverk t.d. Back to the Future þríleikurinn og Forrest Gump. Tom Hanks hefur leikið í fjölda kvikmynda og mest megnið af þeim eru meistaraverk t.d. Forrest Gump, The Green Mile, Saving Private Ryan og Toy Story þríleikurinn og margt fleira.

Árið 2000 var mjög gott kvikmyndaár og þá er Cast Away mjög ofarlega. Í hvert sinn þegar maður ætlar að fara að horfa á mynd með Tom Hanks þá þarf maður ekki að hafa neinar væntingar því allir vita það að í hvert sinn þegar Tom Hanks tekur að sér eitthvað hlutverk þá verður það mjög góð mynd (It's a fact).

Cast Away er skilduáhorf fyrir alla kvikmyndaáhugamenn og líka þá sem eru það ekki, það eiga allir að horfa á hana og hafa gaman af að sjá Tom Hanks að gera sitt besta og taka allar tilfinningarnar manns með stæl. Það eru nokkrar þannig myndir sem ætlast til að við áhorfendurnir eigum að fylgjast með einni persónu mest megnið af myndinni, Cast Away er þannig og hún getur ekki klikkað. Svo koma líka nokkrar vel heppnaðar drama senur sem svínvirka.

Um leið og myndin byrjar þá nær hún strax allri athyglinni og hún neitar að sleppa þangað til að síðasta sec er búinn þá loks getur maður byrjað að hugsa rökrétt eftir svona vel heppnaða mynd.

Einkunn: 9/10 - "Vel heppnuð mynd. Með þeim allra bestu myndum Tom Hanks og ÞÚ munt ekki sjá eftir því að hafa horft á þessa mynd í 143 min.....skylduáhorf fyrir alla".
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Room
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
"Ég bjóst við Óskarinn" Tommy Wiseau
"Ég bjóst við Óskarinn" Tommy Wiseau, ég get ekki verið meira sammála honum og þá sem fyndnasta og einstakasta myndin.The Room er svo alltof léleg að hún verður góð, í þeim fáu skiptum sem maður getur virkilega sagt að einhver mynd sé svo léleg að hún er fyndinn, The Room hefur það svo sannarlega.

Johnny (Eigandinn/Tommy Wiseau) og Lisa (Juliette Danielle) eru að fara að gifta sig eftir nokkra mánuði svo skyndilega þá fattar Lisa það að hún er ekki lengur hrifinn af Johnny svo hún fer að halda framhjá. Johnny er þessi maður sem allir treysta og bera virðingu fyrir.......

Þrjár hræðilegar kynlífssenur á hálftíma ekki slæmt en þegar þær eru í gangi þá er maður hlæjandi því þær eru svo illa gerðar og stunurnar eru brjálaðslegur góður brandari. Það gerist ekki oft þegar ætlast maður sé að gráta eða í sjokki þá er maður í hláturskasti, Tommy Wiseau hélt það.
Tommy Wiseau kann greinilega ekki neitt á kvikmyndagerð en hann nær að gera lélega mynd af einni bestu grínmynd sem ég hef séð, ég veit það að hún fékk aðeins 3,3 (IMDB) í einkunn en allur þessi hlátur hækkar hana um helming eða jafnvel meira.

Tommy Wiseau hann á bókstaflega alla myndina og ég er alveg full viss um það að þegar hann Tommy Wiseau var að leita af leikkonu sem Lisa þá fann hann einhverja konu út á götu sem eru með júllur og kann að tala fyrir framann myndavél því hún kann ekki að leika. Sama með Philip Haldiman (Danny) hann er ekki það sem við köllum fyrir leikari hann er bara hann. En hins vegar hann Tommy Wiseau hann nær að halda The Room uppi með sínum kjánalega og bráðfyndnu senum og þegar hann tók sitt "brjálæðiskast" þá dettur maður í gólfið og hlær og hlær hann er meistari.

Ef þú og nokkrir góðir vinir ætlið að horfa á eitthverja mynd sem LÆTUR mann hlæja þá er The Room tilvalið efni. Eftir að ég sá The Room þá verður maður að kaupa hana sem fyrst og eiga hana bara uppá flippið til að geta farið að hlæja hvenær sem er.

Vinur okkar hann Tommy Wiseau reynir að gera The Room svakalega drama og sorgar mynd sem á að láta mann fara að gráta en í staðinn gerði hann miklu betra en það og hann gerði eina allra besta mynd sem lætur alla fara að hlæja. Claudette (Carolyn Minnott) sem er mamma Lisu hún segir í nánast hverri línu "I have Breast Cancer (brjóstakrabbamein)" svo fáum við ekkert að vita neitt mera en það, afhverju er hún að segja frá því ef við fáum ekkert að vita neitt. Dæmi (http://www.youtube.com/watch?v=tXUBt0hF-y8). WTF.....


Hláturinn hans Tommy Wiseau er einum og flottur, hann lætur okkur fara að hlæja með því hann hlær alltaf með sama jafnvæginu og jafnvel þegar það var að segja honum frá því að smá strákur er hrifinn af konuni hans....Tommy hlær með sínum frábæra og ógleymanlega hlátur.


Einkunn: 6/10 (Næstum sjöa) - " Sprenghlægileg og svooo léleg á sama tíma. Háturinn hans Tommy er alltof góður hann missir ekki úr takt. The Room er stórfurðuleg mynd sem er með eitt markmið sem virkar: Við hlæjum feitt"




Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Up in the Air
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
George Clooney er svalur eins og alltaf
George Clooney kemur sterkur inn sem Ryan Bingham og hann vinnur við að ferðast um heiminn og reka fólk. Einn dag þegar Natalie Keener (Anna Kendrick) er að reka fólk á netinu þá fýkur aðeins í Ryan svo hann fær þann heiður að kenna henni að ferðast og reka fólk. Craig Gregory (Jason Bateman) er yfirmaður þeirra Ryan og Natalie og hann vill að fólk sé að reka aðra á netinu en Ryan hefur allavegana virðingu og vill reka fólkið "face to face".Ryans hæsta markmið í lífinu er að verða einn af 7 mönnum í heiminum til að hafa safnað 10.000.000 vildarpunkta.

George Clooney er einn af þeim svölustu leikurum sem eru núna uppi og þegar ég fer að sjá mynd með George Clooney þá veit ég að hún mun verða góð og með húmor og þess virði til að borga sig inná. Söguþráðurinn er ekki sem verstur og svo þegar Clooney er um að ræða þá hífir hann myndina upp því ef eh annar leikari myndi túlka Ryan þá get ég svarið það að hún væri ekki eins góð því Clooney er bara þessi karakter að vera one night stand gaur og svalur það er George Clooney og verður alltaf....

Up in the Air er mjög falleg saga og það er enginn hasar né drama né neitt þannig en samt nær hún að verða svo heillandi. Þegar ég sá trailerinn af Up in the Air þá vissi ég það að það væri eitthvað varið í að sjá hana og Up in the Air stóð fyrir sínu.

Einkunn: 8/10 (Ekki langt frá að fá níu) - "Falleg,vönduð og vel heppnuð mynd og meira segja að George Clooney nær að heilla mann of mikið sem Ryan Bingham".
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Eternal Sunshine of the Spotless Mind
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Jim Carrey er ekki bara grínleikari
Clementine Kruczynski (Kate Winslet) lét þurrka út úr sér allar minningarnar um kærasta sinn Joel Barish (Jim Carrey) og þegar Joel fattar það að Clementine þekkir hann ekki lengur, og fær að vita að hún fór til Dr. Howard Mierzwiak (Tom Wilkinson) til að gera þetta, þá fer Joel líka til hans til að þurrka hana út úr sér svo þegar það er allt ákveðið þá hefst aðgerðin svo að Joel "The original" er sofandi heima hjá sér og þar eru mennirnir Patrick (Elijah Wood) og Stan (Mark Ruffalo) að vinna verkefnið. Á meðan Joel er sofandi í rúminu sínu þá er hann samt inní minningunum hans og þar er allt að hverfa um Clementine en svo þegar hann er kominn með nóg þá reynir hann að flýja frá hennar minningum og fara í meira persónulegri minningar og alveg þangað til að allt er farið um Clementine.

Söguþráðurinn er geeeðveikur og svo þegar um svona mikla snillinga er að ræða þá getur þetta ekki klikkað eins og ég sagði þá náðu þeir allir í heild að vinna og vinna alveg þangað til að það myndi koma út eitt ógleymanlegt meistaraverk.
Michel Gondry leikstjóri gerir stórkostlega hluti í að taka við þessu og breyta því í meistaraverk. Joel Barish er klárlega sá allra besti karakter sem Jim Carrey hefur tekið að sér og hann á svo meira skilið en hrós til að leika þetta eins og meistari. Þegar Jim Carrey fær sín móment þá er hann að segja það að hann getur gert miklu meira en hann sýnir í gríninu en hann er samt flottur þar líka en hann ætti að taka fleiri svona hlutverk að sér.

Söguþráðurinn er mjög viðkvæmur og það gæti ekki hver sem er gert þetta svona vel eins og þeir allir gerðu. Eternal Sunshine of the Spotless Mind fékk nokkra Óskara og slatta af verðlaunum. Svo er best að taka það fram að það er betra að horfa á hana lágmark tvisvar sinnum eða oftar, allavegna það hentaði mér betur.

Joel Karakterinn
Hann er einfari og á eftitt með að ná samböndum við konur útaf feimni en hann hefur alveg átt kærustur. En svo þegar hann var búinn að skola Clementine út þá kynnast þau og þekkjast ekki neitt og svo fara þau aftur að eitthvað að bralla samann.....

Einkunn: 8/10 - "Viðkvæmur söguþráður og mergjaðir leikarar og handritið mjög vel skrifað, sannkallað meistaraverk"
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Seven Pounds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Will Smith er æðislegur
*******Það getur verið smá spoiler*******


Tim Thomas (Will Smith) lendir í svakalegu bílslysi og þar með missir hann konuna sína og drepur auk þess sjö manns með í slysinu. Svo eftir þegar Tim er búinn að jafna sig þá ætlar hann að bjarga sjö ólíkum manneskjum fyrir þá sem hann drap í slysinu. Tim Thomas kallar sig sem Ben Thomas (Ben Thomas er bróðir hans,Michael Ealy) og Tim vann sem geimferðaverkfræðingur en hann skipti yfir sem skattamaður (Veit ekki hvað það heitir) og fer svo að bjarga fólkinu úr þeirra alvarlegu vandamálum. Svo loks þá hittir hann Emily (Rosario Dawson) og hún er með ónýtt hjarta svo fer hann að hitta hana oftar og þau verða miklir vinir og aðeins meira en það.....Ezra (Woody Harrelson) er blindur kjötsali sem Tim fékk að kynnast betur.......


"Seven Pounds er áhrifarík mynd, samt ekki nærri því eins áhrifarík og hún vill vera" (T.V.) Ég get ekki verið meira sammála, þegar ég sá trailerinn þá taldi ég mig vita það að Seven Pounds væri mjög áhrifarík mynd til að maður færi að gráta svo loks leið á því að ég tók hana og horfði á en hún er góð en ekki eins góð og hún virðist vera.

Það tók mig smá tíma til að átta mig á hvað væri að gerast því að klippurnar vornu í einhverju ólagi og ekki beint framhald af síðustu klippu en það bjargast alveg. Ég var svolítið fyrir vonbrigðinn yfir þessu drama sem ég vildi fá en þrátt fyrir það þá er leikurinn alveg "perfect" og Seven Pounds náði alveg til mín og ég fann fyrir karakterum og tilfinningarnar eru mjög góðar sem Seven Pounds nær yfir mér og vonandi þér líka.

The English Patient er mjög góð og svakalega kraftmikil mynd. Ég var að vonast til að Seven Pounds væri í þannig kantinum en hún því miður fór ekki alla leið.
Byrjunin var mjög góð og hún bætti við væntingarnar um að þetta væri meistaraverk en samt náði Gabriele Muccino (Leikstjórinn) að klúðra svona góðum söguþráði og líka með svona góðum leikurum, ég er ekki alveg að skilja þetta hvernig þetta er hægt að klúðra dramanu. Drama-ið sem ég var að vonast eftir það kom aldrei. Will Smith er geðveikur leikari og hann veit það sjálfur að hann er góður leikari og hann stóð fyrir sínu og hann nær að láta mann hata hann á tímapunkti og líka að vorkenna honum, þannig vill ég hafa þetta svona tilfinningaríkt en Seven Pounds klikkaði á því og hafði Drama-ið ekki eins og allir vilja hafa það og setti það í drama level númer sex í staðinn fyrir tíu.

Woody Harrelson og Will Smith gerðu saman eitt samt flott atriði þegar Will drullaði yfir Woody því hann var að gera út á við að Woody er blindur og einhvað það tók svoldið á og mér fannst það vera sorglegt, þannig var ég að vonast að myndin væri bara sorgleg og vel heppnuð en á einhvern hátt þá náðu þeir að klúðra því.


Einkunn: 7/10 (Rétt sleppur) - "Fínasta mynd en vantar allar drama senur en það koma nokkrar góðar, leikurinn er frábær en klippurnar ekki jafn góðar"






Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Sjóræningjar og góðir leikarar
Það er hægt að segja það að Pirates of the Caribbean sé vel heppnuð hasar- og ævintýramynd. Eins og allir vita þá getur ALLT gerst í ævintýri og með nokkrum góðum leikurum þá verður til ennþá stærra ævintýri. Það þarf ekki að kynna fyrir neinum karakterinn "Captain" Jack Sparrow sem Johnny Depp túlkar þarna og hann gerir það með stæl.

"Captain" Jack Sparrow kemur í bæinn Port Royal, Governor Weatherby Swann (Jonathan Pryce) ræður þar ríkum í Port Royal. Þegar að Jack Sparrow kemur í bæinn þá lendir hún Elizabeth Swann (Keira Knightley) í því óhappi að detta í sjóinn af kastalanum á stundinni þegar Norrington (Jack Davenport) er að spyrja hana um að gitast sér, svo sér Jack Sparrow það og fer að bjarga henni. Jack Sparrow og pólitíkin í Port Royal ná ekki góðu vinasambandi svo þeir setja Jack inn í fangaklefa. Black Pearl (Er skip ef þú vissir það ekki) kemur svo og hefur stríð og nær svo að ræna Elizabeth Swann, en hún sagðist heita Elizabeth Turner. Will Turner (Orlando Bloom) sér að það er að vera að ræna henni og hann er svo sleginn í rot. Þegar Will rankar við sér þá fer hann til Jack Sparrow og nær að bjarga honum út því hann Will er járnsmiður og hann kann að taka fangaklefa hliðið burt. Jack og Will ná góðu samkomulagi og svo fara þeir að að finna sér áhöfn í skipið sem þeir eru á. Eina það sem Jack er með í huga er að ná Black Pearl því hann er eða var skipstjórinn alveg þangað til að þeir gerðu uppreisn og settu Barbossa (Geoffrey Rush) sem skipstjóra. Svo þar á milli kemur alveg fullt af ævintýrum- og hasar.

Johnny Depp túlkar "Captain" Jack Sparrow í fyrsta skiptið og hann kemur með stæl inní settið og þetta er mjög gott dæmi um að Johnny Depp er snilldar leikari því þarna er Jack Sparrow algjör sérvitringur en í Ed Wood þar er hann Ed Wood. Geoffrey Rush er sterkur leikari og hefur alltaf verið það og þegar hann er að túlka Barbossa þá er hann að leika sitt besta hlutverk frá upphafi.Hins vegar náði Orlando Bloom ekki alveg að heilla mig sem Will Turner, ég veit það að Bloom getur gert miklu betur en hann sýnir hér, hann er góður leikari.

Það er samt einn karaker sem fór ekkert smá mikið í taugarnar á mér það er hann Bo'sun (Isaac C. Singleton Jr.), ég veit ekki hvað hann er að gera sem ég hreinlega þoli ekki en hann nær því samt.
Þeir sem gerðu Pirates of the Caribbean ættu nú að vita betur um það að við viljum ekki neitt sull og þeir gerðu nokkur þannig sull eins og þegar Barbossa og áhöfninn hans eru í þessum "Álögum" það er hreint ekki neitt raunverulegt né neitt svakakega flott (Jú það er flott en þeir geta gert miklu betur). Svo líka í nokkrum hasar senum þá var eins og þeir hefðu spólað svoldið áfram og þá varð hasarinn alltof hraður (Ekki hraðategund eins og í The Expendables) svo það er þetta eina sem fór virkilega í taugarnar á mér. En þrátt fyrir þessa örfáu galla/sull þá er þetta hreinræktuð skemmtun og spennandi, vel unnin og þess virði að sjá.

Sound-ið er er frábært og "theme sound-ið" er geðveikt og þeir eiga svo skilið stórt og mikið klapp. Eing og margir vita ef ekki allir þá er sound-in í kvikmyndum alveg stór mikilvægt og ef "rétt" sound er um að ræða þá getur það hækkað myndina alveg um helling því sound hjálpar til að skynjað ýmsar kringumstæður þó að án sounds þá getum við alveg skynjað þetta allt en samt ekki eins vel og sound-in geta gert. Í Pirates of the Caribbean þá ná sound-in alveg að bjarga myndinni frá því sem er ekki hægt að bjarga henni frá.

Einkunn: 8/10 - "Þrælgóð, vel heppnuð/unninn.Pirates of the Caribbean er vel heppnuð hasar- og ævintýramynd en samt örfáir gallar sem má breyta."

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
In Bruges
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Húmor og geðveiki + sýra er In Bruges
******Spoiler********Já*********Spoiler******

Tveir leigumorðingjar Ray (Colin Farrell) og Ken (Brendan Gleeson) eru sendir til Bruges í Belgíu í verkefni, þeir hafa ekki hugmynd um hvað verkefnið er svo þeir taka því bara rólega í nokkra daga. Harry (Ralph Fiennes) er þeirra yfirmaður og hann gerir það sem honum sýnist, svo þegar þeir Ray og Ken eru búnir að drepa manneskjuna sem þeir áttu að gera þá breytir Harry öllu og segir að Ken hafi átt að drepa Ray en Ken og Ray eru búnir að vera þarna í svoldinn tíma og þeir eru orðnir vinir og allt það svo þá bregst Ken Harry og þá sendir Ken Ray í lest í burtu en áður en Ray kemst langt þá stoppar lögreglan Ray fyrir ofbeldi á almannafæri svo hann er sendur í fangaklefa í smá tíma. Chloe (Clémence Poésy)
er kærasta hans Ray og hún borgar hann út úr fangaklefanum. Ray hittir svo Harry óvart og þá er Harry ný búinn að skjóta Ken, Ray hleypur eins hratt og hann getur og Harry á eftir honum og skýtur. Svo loks þá hittir Harry Ray og þá nær Ray að skríða á leiksviðið hjá vini sínum Jimmy (Jordan Prentice, hann er dvergur) og þá nær Harry að skóta Ray ennþá meira og líka á leiksviði svo þegar síðasta skotið fer í Ray þá áttar hann Harry sig á því að hann drap óvart Jimmy líka en hann vissi ekki að Jimmy væri fullorðinn svo hann Harry skýtur sig í hausinn og deyr. Ray hins vegar nær að lifa þetta allt af og jafnar sig.

*****Spoiler búinn**********

Sko In Bruges er ein stór sýrumynd og getur ekki verið meiri sýra, hún er samt svoldið langdreginn í byrjun þannig að þið verðið að gefa henni smá séns í byrjun. Colin Farrell er þarna með sitt besta hlutverk hingað til og með sinn frábæra írska hreim og hann nær á eitthvern hátt að gera sinn karakter svo frábæran. Stórleikarinn Ralph Fiennes er þarna með sinn geðbilaða karakter og hann nær að öllu leiti að bjarga In Bruges, þetta er samt ekki hans besta hlutverk en það er með bestu hlutverkum sem hann hefur tekið að sér. Þetta er allt svo brjálaðslega gott leikaraval og svo er húmorinn frábær og allar hasar senurnar eru fyndar séstaklega þessu minni þá er maður í hláturskasti. Leikstjórinn/handritshöfundurinn Martin McDonagh er snillingur og hvernig hann nær að gera úr vandræðalegu og yfir í næstum meistaraverk er geðvekt.

Endirinn hífir alla myndina upp og gerir þennann endi að ógleymanlegu meistaraverks endi og hann er svo fyndinn og frábær að hálfa væri meira en nóg. Brendan Gleeson kemur þarna sterkur inn og leikur frábærlega og hann nær að stjórna svo miklu og allt það. Það tók smá stund að fatta það að þetta væri Ralph Fiennes þarna því hann er svoo geðveikur á köflum og líka þetta gerfi er ógleymanlegt........Ég mæli með því við alla að tékka á þessari mynd sem allra fyrst...


Einkunn: 8/10 - " Frábær, smá langdregin, húmorinn í hámarki, geðveikt leikaraval í rétt hlutverk og endirinn nær að hífa alla myndina upp, án þessa endis þá væri hún c.a. 6 - 7 en endirinn bókar áttuna."

P.S. Þú sérð hana einu sinni og þú þarft að sjá hana aftur !!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Incredibles
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Endalaus gleði
Um leið og myndin er byrjuð þá nær hún athygli manns og neitar að sleppa fyrr en síðasta min. er búin.
Bob Parr (Craig T. Nelson) betur þekktur sem Mr. Incredible, þegar að allar ofurhetjur voru bannaðar á almannafæri eftir smá óhapp þá gjörbreyttist allt. Bob og Helen Parr (Holly Hunter) betur þekkt sem Elastigirl þau eru búinn að vera gift í svoldinn tíma og þau eiga börnin Dash (Spencer Fox) , Jack Parr (Maeve Andrews) og Violet Parr (Sarah Vowell). Einn dag þegar Bob er að kominn heim þá er honum einum boðið óvenjuleg "leyni vinna" og hann tekur boðinu. Hann á að fara á eina ákveðna eyju og eyðileggja vélmennið sem er þar að eyðileggja allt. Svo líður ekki á löngu þar til Helen fattar það að hann sé ekkert í neinni viðskiptaferð eins og Bob sagðist vera í. Helen og börnin fara svo að bjarga Bob af þessari eyju og lenda svo öll í svakalegum ævintýrum.

The Incredibles er bráðskemmtileg og svakalega góð fjölskyldumynd. Söguþráðurinn er stórkostlegur, hann gerist varla betri. Samuel L. Jackson kemur með stæl sem Lucius Best / Frozone, þó Samuel sé ekki með stærsta hlutverkið en hann er samt með gott og flotta stöðu þarna.

Við fáum að sjá alveg nokkuð margar hasarsenur miðað við að hún er fjölskyldumynd. Allir krakkar eiga að vera kjaftstopp við þessa mynd því hún er bara svo stórskemmtileg, fyndin, spennandi og stórkoslegt verk, svo er líka alveg fullt af merguðum leikurum að tala inná karakterana. Það tók mig samt svoldinn tíma að fatta það að Jason Lee væri að tala sem Buddy Pine / Syndrome en það fattaðist samt á endanum. The Incredibles er ekki eins og flestar fjölskyldu, ofurhetjumyndir því þessi er miklu vandaðari og flottari að mínu mati.
The Incredibles fékk nokkur Óskarsverðlaun og hún á það svo sannarlega skilið, nú ég búinn að sjá hana nokkrum sinnum og ég er búinn að velta því fyrir mér að ef það kæmi framhald þá væri ég alveg viss um að það væri bara eitt stórt fail því svona myndir eiga ekki að fá framhald því þá erum við að eyðileggja alla fyrri myndina.

The Incredibles er sú allra besta mynd sem Brad Bird hefur skilað af sér og hann á alveg nokkrar góðar að baki t.d. Ratatouille ,The Iron Giant svo var hann með puttana sína eitthvað í Up en hann leikstýrði ekki Up en svo er þessi sú allra besta (fyrir utan Up).

Einkunn: 9/10 - " hún er bara svo stórskemmtileg, fyndin, spennandi og stórkostlegt verk. Ég segi ekki neitt framhald því þá erum við að eyðileggja alla fyrri myndina"
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Finding Nemo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vantar Tom Hanks.
Finding Nemo er bráðskemmtileg mynd sem segir söguna um þegar Nemo (Alexander Gould) er rænt af mannkyninu og verður settur í fiskabúr í Syndey og þá fer Marlin (Albert Brooks) að elta bátinn sem Nemo er í og reyna svo að drífa til Syndey. En Marlin hittir brátt Dory (Ellen DeGeneres) og þau fara svo að leita að Nemo og lenda í ýmsum ævintýrum.

Ég væri miklu meira til í að hlusta á Tom Hanks sem Marlin í stað Albert Brooks því Hanks er miklu skemmtilegri.
Finding Nemo er ein af mínum uppáhalds Pixar myndum. Finding Nemo er svipuð góð og Toy Story þríleikurinn en samt nær hún að toppa Monsters Inc á alla kanta. Hún er allavega sú flottasta sem Pixar menn hafa gefið, hvernig þeir ná að gera sjóinn og allt þetta svo flott meistaraverk og þá með góðum söguþræði.

Handritið getur varla verið betur skrifað, það var samt einn galli sem fór frekar mikið í taugarnar á mér það var það að þegar einhver var að tala þá pössuðu ekki alltaf varinar með en ég á ekki við þegar talið er of seint ég á við þegar þeir eru að tala og varirnar eru ekki að stemma á orðin. Þrátt fyrir þennan eina galla þá er hún svakalega flott. Það er allt svo vel litríkt og flott, ég mæli með að horfa á hana í HD gæðum þá verður maður kjaftstopp.

Söguþráðurinn er dásamlegur og hvernig þeir ná að gera svo góða byrjun þegar þessi flotta hasarsena (Byrjunaratriðið, enginn spoiler) þegar maður er kominn með svona góða byrjun þá er miklu léttara að halda áfram með efnið. Leikstjórnin er fullkomin ég hef ekkert að setja út á hana nema það að hún er fullkomin. Talsetningin gekk samt alveg misvel, í sumum tilfellum þá hreyfðust ekki varirnar það er samt sem betur fer bara eitt atriði.

Einkunn: 8/10 - "Stórskemmtileg og bráðskemmtileg fjölskyldumynd sem heppnast mjög vel en samt nokkrir gallar sem verða pirrandi, samt alltof vel vönduð og gæði allt í kring. Spekkiði á því þegar þið horfið á myndina að það væri betra að hafa Tom Hanks sem Marlin."
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Chocolat
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Súkkulaði gerir alla graða
Chocolat á fimm Óskara að baki sér, ekki að ástæðulausu. Ef það er einhver mynd sem er fullkominn í rómóið þá er það þessi. Chocolat er ein alllra besta rómantíska mynd sem ég hef séð, ef þú ert að leita að mynd fyrir rómó kvöld með kæró þá er það þessi svo má ekki gleyma að borða súkkulaði og drekka heitt kakó eða kókómjólk með myndinni (án djóks það er lífsnauðsynlegt). Þegar ég sá hana fyrst þá hafði ég ekki neitt súkkulaði til að narta í.
Alltof vönduð rómantísk kvikmynd af öllu leyti, góðir leikarar og allir þá segi ég allir leikararnir í Chocolat stóðu sig með prýði. Hún er gallalaus í því ég hef ekki fundið neinn galla við hana svo þegar maður verður svangur ef maður hefur ekkert að narta í og graður (believe me) svo þá verður maður að hafa eitthvað til að narta í. Ef þú ert að leita af góðri, vandaðari, mögnuðum leikurum þá ertu búinn að finna meistaraverkið því Chocolat hefur þetta allt í sér.

Juliette Binoche sem leikur eitt aðalhlutverkið kemur í þorpið í Frakklandi ásamt dóttur sinni og þær byrja að stofna lítið súkkulaði fyrirtæki svo koma viðskiptavinirnir hægt og rólega inní þetta meistaraverk og fara svo að kaupa súkkulaði og verða gröð. Alfred Molina tekur að sér hlutverkið Comte de Reynaud sem er bæjarstjórinn í þessu þorpi. Hann hefur mjög lítinn áhuga að láta þær standa sig í viðskiptaheiminum svo hann gerir allt í sínu valdi til að láta engan versla við þær svo hann fær kirkjuna með sér í lið. En þær mæðgur láta ekkert stoppa sig og fara í samkeppni við Comte de Reynaud. Einn daginn þá kemur skip með nokkra ferðamenn sem eru að flakka á milli landa og þorpa (eins og mæðgurnar) en Comte de Reynaud nær völdum yfir þeim og nær að heilaþvo þorpið og þá vill enginn hleypa þessum ferðamönnum í búðirnar nema mæðgurnar og þá kemur Johnny Depp í söguna (Roux) og Roux fer svo að hjálpa þeim í viðskiptum við bæjarbúa svo verða Vianne og Roux hrifin af hvoru öðru. Armande Voizin (Judi Dench) á húsnæðið þeirra mæðgnanna svo Vianne reynir að hjálpa öllum bæjarbúum sem mest og reynir líka að hjálpa Armande til að fá að sjá barnabarnið sitt frá móður barnsins. Það gengur mis vel, svo nær Vianne að bjarga einni konu frá heimilisofbeldi frá eiginmanni sínum Jean-Marc Drou (Antonio Gil). Comte de Reynaud fer svo að kenna Jean-Marc mannasiði og fer að manna hann. Svo bara endirinn :D

Hvernig virkar þessi mynd ? Hún virkar eins vel og hún getur virkað, það er næstum allt í myndinni og það virkar allt svo vel. Kynlíf er aðal markið í Chocolat svo allir sem eru búnir að sjá Chocolat hljóta að vera sammála mér að Chocolat er eitt stórt meistaraverk. Juliette Binoche hlaut Óskarinn sem "Besta leikkona í aðalhlutverki" og líka annan Óskarinn á hitt meistaraverkið hennar The English Patient sem er líka næstum fullkomin.

Einkunn: 10/10 - "Alltof vönduð, góð rómantísk kvikmynd af öllu leyti, góðir leikarar. Meistaraverk !!!! " Sjáðu hana
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pulp Fiction
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Gerist ekki betra.
***** Spoiler***** JÁ****** Spoiler*****

Hér á ferðinni er stórt meistaraverk eftir sjálfan Quentin Tarantino.
Við fáum að fylgjast með ferðum tveggja glæpamanna, Vincent Vega (John Travolta) og Jules Winnfield (Samuel L. Jackson) vinna fyrir glæpaforingjann Marsellus Wallace (Ving Rhames). Marsellus er höfuðpersóna í allri myndinni svo skiptast sögurnar á milli manna. Butch Coolidge (Bruce Willis) er boxari og vinnur hjá Marsellus líka og Butch átti að detta út í lotu fimm en í staðin þá drap Butch andstæðinginn sinn og þá verður Marsellus vondur og sendir mennina sína á Butch og þá fer Butch að flýja með kæró Fabienne (Maria de Medeiros) og Fabienne er frönsk. En Fabienne gleymdi úrinu sem langafi og pabbi Butch átti svo þá fer Butch að ná í úrið sitt í íbúðinni sinni sem hann er löngu búinn að flýja svo kemur hann og nær í úrið sitt.
Mia Wallace (Uma Thurman) er eiginkona hans Marsellus Wallace svo hún Mia er mjög vel vernduð. Mia og Vincent áttu að hittast að Marsellus vilja svo verður hann Vincent fyrir svoldið miklu óhappi að Mia fær sér heróin í stað cocaine svo hún fær fokk mikið sjokk í líkamann og deyr næstum svo nær Vincent að bjarga henni.

Vincent og Jules fara að hitta nokkra pekka sem áttu í erfiðleikum með Marsellus svo þeir koma og drepa þá alla og taka gullið sem þeir áttu að koma með. Þeir taka einn mann til fanga og drepa hann í bílnum á fullri ferð á degi til. Þeir þurfa auðvitað að hverfa sem fyrst svo þeir fara til vinar síns Jimmie Dimmick (Quentin Tarantino) og fá að nota bílskúrinn til að losa sig við dauða vininn. Þeir ná í "The Wolf" (Harvey Keitel) því hann sér um öll svona mál þar sem þarf að losa sig við eitthvað. Þeir allir fara að hans ráðum og ná svo að sleppa. Svo má ekki gleyma aðal kallinum hans Quentin Tarantino Pumpkin (Tim Roth) og kæró hans Honey Bunny (Amanda Plummer) þau eru par sem er oft að fremja vopnaðrán í bönkum. Einn dag þegar Pumpkin og Bunny eru á veitingarhúsi þá detta þeim í hug að fremja ránið þar og þau gera það svo en þau vissu ekki hver Vincent og Jules eru því þeir voru að fá sér að borða á þessum tíma, þessum stað svo þeir stöðva ránið og bjarga gullinu og fara.

Þegar Butch er búinn að ná í úrið þá sér hann Marsellus úti á götu og Butch keyrir á hann og þeir lenda í árekstri. Þeir Butch ná að flýja inní búð því Marsellus er að skjóta á hann svo lenda þeir í smá slag í búðinni en þeir vissu auðvitað ekki um þá Zed (Peter Greene) og Maynard (Duane Whitaker) því þeir eru mannræningjar og nauðgarar svo ná þeir í Butch og Marsellus sem gísla og nauðga svo Marsellus. Þeir vita auðvitað ekkert hver Marsellus er svo skyndilega þegar þeir eru að nauðga Marsellus þá sleppur Butch og nær í japanskt sverð og fer svo að drepa Maynard og þá skýtur Marsellus í Zed og særir hann svo hverfur Butch með kæró. En Marsellus nær í vini sína og pynta Zed.

*************Spoiler búinn************************************



Hvernig virkar þessi þvæla ??? Hún verður meistaraverk og hvernig nær einn meistari að gera svona stórt meistaraverk ? það er bara einn sem gæti gert þessa þvælu svona góða og það er Quentin Tarantino. Allir leikararnir stóðu sig með prýði en sumir áttu sér enga von með karakterinn sinn. Þegar maður er búinn að sjá svona mynd þá verður maður í svakalegu sjokki, þegar ég segi " Það er enginn mynd fullkominn" í þessu tilfelli þá er hún ekki fullkominn en samt svakalega góð og með mjög, mjög, mjög fáa galla en samt það var bara þrír gallar í Pulp Fiction. Fyrsti ef bara Honey Bunny (Amanda Plummer) hefði tekið þetta hlutverk aðeins alvarlegra og vandað sig þá hefði þetta ekki verið galli. Galli tvö. Ef Quentin Tarantino hefði bara sett fleiri brandara inná milli þá og sleppt smá parti úr myndinni eða stytt hana smá þá væri það heldur ekki galli. Síðasti gallinn. Ef QT hefði bara látið Christopher Walken fá stærra hlutverk og skemmtilegra þá væri þessi mynd FULLKOMINN en hann QT hugsaði ekki málið til enda svo hann gerði þessar þrjár villur.

Quentin Tarantino hefur gert óteljandi margar góðar myndir á sínum ferli og Pulp Fiction er hans besta hingað til en ég trúi því að hann muni toppa Pulp Fiction einn daginn. QT byrjaði að gera stuttmynd og hélt svo áfram alveg á toppinn og er ekki að hleypa neinum að.
Þegar maður horfir á QT mynd þá hefur maður nokkrar væntingar eins og að myndin muni verða brjáluð, hasar, myndir sem er ekki hægt að gera. Sko það eru aðeins tveir leikstjórar sem geta gert svona góð meistaraverk, fyrsti er QT auðvitað og svo er það hinn meistarinn Christopher Nolan þeir tveir eru þessir bestu af þeim bestu í þessum kvikmyndaflokki. Það vita það allir að QT og Christopher Nolan geta ekki gert vonda mynd á engan hátt geta þeir fallið, þeir eru eins og gamli meistarinn Stanley Kubrick en hann dó. Þeir þrír eru bestir af þeim bestu hjá mér í þessum kvikmyndaflokki.


Einkunn: 10/10 - "Geðveikin í hámarki og þrír litlir gallar án þeirra þá væri myndin fullkomin."

**********SJÁÐU HANA********

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Descent
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Bjóst við meira...
Sarah (Shauna Macdonald) missir eiginmann og barnið sitt í bílslysi. Ári seinna þá hittast fimm vinkonur og fara svo í hellaskoðun sem ein þeirra Juno(Natalie Jackson Mendoza) skipuleggur ásamt annari konu svo brátt komast þær að því að þær allar hafa farið í helli sem enginn hefur kannað né komið í. Svo brátt komast þær á því líka að þær eru ekki einar í þessum vitlausa helli og hvaða hryllingur á sér stað.

Ég gaf The Descent smá væntingar því að mig hefur verið sagt það að myndin er ein besta hrollvekja sem hefur verið uppi. Ég skellti henni í tækið og fór að horfa. Allt í góðu með það, hún er svoldið lengi að byrja og heldur manni alveg föstum við efnið svo koma fullt af bregðuatriðum. Svo loks byrjar hryllingurinn.
Ég verð að segja það að ég var ekki alveg að felast í spor sem ég átti að gera en samt hún er góð mynd og allt um það nema já nema það að ég persónulega var ekki að bregða við bregðuatriðin og ég skalf ekkert en samt skemmti ég mér mjög vél á meðann myndini stóð.

The Descent er ósköp venjuleg hrollvekjumynd og skemmtileg nema það að bregðuatriðin eru missheppnuð. Ég mæli með því að horfa á hana og skemmta sér yfir góðu efni og vonandi meltið þið þessum bregðu atriðunum betur en ég.

Einkunn: 6/10 - "Fínasta hrollvekja nema að bregðu atriðin eru missheppnuð en þrátt fyrir þann galla þá er The Descent fínasta skemmtun"
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besti söngleikurinn
Hér á ferðinni er einn allra besti söngleikur síðara tíma. Johnny Depp túlkar Benjamin Barker sem bjó hamingjusamur með konu sinni og dóttur og starfaði sem rakari. Judge Turpin (Alan Rickman) er réttardómari og féll fyrir konu Barker þannig að hann sendi Benjamin Barker til Ástralíu í útlægð. 15 árum síðar þá snýr hann aftur með Anthony (Jamie Campbell Bower) með sér. Þegar hann kemur aftur þá er hann búinn að skipta um nafn því annars þekkja hann allir sem Benjamin Barker svo hann fann nafið Sweeney Todd. Svo opnar hann rakarastofu fyrir ofann búðina hennar Mrs. Lovett (Helena Bonham Carter) , en einn svo kemur Pirelli (Sacha Baron Cohen) til sögunar en hann þekkti Sweeney áður en hann varð sendur í útlægð svo þá hann losar sig við Pirelli. Pirelli átti einn vinnumann sem hann keypti af munaðarleysingjarhæli, hann heitir Toby (Ed Sanders) svo þegar Todd er búinn að losa sig við Pirelli þá ákveða þau Sweeney og Lovett að eiga Toby og nota hann til hjálpar reksturs Lovettar.
Eina sem Sweeney hugsar um er að ná dóttur sinni af Judge Turpin því hann er búinn að halda henni í 13 og ala hana upp svo þá ætlar Anthony að hjálpa til með það.

Þetta er ekta mynd efir Tim Burton því hann merkir sýnar myndir svo vél og þarna sést það alveg mjög vél. Tilm Burton og Johnny Depp vinna samann þá kemur út eitthvað mjög flott og listrænt og góður fílingur, það er alltaf mjög gamann að setjast niður og horfa á Tim Burton mynd séstaklega ef Johnny Depp fylgir með í henni því þá veit maður hvað kemur út. Ég er ekkert frá því að Sweeney Todd sé kominn á topp fimm bestu söngvamyndirnar.


Endirinn er mjög vél vandaður og mjög kröftugur endir, hvernig svona einn meistari getur gert svona góðann og vél heppnaðann endir er alveg ómissandi. Myndin hefur tvo galla sem ég tók svona eftir. Fyrri gallinn er það að myndinn er alltof drungaleg það eru takmörk og þessi fer yfir þau. Ég hef ekkert á móti drungalegum myndum en Tim fór svo sannarlega yfir þau mörk.
Seinni gallinn er að hún fylgir svoldið mikið eftir The Phantom of the Opera það er ekki Tims myndum að fara í fót spor annara myndum.

********Spoiler ********

Aftur á móti eru líka eitt af mínum uppáhalds atriðið þegar Judge Turpin deyr það er einn flottasti dauði sem ég hef séð í kvikmyndasögunni ándjóks. Hvernig Tim Burton og John Logan ná að gera svo vél heppnaðann dauða, ég var í sjokki hve góð sena þetta er og hún nældi sig sæti í mínum top bestu 20 dauðum sem hefur sést á hvíta tjaldinu.
*****Spoiler búinn*****


Einkunn: 7/10 - " Mjög vél heppnuð söngva, hryllingsmynd, fellur samt smá í fót spor The Phantom of the Opera. VÉL heppnaður endir"
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Meet the Robinsons
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Tímaflakk er awesome
Lewis (Jordan Fry) er 12 ára munaðarleysingi sem er vísinda snillingur. Í byrjun myndarinar þá er mamma Lewis að sitja hann á munaðarleysingahæli en því miður sá enginn hana. Þegar Lewis er orðinn 12 ára þá er hann búinn að fara í mjög mörg viðtöl um að reyna að ættleiða hann en hann er búinn að fara í svo mörg þannig að honum er alveg sama um þau núna svo hann fer að reyna að muna eftir mömmu sinni og býr til minnisskannara. Í vísindahátíðinni þá eyðileggur Bowler Hat Guy (Stephen J. Anderson) þetta fyrir honum. Á þessari hátíð þá hittir Lewis, Wilbur (Wesley Singerman) og hann kemur úr framtíðinni. Svo fara þeir samann Lewis og Wilbur í framtíðinna, skindilega þá bilar tímavélin þerra og þeir rétt ná heim til Wilbur svo ætla þeir að fara að laga hana en þá hittir Lewis næstum alla fjölskylduna hans Wilbur þannig að þá breytist planið. En svo loks fara þeir að reyna að laga tímavélina. Planið hans Bowler Hat Guy er að eyðileggja alla framtíð Lewis. Skindilega þá fattar Lewis að Wilbur hefur allt það sem hann hefur alltaf þráð að hafa; fjölskyldu svo hann fer að þykja vænntum þau öll....

Svo þegar ég var búinn að sjá Meet the Robinson þá fattaði ég að þetta er þrusu mynd sem ég hafði bara mjög gamann af. Já það er alveg fullt af karakterum og fullt af eitthverjum draumum sem mörgum langar að prufa þá er þetta einhverskonar góð upplifjun að sjá allt þetta í einni mynd. Það eru alveg nokkrir gallar líka, það er enginn mynd galla laus hingað til. Þeir í Disney ættu að vanda sig aðeins meira við þessa mynd.
Meet the Robinson er eitt af mínum bestu myndum Disneys samt nær hún ekki þessum gömlu góðu klassanum. Það tékur samt smá tíma í myndinni að ná góðum áttum í henni áður en það verður of augljóst, ég ætla ekki að spoilera neitt.

Það þarf ekki mikið að láta mann hlæja, Meet the Robinson hefur svo sannanlega þann hæfileika annað en margar myndir t.d. Date Movie á sér engann hlátur hjá neinum en þessi fallega fjölskyldumynd kemur með mjög góða brandara á köflum. Þó að það séu ekki allir karakternir með góða stefnu það samt verður að vera í svona myndum með mörgum karakterum þá er ekki hægt að láta alla hafa góða stefnu en samt það eru aðeins fáir þannig.

Einkunn: 7/10 - "Meet the Robinson er vönduð fjölskyldumynd með góða brandara. Hún bætir alla vonina að gera tímavél (Eins og Back to the Future) en endinn dettur út af sporinu svoldið en samt ekki svo mikið"
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Way Back
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Endalausa labbið
The Way Back er svakalega góð og sterk mynd sem sýnir okkur það að við verðum dauð ef við löbbum í kringum eyjuna, en þeir þurfa að labba í gegnum mörg lönd án þess að sjást og þá í stríði. Þarna fáum við að sjá sögu nokkra flóttamanna að flýja úr flóttamannabúðum í seinni heimsstyrjöldinni að flýja frá Sovétríkjum. Svo loks halda þeir að stað með mat og vatn samasem ekkert það er svo lítið og þeir labba og labba og svo loks hitta þau Irena (Saoirse Ronan) sem er líka flóttakona og fylgir þeim eftir og svo skiljast leiðir nokkra á leiðinni og sumir deyja.

Það er mjög erfitt að skrifa gagnrýni um þessa mynd án þess að spoilera og gera lítið úr henni. The Way Back er kröftug og mjög fræðandi mynd um stórt ævintýri nokkra manna sem eru að taka stærstu áskorun í lífi þerra. Ed Harris fer á kostum sem Mr. Smith og þar er hann þokkafullur og frekar þrjóskur maður sem er að flýja úr einu mesta hættusvæði veraldar árið 1940.
Þeir þurfa að labba og labba út um mörg lönd og fá mat, vatn og góða fætur til að geta labbað þessa vegalengd. Það þarf mjög góða og stóra heppni og gott þol til að lifa þessi ósköp af. Colin Farrell er kröftugur glæpon (Valka) sem tekur það fram að Stalin og Vladimir Lenín séu góðir gæjar. Þegar hann er búinn að vera hann sjálfur og er að glæpast eitthvað í flóttamannabúðunum þá fellur hann inn í þennan hóp sem ætlar að koma sér þaðan lifandi með smá mat og vatn. Mark Strong tekur að sér smá hlutverk í þessum flóttamannabúðum og hann kemur þessu í grófu máli á stað að flýja þaðan en hann fellur ekki með vegna veðursins.


Peter Weir er þekktastur fyrir leikstjórnina sína úr The Truman Show, Master and Commander, Witness og svo The Way Back. Á alla kanta er The Way Back allra besta myndin sem Peter hefur gert. Handritið mætti vera betur skrifað en þetta sleppur alveg því að samræðurnar voru ekki alveg nógugóðar en þetta sleppur alveg. Í þessar 133 min byrja samt svoldið lengi en ekki samt of lengi. Hún er samt fljót að koma sér að efninu mætti stytta hana um c.a. 10 - 15 min þá væru allir sáttir.

Einkunn: 7/10 - "Fræðandi, sterk, frábær mynd en mætti stytta hana um svona 10 - 15 min, svoldið langdregin en já hún er þess virði að sjá hana"
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Interview with the Vampire: The Vampire Chronicles
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besta vampíru mynd allra tíma ? Já
*************Já það er Spoiler !!!!!**************

Interview with the Vampire er byggð á bók eftir Anne Rice, ég er ekki búinn að lesa bókina en ég veit samt að bókin er pottþétt svipað góð því annars verður myndin aldrei góð. Í myndinni sjáum við söguna frá sjónarhorni Louis de Pointe du Lac (Brad Pitt). Daniel Malloy (Christian Slater) er að taka viðtal við Louis og þá fær hann alveg svakalega góða sögu (Öll myndin).
Lestat de Lioncourt (Tom Cruise) er vampíra og kemur auga á Louis og fer svo að elta hann í smá stund og þegar rétta tækifærið gefst þá bítur Lestat, Louis og býður honum mjög gott boð, svona í fyrstu, að gerast vampíru og lifa af eilífu eða að hann drepur hann. Louis er mjög viðkvæmur að þurfa að taka mannslíf (Drepa) þannig hann er til mikilla vandræða fyrir Lestat því að hann er atvinnumaður í að drepa og gera þannig stuff.
Einn dag þá lenda Louis og Lestat í smá rifrildi og Louis fer út í fýlu og þá sér hann stelpuna Claudia (Kirsten Dunst) og hann missir sig og fer að drekka hennar blóð, svo verður Lestat vitni af því og þá fer Louis en Lestat tekur stúlkuna og þeir ákveða svo í sameiningu að láta hana lifa og verða ein af þeim. Þegar þau þrjú Louis,Lestat og Claudia eru búin að lifa í mörg ár jafnvel öld, þá fær Claudia svo mikla leið á Lestat þannig að hún fer og drepur hann. Svo lifa þau Claudia og Louis í margar aldir að leita að öðrum vampírum og svo skyndilega þá hitta þau elstu vampíruna sem er eftir lifandi Armand (Antonio Banderas) og hans fylgis vampírur. Þegar þau lenda líka í miklu rifrildi og þá drepur hópurinn hans Armand, Claudia . Eftir það þá verður Louis aðeins einn. Svo kemur bara endirinn


***********Spoiler búinn***********

Interview with the Vampire er mjög áhugaverður söguþráður og allt svo mjög vel heppnað að öllu leyti og svo hvernig þetta allt stemmir. Leikararnir allir standa sig eins og hetjur sérstaklega Kirsten Dunst og Tom Cruise þau voru lang best í myndinni að mínu mati. Svo kemur Brad Pitt þarna á eftir, við vitum það öll að Brad Pitt er mergjaður leikari og þá á hann að geta gert miklu betur en hann gerði í myndinni. Þetta er svo allra besta hlutverk sem Kirsten Dunst hefur tekið að sér og hún á skilið stórt hrós.
Interview with the Vampire er margverðlaunuð mynd og hún á það svo mikið skilið og hún ætti að fá miklu fleiri Óskara en bara tvo. Hver kannast ekki við vampírur og varúlfa og þess háttar ævintýri, hérna sjáum við þá allra bestu vampíru kvikmynd sem hefur verið gerð frá upphafi. Twilight er drasl og hefur alltaf verið það og svo förum við að meta þessar tvær myndir Twilight vs. Interview with the Vampire, hver heldurðu að útkoman verði ? Twilight neeei alls ekki því að Interview with the Vampire er betri á alla kanta sem eru til. Ég er ekki alveg að sjá hvað stelpur eru að dást yfir vitlausum myndum eins og Twilight í staðinn er miklu gáfulegra að dást af Interview with the Vampire því hún er meistaraverk annað en Twilight. Það vita allt of fáir um myndina því miður, við ættum að skella henni aftur í bíó (Bíó Paradís, Mánudagsbíó) því hún er feit klassísk.

Fólk sem er að neita því að horfa á Interview with the Vampire er að missa af svo miklu að það er ekki eðlilegt. Þegar ég sá myndina fyrst þá sagði ég "Þetta er fokk góð mynd, af hverju er ég ekki búinn að sjá hana fyrr ". Já af hverju var ég ekki búinn að sjá hana fyrr ? Ég sé bara efir því að ekki reynt að ná sambandi við stykkið en ég er búinn að sjá hana og kaupa hana núna. Ég sé svo sannarlega ekki eftir því að eitt mínum 123 min svona vel og þá á þessa mynd. !

Einkunn: 9/10 - "Ef Brad Pitt hefði gert sig besta þá væri þetta bara 10 en því miður gerði hann það ekki, ef þú ert ekki búinn að sjá hana þá skaltu gera það sem fyrst - þú munt ekki sjá eftir því"
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Interview with the Vampire: The Vampire Chronicles
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

*************Já það er Spoiler !!!!!**************

Interview with the Vampire er byggð á bók eftir Anne Rice, ég er ekki búinn að lesa bókina en ég veit samt að bókin er pottþétt svipað góð því annars verður myndin aldrei góð. Í myndini sjáum söguna úr Louis de Pointe du Lac sjónarhorni (Brad Pitt). Daniel Malloy (Christian Slater) er að taka viðtal við Louis og þá fær hann alveg svakalega góða sögu (Öll myndin).
Lestat de Lioncourt (Tom Cruise) er vampíra og kemur auga á Louis og fer svo að elta hann í smá stund og þegar rétta tækifærið var þá beit Lestat, Louis og bauð honum mjög gott boð, svona í fyristu, þá bauð Lestat honum að gerast vampíru og lifa af eilífu eða að hann drepur hann. Louis er mjög viðkvæmur að þurfa að taka mannslíf(Drepa) þannig hann er til miklar vandræðar fyrir Lestat því að hann er atvinnumaður að drepa og gera þannig stuff.
Einn dag þá lendir Louis og Lestat í smá rifrildi og Louis fer út í fýlu og þá sér hann stelpuna Claudia (Kirsten Dunst) og hann missir sig og fer að drekka hennar blóð, svo verður Lestat vitni af því og þá fer Louis en Lestat tekur stúlkuna og þeir ákveða svo í sameiningu að láta hana lifa og verða ein af þeim. Þegar þau þrjú Louis,Lestat og Claudia eru búinn að lifa í mörg ár jafnvél öld, þá fær Claudia svo mikil leið á Lestat þannig að hún fer og drepur hann svo lifa þau Claudia og Louis í margar aldir að leita að öðrum vampírum og svo skyndilega þá hitta þau elstu vampíruna sem er eftir lifandi Armand (Antonio Banderas) og hans fylgis vampírur. Þegar þau lenda líka í miklu rifrildi og þá drepur hópurinn hans Armand, Claudia . Eftir það þá verður Louis aðeins einn. Svo kemur bara endirnn


***********Spoiler búinn***********

Interview with the Vampire er mjög áhugaverður söguþráður og allt svo mjög vél heppnað að öllu leiti og svo hvernig þetta allt stemmir. Leikararnir allir eru eins og hetjur sérstaklega Kirsten Dunst og Tom Cruise þau voru lang best í myndini að mínu leiti. Svo kemur Brad Pitt þarna á eftir, við vitum það öll að Brad Pitt er mergjaður leikari og þá á hann að geta gert miklu betur en hann lét sig gera í myndini. Þetta er svo allra besta hlutverk sem Kirsten Dunst hefur tekið að sér og hún á skilið stórt hrós.
Interview with the Vampire er marg verðlaunar mynd og hún á það svo mikið skilið og hún ætti að fá miklu fleyrir Óskarinn en bara tvo. Hver kannast ekki við vampírur og varúlfa og þess ævintýri, hérna sjáum við sú allra bestu vampíru kvikmynd sem hefur verið gerð frá upphafi. Twilight er drasl og hefur alltaf verið það og svo förum við að meta þessar tvær myndir Twilight vs. Interview with the Vampire, hver helduru að útkomann verði ? Twilight neeei alls ekki því að Interview with the Vampire er betri á alla kanta sem eru til. Ég er ekki alveg hvað stelpur eru og dást yfir vitlausum myndum eins og Twilight í staðinn er miklu gáfulegra að dást af Interview with the Vampire því hún er meistaraverk annað en Twilight. Það vita allt of fáir um myndina því miður, við ætum að skella henni aftur í bíó (Bíó Paradís, Mánudagsbíó) því hún er feit klassísk.

Fólk sem er að neita því að horfa á Interview with the Vampire er að missa af svo miklu að það er ekki eðlilegt. Þegar ég sá myndina fyrst þá sagði ég "Þetta er fokk góð mynd, af hverju er ég ekki búinn að sjá hana fyrr ". Já af hverju var ég ekki búinn að sjá hana fyrr ? Ég sé bara efir því að ekki reynt að ná sambandi við stikkið en ég er búinn að sjá hana og kaupa hana núna. Ég sé svo sannarlega ekki eftir því að eitt mínum 123 min svona vél og þá á þessa mynd. !

Einkunn: 9/10 - "Ef Brad Pitt hefði gert sig besta þá væri þetta bara 10 en því miður gerið hann það ekki, ef þú ert ekki búinn að sjá hana þá skaltu gera það sem fyrst þú munt ekki sjá eftir því"
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Source Code
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Flash back og Back to the Future
Colter Stevens (Jake Gyllenhaal) er í flughernum í Afghanistan, eftir nokkra daga þá verður hann fórnarlambið að verða fyrir þessu sem kallað er "Source Code" og þá hefur hann heilar átta min til að finna sprengjuna og sprengjumanninn. Á meðan hann er í þessu "Source Code" þá er hann sem allt annar maður, Sean, og kærasta hans Christina Warren (Michelle Monaghan), í lest og Christina sér Colter alltaf eins og Sean.
Eftir nokkur skipti þá áttar Colter sig aðeins á þessu systemi og fer að reyna að einbeita sér meira á þessum átta min. Þegar þessar átta min enda þá springur lestinn og Colter fær svo annan séns til að bjarga lestarfólkinu. Colleen Goodwin (Vera Farmiga) og Dr. Rutledge (Jeffrey Wright) eru að vinna saman til að hjálpa Colter að finna sprengjumanninn en þau eru ekki á sama stað né á sama tíma (Svoldið flókið, ég veit en þess virði) en það gengur mis vel.

Er eitthvað varið í að fara á tímaflakks mynd í bíó....U já það er þess virði og þá líka meðan þetta gengur allt svo vel upp þessi mynd, Jake Gyllenhaal stendur sig með prýði og líka þegar hann er að jakslast svona á fólkinu og láta það ekkert líða neitt svakalega vel er allt svo flott gert.
Söguþráðurinn er geðveikur af öllu leiti, að flakka svona milli tímans og svona oft og allt það er bara eitt stórt meistaraverk en því miður er Source Code ekki neitt sem við getur kallað meistaraverk því miður en hún er ekki langt frá því að geta næstum kallað hana meistaraverk. Source Code er hin fínasta mynd og ég hvet alla til að sjá hana ef þið hafið gamann af svona tímaflakksmyndum og flash back myndum þá ættu þið ekki að vera vonbrigðum, þótt þið hafðið ekkert gamann af þannig myndum samt hvet ég ykkur að fara á hana því hún er bara svo góð og flott hvernig þetta allt getur verið.

Einkunn: 8/10 - "Fínasta mynd, ekkert meistaraverk en þessar 90 min farast mjög vel"
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Departed
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Alltof gott efni
Það er alltaf gamann að setjast niður og horfa á Martin Scorsese myndir og The Departed nær því algörlega vél. The Departed segir sögu tveggja mjög mismunandi manna sem að eiga meira sameiginlegt en þeir halda, en liggja leiðir þeirra ekki saman nema í seinni hluta myndarinnar. Þetta eru þeir Billy Costigan (DiCaprio) og Colin Sullivan (Damon).

Frank Costello (Nicholson) er aðal glæponinn sem lögreglan er að fást við, Frank ól upp Colin. Nú er Colin orðinn lögregla og hann er beggja meninn við borðið. Þegar Colin er kominn í að reyna að ná Frank þá þarf hann á sama tíma að bjarga honum.
Billy Costigan var hafnað í lögregluni útaf hans fjölskyldu. En Billy fær eitt stórt verkefni til að fá sem minni dóm. Hann þarf að vera memm í glæpa genginu hans Frank og vera að njóstna fyrir Queenan (M.Sheen). Queenan er yfir lögregla og Dignam (Wahlberg) er hans hægri hönd. Frank Costello er aðeins með nokkra hluti í huga t.d. Konur, peninga og fjörið að vera hann.

Jack Nicholson sem Frank er alveg ómissandi karakter og hvernig hann náði að byggja upp Colin og ömmu hans (Hann býr þar) og á sama tíma er hann stæðsti glæpa maðurinn í borgini. Jack getur gert þetta betur en samt var þetta svakalega góð túlkun á þessum Frank.
Einnig eru Matt Damon og Leo DiCaprio svakalegir, ég get svarið það, það getur enginn toppað þá í þessum hlutverkum. Hvernig Damon nær að vera svakalega góð lögregla og líka að hjálpa Frank á sama tíma er aðeins eitt orð "Fokking svalt". Leo DiCaprio hefur þetta allt í sér þrátt fyrir að vera fyriverandi barnastjarna og hafði náð að gera svona gott hlutverk að vera framhjáhald, hjálpa lögregluni og að vera í glæpagengi er flott túlkun.


The Departed er svakalega góð kvikmynd á alla kanta sérstaklega í spennuni og líka í geðveikini sem býr undir þessari mynd er allt bara eitt stórt VÁ !!!. Martin Scorsese sem býr yfir stórmyndum eins og...Goodfellas,Taxi Driver, Gangs of New York og svo þessi við getum þá sagt að kallinn er með þetta þrátt fyrir háan aldur. Hvernig fer mynd í þig sem er aðeins ein blanda af geðveiki. Framhjáhald, njóstnanir, að bjarga uppeldis manninum, reyna að handtaka uppeldis manninum, vera vitni að full af morðum og er að halda maður sé geðveikur. Þetta meistaraverk hefur þetta allt samann á 151 min. Um leið og myndin er sett í tækið þá byrjar söguþráðurinn um leið, .að er ekkert sem heitir langdregið í The Departed aðeins meistaraverk.

Einkunn: 9/10 - "Alltof vél heppnuð geðveikra blanda á 151 min."
SJÁÐU HANA !!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fear and Loathing in Las Vegas
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Sönnun að dóp sé hættulegt
Terry Gilliam er mjög góður leikstjóri og þarna sannar hann það með stæl. Raoul Duke (Johnny Depp) og Dr Gonzo (Benicio Del Toro) eru klikkaðir dópistar í eyðimörkinni í Nevada. Svo ná þeir í ungan strák hitchhiker (Tobey Maguire ), svo fara þeir að útskýra hvað þeir eru að gera. Gonzo gefur Duke LSD.

******** Kannski smá Spoiler *******(ef þú ert ekki búinn að sjá hana þá slepptu að lesa þennan kafla)

Þegar Duke vaknar upp úr sinni frábæru vímu þá man hann ekki neitt neima einhverja góða minningu þá var hann með hljóðnema vafinn um andlitið hans og upptökutæki sem var víst á upptöku allan tímann svo fer hann að reyna að muna hvað hefur gerst út allan þennan vímu tíma. Það er allra besti kaflinn í myndinni - þá loks fáum við að sjá hvað gerist í raun og veru haha.
*********** Spoiler over ********

Einkunn: 9/10 - "Skyldu áhorf , Mjög vel heppuð kvikmynd, tekur strax alla athyglina hjá manni um leið, og hún er líka mjög skemmtileg. Sjáðu hana núna ! "
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Unstoppable
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Meh...
Unstoppable snýst um það þegar lestinn 777 verður stjórnlaus og Frank (Denzel Washington) og Will (Chris Pine) ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til að stoppa hana. Ég er hissa af kvikmyndastjarnan okkar Denzel Washington tekur svona hlutverk að sér. Ég varð því miður fyrir vonbrygðum með myndina því þeir geta gert miklu betru en þetta. Þegar ég sá trailerinn fyrst þá datt mér svona í hug að þetta gæti verið hörku spennandi mynd en nei,nei því hún verður fyrst spennandi á síðasta hálftímanum þá myndast smá spenna í henni.

Unstoppable er óspennandi og er ekkert varið í hana þannig séð. Ef þú fýlar svona lala myndir þá er hún þannig. Þegar við erum að horfa á myndir þá viljum við fá þá eitthvað sem varið er í en það er því miður ekkert varið í hana en hún var samt ekki leiðinleg en ekki góð þannig ef þú ætlar að halda bíó kveld með vinum þínum þá skaltu frekar taka aðra mynd sem er eitthvað varið í.
Það er ekki neinn húmor í þessari en í staðinn fáum við ekki vel skrifað handrit því að samræðurnar eru hreint ekki góðar og ekki heldur vel leikið.

Einkunn: 5/10 - "Hreint ekki neitt spennandi né neinn húmor. Takið frekar aðra mynd"
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dumb and Dumber
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Heimskur, heimskari
Dumb and Dumber er mynd um tvo nautheimska vini sem eru algörir tossar og eru að flakka á milli starfa. Einn góðan veðurdag þegar Lloyd Christmas (Jim Carrey) vinnur sem Limo driver, kemur kúnni til hans og er á leiðinni til Aspen, Mary Swanson (Lauren Holly). En Swanson gleymdi skjalatöskunni sinni viljandi á flugstöðinni. Lloyd sér það og fer og nær í töskuna en Joe Mentalino (Mike Starr) og J.P. Shay (Karen Duffy) áttu að fá töskuna. Þegar Lloyd og Harry Dunne (Jeff Daniels) (Hinn vinurinn) koma heim nýreknir þá dettur þeim í hug að flytja til Aspen allt í góðu með það en þeir vita ekki að Mentalino og Shay eru að elta þá. Svo þegar þeir eru komnir þokkalega langt þá næla þeir sér í óvin sem þeim er meinilla við. Þegar þeir eru komnir til Aspen þá breytast öll málin og verða betri eða verri. !!!

Dumb and Dumber er mynd sem maður getur horft aftur og aftur á án þess að fá leið á henni. Lloyd Christmas og Harry Dunne búa saman eða deila saman íbúð til að spara kostnað, þegar þeir eru nýreknir þá eru þeir tekjulausir og verða þá að spara peningana og þeir ætla sér hálfa leiðina jafnvel lengra en öll Bandaríkin á nokkrum þúsundköllum. Þeir eru eiginlega alltof góðhjartaðir þessir vinir og hver myndi fara rúma 3.200 km til að skila tösku án þess að líta í hana viljandi.
Jim Carrey fer þarna með eitt af sínu bestu hlutverkum sem hann hefur tekið að sér. (Fyrir utan Eternal Sunshine og The Truman Show). Eins og allir þekkja þá þarf ekki að kynna þetta grín meistaraverk því að hún hefur skarað svo óskaplega mikið fram úr í kvikmyndaheiminum. Dumb and Dumber er talin vera ein af þessum besta grínmyndum sem hafa verið gerðar en ég er ekki alveg sammála því, jú hún er góð og allt það en það vantar samt svo mikið í hana til að fá þennan stimpil á sig.

Jeff Daniels kemur svo mikið á óvart því að þetta er án efa hans besta hlutverk sem hann hefur tekið að sér. Jeff er ekki eins mikill grínisti eins og Jim Carrey þannig að ég verð að sega það að Jim Carrey stóð sig miklu betur en Jeff hefði getað staðið sig. Þrátt fyrir það er leikaravalið mjög gott og leikstjórnunin er líka alveg frábær. Bræðurnir Farrelly (Bobby ,Peter ) hafa gert alveg fínar myndir í gegnum árin en samt aðeins B og C myndir (7 eða rétt sleppur og niður) eins og Me, Myself & Irene og Stuck on You og einhvað fleira. Dumb and Dumber er sú allra besta mynd sem Farrelly hafa gert (Ég hef ekki séð Hall Pass en ég efast um að hún sé betri en hver veit).

Einkunn: 7/10 - "Vel heppnuð grínmynd á góðu róli en Jeff hefði geta gert betur og líka Farrelly hefðu getað gert betri brandara inná milli. Fyrir utan það er hún hin fínasta mynd."
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sleepy Hollow
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tim Burton og Johnny Depp saman kemur ávallt eitthvað mjög gott, flott og mög listrænt. Sleepy Hollow segir frá því þegar Ichabod Crane (Depp) er sendur í bæinn Sleepy Hollow út af morðum sem framin hafa verið og hausinn ávallt tekinn af fornarlömbum. Ichabod Crane gistir hjá Van Tassel fjölskyldunni (Van Tassel eru þessi ríkustu) og Hessian Horseman (Chris Walken) er hermaður í stríði og svo fellur hann og deyr. Nokkrum árum seinna þá kemur hann Horseman uppúr gröfinni og fer að hálshöggva fólk og tekur svo höfuðið með sér. Ichabod Crane er lögreglumaður og er ekki vanur að vera ávallt hræddur um að vera næsta fórnarlamb og á sama tíma verður hann að stoppa hauslausa Horseman. Ichabod vaknar oft við þá vondu minningu þegar að faðir hans drap móður hans á mjög hrottalegan hátt.

Katrina Van Tassel (Ricci) er dóttir Baltus Van Tassel (Michael Gambon) og stjúpdóttir Lady Van Tassel (Miranda Richardson) Katrina og Ichabod eru smá hrifin af hvort öðru og Ichabod þarf að stoppa öll morðin og líka að drepa Horseman sem er þegar dauður
Það eru allir undir grun að hjálpa Horseman en enginn vill viðurkenna það. Svo þegar að Ichabod fer að reyna að stöðva Horseman þá reyna nokkrir að stoppa hann með því að hræða hann.

Sleepy Hollow er mjög flott og listræn mynd og vel heppnuð samt frekar dökk mynd það gerir hana bara skemmtilegri.
Það fer ekki milli mála að þetta er Tim Burton mynd því að hann á sinn flotta kvikmyndasmekk og þegar þeir Tim og Johnny Depp vinna saman þá kemur í langflestum tilfellum einhver listræn, flott, vönduð og góð mynd. Sleepy Hollow stenst þetta allt saman

Einkunn: 7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Indiana Jones and the Last Crusade
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Lucas,Spielberg, Ford og Connery
George Lucas, Steven Spielberg, Harrison Ford og svo Sean Connery gerist það eitthvað betra ? Indiana Jones er eitt af óteljandi meistaraverkum kvikmyndasögunnar. Í þessari Indiana Jones mynd þá er Henry Jones (Connery) rænt af Nasistum og þegar að Indiana Jones fréttir af því þá þarf hann að láta Nasistana fá handbókina hans Henry Jones því að í henni eru allar þessar helstu goðsagnir veraldar og þeir þurfa svo að fást við eina mjög flókna og líka ótrúlega þraut ef I. Jones vill fá faðir sinn heilan á húfi. Í byrjun þá fáum við að sjá hvernig Indiana Jones fær sitt fræga ör (Örið sem Harrison Ford er með á hökunni) og svo byrjar sagan eftir það.

Það þarf ekki að segja neinum um fornleifafræðinginn Indiana Jones og hans ævintýri. Um leið og myndir er byrjuð þá byrjar ævintýrið stóra og þá er myndin á engan hátt langdregin. Þarna fer Harrison Ford með eitt sitt besta hlutverk sem hann hefur tekið að sér en ég persónulega fýla miklu betur Han Solo en það er bara smekksatriði.
Sean Connery betur þekktur sem James Bond fer með stórt hlutverk og hann nær að túlka Henry Jones í drasl. Hvaða kvikmyndaáhugamaður væri til í að vera viðstaddur tökurnar á Indiana Jones en því miður er þessi Indiana Jones ekki síðasta eins og hún ætti að vera en vinirnir Steven Spielberg og George Lucas ákváðu að gera aðra Indiana Jones og svo aðra sem er eftir að koma en þeir voru þá búnir að lofa að sú verði sú síðasta sem betur fer.
Sagan og allt það gengur mjög vel upp og allt í kringum það.

Það er vægast sagt betra ef þeir hefðu stytt hana um c.a. 2 - 3 min ekki mikið meira en það. Það er næstum allt gott við hana en því miður er hún ekki alveg fullkominn en ef þeir hefðu bætt og lagað þessa "skot brandara" og sett betri brandara inná milli þá hefði hún verið fullkominn og tekið þessar 2 - 3 min af þá myndi ég segja að hún væri þessi hin fullkomna mynd.
Indiana Jones and the Last Crusade er þriðja myndin í þessari seríu og ekki sú besta fyrsta er lang best að mínu mati og svo þessi.
Ef þú ert ekki búinn að sjá Indiana Jones and the Last Crusade þá skaltu gera það núna !!!!

Einkunn: 9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Unknown
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Liam Neeson eitursvalur eins og ávallt
Unknown er spennumynd með meistaranum sjálfum Liam Neeson í aðalhutverki, sagan er sögð um að Dr. Martin Harris (Liam Neeson) og konan hans Elizabeth Harris (January Jones) fara til Berlínar í Þýskalandi, svo strax þegar hann er kominn þá lendir hann í alvarlegu bílslysi og lendir í dái í fjóra daga. Það finnast ekki skilríki né neinar persónuupplýsingar, þegar að hann vaknar úr dáinu þá fær hann alveg svakalegt minnisleysi og man ekki neitt um hvað gerðist nema það að hann man allt um sig og eiginkonu sína. Þegar að Dr. Harris kemst út úr spítalanum þá fer hann á hótelið og þar sér hann konuna sína Elizabeth en því miður þá man hún ekki neitt eftir honum né hver hann er, Elizabeth kallar á manninn sinn Dr. Martin Harris líka og þá kemur stóra spurningin hvor er sá rétti ?


Heppilega þá hittir hann leigubílstjórann Gina (Diane Kruger) sem var í bílnum þegar að hann lenti í bílslysinu. Gina er flóttakona og þess vegna má hún ekki fara til lögreglunar. Sem betur fer þá veit Gina sannleikann um Dr. Martin Harris og því hún má ekki fara til lögreglunar þá verður Dr. Harris að taka til sinna ráða.
Stórleikarinn Liam Neeson með myndir á baki sér t.d.Taken og Schindler's List sem eru mínar uppháldsmyndir með kéllinum.
Taken og Unknow eru svo gjörólíkar þannig að ef þú heldur að Unknow og Taken séu eitthvað líkar þá hefur þú rétt fyrir þér, því að þær eru báðar alveg eitursvalar hasarmyndir en ekkert annað er líkt með þeim
Q: er Unknow þess virði að fara á hana í bíó ? A: Já, því að hún er alveg mjög spennandi og engan veginn slöpp né langdregin því að hún byrjar með sína spennu bara nánast strax í byrjun.
Ernst Jürgen (Bruno Ganz) er Dr. Harris eina von um að fá sitt líf aftur því að Ernst er fyrrverandi mannaveiðari og er þokkalega lúmskur á því.

Einkunn: 8/10 - rétt sleppur í áttuna en ég vildi sjá stærri mynd og aðeins meira en bara þetta
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Witness
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Harrison Ford hjá Amish lúkkar vel
Witness er mynd um ungan Amish strák sem er að ferðast í sitt fyrsta skipti í bæinn og verður honum mikið mál og fer á klósettið og verður svo vitni af morði og svo þegar að lögreglan John Book (Harrison Ford) tekur að sér málið þá taka þeir samn höndum John Book og Samuel (Amish vitnið) og finna út hver morðinginn er. Eftir stutta stund þá sér Samuel mynd af McFee (Danny Glover) á lögreglustöðini sem lögregla ársins þá lætur hann Book vita og þá á þessum stundum verður Book fyrir óhappi og verður skotinn. Rachel (Kelly McGillis) er mamma Samuel, þau taka Book með sér til Amish þorpsins síns og fara að lækna hann á meðan ná þeir McFee og félagar að láta sumum lögreglumannanna snúast hugur og halda að Book sé illmenni og fara að eltast við hann.
Þegar að ég sá Witness í fyrsta skiptið þá var svoldið augljóst að lesa úr myndini eins og í bók, það eru sum atriði sem er mjög augljós hvað er að fara að gerast. Harrison Ford hefur verið betri, en þessi karakter John Book er þessi svali kall sem er ekki hræddur við að sýna byssuna og hleypa af skoti og þannig (Eins og Han Solo nema það að Solo er svalari). Harrison Ford hefur leikið í fjölda mörgum meistaraverkum á borð við Star Wars safnið, Indiana og Blade Runner og fjölda fleiri. Þetta er líka fyrsta hlutverk sem Viggo Mortensen tekur svona almennilega að sér. Danny Glover sem er þekktur fyrir Lethal Weapon myndirnar og svo Saw eitt. Allir þessir leikarar hafa staðið sig mjög vel í þessari mynd og hafa skarað fram úr í kvikmyndaheiminum.

Einkunn: 8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Silence of the Lambs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hversu langt vilt þú fara til að bjarga fórnarlamb
Það kannast bókstaflega allir við karakterinn Dr. Hannibal Lecter sem Anthony Hopkins leikur í langflestum tilvikum. Þetta er önnur myndin um geðveiku mannætuna Dr. Hannibal Lecter en sú fyrsta er Manhunter þá fer Brian Cox með hlutverkið Hannibal.
Clarice Starling (Jodie Foster) er lögreglukona í þjálfun sem fer að fara að heimsækja Hannibal á geðveikraspítala og taka viðtöl við hann um sálfræðisístem og eitthvað meira, svo kemur í ljós að Hannibal veit allt um raðmorðingjann "Buffalo Bill" sem var nýbúinn að ræna sínu nýja fórnarlambi (Catherine Martin) , Clarice Starling hefur, aðeins þrjá daga að finna Catherine Martin áður en að Buffalo Bill er búinn að pynta það og svo drepa. Á þessum þremur dögum þarf Starling að ná uppúr Hannibal öllum upplýsingunum um Buffalo Bill því að hann veit bókstaflega allt sem þarf til að ná honum á innan við korteri en Starling þarf þá líka að gefa sínar upplýsingarnar úr sínu persónulífi sem Hannibal vill vita.

Dr. Hannibal Lecter er svo allra besta hlutverkið hans Anthony Hopkins frá upphafi og svo hvernig hann nær að leika þennan geðsjúkling miðað við karakterinn hans Frederick Treves í The Elephant Man var algjört andheiti við Hannibal það sannar það hversu góður leikari hann Hopkins er og mun alltaf verða.
Jodie Foster byrjaði ung að aldri að leika og í þessari mynd lyfti hún sér algjörlega upp úr að vera barnastjarna og að vera stimpluuð inn sem alvöru leikkona.

The Silence of the Lambs er margverðlaunuð mynd og ef maður sér hana þá á maður mjög erfitt með að gleyma myndinni því að hún er bara svona sterk og brjáluð í að vera awesome. Leikstjórinn Jonathan Demme (Philadelphia) er loksins orðinn að stórleikstjóra á þessum tíma en því miður hefur hann ekki gert fleiri svona stórar myndir.

Einkunn: 10/10 - Ógleymanlegt meistaraverk !!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blood Diamond
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Græðgin í hámarki
Allir vita það að demantar eru mjög dýrir og flottir og allir vilja helst eiga einn eða fleiri. En enginn veit hvar þessir demantar hafa verið á undann búðarkallinum. Þegar að þú ert búinn að sjá þessa mynd þá veistu að allir demantar eru ekki eins verðmætir og við gerum kröfur um.
Í Blood Diamond er sögð sagan af Solomon Vandy (Djimon Hounsou) sem er venjulegur Afríkubúi var tekinn fanga sem námumaður af sínum mönnum í borgarastríði og þar voru þeir að fá fólk með óhugnarlegum hætti, og svo fá þeir demanta og selja þá á fokdýru verði.
Danny Archer (Leonardo DiCaprio) lendir í fangaklefa fyrir að reyna að smygla inn demöntum og þar hittir hann Solomon og þá kemst upp að Solomon fann einn óvenjulega stóran bleikan demant og þá varð Danny ástfanginn af þessari sögu og náði að redda Solomon út úr fangaklefanum til að finna þennan demant.
Danny Archer er fagmaður í að smygla inn demöntum og er vanur maður að drepa því að hann var í hernum. Svo loks þá takast þeir í sama lið og ætla sér að finna þennann demant. Solomon frétti það að fjölskyldan hans er kominn í fokk (Konan og börnin eru í fangabúðum og einn sonurinn kominn í hitt liðið) og þá breytist planið mjög hratt og án fyrirvara.

Sjaldan hef ég séð Leonardo DiCaprio svona góðan og ákveðinn og núna, og þegar að við erum að tala um eina mestu græðgi veraldar þá er mikið sagt nema kanski Wall Street. Blood Diamond á heima í hverju og einu kvikmyndasafni og þegar að einhver segir við mig að myndin sé léleg þá mun ég slá hann niður (Djók) og sannfæra hann um að þetta er eitt annað meistaraverk með Leonardo DiCaprio. Allur leikarahópurinn stendur sig eins vel og hann getur, leikstjórinn Edward Zwick sem á myndir að baki eins og t.d. Blood Diamond,The Last Samurai og Defiance sem eru hans bestu myndir og þetta er svo mikill kraftur.

Einkunn: 8/10 - svakalega góð og kraftmikil og svakalega vönduð mynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mystic River
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ein af óteljandi ógleymanlegu myndum Eastwoods
Þrír vinir af nafni Dave Boyle,Jimmy Markum og Sean Devine voru að leika sér úti og svo koma tveir menn og fara að bjalla við þá og ræna Dave Boyle og svo sleppur hann eftir fjóra daga. Eftir 24 ár þá deyr dóttir Jimmy Markum og þá hittast þeir aftur á ný, Sean Devine er lögreglumaður og hann tók að sér málið og svo byrjar fjörið.
Clint Eastwood hefur gert óteljandi ógleymanlegar myndir og þessi er ein af þeim. Dave lendir svo óheppilega í því að hafa verið misnotaður og laminn af þessum mannræningjum og eftir þetta hræðilega atvik þá hefur hann gjörbreytst og er mjög óöruggur með sjálfan sig.

Sean Penn fer með hlutverkið Jimmy, Tim Robbins fer með hlutverkið Dave og svo Kevin Bacon fer með hlutverkið Sean og þeir standa sig eins vél og hægt er. Átta Óskarinn fékk myndin og ekki á ástæðislausu ef þú ert ekki búinn að sjá þessa þá þarftu að gera það núna. Þessar 138 min fjúka eins og vindurinn í myndini.

Einkunn:8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Chaplin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Eitt stórt VÁ !!!
Chaplin er mynd um frægasta grínista heims, sjálfann Charlie Chaplin og í þessari mynd sér maður allt aðra hlið á meistaranum og ég var svo viss um að Charlie væri svo allt öðruvísi karakter en nei hann var svo háður að búa til þessar myndir sem hann geriði og var ekki að átta sig á hve frægur og vinnsæll hann var. En svo með árunum þá sá hann það alltaf meira og meira hve frægur hann var. Sagan segir frá því þegar George Hayden (Anthony Hopkins) tekur viðtöl við hann fyrir bókina sem myndin var gerð á og svo kemur þessi frábæra mynd. Charlie Chaplin fékk alveg einstækann feril sem kemur fram í myndini og hann byrjaði bara sem unga barn að vera fínasti leikari svo fór hann í leikrit og þaðann í kvikmyndir. Chaplin var algör player og hann er einn mesti player sem ég veit um fyrir utann sá allra besta playerinn Hugh Hefner. Charlie var giðingur og var mjög mikilll Nasista hartari (Skynjalega) og hann hefur átt alveg margar konur í gegnum árin

Robert Downey Jr. Fer með hlutverkið Charlie Chaplin og þetta hlutverk er sá allra besta hlutverk sem Robert hefur tekið að sér. Hans túlkun á Chaplin er alltof góð, þarna sér maður hann standa sig mjög vél. Þökk sé Mack Sennett (Dan Aykroyd) þá fengum við Chaplin eins og við þekkjum hann, því Mack bauð honum fyrsta hlutverkið í sinni fyrstu kvikmynd og líka þökk sé Mack þá leyfði hann Chaplin að gera sína fyrstu mynd og svo tók Chaplin við og hélt áfram. Charlie Chaplin var alltof frægur á þessum tíma og það dýrkuðu hann allir nema Nasistar. Þessar 143 min sem myndin er þá vill maður ekki hætta að horfa á hana og þegar hún var búinn þá vill maður horfa meira og meira. Myndin fékk þrenn Óskarinn og Robert Downey Jr fékk líka fyrir sína túlkun á Charlie Chaplin. "Chaplin reynist vera gleymd kvikmynd, ég þekki nánast enga sem hafa séð hana né vita af henni og þeir sem eldri eru muna varla eftir henni. Það muna allir hinsvegar eftir Chaplin sjálfum"(Sindri Gretarsson) þetta er svo satt að hálfa væri nóg, Þegar Chaplin var búinn þá var maður í sjokki
Ef ÞÚ ert EKKI búinn að sjá Chaplin þá skaltu halupa út á næstu leigu og taka hana ef hún er ekki inná þá geturu alltaf spurt eitthvern vin þinn, í vesta falli þirftu að Downlada henni :(

Einkunn: 10/10 - Það er varla hægt að segja að hún sé með galla en auðvitað eru allar myndir með eitthvern galla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
I Am Sam
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Stórkostleg költ-mynd
I Am Sam segir söguna um föður sem heitir Sam Dawson sem hrjáist af móngólisma og hann verður svo faðir. Lucy Diamond Dawson heitir stúlkan hans Sam og til allrar hamingju slapp Lucy við þessi veikindi sem faðir hennar hrjáist af. Í myndinni er sögð sagan um hann Sam Dawson sem er kærður af barnaverndarnefnd og Lucy verður svo tekin af honum útaf því að hún og hann eru með svipaða greindarvísitölu og með hverju árinu sem Lucy eldist þá fær hún hærri greindarvísitölu en ekki Sam (Fact). Og svo fer Sam að vinna eitthvað í málunum að ná henni til bara sín.


Sean Penn leikur Sam Dawson, þetta hlutverk er eitt eftirmynnilegasta hlutverkið að mínu mati sem Penn hefur tekið að sér. Myndin fékk aðeins einn Óskar (Skynjalega) því það voru stærri myndir í boði á þessu ári (2001) meðal annars The Lord of the Rings 1 og Amelie (Og fleiri) sem nældu í Óskarinn. Lucy er 7 ára í myndinni, hún skammaðist sín fyrir föður sinn útaf veikindunum. Sam vinnur á kaffihúsi og þá á hann ekki til mikla peninga fyrir lögfræðingi en svo lendir hann svo heppilega á þessum góða lögfræðing Rita Harrison Williams sem var ekki svo hörð á peningum. Og svo reglulega fer Sam og aðrir virir hans (Með móngólisma líka) og halda svona bíókvöld og saman öll þau Sam, Rita, Lucy og vinirnir hans og svo fósturfjölskyldan hennar Lucy sem standa öll saman um að fá Lucy aftur heim til sín. Eins og ég sagði " fósturfjölskyldan" já Lucy fer til fósturfjölskyldu á meðan málið er í gangi og allir sem Sam þekkir eru svo góðir við hann og reyna að gera hvað sem er til að fá hana aftur heim til sín.


Einkunn: 9/10.

Taglines: Sam" I am her father and if they would to see Lucy then they have to come and visit us" (Make sense)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Green Mile
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Walk a mile you'll never forget.
Frank Darabont hefur aðeins gert eina betri mynd en The Green Mile og þá er ég að tala um The Shawshank Redemption. Hún er "mynd hinar fullkomnu myndar". Þegar ég sá The Green Mile fyrst þá fór ég að tárast og var að dást að myndinni en núna er ég er búinn að sjá hana frekar oft því ég held mikið uppá hana. Tom Hanks leikur karekterinn Paul Edgecomb sem er með Blöðrubólgu (Held ég) og er að vinna á þessari "Green Mile" sem er deild fyrir þá sem hafa verið dæmdir til dauða.
The Green Mile er skáldsskapur efir Stephen King bók ( veit ekki hvað hún heitir) og í myndini segir Paul Edgecomb söguna af sér og vinnufélögum að vinna á the Green Mile. Þetta byrjaði allt saman þegar fangi kemur á Green Mile af nafni John Coffey sem var dæmdur fyrir morð og nauðgun á tveimur ungum stúlkum. Sagan segir í grófu máli um það þegar hann kemur á Green Mile og alveg út hans líf. Svo kemur annar maður inn sem er kallaður 'Wild Bill'. 'Wild Bill' er sjúkur ofbeldismaður á háu stigi. En hann John Coffey er algjört andheiti við "Wild Bill" því að Coffey er pottþétt yfir tveir metrar á hæð,svartur og fokk massaður en því miður mjög lítill í sér, frekar svona viðkvæm mannvera sem hefur hluta af einhverskonar töframætti því hann er eins og Jesus jr. hehe næstum. en hann hefur...(Það væri spoiler ef ég myndi segja frá).

The Green Mile er mjög - þegar ég segi mjög þá á ég við MJÖG vönduð mynd - og nánast gallalaus, en það er ekkert gallalaust en The Green Mile nær því næstum. Tom Hanks fer með aðalhlutverkið Paul Edgecomb. Þetta hlutverk er með því besta sem Tom Hanks hefur leikið frá upphafi ( Forrest Gump er samt betri) og hann nær Paul svo vel. Það mætti alveg skella nokkrum fleiri Óskurum á myndina mín vegna. The Green Mile verður betri með hverju skipti sem maður horfir á hana og ég hvet alla sem hafa ekki séð The Green Mile að horfa á hana sem allra fyrst því hún er með stimpilinn "Must See before Death". Ef ég kemst af því að einhver sem ég þekki sé ekki búinn að sjá hana þá mun ég annað hvor cockslapa hann eða að sýna viðkomandi myndina samdægurs.

Einkunn:9/10 - Hún er ekki alveg fullkominn en hún á sína galla líka en fleiri kosti
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mary and Max
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Falleg, notaleg og sönn saga
Mary & Max er lang besta leirmyndin sem ég hef séð bara forever.Margir hugsa kannski um leirmynd; "hvað er eitthvað varið í það" ? svarið er JÁ og aftur já, þessi mynd er svo notaleg og sæt að það hálfa væri nóg og maður er hlæjandi allan tímann yfir henni.
Talsetningin er alveg frábær og er allt mjög vandað og handritið er svo vel skrifað og allt við myndina er frábært


Mary & Max fjallar um Mary Daisy Dinkle sem er mjög einmanna og á ekki marga vini í lífinu sínu í Ástralíu og svo skyndilega finnur hún heimilisfangið hjá Max Jerry Horovitz sem býr í New York og er líka mjög einmana feitur maður sem á ekki neinn vin nema nágrannan sinn sem er hálf blind öldruð kona sem er að reyna að halda vinskap. Max Jerry Horovitz á nokkur dýr og hann hefur átt nokkra gullfiska í gegnum myndina. Svo finnur Mary Daisy Dinkle heimilisfangið hjá Max Jerry Horovitz og byrjar að skrifa honum nokkur bréf og hann svarar o.sfrv. Og svo skrifar Mary Daisy Dinkle bók um þessi samskipti.

Þetta hljómar kanski ekki svo vel en samt nær Adam Elliot að gera myndina svo ógleymanlega og ég er ekki frá því að kaupa mér þessa mynd sem fyrst. Mary & Max á heima í hverju kvikmyndasafni, þannig að ef þú safnar kvikmyndum þá þarft þú að tékka á þessari

Philip Seymour Hoffman talar inná Max Jerry Horovitz og hann er með þessa rödd sem smellpassar inná þennann karekter og svo kemur Eric Bana við sögu þarna líka. Að horfa á Mary & Max er eins og að hlusta á Bítlalögin nema bara í kvikmynd = góð fullnæging og svo er þessi mynd nánast gallalaus sem er bara mjög góður kostur. Þegar ég heyrði fyrst af myndinni þá hugsaði ég með mér: "Hvað er fólk að reyna að láta mig horfa á eitthverja leir drama" Já hún er þess virði og meira en það, þetta er ógleymanlegt meistaraverk og mun lifa lengi í kvikmyndasögunni en samt eitt skil ég ekki ef ég ætti bíó þá myndi ég setja Mary & Max í sýningu og taka Big Momma´s House 3 úr bíó. Svona myndir þarf maður að hugsa um hvort maður ætti að setja í bíó en samt er hún kominn út á DVD (Sá hana í Nexus)

Einkunn: 9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Simpsons
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Operator! Give me the number for 911 !!!
Ef þið eruð ekki búin að sjá þessa þætti þá er ég ekki viss hvort þið kallið þetta spoiler en ég vona ekki, ég reyni að spoilera sem minnst !!!!!!! Fínt að koma þessu á framfæri.

The Simpsons eru þættir sem ég hef haldið mikið uppá á minni ævi og ég sé svo aldeilis ekki eftir því. Ég er búinn að horfa á alla þessa þætti ef ekki alla þá næstum alla. Byrjum á léttri skýringu á þessu

The Simpsons eru þættir sem ég kalla þá fyrir "Staka þætti" sem þýðir að maður veit ekki hvað maður er að fara að horfa á - andheiti við How I Met Your Mother og fleiri. Í hverjum þætti kemur alltaf við sögu þessi fjölskylda The Simpsons og meðlimir í henni eru...Homer J. Simpsons, Marge Simpsons, Bart Simpsons, Lisa Simpsons, Margaret "Maggie" Simpson

Homer J. Simpsons. J stendur fyrir Jay. Homer starfar sem Eftirlitsmaður í Springfield Nuclear Power Plant sem er stjórnað af Charles Montgomery Burns (a.k.a Mr.Burns). Homer fæddist 12 Maí 1956. Hann var alinn upp á bænum með foreldrum sínum, Mona og Abraham Simpson. Um miðjan 1960 en Homer var á milli níu og tólf ára gamall, Mona fór í felur eftir að hlaupa í með lögum. Homer sótti Springfield High School og varð ástfángin af Marge Bouvier árið 1974. Skyndilega varð Marge ólétt af Bart (Bartholomew JoJo Simpson) árið 1981, Homer var að vinna á litlum golfvelli á þeim tíma og hætti skömmu síðar. Þau Homer og Marge giftu sig í lítilli kepellu. Marge varð ólétt árið 1983 af Lisa Marie Simpson. Homer stelur oft hlutum af náunga sínum, Nedward "Ned" Flanders, þar á meðal sjónvarpi, stæði, máttur verkfæri, loft hárnæringu, og á einum stað, hluta af húsinu hans, Ned Flanders er meðvitaður um þetta og hann er einnig mjög trúaður og hann á einnig konu og 2 börn Rod & Todd Flanders.

Homer fer oft á barinn og hittir vinina á Moe's Tavern sem þeir vinnufélagar og aðrir vinir fara reglulega á og drekka. Þar sagði Homer einu sinni "I'm in no condition to drive...wait! I shouldn't listen to myself, I'm drunk!".
Moe er frekar mikill krimmi og er miskunnarlaus en samt með samvisku. Moe hefur verið hrifinn lengi af Maude Flanders eiginkonu Ned Flanders

Homer og fjölskylda hefur lent í svo, svo miklum ævintýrum t.d. hafa farið til Japans og Homer lent í fangelsi þar, Svo hittir Homer Mel Gibson og leikur þar eina senu svo eitthvað sé nefnt...Marge aftur á móti er venjuleg húsmóðir sem er aðallega að "vinna" við að þrífa og sjá um húsið og höndla Homer haha (Bara djók) en svo kemur að nokkrum þáttum sem hún fær sér vinnu og verður kraftatröll og meiri læti

Þeir sem vissu það ekki þá er það þökk sé Matt Groening sem gerir þættina að allir þessir bestu þættir hafa verið gerið t.d. Family Guy, Futurama, American Dad svo eitthvað sé nefnt.
Ef ég ætla að fjalla um alla Simpsons settið þá verður það lágmark vika að skifa þannig ég tek bara svona eitthvað gott !!!

Homer hefur farið í margar aðgerðir og fengið líka byssu og byssuleyfi, hann fór líka til geimsins einu sinni
The Simpsons fjölskyldan á sér tvö dýr annað er hundur sem ber nafnið Santa's Little Helper og svo kött sem heitir Snowball II.

Ef þú hefur EKKI séð neitt af þessum þáttum (Sem ég alveg stór efast um) þá skaltu sjá þá sem fyrst !!!! (Without joke)
Þetta er ekki lengara af sinni. Btw ef það eru stafsetningar villur þarna þá biðst ég forláts(Því ég var að drífa mig að skifa)

10/10 - Fullt Hús !!!

Ásgeir Hjálmar Gíslason
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Micmacs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Með þeim betri frönsku myndum, en vantar samt einh
Micmacs er með þeim betri frönsku myndum sem ég hef séð og á borði eru Léon og Amelie. Þessi mynd er stanslaus fyndinn og vél vönduð mynd.
Micmacs snýst um það þegar Bazil sem vinnur á videoleigu og svo byrjar skotstríð (Bíll og mótórhjól) og Bazil fer út og tékkar á þessu á því leiti þá datt mótórhjóla maðurinn af hjólinu og misti byssuna og þegar byssan skellur á jörðina þá hleypur hún skoti og fer beint í hausinn á Bazil.(Þannig byrjar myndinn). Og svo þegar Bazil er búinn úr öllum aðgerðum þá var honum hennt útúr íbúðinni sinni og varð settur á götuna, þegar hann var búinn að vera á götuni og betla þá kom maður á nafni Placard sem bauð honum gistingu hjá sér og sínum vinum. Svo segi ég ekki meira.

Micmacs er mjög vönduð mynd og mjög vandaðir brandarar, og þessir leikarar stóðu sér alveg með príði. Og þessi mynd er svona mynd sem maður getur horft á aftur og aftur.


Einkun: 8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Devil
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frekar slöpp...
Þessi umfjöllun verður ekki stór né löng. (Afþví að Devil á það ekki skilið)...

Ég sá trailerinn og hann lúkkaði frekar vél og svo leið á því að ég sá myndina og þá varð ég fyrir miklum vonbrygðum um hana. Ég gerði ekki miklar væntingar en samt einhverjar. Þegar ég var að horfa á hana þá leiddist mér og hugsaði nærum því allann tímann WTF og hvað er ég að horfa á.

Devil snýst um það að nokkrir fara samann í lyftu og festast, allt í einu fer fólk að deyja allt í góðu með það en svo var hún frekar mjög augljóst hvað var að fara að gerast en samt var hún ekki neitt spennandi og frekar leiðinleg þannig, nei myndin er ekki góð

Einkun 5 (Rétt sleppur)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei