Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Hurricane 1999

Frumsýnd: 10. mars 2000

His greatest fight was for justice.

145 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 83% Critics
The Movies database einkunn 74
/100
Denzel Washington var tilnefndur til Óskarsverðlauna, og hlaut Golden Globe verðlaunin fyrir frammistöðu sína.

Myndin segir sögu Rubin "Hurricane! Carter, afrísk-amerísks manns sem vann sig út úr erfiðri æsku og komst í fremstu röð í heimi millivigtar í hnefaleikum. En draumar hans verða að engu þegar hann er ranglega sakaður um þrefalt morð, og er dæmdur í þrefafalt lífstíðarfangelsi. Þó að hann sé umtalaður og hann hafi sýnt þrautsegju við að reyna að... Lesa meira

Myndin segir sögu Rubin "Hurricane! Carter, afrísk-amerísks manns sem vann sig út úr erfiðri æsku og komst í fremstu röð í heimi millivigtar í hnefaleikum. En draumar hans verða að engu þegar hann er ranglega sakaður um þrefalt morð, og er dæmdur í þrefafalt lífstíðarfangelsi. Þó að hann sé umtalaður og hann hafi sýnt þrautsegju við að reyna að sanna sakleysi sitt í gegnum sjálfsævisögu sína, þá hafa mörg ár án nokkurs árangurs við að sanna sakleysi sitt dregið úr honum þróttinn. Þetta breytist þegar afrísk-amerískur maður og kanadískir lærifeður hans lesa bókina hans, og sannfærast um sakleysi hans, og ákveða að berjast fyrir því að fá hann sýknaðan. En Hurricane og vinir hans komast að því að þessi barátta er gegn kerfi sem er gegnsýrt af kynþáttahyggju, sem hefur grætt á þessari afbökun sannleikans, og hafa engan áhuga á að snúa hlutunum við.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


The Hurricane er algjört meistaraverk um ævi Rubin Carter, sem var kallaður The Hurricane. Denzel Washington fer hér með leiksigur sem Rubin Carter. Mynd sem alveg er hægt að mæla með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd fjallar um boxarann Rubin "Hurricane" Carter (Denzel Washington) og baráttu hans við að vera sýknaður af glæp sem hann átti engan þátt í og fyrir að hafa verið á röngum stað á röngum tíma þá hefur hann mátt dúsa inni í 20 ár. Rubin hafði aldrei átt auðvelda ævi. Hann fæddist í sárafátækt og framdi morð þegar hann var 12 ára gamall. Sá sem hann myrti var öfuguggi sem ætlaði að fara að drepa hann. En hver fer að trúa svertingja sem hefur myrt hvítan mann. Það gerir að minnsta kosti ekki löggan Vincent Della Pesca (Dan Hedaya) sem er algjör drullusokkur og kynþáttahatari og sér til þess að Rubin muni aldrei nokkurn tímann eiga góða ævi. Eftir 19 ár (eða eitthvað svoleiðis) strýkur Rubin af unglingabetrunarhælinu og fer í herinn. Þegar hann kemur aftur heim nær Della Pesca honum strax aftur og hann fer í fangelsi. Upp frá því ákveður Rubin að breyta líkama sínum í vopn og myrða hvern þann sem reynir að koma honum aftur i fangelsi. Hann byrjar í hnefaleikum og gengur ótrúlega vel og er nærri því kominn með heimsmeistaratitilinn þegar hann er tekinn aftur og varpað i fangelsi til lífstíðar af því að hann var á röngum stað á röngum tíma. Við spólum 20 ár fram í tímann. Lesra Martin (Vicellous Reon Shannon) er ungur svertingi sem kemur úr svipuðu umhverfi og Rubin. Hann er staðráðinn í að fara í háskóla með hjálp frá þremur Kanadabúum, Lisu (Deborah Unger), Sam (Liev Schreiber) og Terry (John Hannah) sem reka sjálfstæða kennslu fyrir þá sem þurfa þess með. Dag einn rekst Lesra á bókina sem Rubin hefur smyglað út úr fangelsinu. Hann verður svo hugfanginn af bókinni að hann ákveður að koma Rubin út úr fangelsinu. En það er annað en auðvelt miðað við alla kynþáttafordómana í samfélaginu. Myndin sjálf er þriggja stjörnu mynd en Denzel Washington bætir hálfri stjörnu í viðbót við það. Hann hefur ekki verið svona öflugur í háa herrans tíð og sýnir frábæran og öflugan leik sem Rubin Carter, maður sem hefur mátt þola hreint ótrúlegt ranglæti í gegnum tíðina. Það er engin spurning að Washington er vel að Óskarsverðlaunatilnefningunni kominn. Allir aðrir leikarar eru mjög góðir og Rod Steiger á ískrandi kaldhæðna rullu undir lokin sem dómarinn í réttinum. Norman Jewison hefur aðallega sýnt það í gegnum tíðina að hann er góður sögumaður þótt að myndin sjálf sé kannski ekki að sýna neina nýja hluti en maður fyrirgefur henni það af því að hún er afar vel gerð. Þetta er samt afar vel gerð mynd og vönduð í alla staði en þrátt fyrir allt það á Denzel Washington þessa mynd og stendur hann algjörlega upp yfir allt þarna og verður gaman að sjá hvort hann vinnur á Óskarnum í lok mars.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög góð mynd, leikurinn góður eins og við var að búast. Mynd sem maður horfir bara á einu sinnum og þeir sem eru að segja að þetta sé "full bandarískur endir" þá vil ég benda á að þetta er SANNSÖGULEG saga.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Hurricane er ein af bestu myndum ársins, ég held að Denzel Washington fái ekki óskarinn þótt að hann hafi leikið frábærlega, en það getur enginn skátað Kevin Spacey í sinni mynd. Þessi mynd snerti mig alveg mjög djúpt. Lang besti leikur Denzels í langan tíma fyrir utan Malcolm X. Kannski of mikið flakk á milli tíma en samt mjög góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Enginn sem kann að meta góðan leik í góðum kvikmyndum má nokkru sinni missa af þessari stórkostlegu kvikmynd hágæðaleikstjórans Norman Jewison (In The Heat of the Night, Fiddler on the Roof, Moonstruck) þar sem óskarsverðlaunaleikarinn Denzel Washington (Glory) sýnir það og sannar endanlega að hann er í flokki bestu karlleikaranna sem eru í Hollywood. Hann leikur hér Rubin Carter sem ákvað á unga aldri að gerast atvinnumaður í hnefaleikum og stefndi á heimsmeistaratitilinn í millivigt. Carter sýndi strax fram á að hann ætti alla möguleika á að láta draum sinn rætast og fékk fljótlega viðurnefnið "The Hurricane" (sem þýðir "Fellibylurinn") vegna þess hve eldsnöggur hann var og höggþungur. Kvöld eitt árið 1966 þegar Carter var á heimleið ásamt vini sínum, John Artis, voru þeir stöðvaðir af lögreglu, grunaðir um að hafa við þriðja mann, Alfred Bello, myrt þrjá menn á bar einum í nágrenninu. Þeir Carter og Artis voru blásaklausir af verknaðinum en réðu ekki við ljúgvitni og spillt öfl í lögreglunni og eftir hálfgerð sýndarréttarhöld voru þeir hvor um sig dæmdir í þrefalt lífstíðarfangelsi fyrir morðin. Þar með hófst barátta Carters fyrir réttlætinu, en hann mátti sín lítils aleinn gegn spilltu kerfinu. Honum tókst þó að koma frá sér bók um málið og þegar ungur Kanadamaður komst yfir hana og las, ákvað hann ásamt félögum sínum að gera allt sem hægt var gera til að Carter fengi frelsi sitt að nýju eftir 30 ára fangelsisvist á tíunda áratugnum. Hér er hiklaust á ferðinni ein af bestu kvikmyndum ársins 1999, hún er ein af þessum sögum sem sitja lengi, lengi eftir í huga allra þeirra sem séð hafa. Og leikaraliðið fer svo sannarlega (og eftirminnilega) á kostum; Denzel Washington var tilnefndur til óskarsverðlaunanna 1999 sem besti leikari í aðalhlutverki, og verðskuldaði það svo sannarlega. Hann nær að túlka persónu og mannlega reisn þessa einstaka manns sem mátti þola helvíti í flestum myndum og mátti þola að sitja blásaklaus í fangelsi í fjölda ára. Hann er frábær í hlutverkinu og hefur ekki leikið betur síðan hann fékk óskarinn árið 1989 fyrir stórleik sinn í kvikmyndinni "Glory". Meðal annarra leikara myndarinnar má nefna þau; John Hannah, David Paymer, Liev Schreiber, Dan Hedaya, Vicellous Reon Shannon, Clancy Brown og óskarsverðlaunaleikarann Rod Steiger sem birtist hér í hlutverki dómarans H. Lee Sarokin. Hann hlaut eins og flestir ættu að muna óskarinn fyrir meistaraleik sinn í kvikmynd Norman Jewison "In the Heat of the Night" árið 1967. Ég get því ekki annað en að mæla eindregið með þessari kvikmynd við alla sanna kvikmyndaunnendur. Hún sameinar alla helstu höfuðkosti góðra kvikmynda; sem er: gott kvikmyndahandrit, góður leikstjóri og frábær aðalleikari. Semsagt; alls ekki missa af henni!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn