Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Rounders 1998

Frumsýnd: 8. janúar 1999

You've got to play the hand you're dealt.

121 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 64% Critics
The Movies database einkunn 54
/100
Tilnefnd til Gullna ljónsins á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.

Ungur fjárhættuspilari fer í meðferð og er hættur öllu fjárhættuspili. Hann verður þó að snúa aftur að spilaborðunum til að hjálpa vini sínum að borga okurlánurum peninga sem hann skuldar þeim.

Aðalleikarar


Rounders er skemmtileg mynd um háskólastrák leikinn af Matt Damon sem er á leiðinni í að vera lögmaður en er líka atvinnu pókerspilari. Hann á kærustu sem er móðursjúk í hvert skipti hann fer eitthvert út því hann hefur lent í póker vandræðum í fortíðinni. En þegar hann missir allt sem hann á þá þarf hann að vinna sig upp en líka er vinur hans leikinn af Edward Norton nýbúinn að klára fangelsisvist og þarf hann hjálp hjá Damon til að borga stóra skuld. Frábært plot í myndinni en ekki er hún bara skemmtileg heldur líka fræðandi á öllu sviði í póker.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég tók þessa mynd á leigu þá var hún eina myndin sem var hægt að taka og sá ekki eftir því að þessi mynd kom mér skemmtilega á óvart. Matt Damon, Edward Norton og John Malkovich er allir góðir í henni og er Edward Norton að verða einn af mínum uppáhaldsleikurum! 3 stjörnur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Kvikmyndin "Rounders" er verk hins virta leikstjóra John Dahls sem m.a. gerði myndirnar "Red Rock West", "The Last Seduction" og "Kill Me Again". Hér er á ferðinni hörkugóð spennumynd sem gerist í undirheimum New York þar sem póker er spilaður grimmt fyrir gífurlegar upphæðir. Mike McDermott (Matt Damon) er ungur lögfræðinemi í New York sem hefur einnig getið sér gott orð fyrir afburðahæfni í að spila póker. Hann býr með skólafélaga sínum, Jo (Gretchen Mol), og er ákveðinn í að ná góðum prófum í skólanum. Mike veit að námið er hin rétta leið til að ná árangri í lífinu en spennan sem fylgir pókernum heillar hann stöðugt þótt hann viti að spilamennskan geti verið stórhættuleg ef menn gæta sín ekki. Hann hefur því ákveðið að fara varlega í þeim efnum. En þegar gamall vinur hans, sem kallaður er Worm (Ed Norton), er látinn laus úr fangelsi taka hjólin heldur betur að snúast. Worm er eitilharður fjárhættuspilari og þarf nú nauðsynlega að ná sér í 25.000 dali til að borga aðra spilaskuld. Honum tekst að fá Mike til að koma með sér aftur að spilaborðinu og hugmyndin er að vinna sér rétt til að setjast við borðið á móti rússneskum mafíumanni, Teddy (hreint frábærlega leikinn af John Malkovich), sem þekktur er fyrir að leggja háar fjárhæðir undir í spilinu. Vandamálið er að á meðan Mike er heiðarlegur spilari og vill fara eftir reglunum er Worm óforbetranlegur svindlari sem kemur sér og Mike stöðugt í hin mestu vandræði. Saman halda nú þessir tveir ólíku vinir á vit undirheima borgarinnar þar sem allt er að lokum lagt undir - jafnvel lífið sjálft! Með aðalhlutverkin fer eins og þið hafið séð hópur frábærra leikara þar sem þeir Matt Damon, Edward Norton og John Malkovich eru í fararbroddi, ásamt t.d. Gretchen Mol, John Turturro, Famke Janssen (úr GoldenEye) og óskarsverðlaunaleikaranum Martin Landau (Ed Wood). Góð kvikmynd sem ég mæli eindregið með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög góð mynd sem fjallar um ungan mann, leikinn af Matt Damon, sem lifir fyrir að spila póker og þá oftast upp á peninga. Einn daginn tapar hann svo til aleigunni og lofar þá kærustu sinni að hætta að spila. Skömmu eftir þetta losnar gamall vinur hans og spilafélagi úr fangelsi og í framhaldi af því tekur hann að spila aftur gegn vilja sínum því að það kemur í ljós að félagi hans skuldar skuggalegum mönnum stórar fjárhæðir og því er eina leiðin til að greiða þær skuldir að vinna peningana í fjáráhættuspilum. Félaginn er leikinn af Edward Norton sem leikur hlutverk sitt frábærlega. Matt Damon er einnig sterkur og nær að sýna þær togstreitur sem persóna hans á við að stríða. Þessi mynd fjallar samt ekki um fjáráhættuspilafíkn nema að mjög litlu leiti. Ég hefði aldrei trúað að pókersenur gætu verið eins spennandi og raun ber vitni. Ekki má síðan gleyma að minnast á John Malkovich en hann fer með frábært aukahlutverk. Í stuttu máli er þessi mynd mjög góð skemmtun og hún fær mín meðmæli.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn