Náðu í appið
He Got Game
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

He Got Game 1998

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 14. ágúst 1998

A father's freedom depends on his son's choice.

136 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 81% Critics
The Movies database einkunn 7
/10
The Movies database einkunn 64
/100

Hér er sögð sagan af Jesus Shuttlesworth, efnilegasta körfuboltamanni í háskóladeildunum í Bandaríkjunum. Jesus á sér drauma um að ná langt sem atvinnumaður á meðal þeirra bestu, en sá skuggi hvílir yfir að faðir hans er í fangelsi fyrir að hafa orðið móður Jesus að bana.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Svipaðar myndir


Gagnrýni (2)


Kvikmyndin He Got Game kom út árið 1998 og fékk nokkuð misjafna dóma gagnrýnenda. Í gær (19/4) var hún svo sýnd á Stöð 2 og ég ætlaði ekki að láta hana fram hjá mér fara.Jack Sullesworth (Denzel Washington) er svartur fyrrverandi körfuboltamaður sem hefur afplánað rúm 6 ár af 15 í fangelsi fyrir að hafa myrt konuna sína á nokkuð slysalegan hátt. Þau eignuðust 2 börn sem heita Jesus (Ray Allen) og Mary (Zelda Harris). Jesus er mjög góður og frægur körfuboltamaður sem er á leið í háskóla. Skólarnir slást um hann og hann á mjög erfitt með að ákveða sig í þeim málum. Hann hefur afneitað föður sínum eftir morðið og vill ekki þekkja hann lengur. Jesus á kærustu sem heitir Lala og sýnist samband þeirra mjög gott til að byrja með en það á eftir að breytast. Frændi hans, Booger (Hill Harper) hengur mikið með honum en það er besti vinur hans.


Í fangelsinu fær Jack samt það verkefni að fara til Long Island í eina viku og fá son sinn til að fara í Big State háskólann. 2 harðir náungar fara með hann og koma hlerunarbúnaði og staðsetningartæki fyrir á líkama hans. Það ætlar hinsbegar ekki að vera auðvelt fyrir Jake að ná sambandi við son sinn en hann kynnist hórunni Dakota (Milla Jovovich) sem býr ásamt kærasta sínum í íbúð við hliðina á Jake.


Það er sýnt frá því í myndinni þegar Jake var að kenna Jesus körfubolta. Hann gerði það reyndar á nokkuð groddalegan hátt því hann sýndi ungum syni sínum enga miskunn inni á körfuboltavellinum.Óskarsverðlaunahafinn Denzel Washington fer á kostum í þessari ágætu mynd og nú býð ég spenntur eftir The Antwone Fisher Story þar sem hann bæði leikstýrir og leikur aðalhlutverkið en það verður í fyrsta sinn sem Denzel reynir að leikstýra kvikmynd. Þrátt fyrir það að He Got Game sé mjög dramatísk og vel yfir 2 tímar tekst henni aldrei að verða langdregin sem er mjög jákvætt. Mér fannst He Got Game mjög góð mynd sem ég mæli eindregið með.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Brilliant mynd. Denzel Washington, Ray Allen(betur þekktur sem körfuknattleiksmaður með Milwaukee Bucks) og Milla Jovovich eru alveg frábær í þessari mynd frá meistaranum Spike Lee(sjáið The original Kings of comedy). Fullt Hús.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn