Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég gef myndinni tvær og hálfa stjörnu útaf því að söguþráðurinn var fáránlegur. Ég hefði kannski gefið henni minna, en myndin sjálf var góð. jájá, ég gæti verið bara einhver táningur sem veit ekkert í sinn haus um kvikmyndir en eftir að ég las bókina var ég fyrir miklum vonbrigðum með hvernig þeir breyttu söguþráðnum þannig að þetta get mestallan tímann út á það að Mina var Dracula's long lost love. Lesið bókina, og þið gætuð orðið sammála. En annars, góður leikarahópur og flott sviðsmynd.
LESIÐ BÓKINA.
Þessi Dracula mynd er líklega sú eina sem fylgir bókinni réttilega. Gary Oldman sem er heilagur snillingur leikur Dracula og leikur hann eins og heilagur snillingur þrátt fyrir að vera peð Satans í baráttu við siðferðiskennd mannkyns og Kristninni. Keanu Reeves leikur ágætlega en er kannski ekki rétti maðurinn fyrir hlutverk sitt í Dracula. Ryder og Hopkins eru mjög góð. Allt við myndina er mjög gott kannski fyrir utan það að hún er soldið gamaldags á pörtum. Ég er enginn Dracula aðdáðandi en þessi mynd er mjög fín.
Ég er sko alveg Hard core Dracula fan og veit allt fullt um kauða.að mínu mati er þatta ein besta Dracula mynd sem gerð hefur verið.Allt sem var í henni var frábært og þá sérstaklega Anthony hopkins sem lék Van Helsing alveg meistarlega vel
Af mínu mati er hann besti Van Helsing-inn af öllum Drakúla-myndunum(margir hafa sagt að það sé Peter Cushing sem var nú alveg ágætur).Gary Oldman var mjög góður sem greifinn en hann hefði getað leikið sér betur með karkterinn og gert hann aðeins líkari Bela Lugosi sem lék hann alveg frábærlega.
Mér þótti mjög skemmtilegt að sjá hvernig þeir notuðu sama formið og var notað í Nosferatu(bestu Drakúla myndinni)Þar sem skugginn er notaður alveg út í ystu æsar.
Schnilld!!!!!
Þrusugóð vampíru mynd með FULLT af frægum leikurum og leikstjórinn er enginn annar en Francis Coppola (Godfather 1,2,3).Ég bjóst við miklu af myndinni en ég fékk miklu meira
þetta er skyldumynd fyrir alla kvikmynda aðdáendur.
Ein albesta Drakúlamynd sem undirritaður hefur séð, og einhverjum ljósárum framar en Dracula 2001 og Christopher Lee-myndirnar. Fer allvel eftir bókinni, sem er vel, og er valinn leikari í hverju rúmi, skemmtilega tekin, leikstýrt og sviðsett. Brilljant mynd og skyldueign á hverju siðmenntuðu heimili.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$40.000.000
Tekjur
$215.862.692
Aldur USA:
R