Löng stikla fyrir Karlar sem hata Konur (US)

Af hverju ættum við að vilja sjá The Girl with the Dragon Tattoo? Þetta er spurning sem margir íslendingar, og væntanlega margir alþjóðlegir áhorfendur spyrja sig núna þegar styttast fer í að ameríska endurgerðin á bók Stieg Larsson komi ut. Og ekki nema furða, við sáum þessa mynd fyrir bara nokkrum árum.

Myndina má samt ekki bara afgreiða sem enn eina Hollywood endurgerðina. Fyrir það fyrsta, er leikstjórinn David Fincher. Maðurinn á bakvið Seven, Fight Club, og The Social Network. Hann gerir ekki lélegar myndir. Handritið, skrifað af Steve Zaillian, er sagt vera byggt á bókinni, ekki hinni myndinni. Þó er sagt að endirinn muni koma á óvart.

Nú er komin ný stikla fyrir myndina. Hún er tæpra fjögurra mínútna löng, sem er mun lengra en yfirleitt gengur og gerist, og setur vel upp plottið sem við þekkjum öll svo vel. Myndin lítur vel út, góð ákvörðun að reyna ekki að færa myndina til bandaríkjanna eða eitthvert, og flestir leikararnir passa ágætlega í sín hlutverk. Þó verður Noomie Rapace alltaf Lisbeth Salander í mínum huga, og ég held að ef ég vilji rifja upp í framtíðinni muni ég setja sænsku myndina í spilarann. En vonandi verður hægt að sjá þessa mynd sem áhugavert tilbrigði. Sjáið stikluna hér: