Litla hafmeyjan synti á toppinn

Litla hafmeyjan kom sá og sigraði á íslenska bíóaðsóknarlistanum um síðustu helgi en rúmlega 4.500 manns mættu í bíó til að upplifa Disney ævintýrið á sinni fyrstu sýningarhelgi.

Toppmynd síðustu viku, bílahasarinn Fast X, bakkaði niður í annað sæti listans og Guardians of the Galaxy – Vol. 3 þurfti sömuleiðis að síga um sæti, niður í það þriðja.

Hin nýja myndin í bíó um helgina var Ben Affleck spennumyndin Hypnotic sem landaði fimmta sæti aðsóknarlistans með næstum fjögur hundruð gesti.

Mario bræður tekjuhæstir

Sú mynd á listanum sem fengið hefur mestar tekjur samtals er The Super Mario Bros. Movie með um 71 milljón krónur á átta vikum í sýningum.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: