SpennaRómantíkSpennutryllirVestri
Leikstjórn Sam Raimi
Leikarar: Sharon Stone, Gene Hackman, Russell Crowe, Leonardo DiCaprio, Tobin Bell, Roberts Blossom, Kevin Conway, Keith David, Timo Mugele, Mark Boone Jr., Lance Henriksen, Pat Hingle, Gary Sinise, Mark Boone Junior, Olivia Burnette, Fay Masterson, Raynor Scheine, Woody Strode, Jerry Swindall, Scott Spiegel, Sven-Ole Thorsen, Lennie Loftin
Ellen, óþekkt byssukona, kemur ríðandi inn í lítinn, sóðalegan og þunglyndislegan bæ úti á sléttunni, sem býr yfir leyndarmáli, sem er einnig ástæða þess að byssukonan er komin. Stuttu eftir að hún kemur í bæinn, er prestinum í bænum, Cort, hent í gegnum kráardyrnar um leið og bæjarbúar eru að skrá sig í skotkeppni. Í boði eru há peningaverðlaun og eina reglan er sú að maður eigi að fylgja reglunum sem upphafsmaður keppninnar, Herod, setti. Herod er einnig aðalmaðurinn í bænum og stjórnar þar öllu. Svo virðist sem hann hafi sett upp þessa skotkeppni til að presturinn ( sem var eitt sinn útlagi í liði með Herod ) þurfi að taka aftur fram byssubeltið og keppa. Cort hinsvegar harðneitar að nota byssu aftur og drepa fólk, en Herod, sem veit að Cort er besti byssumaðurinn í bænum, er staðráðinn í að fá hann til að skipta um skoðun, jafnvel þó að það kosti það að einhver láti lífið.
SpennaGamanGlæpa
Leikstjórn Luc Besson
Leikarar: Robert De Niro, Michelle Pfeiffer, Robert Wise, Dianna Agron, John D'Leo, David Belle, Domenick Lombardozzi, Joseph Perrino, Vincent Pastore, Paul Borghese, Kresh Novakovic, Dominic Chianese, Greg Antonacci
Mafíuforingi og fjölskylda hans eru flutt til rólegs bæjar í Frakklandi í vitnavernd, eftir að hafa gefið yfirvöldum upplýsingar um mafíuna. Þrátt fyrir að leyniþjónustumaðurinn Stansfield geri sitt besta til að láta þau halda sig á mottunni, þá er erfitt fyrir þau Fred Manzoni, eiginkonu hans Maggie og börn þeirra þau Belle og Warren, að snúa aftur til fyrri hátta og koma upp um sig með því að leysa málin með sínum eigin aðferðum, sem verður til þess að fyrrum félagar þeirra í mafíunni komast á snoðir um felustað þeirra. Ringulreið upphefst og nú þarf að jafna metin.
Útgefin: 5. desember 2013
GamanSpennutryllir
Leikstjórn Richard Ayoade
Leikarar: Jesse Eisenberg, Mia Wasikowska, Jean-Pierre Sentier, Fergie, Noah Taylor, James Fox, Keith Denny, Cathy Moriarty, Nathalie Cox, Gemma Chan, Gabrielle Downey, Craig Roberts, Susan Blommaert, Roy H. Wagner, Tim Key, Sally Hawkins, Chris O'Dowd, Joanna Finata, Scott Andrew Ressler
Simon er uppburðarlítill maður, og það fer lítið fyrir honum. Enginn tekur sérstaklega eftir honum í vinnunni, móðir hans fyrirlítur hann, og konan sem hann elskar virðir hann ekki viðlits. Hann sér enga von um að geta breytt þessu til betri vegar. Þá kemur til sögunnar nýr samstarfsfélagi, James, sem veldur róti á líf Simons. James er bæði nákvæmlega eins í úliti og Simon, en á sama tíma er hann algjör andstæða hans, sjálfsöruggur, hefur persónutöfra og á gott með að laða að sér konur. Simon til mikils hryllings, þá byrjar James smátt og smátt að yfirtaka líf hans.
Útgefin: 10. júlí 2014
DramaHrollvekja
Leikstjórn Julia Ducournau
Leikarar: Garance Marillier, Ella Rumpf, Donald Crisp, Laurent Lucas, Joana Preiss, Bouli Lanners, Marion Vernoux, Thomas Mustin, Marouan Iddoub, Jean-Louis Sbille, Benjamin Boutboul, Bérangère McNeese, Denis Mpunga
Þegar ung grænmetisæta, Justine, gengst undir blóðuga busavígslu í dýralæknaskóla, þá fer löngun eftir kjöti að vaxa innra með henni.
Leikstjórn Julia Ducournau
Leikarar: Garance Marillier, Ella Rumpf, Laurent Lucas, Joana Preiss, Bouli Lanners, Thomas Mustin, Marouan Iddoub, Jean-Louis Sbille, Benjamin Boutboul, Denis Mpunga
Rómantík
Leikstjórn Don McBrearty
Leikarar: Christa Taylor Brown, Chad Michael Murray, Erin Agostino, Jon McLaren, Michael Copeman, Marcia Bennett, Darrin Baker, Kent Sheridan
Mia Miejer býst við að amma hennar, Ann, muni vinna bakarakeppnina um Jólin með sínu fræga hollenska brauði Kerststol. En amman er með slæmar fréttir. Hún þarf að selja sögufræga myllu sem hún á og fyrrverandi kærasti Miu, verktakinn Brady Schaltz, er kaupandinn og vill að auki rífa mylluna til að byggja lúxushótel.
GamanRómantík
Leikstjórn T.W. Peacocke
Leikarar: Merritt Patterson, Trevor Donovan, Rob Stewart, Jayne Eastwood, Eric Peterson, Marisa McIntyre, Derek Moran, Patrice Goodman
Addie er kírópraktor í New York og fær óvart smáskilaboð frá "Nana." Skilaboðin verða að ástríku sambandi milli Nana og Addie sem tala nú saman reglulega. Nana býður Addie að vera með sér um Jólin í Vermont. Þar er mjög fallegt og nákvæmlega eins og Nana hafði lýst því. En eitt kemur á óvart, einhleypur sonur Nana, James, er farandlæknir sem er einnig heima um Jólin. Næstu þrjú ár eru James og Addie saman um Jólin, þó að það sé ekki fyrr en þau eru bæði orðin einhleyp að þau fara að horfa á hvort annað í öðru ljósi.
GamanRómantík
Leikstjórn Bradley Walsh
Leikarar: Danica McKellar, Damon Runyan, Patrice Goodman, Vickie Papavs, Nigel Hamer, Chris Farquhar, Deanna Jarvis
Bella Sparks, eigandi Bella’s Boutique, eignast nýjan kröfuharðan viðskiptavin, Stefan, sem þarf að kaupa sér föt sem duga honum í stífa fundaviku, eftir að hann týnir farangri sínum. En Bella verður aldeilis hissa þegar hún kemst að því að Stefan heitir fullu nafni Stefan William Francis Brown, og er hertogi af Tangford.
RómantíkDramaStríð
Leikstjórn Lasse Hallström
Leikarar: Amanda Seyfried, Channing Tatum, Richard Jenkins, Henry Thomas, D.J. Cotrona, Cullen Moss, Gavin McCulley, Jose Lucena Jr., Keith Robinson, Scott Porter, David Andrews, Mary Rachel Dudley, Luke Benward, Jessica Lucas, William Howard
Savannah Curtis er ung hugsjónamanneskja sem í vorfríi frá skólanum sínum kynnist hermanninum John Tyree, sem þá er sjálfur í tímabundnu fríi frá herskyldu sinni. John fellur fyrir Curtis og hefst með þeim ástarsamband. Þegar hann er svo kallaður aftur í herinn ákveða þau að skiptast á bréfum til að viðhalda ástinni. Þegar hryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturnanna í New York eiga sér stað er John svo sendur til Mið-Austurlanda og þá verða bréfaskriftir eina leiðin fyrir John og Savönnuh að eiga samskipti. John er sífellt sendur í hættulegri verkefni og það eina sem heldur honum gangandi í gegnum þau eru bréfin sem hann fær frá Savönnuh. Brátt þarf hann samt að fara að spyrja sig hversu lengi hún getur beðið eftir honum...
Útgefin: 5. ágúst 2010
SpennaDramaÆvintýri
Leikstjórn Takashi Yamazaki
Leikarar: Ryunosuke Kamiki, Minami Hamabe, Yuki Yamada, Munetaka Aoki, Hidetaka Yoshioka, Sakura Ando, Kuranosuke Sasaki
Risaófreskjan Godzilla, sem sækir líf sitt og kraft í ofurmátt kjarnorkusprengjunnar, birtist í Japan á eftirstríðsárunum, þegar þjóðfélagið er í sárum, og lemur landið enn lengra niður í svartnættið.
GamanRómantíkSöngleikur
Leikstjórn Peter Sullivan
Leikarar: Britt Robertson, Chad Michael Murray, Marla Sokoloff, Marc Anthony Samuel, Maxwell Caulfield, Colt Prattes, Hector David Jr., Michael Grossi, Beth Broderick, Maria Canals-Barrera, Meredith Thomas, Rivkah Reyes, Michael Gaglio
Brodway dansari setur upp Jólarevíu eingöngu með karlkyns leikurum til að bjarga næturklúbbi foreldra sinna - og hittir í leiðinni mann sem kann allar réttu hreyfingarnar.
DramaFjölskyldaÍþróttir
Leikstjórn Ellen Perry
Leikarar: Damian Lewis, Bob Hoskins, Rebekah Staton, Perry Eggleton, Kieran Wallbanks, Stephen Roberts, Alice Krige, Brandon Robinson, Jane March, Kristian Kiehling, Kenny Dalglish
Munaðarlaus drengur ferðast um þvera Evrópu til að komast á úrslitaleik í Meistaradeildinni í fótbolta í Istanbul í Tyrklandi árið 2005.
HeimildarmyndÆviágripTeiknað
Leikstjórn Benjamin Rednour, Benjamin Ree
Leynilegt líf ungs World of Warcraft spilara tekur á sig nýja mynd þegar vinir hans á netinu hafa samband við fjölskylduna eftir dauða hans. Í ljós kom að hann hafði leikið stórt hlutverk í samfélagi á netinu á meðan fjölskyldan hélt hann væri einmana og einangraður.
Heimildarmynd
Leikstjórn Jeff Zimbalist
Leikarar: Angela Nikolau, Ivan Beerkus
Tveir ofurhugar láta reyna á mörk ástar og trausts með því að klífa ólöglega eina af hæstu byggingum heims til að fremja þar fimleikaæfingar.
HeimildarmyndÆviágripÍþróttir
Leikstjórn Micah Brown
Leikarar: Connor Stalions, Tony Paul, Kelly Stalions, Brock Stalions, Nicole Auerbach, Isaiah Hole, Zachary Couzens
Í þessari heimildarmynd ræðir Connor Stalions í fyrsta sinn ásakanir sem tengjast stuldi á fótboltaskilti Michican Wolverines.
GamanÆvintýriFjölskyldaTónlistTeiknað
Leikstjórn Harve Foster, Wilfred Jackson
Sögumaðurinn Uncle Remus segir ungum dreng sögur um svikahrappinn Br´er Rabbit, sem snýr á Br´Fox og hinn treggáfaða Br´er Bear.
SpennaDramaHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Garth Pillsbury, Harrison Page
Leikarar: Lulu Wilson, Kevin James, Nancy Kulp, Robert Maillet, Amanda Brugel, Isaiah Rockcliffe, Ryan McDonald, John D. Hickman
Ferð unglingsstúlku í sumarbústað með föður sínum fer verulega úrskeiðis þegar hópur fanga ónáðar þau svo um munar.
RómantíkDrama
Leikstjórn Michael Sucsy
Leikarar: Rachel McAdams, Channing Tatum, Sam Neill, Scott Speedman, Jessica Lange, Tatiana Maslany, Lucas Bryant, Dillon Casey, Philipp Enders, Joey Klein, Joe Cobden, Stefano Dionisi, Shannon Barnett, Lindsay Ames, Jessica McNamee, Sarah Carter, Rachel Skarsten
Þau Leo og Paige eru ung og nýgift hjón sem sjá vart sólina hvort fyrir öðru. Kvöld eitt þegar þau eru á heimleið í mikilli hálku ekur stór vöruflutningabíll aftan á bíl þeirra með þeim afleiðingum að flytja þarf þau á sjúkrahús. Leo jafnar sig á slysinu á tiltölulega stuttum tíma en öðru máli gegnir um Paige sem vaknar upp gjörsamlega minnislaus um síðustu fimm árin í lífi sínu. Þar með man hún hvorki eftir Leo né hjónabandi þeirra. Þrátt fyrir að læknar telji að Paige eigi eftir að fá minnið aftur lætur það bíða eftir sér og það versta er að um leið hefur Paige algjörlega gleymt ástinni sem hún bar til Leos. Þess í stað upplifir hún tilveruna þannig að hún sé enn í sambandi við fyrrverandi kærasta sinn, þann sem hún var með áður en hún hitti Leo. Við þessum sérstöku aðstæðum þarf Leo að bregðast og ákveður að það eina sem hann getur gert er að vinna ástir Paige að nýju ... og þar með í annað sinn.
Útgefin: 19. júlí 2012