Lee bað Smith að leika illa

Will Smith, sem leikur heimsklassa leigumorðingja sem er eltur af yngri útgáfu af sjálfum sér í nýjustu mynd sinni, Gemini Man, fékk að reyna það á eigin skinni þegar tökur kvikmyndarinnar fóru fram, hvernig það er að vinna með Will Smith.

Ungur og gamall.

Leikarinn, sem er 50 ára gamall, leikur í myndinni á móti 23 ára gamalli útgáfu af sjálfum sér. Smith leikur einnig þá útgáfu.

Í kynningu á myndinni á þriðjudaginn í Los Angeles í Bandaríkjunum, sagði leikstjórinn Ang Lee við blaðamenn: „Ég vil að það sé alveg á hreinu, að við erum ekki að yngja upp. Í staðinn bjuggum við til nýja persónu, unglegan Will Smith,“ sagði hann um tölvugerðu útgáfuna sem byggð er á leik Smith, með hreyfiskynjunartækni ( e. Motion Capture )

„Aðal vandamálið er að Will er miklu betri leikari í dag en hann var fyrir 30 árum,“ bætti Lee við.

Smith sagði að Óskarsverðlaunaleikstjórinn Lee, sem leikstýrði m.a. Brokeback Montain, hafi beðið sig að leggja minna á sig, þegar hann var að leika yngri útgáfuna af sjálfum sér.

„Hann sagði, þú þarft að leika verr,“ sagði Smith. „Hann sýndi mér sjálfan mig úr eldri kvikmyndum, og sagði, „Kíktu á þetta, til að miða við. Þetta er ekki gott. Ég vil að þú gerir svona.“

Í kynningu á myndinni skýrði Lee að tæknin hafi þurft að batna þangað til hún var orðin eins og hún er orðin í dag, svo þeir hafi getað gert svona mynd.

„Sú hugmynd að maður sé eltur af sjálfum sér er mjög metnaðarfull hugmynd,“ segir Lee. „Þökk sé nútímatækni, þá er þetta nú mögulegt.“

Smith bætti við að hann sjálfur væri hrifinn af tímaferðalögum, en sé ekki alveg viss um til hvaða tímabils í sögunni hann væri til í að ferðast.

„Það er frábært að geta skoðað æskuna samanborið við reynsluna, og skoða á hvaða aldri þú værir til í að vera ef þú gætir farið aftur í tímann,“ sagði Smith. „Ég myndi ekki vilja vera neitt nálægt þrítugsaldrinum. Kannski fertugsaldrinum. En það er mjög heillandi að geta velt því fyrir sér.“

Gemini Man kemur í bíó hér á Íslandi 11. október nk.