Rétt svo vika liðin síðan seinasta forsýningin okkar var og strax höfum við ákveðið að hoppa yfir í aðra, en núna er það hasarmyndin Captain America: The First Avenger, sem er síðasta myndin frá sjálfstæða Marvel-stúdíóinu (Iron Man, Thor) áður en The Avengers lítur dagsins ljós í apríl á næsta ári. Helst ekki missa af þessari dúndurskemmtilegu upphitun sem bæði Kvikmyndir.is og Nexus-menn voru mjög ánægðir með.
Miðasala fer í gang mjög fljótlega (sennilega á morgun). Fylgist með Facebook-síðu okkar og við látum vita strax og það gerist.
Og já, svo ekkert fari framhjá neinum…
– Mánudaginn 25. júlí verður sýningin.
– Salur 1, Laugarásbíó, kl. 22:15
– Þetta verður hlélaus POWERsýning.
– Engin álagning, bara venjulegt 3D miðaverð (1350 kr.)
Sendið tölvupóst á mig (tommi@kvikmyndir.is) ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir.
Sjáumst í bíó.
Kv.
T.V. (þ.e. Forsýningarmeistarinn!)
(ég varð!)


