Jólakveðja frá Star Wars

Það eru eflaust ekki allir sem muna eftir því að Star Wars teymið kom saman og bjó til jólamynd árið 1978. Myndin bar nafnið Star Wars Episode IV 1/2: Happy Life Day og er með því steiktasta sem undirritaður hefur séð í tengslum við Stjörnustríð.

Myndin vakti þó mikla lukku og aðdáendur tóku henni vel á sínum tíma, en myndin inniheldur m.a. söngatriði og teiknimynd með Boba Fett.

Áhugasamir geta horft á myndina hér að neðan (ekki gefast upp eftir 5 mínútur þrátt fyrir textalaust Wookie tal, þá missiru af öllum söngatriðunum).