James Bond ýtir Neeson af toppnum

Það kemur líklega engum á óvart, en James Bond tyllir sér á topp íslenska DVD/ Blu-ray listans sína fyrstu viku á lista og stjakar þannig við sjálfum Liam Neeson í Taken 2, sem fer niður í annað sætið eftir tvær vikur á toppnum.

Í þriðja sæti er spennutryllirinn Alex Cross, upp um eitt sæti, og í fjórða sæti er löggumyndin End of Watch. Í fimmta sæti, og stendur í stað á milli vikna, er Love is All You Need, með fyrrum James Bond leikaranum Pierce Brosnan í aðalhlutverki.

Til viðbótar við Skyfall þá eru nokkrar nýjar myndir á listanum. Arbitrage með Richard Gere kemur beint inn í sjötta sætið og hrollvekjan Paranormal Activity 4 fer beint í 12. sætið. Að síðustu þá smellir Death Race 3: Inferno sér beint í 14. sæti listans á sinni fyrstu viku á lista.

Sjáðu lista 20 vinsælustu mynda á DVD/Blu-ray á Íslandi í dag hér að neðan:

Stikk: