Jack Reacher 2 illmenni fundið?

Framleiðendur Jack Reacher 2 leita nú logandi ljósi að leikara til að leika helsta illmenni myndarinnar, á móti Tom Cruise, sem leikur Reacher sjálfan – fyrrum herlögreglumanninn sem ráfar um Bandaríkin og lendir í ýmsu misjöfnu.

jack-reacher-tom-cruise_0

Samkvæmt Variety er Royal Pains leikarinn Patrick Heusinger undir smásjá framleiðenda, og á í viðræðum um að taka að sér hlutverkið.  Ef af verður mun hann ekki einungis slást hóp með Tom Cruise heldur einnig þeim Cobie Smulders, Aldis Hodge og Danika Yarosh, sem öll eru staðfest í myndina. Engar nánari upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu um persónuna sem Heusinger myndi leika, aðrar en þær að henni er lýst sem „Veiðimanninum“

Heusinger hefur auk Royal Pains leikið í öðrum sjónvarpsþáttum eins og Girlfriend’s Guide to Divorce, Revolution og Gossip Girl, og hefur komið fram í kvikmyndum eins og Frances Ha, Black Swan og Sweet Land.

heusingerJack Reacher 2 verður byggð á bókinni Never Go Back eftir Lee Child, en þar er Reacher á leið aftur til gömlu herstöðvarinnar í Virginíufylki í Bandaríkjunum, en kemst þar að því að nýi yfirmaðurinn á svæðinu hefur verið handtekinn, og er sjálfur ákærður fyrir að lemja mann í spað og eignast barn með konu, þó hann muni sjálfur eftir hvorugu atvikinu.

Tökur eiga að hefjast í nóvember. Leikstjóri er The Last Samurai leikstjórinn Edward Zwick. 

Frumsýning er áætluð 21. október 2016.