Batman verður illmenni í Spider-Man

Óskarstilnefndi Batman leikarinn Michael Keaton snýr aftur í ofurhetjuheima í myndinni Spider-Man: Homecoming, og mun þar fara með hlutverk þorparans Vulture. Forstjóri Marvel Studios, Kevin Feige, staðfesti þetta í samtali við dagblaðið kanadíska, Toronto Sun. „Við vorum með óskalista, og hann er að rætast að mestu leiti“, sagði Feige. „Cate Blanchett leikur Hela í Thor: […]

Weaver verður Marvel þorpari

Netflix er með nýja Marvel teymis-ofurhetjumynd í smíðum, The Defenders, en þar leiða saman hesta sína fjórar ofurhetjur sem allar hafa fengið sína eigin sjónvarpsþáttaraðir, þau Daredevil, sem Charlie Cox leikur, Jessica Jones sem Krysten Ritter leikur, Luke Cage, sem Mike Colter leikur, og Iron Fist, sem Finn Jones leikur. En stóra spurningin er núna, […]

Suicide Squad 2 komin í gang!

Heimildir úr herbúðum Warner Bros kvikmyndafyrirtækisins, sem MovieWeb vefsíðan vísar til, segja að Suicide Squad 2 sé nú þegar í undirbúningi, þó enn sé langt í frumsýningu fyrstu myndarinnar. Sömu heimildir herma að tökur myndar númer tvö muni hefjast á næsta ári, 2017. Svo virðist sem kvikmyndaverið sé svo ánægt með útlitið á Suicide Squad, sem kemur […]

Banks Power Rangers þorpari

Pitch Perfect 2 leikkonan og leikstjórinn Elizabeth Banks hefur verið ráðin í hlutverk illmennis í nýja mynd um Power Rangers gengið, en Lionsgate framleiðslufyrirtækið ætlar að gera myndina eftir þessum vinsælu barnaþáttum frá tíunda áratug síðustu aldar. Dean Israelite, sem leikstýrði tímaferðlags – úrklippumyndinni ( found-footage) Project Almanac, mun leikstýra. Nýliðar í leikarastétt, þau RJ Cyler, […]

Jack Reacher 2 illmenni fundið?

Framleiðendur Jack Reacher 2 leita nú logandi ljósi að leikara til að leika helsta illmenni myndarinnar, á móti Tom Cruise, sem leikur Reacher sjálfan – fyrrum herlögreglumanninn sem ráfar um Bandaríkin og lendir í ýmsu misjöfnu. Samkvæmt Variety er Royal Pains leikarinn Patrick Heusinger undir smásjá framleiðenda, og á í viðræðum um að taka að […]

Cassel verður Bourne illmenni

Vincent Cassel hefur verið ráðinn í hlutverk aðal þorparans í næstu Bourne mynd, en Matt Damon mun snúa aftur í hlutverki sínu sem Jason Bourne í myndinni. Alicia Vikander úr The Man from U.N.C.L.E og gamli refurinn Tommy Lee Jones leika einnig í myndinni. Sömuleiðis Julia Stiles.  Leikstjóri er Paul Greengrass, sem mætir aftur til leiks […]

Game of Thrones fyrir fjölskylduna

Jóhann G. Jóhannsson, sem fer með hlutverk illmennisins Dres í dönsku myndinni Skammerens Datter, sem er sýnd hér á landi um þessar mundir, segir í samtali við Morgunblaðið í gær að myndinni hafi verið tekið „svakalega“ vel  í Danmörku þegar hún var frumsýnd þar í vor. „Þetta er svona ákveðið Game of Thrones fyrir fjölskylduna, […]

Viggo næsta Bourne illmenni?

Nýjustu fréttir af nýju Bourne myndinni, með Matt Damon í hlutverki Treadstone útsendarans og ofurnjósnarans Jason Bourne, herma að Julia Stiles muni mæta aftur til leiks sem Nicky Parsons. Þá segir The Wrap vefsíðan frá því að Lord of the Rings leikarinn Viggo Mortensen sé í sigtinu hjá framleiðendum myndarinnar fyrir hlutverk aðal þorparans. Myndin hefur […]