Iron Man 3 frumsýnd 3. maí, 2013

Frumsýningardagur Iron Man 3 hefur verið tilkynntur, en það er 3. maí 2013. Dreifingaraðili myndarinnar er Walt Disney, en fyrirtækið tilkynnti þetta á Facebook.

Fyrirtækið tilkynnti nýlega um að það hefði tryggt sér dreifingarréttinn á Iron Man 3 sem og á myndinni The Avengers, sem verður frumsýnd ári fyrr, eða árið 2012.

Það verður því enginn skortur á ofurhetjumyndum næstu árin.