Goðsagnirnar fóru beint á toppinn

Teiknimyndin Rise of the Guardians, eða Goðsagnirnar fimm eins og hún heitir á íslensku, fór beint á topp íslenska aðsóknarlistans um helgina. Það var ekki minni maður en  sjálfur leyniþjónustumaðurinn James Bond sem þurfti að gefa toppsætið eftir, en Skyfall, nýjasta James Bond myndin, fór niður í annað sæti listans.

Í þriðja sæti er önnur ný mynd, þar er mætt leikkonan og barnastjarnan Miley Cyrus í sinni nýjustu mynd So Undercover.

Sjáðu stikluna hér að neðan fyrir So Undercover:

 

Brad Pitt og félagar í Killing them Softly fellur um tvö sæti niður í það fjórða, og í fimmta sæti situr Kevin James í hlutverki grunnskólakennara, í myndinni Here Comes the Boom.

Þrjár aðrar nýjar myndir eru á listanum; í ellefta sæti er hin rómantíska Playing for Keeps með hjartaknúsaranum Gerhard Butler, þá er gamla og góða jólaperlan Christmas Vacation í 14. sæti og í 18. sæti er Jackpot, sem gerð er eftir spennusögu Norðmannsins Jo Nesbo. 

Listinn er í heild sinni hér að neðan:

 

Hér fyrir neðan er stiklan fyrir toppmyndina, Rise of the Guardians: