Getraun: Fast Five (DVD)

Í gær kom tvennt sem er þess virði að klappa fyrir: nýtt síðuútlit og hinn unaðslega skemmtilega testósterón-vitleysa sem nefnist Fast Five (eða Fast & Furious 5: Rio Heist). Myndin þarf ekki á mikilli kynningu að halda. Hún er af langflestum (þ.á.m. gagnrýnendum) talin vera sú besta í seríunni og malaði hún alveg gull í miðasölum heimsins í sumar.

Það vill annars svo til að við verðum að gefa eitthvað af DVD eintökum yfir helgina, þannig að ef þetta er bíómyndagripur sem þú vilt eigna þér í hilluna þína þá máttu senda mér inn svör við spurningunum hér að neðan. Póstfangið er tommi@kvikmyndir.is og mun fólk geta svarað alveg út sunnudaginn. Á mánudagsmorgninum mun ég draga út vinningshafa og senda þeim svar tilbaka.

Svona hljóma spurningarnar:
(ath. sumar spurningar fela í sér fleira en eitt svar)

1. Hvað heitir leikstjóri myndarinnar? Hefur hann gert fleiri F&F myndir (og ef svo er, hvað heita þær)?

2. Hvert er raunverulega nafn leikarans The Rock?

3. Hvaða ár kom fyrsta myndin út?

Gangi ykkur vel!