Gerard Butler eitursvalur í nýjum trailer

Gerard Butler og Jamie Foxx leika aðalhlutverkin í myndinni Law Abiding Citizen. Myndin fjallar um mann sem telur réttarkerfið brjóta á sér og leitar hefnda á ótrúverðan hátt. Hann skipuleggur morð á háttsettum einstaklingum innan stjórnsýslunnar og hann gerir það allt innan fangelsisveggjanna.

Butler minnir helst á litla sæta frænda Hannibal Lecter í þessum trailer. Trailerinn gæti verið samblanda af The Silence of the Lambs og Saw.

Hvernig lýst lesendum á þessa nýju mynd ?

  • Sýnishorn

  • Law Abiding Citizen: Trailer