Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Law Abiding Citizen 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 6. nóvember 2009

The System Must Pay

109 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 26% Critics
The Movies database einkunn 34
/100

Myndin segir frá Clyde Shelton sem tekur lögin í sínar eigin hendur eftir að einn af morðingjum fjölskyldu hans er sleppt lausum. Hann ákveður að myrða ekki einungis morðingjann sjálfan, heldur einnig saksóknarann, og aðra sem tengjast málinu og báru ábyrgð á að glæpamennirnir fengu aldrei makleg málagjöld fyrir dómstólum.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Álíka trúverðug og Adam Sandler-grínmynd
Það er rosalega erfitt að hafa gaman að mynd sem er svona vitfirrt og tekur sig svona hrikalega alvarlega um leið. Ég vonaðist eftir saklausu afþreyingargildi þegar ég settist niður til að horfa á Law Abiding Citizen, enda gáfu sýnishornin til kynna að hér væri hreinræktuð afþreyingar(-stráka)mynd á ferðinni. Myndin aftur á móti klikkar á helsta markmiði sínu. Hún er skítsæmileg til áhorfs en feiluð á margan hátt. Ef nokkur leikstjóri ætlast til að láta svona þvílíkt langsótt handrit ganga upp þá er nauðsyn að leggja áherslu á öfluga keyrslu og viðeigandi tón. Stíllinn hérna - ásamt leikstjórn - er í líkingu við þungt réttardrama sem ætlast til mikils af áhorfendum sínum með að halda að þeir kaupi þá vitleysu sem þessi atburðarás er. Ég held nú ekki.

Ég ætla ekki að segja að það sé ómögulegt að láta svona söguþráð virka. Ef að leikstjórinn (þ.e. F. Gary Gray, sem á margar gleymdar vídeómyndir að baki á ferli sínum) hefði aðeins tónað niður alvarleikann og ekki alveg haft myndina svona hráa, þá hefði eitthvað lagast því myndin er óviljandi kjánaleg þegar líður að seinni helmingnum. Hins vegar þurfti handritið vel á fínpússun að halda frá upphafi því ekki bara er endirinn ófullnægjandi og söguþráðurinn absúrd, heldur vantar allt sem þarf til að gera heildina áhugaverða og spennandi.

Gerard Butler og Jamie Foxx standa sig báðir vel en persónusköpunin hjá þeim er óvönduð og heldur ábótavant. Ég er enn að átta mig á því hvort maður átti að halda með Butler eða Foxx. Handritið gefur í skyn að maður eigi að styðja Butler (með sitt "god complex") en ég átti í miklum erfiðleikum með það um leið og hann fór að breytast úr andhetju yfir í hryðjuverkamann. Foxx er líka kynntur til leiks sem einhvers konar illmenni en síðan er stöðugt verið að segja manni annað. Það er eins og að leikstjórinn vilji að við höldum með báðum aðilunum, sem er ómögulegt þar sem að þeir eru svo sterkir andstæðingar. Það er heldur ekki eins og að handritið sé að skrifa þá tvo eins og helstu persónurnar í Heat, þar sem við skiljum hlið beggja aðilana. Hérna fannst mér hvorugur vera eitthvað athyglisverður, og það sama gildir um hverja einustu aukapersónu. Vill einhver endilega segja mér hvað Leslie Bibb var að gera út alla myndina? Hún var voða tilgangslaus að mínu mati og gerði nákvæmlega ekkert.

Ég neita því samt ekki að það eru nokkrar töff senur til staðar (mér dettur strax eina í hug þar sem GSM sími spilar stóran þátt) og þrátt fyrir söguþráð sem var bara alltof langsóttur fyrir minn smekk þá voru fyrstu 30-40 mínúturnar mátulega spennandi. Eftir það fór allt í steik. Spennan dofnaði, áhuginn einnig þótt ég myndi ekki segja að mér hafi leiðst. Það er samt svo ferlegt hvað myndir veldum sárum vonbrigðum nálægt lokum, sérstaklega eftir að Butler tautar orð eins og "I'm just getting warmed up" og "it's gonna be biblical!" Það er erfitt að finna ekki fyrir lúmskri spennu þegar einhver segir svona lagað. Lokakaflinn reyndist síðan vera álíka mikilfenglegur og endirinn á The Ugly Truth.

Það er alltaf jafn leiðinlegt þegar maður vill sjá góða afþreyingu sem á endanum nær ekki standast lágmarkskröfur. Góð afþreyingarmynd á að fá mann til að gleyma helstu göllum og bara njóta sín. Law Abiding Citizen reynir bara að vera miklu merkilegri mynd en hún er, og þegar það skín í gegn er ósköp erfitt að slökkva bara á heilanum og hafa gaman að henni. Myndin svalaði þó forvitni minni um hvað myndi gerast ef einhver myndi reyna að blanda saman Falling Down, Final Destination og Saw, nema afraksturinn er ekki nærri því jafn skemmtilegur og hann hljómar.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Góð spennumynd með góðum leikurum
Myndin segir frá hinum bráðgáfaða Clyde Shelton (Gerard Butler), sem tekur lögin í sínar eigin hendur. Hann skipuleggur röð morða sem munu snerta þá sem drápu konu hans og barn, og einnig þá sem báru ábyrgð á að glæpamennirnir fengu aldrei makleg málagjöld fyrir dómstólum, þar á meðal saksóknarann Nick (Jamie Foxx). Shelton hefur líf ýmissa manna í vasanum, og tekst að skipuleggja þetta úr fangelsi, segir lýsingin á kvikmyndir.is og myndin er nákvæmlega um það. Morðin í myndinni eru mjög mismunandi frá hreinu ógeði til einfaldra sprenginga.

Gerald Butler leikur Clyde Shelton, tæknisnilling og faðir, vel og frammistaðan er betri en í síðustu myndunum hans. Foxx stendur líka upp úr leikarahópnum með Butler sem lögfræðingurinn sem reynir að halda sakfellingartíðni sinni hárri. Myndin byrjar strax og heldur sér á skriði mestalla myndina en mér fannst endinn ekki mjög sérstakur og var það eins og þeir hefðu bara reynt að enda myndina einhvern veginn. Síðustu fimmtán mínútur myndarinnar eru semsagt mikið fall frá fyrri partinum. Myndin er einhversskonar mildari Saw og Butler minnir smá á jókerinn og bakgrunnssagan minnir á Taken. Ef þér fannst einhver af þessum myndum góð, ekki Saw-framhaldmyndirnar að sjálfsögðu, þá ættirðu að geta skemmt þér smávegis yfir þessari.

Samtölin í myndinni eru stundum aðeins óraunveruleg en ekki stirð eða væmin. Myndin er alls ekki væmin þrátt fyrir mörg dauðsföll og viðkvæmt efni. Myndin er aðallega spennandi, hrottafenginn og nokkrir brandarar á milli sena en annars er mjög lítill humór í myndinni.

7/10
Spennandi mynd en nokkrir gallar og ófullnægjandi endir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

06.10.2015

Orðaður við Fast & Furious 8

Svo virðist sem F Gary Gray, leikstjóri Straight Outta Compton, muni leikstýra Fast & Furious 8.  Leikarinn Vin Diesel birti mynd af sér með Gray á Facebook-síðu sinni, sem má túlka sem staðfestingu á því að leitin að leikstjóra myndarinnar sé á enda. Gray hefur áður leikstýrt...

31.12.2011

Kvalafyllstu dauðdagar allra tíma!

Það er ekki leiðinlegt að enda árið á enn einum tryllta topplistanum, sem að þessu sinni mætti kalla tröllvaxna Notenda-Tíu. Núna er innihald listans ekki byggt alfarið á skoðunum mínum heldur hef ég safnað saman ...

10.05.2011

Verður Worthington síðasti glæpamaðurinn?

Leikstjórinn F. Gary Gray, sem gaf seinast frá sér spennumyndina Law Abiding Citizen, vinnur nú hörðum höndum að myndinni The Last Days of American Crime. Myndin er byggð á samnefndri myndasögu og gerist í náinni framt...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn