Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Saw 2004

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 10. desember 2004

Every puzzle has its pieces.

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 50% Critics
Rotten tomatoes einkunn 59% Audience
The Movies database einkunn 46
/100

Tveir menn vakna upp í sitthvorum endanum á skítugu baðherbergi, hlekkjaðir við ökkklana við rör. Á milli þeirra liggur látinn maður sem heldur lauslega utan um kassettutæki og skammbyssu. Þeir finna báðir hljóðsnældu sem passar í kassettutækið í rassvasa sínum. Þeir spila snælduna. Öðrum er verulega brugðið við þetta, en hinum ekki. En þeir hafa... Lesa meira

Tveir menn vakna upp í sitthvorum endanum á skítugu baðherbergi, hlekkjaðir við ökkklana við rör. Á milli þeirra liggur látinn maður sem heldur lauslega utan um kassettutæki og skammbyssu. Þeir finna báðir hljóðsnældu sem passar í kassettutækið í rassvasa sínum. Þeir spila snælduna. Öðrum er verulega brugðið við þetta, en hinum ekki. En þeir hafa verkefni: annar þeirra verður að myrða hinn áður en klukkan slær 6.00, eða að eiginkona og dóttir þeirra munu deyja. Þeir finna sagir í klósetti, og reyna að saga burt hlekkina, en án árangurs. Þeir eru tvö nýjustu fórnarlömb morðingjans Jigsaw. Í endurliti aftur í tímann þá kynnumst við Amanda, stúlku sem verður fórnarlamb Jigsaw. Á höfði hennar er gríma, sem er fest í neðri kjálka hennar. Það er skeiðklukka föst við grímuna, og aðeins einn lykill er til sem getur opnað grímuna, og lykillinn er inni í meltingarvegi klefafélaga hennar sem liggur lamaður hinum megin í herberginu. Ef hún nær ekki að opna grímuna nógu tímanlega þá mun neðri kjálki hennar rifna frá. Hún lifir þetta af, en klefafélagi hennar ekki. Í gegnum röð endurlita aftur í tímann, þá kynnumst við fleiri fórnarlömbum, og því hvernig Jigsaw náðist næstum því, en hann í raun drepur ekki fórnarlömb sín sjálfur. Í staðinn þá finnur hann leiðir til þess að fá þau til að drepa hvort annað, eða sjálf sig, og hann hugsar "leikinn" mjög vel út, og það er engin undankomuleið. Eða þannig lítur það út.... minna

Aðalleikarar


Þetta er mjög góð mynd og vel leikin og það kom mér á óvart hvaða leikari þetta var sem var handjárnaður við rörið.

þetta er leikari sem er alltaf í grínmyndum svo sem

Robin hood man in tights og svo hot shot myndunum gaman að sjá að hann getur leikið í alvarlegum myndum líka. Þessi mynd er algert

meistari stykki því líkt plot í myndinni og endirinn kom vel á óvart hún heldur mann vel við skjáinn.Og ég efast að hún hafi verið dýr hún fær 4 stjörnur og fjóra þumla upp í loftið.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Virkilega góð mynd sem kemur manni virkilega á óvart.

Handritið er snilld og hugmyndin að handritinu líka.

Ég sat límdur við sjónvarpið á meðan ég horfði á myndina og þorfði ekki að blikka augunum af ótta við að missa af einhverju. og ég verð bara að segja að endirinn á myndini er einhver sá magnaðasti ef ekki bara magnaðasti endir sem ég hef nokkurn tíman séð í bíómynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er þrusu góður spennutryllir sem ég mæli með að allir sjái. Þetta er fyrsta mynd leikstjórans sem ég man ekki alveg hvað heitir. Myndin fjallar í fljótu bragði um morðingja sem drepur ekki fórnarlömb sín heldur kemur þeim í mjög erfiðar aðstæður og oft neiðist fólk til að gera einkvað sem því hefði að aldrei nokkurtíma dottið í hug að það mindi gera og endirinn er alveg magnaður í myndinni.

Þrusu góð mynd þarna á ferð og bara með þeim bestu hrollvekjum sem ég hef séð þess vegna gef ég henni 4 stjörnur af 4 mögurlegum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Saw er hryllingsmynd í frumlegri kantinum. Hún er ein af fáum myndum sem gnæfir yfir allt fjöldaframleidda bullið og hún heldur manni við sætið allan tímann. Það skemmtilega við þessa mynd er að hún fokkar örlítið í hausnum á manni og öll plot-twistin (vantaði íslenskt orð) ganga fullkomnlega upp.

Ef það er eitthvað slæmt við þessa mynd, sem ég á nú erfitt með að finna, þá er það Cary Elwes, það hlýtur einfaldlega að vera til betri leikari í þetta hlutverk.

Frumlegasta myndin í þessum dúr síðan Seven. Sjáið þessa mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Saw er fín skemmtun fyrir sveitta áhorfendur, stelpur sjá þessa mynd ekki nema með öðrum, t.d. strákum ;) Eina sem ég set út á myndina er leikarinn sem lék í robin hoods(men in tights), og liar liar, hann er enginn spennuleikari, og þegar hann grætur í myndinni, það er svo óraunverulegt að ég veit ekki hvað :S ;)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

09.09.2023

Fyrsta hrökkvivið-atriðið strax í byrjun myndar

Í hrollvekjunni The Nun 2, sem komin er í bíó hér á landi, er ekkert verið að tvínóna við hlutina. Fyrsta hrökkvivið-atriðið kemur strax á fyrstu fimm mínútunum og er ekki af verri endanum. Blaðamaður vefjarins Sl...

28.08.2023

Topp 10 hrollvekjur Erlings Óttars Thoroddsen leikstjóra Kulda

Kvikmyndir.is bað hrollvekjuleikstjórann Erling Óttar Thoroddsen sem sendir frá sér myndina Kulda nú í vikunni, að taka saman lista yfir uppáhalds hrollvekjurnar sínar. A Nightmare on Elm Street [movie id=897] Ég á...

28.08.2023

Neeson örvæntingarfullur í bíl með sprengju

Í nýjasta spennutrylli sínum Retribution er hinn 71 árs gamli Liam Neeson mættur enn á ný í hlutverki hins gallharða nagla sem við höfum séð hann í í ótal myndum síðustu ár. En kannski stendur þessi erkitöffari nú...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn