Saw
2004
Frumsýnd: 10. desember 2004
Every puzzle has its pieces.
103 MÍNEnska
50% Critics
59% Audience
46
/100 Tveir menn vakna upp í sitthvorum endanum á skítugu baðherbergi, hlekkjaðir við ökkklana við rör. Á milli þeirra liggur látinn maður sem heldur lauslega utan um kassettutæki og skammbyssu. Þeir finna báðir hljóðsnældu sem passar í kassettutækið í rassvasa sínum. Þeir spila snælduna. Öðrum er verulega brugðið við þetta, en hinum ekki. En þeir hafa... Lesa meira
Tveir menn vakna upp í sitthvorum endanum á skítugu baðherbergi, hlekkjaðir við ökkklana við rör. Á milli þeirra liggur látinn maður sem heldur lauslega utan um kassettutæki og skammbyssu. Þeir finna báðir hljóðsnældu sem passar í kassettutækið í rassvasa sínum. Þeir spila snælduna. Öðrum er verulega brugðið við þetta, en hinum ekki. En þeir hafa verkefni: annar þeirra verður að myrða hinn áður en klukkan slær 6.00, eða að eiginkona og dóttir þeirra munu deyja. Þeir finna sagir í klósetti, og reyna að saga burt hlekkina, en án árangurs. Þeir eru tvö nýjustu fórnarlömb morðingjans Jigsaw. Í endurliti aftur í tímann þá kynnumst við Amanda, stúlku sem verður fórnarlamb Jigsaw. Á höfði hennar er gríma, sem er fest í neðri kjálka hennar. Það er skeiðklukka föst við grímuna, og aðeins einn lykill er til sem getur opnað grímuna, og lykillinn er inni í meltingarvegi klefafélaga hennar sem liggur lamaður hinum megin í herberginu. Ef hún nær ekki að opna grímuna nógu tímanlega þá mun neðri kjálki hennar rifna frá. Hún lifir þetta af, en klefafélagi hennar ekki. Í gegnum röð endurlita aftur í tímann, þá kynnumst við fleiri fórnarlömbum, og því hvernig Jigsaw náðist næstum því, en hann í raun drepur ekki fórnarlömb sín sjálfur. Í staðinn þá finnur hann leiðir til þess að fá þau til að drepa hvort annað, eða sjálf sig, og hann hugsar "leikinn" mjög vel út, og það er engin undankomuleið. Eða þannig lítur það út.... minna