Líkur eru nú á því að við fáum nýja mynd um vinalega drauginn Casper, en 15 ár eru síðan hann sást síðast á hvíta tjaldinu.
Dark Horizon vefmiðillinn segir frá þessu: „Classic Media á nú í viðræðum við Amblin Entertainment og Universal Pictures um að gera nýja mynd sem byggð verður að hinni vinsælu teiknimyndasögu frá Harvey Comics um vinalega drauginn Casper.“
Nú er þá bara spurningin hvort um verður að ræða framhald af fyrri myndinni, eða endurgerð.

