Gamlir boxarar rífa sig – Fyrsta ljósmynd úr Grudge Match

Fyrsta opinbera ljósmyndin úr boxmynd þeirra Sylvester Stallone og Robert De Niro, Grudge Match, er komin út. Báðir eru þeir frægir fyrir Óskarsverðlaunaboxmyndir sínar sitt í hvoru lagi, Stallone fyrir Rocky myndirnar en De Niro fyrir Raging Bull, en nú eru þeir sem sagt saman í mynd.

Myndin fjallar um tvo gamla andstæðinga úr hnefaleikahringnum, Stallone og De Niro, sem taka boxhanskana niður af hillunni til að berjast einn lokabardaga, 50 árum eftir að þeir börðust síðast.

Myndin er ekki af þeim í hringnum, heldur eru þeir einfaldlega úti á götu að rífast við persónu Kevin Hart, eins og sjá má hér fyrir neðan:

grudge match

Leikstjóri er Get Smart leikstjórinn Peter Segal og aðrir leikarar eru m.a. Alan Arkin, Kim Basinger og Jon Bernthal.

Hér fyrir neðan má sjá upptökur af því þegar báðir leikararnir hlutu Óskarsverðlaun fyrir gömlu boxmyndirnar sínar:

Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum á Jóladag en 24. janúar 2014 á Íslandi.