Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Before the Devil Knows You're Dead
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Snild ... sjáið þessa
 
Þessi mynd er hrein snilld og ég hvet alla kvikmynda unnendur til þess að sjá þessa og helst án þess að lesa mikið um hana.  Þess vegna ætla ég heldur ekki að segja neitt um söguþráðinn annað en að hann er snilld eins og allt í myndinni, handritið, leikurinn, kvikmyndatakan og hvernig sagan er sögð.  Mannlegt eðli er meginfókus myndarinnar frekar en glæpurinn sem fer úrskeiðis. Það hvernig örvænting hrekur menn til örþrifaráða sem eru verri enn upphaflegi glæpurinn.  Njótið.  4 stjörnur af 4 mögulegum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hulk
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er nú einfaldlega lang, lang, langbesta yfirfærslan frá teiknimyndablöðunum yfir á hvíta tjaldið. Margar hafa myndirnar verið ágætar en þessi er hér um bil snilld. Flott tekin og klippt, frábær notkun á PIP (picture in picture) sem gefur einmitt myndinni smá COMIC yfirbragð, tölvuteikningarnar ekki fullkomnar en fábærar. Fullkomin teikning væri líklega sú sem skilaði einhverju sem maður gæti ekki greint frá raunveruleikanum en kannski það myndi bara skemma fyrir. Sjáið þessa og endilega í bíó. Mynd fyrir augað og eyrun. En þetta er ævintýri og þið verðið að fara með það í huga að sjá hana. Ef þið sjáið hana heima, kaupið ykkur þá fyrst heimabíó. :-)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Legally Blonde
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Alveg perla. Átti ekki von á svona stórkostlega góðri útfærslu. Dásamlega sönn ljósku-þemanu en kemur um leið á frábæran hátt fordómum fólks í garð ljóskna. Must see.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Catch Me If You Can
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Góð, skemmtileg, allir standa sig vel, Leonardo kemur eiginlega á óvart með góðum leik. Skemmtilegt líka að hún skuli vera byggð á sönnum atburðum. Sjá í bíó en fín videómynd líka.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
I Spy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst pínu gaman að þessari þó hún sé æði þunn. En Eddi Murphy dregur hana niður en Owen heldur þessu tveimur stjörnum uppi. Owen hefur skemmtilegan einfeldningshúmer sem samt grillir í vit í gegnum. Skrýtið. Vídeómynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Daredevil
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myrk, flott og vel gerð. Fyrir þetta fær hún eina og hálfa. En hún er hreinilega leiðinleg, slappur sögurþráður, of ýkt, einföld. Slöpp. Mér leiddist. Bíð eftir Hulk. Vídeómynd ... kannski.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Chamber of Secrets
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ágætis framhald en of miklar endurtekningar. Líklega ekki annað hægt. Eg ykkur líkaði fyrsta myndin þá líkar ykkur þessi. Ég hlakka til að sjá næstu tvær því bækurnar verða myrkari eftir því sem á líður. Sjáið þessa í bíó þó ekki væri nema fyrir settin, brellurnar og ævintýraheimin sem þarna er skapaður. Gott eintak.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Die Another Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Alveg grátlega slöpp. Víst er allt fyrir hendi sem áður hefur verið fyrir hendi í týpískri Bond mynd en hún nær aldrei að fljóta vel. Brosnan skilar sínu en handritið er bara svo lélegt að manni fer fljótt að leiðast. Halle Berry er flott en einum of væmnin samt. Hin gellan er ekki einu sinni flott. Mér leiddist verulega í lokin. xXx var margfalt betri og verðugur arftaki Bond myndanna ef menn ætla ekki að gera betur en þetta. Ég hefði haft meira gaman af myndinni ef honum hefði verið leyft að vera síðhærðum og á flótta alla myndina ... en þá hefði þetta náttúrulega ekki verið Bond mynd. Sleppið henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Red Dragon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mig langaði að gefa myndinni tvær og hálfa en það væri ekki sanngjarnt. Það er svo margt óaðfinnanlegt í myndinni. Góður leikur, góð saga. Ég er bara búinn að sjá þetta allt áður. Ekki bara sá ég fyrri myndina sem Michael Mann gerði svo frábærlega, heldur er hellingur í þessari útgáfu nánast endurtekning á fyrstu myndinni, Silence of the Lambs, sem ég er nýbúinn að sjá á DVD. Það er bara ekkert nýtt í þessari mynd, ekkert frumlegt. En hún er ágæt, sérstaklega sjálfsagt fyrir þá sem ekki hafa séð Michael Mann útgáfuna og ekki séð Silence of the Lambs, allavega ekki nýlega. Ekki nógu góð samt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Bourne Identity
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð spennufilma. Kom talsvert á óvart. Damon góður í sínu og ég hlakka til að sjá næstu mynd. Var búinn að lesa bókina en það þvældist ekkert fyrir. Vel gerð og skilar sér vel. Engir veikir púnktar. Sjá í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
xXx
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær. Fær fullt hús fyrir að takast fullkomlega það sem hún ætlar sér, að vera Bond á sterum fyrir Ramstein kynslóðina. Stöðugur hasar frá upphafi. Ég hélt að það myndi ekki takast að fylgja eftir frábærum fyrstu 15 mínútunum en hún hélt dampi allan tímann. Sjáið þessa í bíó. Endilega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mr. Deeds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Einfalt. Ef þér líkaði fyrri myndir Sandlers þá er þessi bara ein í viðbót. Ekkert nýtt, en ágæt. Allt í lagi ... ekkert meir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Windtalkers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hræðilega slök. OK. Flott kannski, en það hefði verið hægt að stytta hana um klukkutíma án þess að það kæmi niður á sögunni sem maður er búinn að sjá undrað sinnum. Ekki miðans virði og leikstjórinn ætti að snúa sér að því sem hann hefur áður gert. Tekst allavega illa upp hér. Sleppa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Insomnia
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Góð mynd. Virkilega góð. Fer sínar eigin leiðir. Góðir leikarar og allir standa sig vel. Robin Williams er perla í sínu og Pacino er svo þreyttur í myndinni að ég varð syfjaður með honum þó myndin væri spennandi. A must see.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Salton Sea
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér leiddist. Það merkilega er að sagan er góð, leikurinn góður, flott myndataka og tónlist, en þetta smellur einhvern veginn ekki saman í góða mynd. Það er verið að reyna að búa til eitthvað listaverk úr góðri sögu sem hefði verið hægt að búa til virkilega spennandi og skemmtilega mynd. Mér leið hálf undarlega á leið út ... þetta var góð mynd ... en mér leiddist. Ansi hræddur um að margir muni upplifa hana eins. En ég er feginn að hafa farið á hana í bíó því mér myndi leiðast hún alveg svakalega í sjónvarpinu. Hún ætti eiginlega að fá tvær en það væri ósanngjarnt. Ef þið farið sjaldan í bíó, sleppið þessari þá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Maður eins og ég
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Merkilega góð mynd á margan hátt miðað við það að hún er íslensk. Ég segi það vegna þess að hingað til hef ég ekki notað sama gagnrýnisskala gagnvart íslenskum myndum, einfaldlega vegna þess að hvorki peningar né raunveruleg reynsla hefur verið fyrir hendi. Þjár stjörnur er rífleg einkunn en ég gat ekki gefið henni tvær og hálfa því hún er bara nokkuð góð. Vel leikin að mestu leyti, Jón Gnarr góður að venju, svolítið einhæfur en karakterinn bauð ekki upp á annað, Þorsteinn að vissu leyti ofleikur en karakterinn er svo broslegur að það var varla annað hægt. Siggi Sigurjóns er ótrúlega traustur í sínu hlutverki, einna bestur en þó er Stephanie Che langbest. Hún var einfaldlega frábær í sínu hlutverki. Það eina sem væri kannski hægt að setja út á var að enskan hennar var eiginlega of góð fyrir kinverska stúlku frá meginlandi Kína. Hæfilega margir lausir endar til þess að áhorfendur fá að leika sér með hvað sé á ferðinni og endirinn í raun góður þó mörgum komi til með að þykja hann endaslepptur. Það sem mér fannst ótrúverðugt var bara það hvað mikið á að vera til af looserum og aulum en líklega er þetta svona. Við erum líklega ekki öll snillngar sem eigum bara eftir að slá í gegn. Góð mynd, sjáið hana í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
NCIS
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Sum of All Fears hélt mér vel vakandi allan tímann. Hún væri kannski ekki mjög trúverðug ef ekki hryðjuverkin þann 11. september 2001 hefðu ekki litið dagsins ljós. Þau vöktu stóran part hins vestræna heims upp til vitundar um það að hryðjuverk eiga sér ekki bara stað og stund í Austurlöndum, Mið-Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. Myndin heldur góðum dampi og gefur nokkra innsýn (sem ég geri ráð fyrir að sé byggð á sannleikanum) í ótta kjarnorkuvelda við hvort annað og þann möguleika að kjarnorkustríð geti brotist út vegna hræðslu þeirra sem við völd sitja við að verða of seinir til aðgerða. Nokkur atriði hefðu mátt betur fara, til dæmis er þvælingur Ryans á hafnarsvæði Baltimore seinni part myndarinnar hallærislegur og óraunverulegur. Einnig er þáttur John Clark í myndinn vægast sagt ótrúverðugur, þó svo að Liev Schriber leiki hann vel. Ef einhver lóner gæti fundið hvern sem er hvar sem er á örfáum dögum væri Sadam dauður og Bin Laden líka fyrir löngu. Í heildina er myndin skemmtileg og áhugaverð fyrir það að takast á við raunveruleika hryðjuverka. Virkilega þótti mér áhugverð lýsing myndarinnar á panic ástandi Bandaríkjamannana við völd þegar að herti. Það er ekki ólíklegt að svona sé þetta, þ.e.a.s. að menn haldi ekki almennilega haus þegar eitthvað á bjátar, ekki frekar en hjá okkur hinum. Ágætis afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Eight Legged Freaks
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eight Legged Freaks er bara nákvæmlega það sem hún ætlar að vera .... stórar köngulær að éta fólk í litlum bæ þar sem símalínurnar rofna, töffarinn nýkominn aftur til þess í raun að vinna gömlu ástina aftur og redda því sem redda þarf með hennar aðstoð. Það eina sem er nýtt í þessari að í henni ER HLUSTAÐ Á STRÁKINN. Óttalega vitlaus formúlumynd en alls ekki leiðinleg. Frábærar köngulær. En ekki nema tvær stjörnur. Meira að segja strákunum mínum 11 og 14 ára fannst lítið til hennar koma. Kannski ég hefði átt að fara með konu á hana. Ég bauð systrum mínum en þær langaði ekki. Skrýtið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Sweetest Thing
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að taka undir með Ásgeiri Sigfússyni að þessi mynd kemur í raun talsvert á óvart og er í raun bara nokkuð góð. En það er náttúrulega ekki hægt að gefa henni meira en tvær og hálfa og þá er ég að teygja mig talsvert. Þetta er bara vídeómynd sem á ekkert erindi í bíó, óttalega vitlaust og óraunveruleg ... en hún tók sig ekkert alvarlega .. síður en svo og það var bara virkilega gaman að henni. Ég veltist um af hlátri nokkrum sinnum og það bara gerist alltof sjaldan. Sjáið hana ... en ekkert endilega í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Minority Report
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd en samt er ég ekki sammála þeim sem telja þessa mynd bera fjórar stjörnur. Spennandi, skemmtileg, áhugverðar pælingar og áleitnar spurningar. Myndatakan góð, leikurinn góður, sérstaklega fannst mér Colin Farell góður í sínu litla hlutverki .. hann náði að skila karakter sem ekki var hægt að staðsetja fyrr en í lokin. Aðrir skila sínu óaðfinnanlega. Hvað er það þá sem dregur af henni hálfa stjörnu? Jú, annars vegar hálfvitalegir fimmaurabrandarar sem eiga ekkert heima í ádeilu, spennu, drama sem þessari, og svo hins vegar fáránlegur happy ending endirinn sem er alveg út í hött. Dettur einhverjum í hug að slaufa svona kerfi algjörlega sem sannaði sig í sífellu í myndinni. Sjáið þessa. Persónulega fannst mér AI ekkert síðri, hún var bara eilítið löng. En þessar tvær eru að mínu mati bestu myndir Spielbergs og hann loksins farinn að sýna hvað hann getur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Mothman Prophecies
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi er vel þess virði að sjá. Eiginlega a must see. Ég ætla ekkert að fara í söguþráðinn enda finnst mér of mikið gert af því í umfjöllunum. Þessi mynd jaðrar við að vera fjögurra stjörnu mynd en það vantar bara pínulítið upp á að geta sett hana á stall með The Green Mile, Mulholland Drive og fleiri góðum. Myndin heldur manni spenntum allan tímann, og jafnvel hræddum, því hún er er einhvers staðar á mörkunum á því að vera spennu/vísindatryllir og hrollvekja. Og gerir það vel. Myndatakan er mjög góð, stundum óþægilega close en er það einmitt til þess að vekja þess óþægindatilfinningu sem togar mann í bíó. Endilega sjáið þessa, hún mun koma ykkur á óvart þrátt fyrir lestur umsagnanna. Góð ... mjög góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Murder by Numbers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Já, bara merkilega vel gefin sálfræðiþriller. Góð mynd, allt nokkuð pottþétt og í raun ekki hægt að setja út á neitt. Strákarnir tveir stela öllum senum sem þeir eru í og gefa myndinni skemmtilegan stíl. Sandra og aðrir standa vel fyrir sínu. Skemmtileg og góð myndataka. Plottið er skemmtilegt og mátulega flókið, engir lausir endar og bakgrunnssaga Söndru gefur viðbótarlit. Samt er eins og eitthvað vanti, eitthvað til þess að gera myndina frábærri mynd. Ekki misskilja, þetta er góður sálfræðiþriller og vel peningana virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bad Company
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Dapurlegt. Það var það sem mér kom helst í hug á þessari mynd. Allir sem að þessari mynd koma hafa gert góða hluti. En enginn þeirra gerir neitt gott í þessari mynd. Anthony Hopkins getur að vísu ekki leikið illa en Chris Rock getur það, það er ljóst. Víst er myndin snyrtileg, myndatakan góð, og allt fagmannlegt. En handritið hræðilegt, klisjurnar verri, grínið passar ekki og hálfslappt. Ég skil eiginlega ekki hvernig þessi mynd komst saman. Það þarf ekki nema einn þokkalega vel gefinn, alltaf í boltanum, einstakling til þess að sjá að ekkert smellur hér. En það er fallegt í Prag.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mulholland Drive
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd. Loksins kemur mynd sem ég get kallað listaverk. Loksins finnst mér ég hafa upplifað list. Ég ætla að sjá þessa mynd aftur. Eitt af mörgu sem er sérstakt við þessa mynd er það að um leið og áhorfandanum er látið eftir að túlka hana, eins og sannri list sæmir, rígheldur myndin svo í athygli manns að maður veigrar sér við að blikka augunum. Og það allar 146 mínúturnar. Kannski ætti ég frekar að segja einmitt þess vegna. Ég er einn af þeim sem ekki skilur list. Þessi mynd breytti mér hvað það varðar. Frábært verk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei