Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Outbreak
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

-Kannski einhverjir Spoilerar!-Þegar ég fyrst sá þessa mynd var ég tólf ára, en jafnvel þá fannst mér hún skemmtileg. Hún er full af góðum -one linerum- svokölluðum og það er aðalega frá Kevin Spacey. En það kom mér á óvart hvað myndin var fljótt að breyta um stefnur. Eina mínútuna erum við í Afríku að elta stórhættulegan vírus en aðra mínútuna erum við í þyrlu að fara í chicken við flugvél.Fyrst kemur leikaraskapurinn. Dustin Hoffman er frábærlega góður eins og venjulega, Rene Russo leikru Robbie með góðum tilþrifum, Kevin Spacey sem maðurinn með húmorinn, Cuba Gooding Jr. sem gaurinn sem reynir að fá virðingu en nær að vera hörkutólið í myndinni og ekki má gleyma Morgan Freeman. Ég held að ég hafi ekki séð mynd þar sem hann leikur ekki alveg frábærlega. Öll hlutverk sem ég sé hann í eru hlutverk sem ég man eftir. Hann er líka alltaf öðruvísi.. aldrei sami karakterinn.. Úr illmenninu í Hard Rain í góða gaurinn í Sum of all fears. Og síðast en ekki síst er Donald Sutherland, einn af mínum uppáhaldsleikurum til þessa. Hann getur farið úr allra kvikinda líki t.d. úr góðmenni í hershöfðingjann sem heldur leyndarmáli frá almenning, þó að hann viti að hann eigi ekki að gera það. En það er samt einn maður sem að má ekki gleyma.. J.T. Walsh, en hann leikur einungis aukahlutverk í Outbreak. Það var synd og skömm að hann skyldi deyja árið 1998. Honum verður sárt saknað. En nóg af leikurunum...Síðan kemur sagan. Sagan er mjög raunveruleg vegna þess að svona atburðir gætu vel gerst. Vírust frá Afríku dregst til Bandaríkjanna og fer að sýkja alla í smábæ þar. Litlir apar sýnast vera smitberinn. Mér fannst vera gott hetjuefni í Sam Daniels (Hoffman), enda var hann sá sem uppgötvaði vírusinn, fann hann og eyddi honum. Saman með sögunni kemur handrit. Ríkt, vanmetið, fyndið og alvarlegt allt ofið í eina spennandi bíómynd. Línurnar hans Walsh voru hápunkturinn í myndinni. Margar þeirra eru fastar í heilanum á mér... Ég nota þær kannski oft vegna þess að þær eru alveg magnaðar.. synd að enginn hér veit hvað ég er að tala um... :PÉg var mjög hissa á viðbrögðum almúgans við þessari mynd. Kannski vildu þau ekki sjá hvað gæti gerst ? Kannski vildu þau ekki pæla í því, eða jafnvel hugsa um það ? Þessari spurningu er ekki auðvelt að svara. Svo er ég líka svolítið fúll með endi karakteranna í myndinni. Maður svona gerir sér huglund um hvað skeður fyrir McClintock og Ford.. kannski líka Sam og Robbie, en maður sér Casey aldrei aftur.. Ég hélt fyrst að hann ætti bara að deyja og bara bíngó, búið, út með ykkur.. En þessari spurningu er líka erfitt að svara..Og að lokum vil ég segja nokkur orð um hann Wolfgang Petersen. Ég virði Wolfgang Petersen mikið og ég gjörsamlega dýrka myndirnar hans, Das Boot og Air Force One aðalega, en ég var mjög vonsvikin með Perfect Storm.. Fannst hún vera dálítið þurr og illa skrifuð. Troy var líka allt í lagi, en hún var svolítið Holliwooderuð en ég kenni bara David Bennioff um það.Ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra, enda er ég búin að vera að skrifa núna í tæpan hálftíma.. Og ég vil bara segja að Outbreak er bara hin fínasta skemmtun og ég mæli ykkur með eindæmum að taka hana á vídeó næst þegar ykkur leiðist á drungalegu laugardagskveldi.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rain Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Bara ágætis skemmtun. Hún fjallar um Charlie Babbit sem er missheppnaður, sjálfselskur bílasali sem fréttir að faðir hans erfði honum engan af milljónunum sínum heldur þroskaheftum bróðir sínum, Raymond Babbit. Við þetta verður Charlie alveg brjálaður og rænir Raymond og dregur hann þvert yfir Bandaríkin en það leiðir til skilnings þeirra tveggja. Alveg ágæt afreying og meinfyndin á tíma. Cruise leikur þetta með afþrifum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
O Brother, Where Art Thou?
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Algjör gæðamynd sem hlýar manni um hjartarætur. Hér eru 3 fangar Ulysses Everett McGill, Pete og Delmar O'Donnell sem sleppa úr fangelsi til að grafa upp gömul auðæfi sem hann Ullysses segist hafa falið í gamla húsinu sínu. Á leiðinni hitta þeir Tommy, djöfullinn sjálfan, Ku Klux Klan og sírenur. Þessi mynd er sú skrítnasta sem ég hef séð og getur verið alveg bráðskemmtilega fyndin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Indiana Jones and the Last Crusade
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sú þriðja og næstbesta af þessari þríleik. Hér er Indiana Jones (Harrison Ford) ráðin til að finna The Holy Grail, Kaleik lífsins,en hann getur læknað sár og gefið manni eilíft líf og það vekur athygli nasista sem koma að leita að honum. Þetta er nokkuð flott og vel skrifuð mynd og er þess virði að sjá. Hann gerir góða hluti hann Spielberg og hann sannar það sko innilega með þessari.

Sjáið þessa !!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Indiana Jones and the Temple of Doom
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Önnur myndin af þessari þrenningu og sú versta að mínu mati. Indiana Jones (Harrison Ford) er hér komin alla leið til Indlands í fátræktra þorp. Þar er búið að ræna nokkrum börnum. Þorpsspámaðurinn biður hann að fara og finna þessi börn. Þessi mynd var sú verst skrifaða, verst leikna og sú ógeðslegasta af þessum myndum. Þessari mynd gef ég samt 2 stjörnur fyrir tæknibrellur og leikstjórn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Raiders of the Lost Ark
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sú fyrsta og að mínu mati besta Indiana Jones myndin. Indiana Jones (Harrison Ford) er hér ráðin til að finna hina týndu örk, sem geymdi boðorðin 10. En á meðan eru nasistarnir að leita að henni og nota hana til ills. Þetta er svakalega góð mynd, vel skrifuð og leikstýrð. Ef þið hafið ekki séð hana þá endilega drífið ykkur upp í leigu og takið hana. Þið sjáið ekki eftir því !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The League of Extraordinary Gentlemen
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ok...ég verð hreinskilinn. Mér fannst þetta ekki besta mynd sem ég hef séð en mér fannst hún nokkuð flott og vel skrifuð. Allan Quatermain (Sean Connery) er besta skytta í heimi. Hann er mjög frægur og það er ekki barn í Bretlandi sem hefur ekki heyrt hans getið. Hann er ráðinn ásamt Captain Nemo,Rodney Skinner,Minu Harker af manni sem kallar sig Mister M. Hann er að biðja þau um að finna og drepa mann sem kallar sig The Fantom. Á leiðinni kemur liðsauki þeirra til hjálpar. Þ.e.a.s. Dr.Jekyll, Dorian Gray og Tom Sawyer. Saman ætla þau að berjast við hina illu krafta Fantoms. Tæknibrellurnar í þessari mynd halda í henni lífi en það er bara sum atriði sem eyðileggja myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Apocalypse Now Redux
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er mjög góð mynd en eins og hin myndin þá er hún svolítið langdreigin. En það eyðileggur ekkert myndina. Frægt sinfoníulag er í henni man ekki eftir hvern en það brillerar í einu bardaga atriðinu. Mæli með þessari !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Screwed
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tær snilld af mynd ! Norm McDonald er kannski ekki fyndin sem leikari en vá ! DeVito og Chappelle eru algjörir uppistandar sem algjörir hálvitar !

Sjáið þessa !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Die Hard 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Framhaldið af Die Hard gefur hinni myndinni ekkert eftir ! Núna er John McClane fastur á eftir að hryðjuverkamenn ráðast á flugvöllinn. Meira má ég ekki segja svo ég ætla að leyfa ykkur að komast að því hvernig John reddar deginum !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pulp Fiction
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Einhver sú albesta mynd eftir Quinten Tarrantino. Hér hópur af geggjuðum leikurum sem leika allir aðalhlutverk í myndinni. Ég tók hana á leigu ekki fyrir svo stuttu og það munaði littlu að ég færi út og keypti hana af Heimamynd. Ég mæli með þessari !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Desperado
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ótrúlega flott mynd um mann (Nafnlaus leikinn af Banderas) sem kemur til að hefna kærustu sinnar. Hann hittir Carolinu (Hayek) og þau fara saman til að ná sér niður á Bucho sem er morðóður, skapbráður og miskunarlaus maður. Mikið blóð er í þessari mynd og skaut Banderas alla áður en hann gat sagt bless. En það eyðileggur varla myndina eða...ekki fannst mér það. Ég mæli stórlega með þessari. Beware ! Fólk sem kemur og horfir á myndina bara út af því að Quinten Tarrantino leikur í henni ekki fara á hana. Hann er nefnilega drepin strax. En hann nær samt svona Golden moment.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Robin Hood: Men in Tights
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Alveg frábær mynd !!! Hún fjallar um Robin Hood ( Cary Elwes )

sem fer til Englands til að endurheimta ríki sitt. Brooks heldur húmornum alveg á fullu og maður kemst ekki hjá því að veltast um af hlátri.


Eftirminnileg setning:


John: Interesting name La-Trine.

La-Trine: Yeah, I changed it in the late fifteen hundreds.

John: Wait a minute, You changed it to La-Trine ?!

La-Trine: Yeah my first name was Shithouse !

John: That's a good change, a good change.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Snatch
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Algjör friggin snilld ! Maður veltist um af hlátri yfir þessari mynd !! Brad Pitt leikur karakterinn sinn eins og snillingur ! Vinnie Jones stendur í sínu sem brjálæðingur með Desert Eagle .50 stærsta byssuhlunk sem þú munt hefur séð !! Sjáðu þessa!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jurassic Park
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Algjör geimsteinn af kvikmynd ! Doctor einum hefur tekist að búa til riseðlur , lifandi risaeðlur og sett þær í skemmtigarð einn á afskektri eyju út í miðjarðarhafi. Sam Neill er þarna og þegar allt fer úrskeiðis þá er komið að honum að bjarga deginum. Ein og aðrar myndir Spielbergs þá er allt lagt í tæknibrellur og handrit og það kemur út fullkomlega vel í þessari mynd ! Sjáið þessa !

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Braveheart
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Stórbrotið meistaraverk sem lætur engan eftir ósnortin. Mel Gibson leikur skoskan mann sem er leiður á öllu óréttlætinu sem Skotar fá og ákveður að gera uppreisn. Stórkostlegar brellur eru notaðar í blóðugum bardögum sem vel sögð sagan og handrit leiða áfram. Ef þið eigið eftir að sjá þessa drífið ykkur upp í leigu og takið hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Men in Black
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær gamanmynd sem er leikstýrt af besta leikstjóra Ameríku Barry Sonnenfield.Sagan byrjar hjá manni að nafni J (Will Smith) sem lendir í því að verða vitni að drápi á geimveru. K (Jones) er sendur beint á svæðið til að fá hann með í MIB bandalagið. Saman þurfa þeir að berjast við ógeðslega geimveru sem sest að í hrottalegum bónda (D'Onofrio).Þetta er kolsvört kómedía sem allir ættu að horfa á !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jay and Silent Bob Strike Back
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Algjör Klósetthúmors mynd þar sem orðið ''fuck'' kemur fyrir 228 sinnum fyrir.Jay og Silent Bob (Mewes og Smith) eru á leiðinni til Hollywood til að stöðva framleiðslu á mynd sem eru byggðar á tveim persónum sem eiga að vera Jay og Silent Bob.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Air Force One
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ótrúlega góð mynd um forsetan sjálfan (Harrison Ford) sem er rænt í sinni eigin flugvél.Glenn Close Reynir að semja við hinn brjálaða hryðjuverkamann (Gary Oldman) um það að reyna sleppa forsetanum og fjölskyldunni hans. Vel leikinn, skrifuð og gerð allan tímann.Sjáðu þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Godfather
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Stórkostleg meistaraverk sem eru öll byggð á sögu Mario Puzo um Michael Corleone og æsku hans. Fylgst er með faðir hans, bróðir, konu og mafíunni í heild í heila 180 mín alla myndinna !

Sjáiði þessa !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scarface
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Laaaangdregin mynd um kólumbískan mann sem kemur til bandaríkjana og fer að vinna fyrir mafíuna. Þessi mynd er vel leikin en er illa skrifuð og allt of löng. Lásu leikararnir virkilega handritið áður en skráðu sig á hana.

Eftirminnileg setning:

Scarface: Say ''Hello'' to my little friend !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Freddy Got Fingered
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hreint og beint ömurleg mynd um mann sem vill gera pabba sinn stoltan. Þetta sannar það virkilega að Tom Green hefur enga hæfileika sem leikstjóri og heldur ekki sem leikari. Þetta er mynd sem á heima á haugunum og er alls ekki peningsins virði. Ekki og ég endurtek EKKI horfa á þessa mynd. Þið fáið martraðir af henni.

Eftirminnileg setning:

Árni: Ég vil ekki muna eftir neinni !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
E.T.
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Klassískt meistaraverk fyrir alla krakka og fullorðna.Strákur (Thomas) finnur geimveru sem er föst á jörðinni og þeir verða strax góðir vinir. Barrymore í sýnu fyrsta hlutverki sem systir Thomas og bróðir hans (MacNaughton) hjálpa honum að fela E.T. Þetta er falleg , spennandi og skemmtileg bíóupplifun sem hægt er að horfa á aftur og aftur !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fargo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Macy leikur mann sem skortir fé og finnur upp á því að láta ræna konunni til að kúga fé úr pabba hennar.Hann ræður strax 2 menn til þess (Buscemi, Presnell) en eitthvað fer úrskeiðis og endar með hrottalegu morði á 3 manneskjum .Líkin finnast öll og ólétt lögreglukona (McDormand) fer á eftir þeim.Þetta er kolsvört kómedía og sannarlega góð skemmtun .
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hannibal
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hreint og beint ömurleg mynd ! Ég sá hana í sjónvarpinu og my god það munaði littlu að ég seldi sjónvarpið. Hannibal-The Canibal-Lecter er komin aftur og er núna að ógna aftur lögreglumanninum Clarice Starling. Endalaust kjaftæði sem kemur manni á óvart miðað við Gladiator og Blade Runner sem voru báðar leikstýrðar af Ridley Scott !

Eftirminnileg setning :

Hannibal: You know, I'm really looking forward to eating your wife !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
U Turn
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er nú held ég bara ein alversta ''svarta kómedía'' sem ég hef á ævinni séð. Það skemmir nú heldur betur þegar það er ekið yfir kött í byrjun og ekkert skilið eftir nema nokkur rifbein og líffæri. Síðan er nartað í dauðann hund í sama atriði ! Þegar þetta gerist þá vitið þið á hverju þið eigið von á !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Joy Ride
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er alveg frábær að mínu mati !

Hún byrjar með því að Lewis (Paul Walker) er á leiðinni að sækja upp kærustuna sína þegar hann þarf að sækja upp bróðir sinn, Fuller, sem er nýsloppin úr fangelsi.Þeir kaupa sér svona talstöð í bílinn og nota hana til að gera at í flutningabílstjóra. Hann tekur gamninu mjög nærri sér og fyrr en líður er hafin æsispennandi eltinaleikur sem er út um allt fylkið.

Eftirminnileg setning:

Truckdriver: You really should get that fixed !

Lewis: Get what fixed ?!

Truckdriver: That broken taillight!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Analyze That
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Framhaldið af Analyse That gefur hinni myndinni ekkert eftir. Núna er Dr. Sobel aftur fastur uppi með Paul Vitti mafíósa, Nema hvað að núna þarf hann að finna sér vinnu. Húmorinn hjá þessari mynd er kannski ekki alveg eins góður og úr hinni myndinni en treystið mér þið eigið samt eftir að hlæja.

Eftirminnileg setning :


Paul Vitti: Look at the size of that trunk ! You can put three bodies in there .
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Transporter
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin byrjar vel með klassískum hasarmyndabyrjun en fer svo út í vitleysu. Jason Statham leikur mann sem er ráðinn að flytja burt pakka 200 kílómetra. Á leiðinni heyrir hann bank úr skottinu og sér að þetta er ekki bara venjulegur pakki heldur þetta er lifandi manneskja. Síðan fer söguþráðurinn beint út til tunglsins og fer út í algjört kjaftæði og endalaus slagsmála atriði sem ganga allt út á það að Jason er ber að ofan og hann hittir allt og alla en enginn hittir hann.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Rock
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Nokkuð góð mynd eftir Michael Bay (Armageddon,Bad Boys) og framleiðandanum Jerry Bruckheimer (Gone in 60 Seconds,Con air)

Nicholas Cage leikur leyniþjónustumann sem þarf að stöðva brjálæðing sem hótar Bandaríkjamönnum með banvænu efni. Þessi mynd kom mér mjög á óvart ,miðað við allar vondu hlutina sem ég var búin að heyra um hana. Sjáið þessa !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Good, the Bad and the Ugly
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd hefur verið í margra manna minni frá því 1966. Vel leikin, skrifuð og ótrúlega flottir byssubardagarnir. Það besta við þessa mynd er byrjunarlagið sem margir kannst við. Sjáið hana og komist að því hvaða lag það er.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Romy and Michele's High School Reunion
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd olli mér fyrir miklum vonbrigðum bara með öllu illa skrifuð, lélegir brandarar og slæm saga. Ég sá hana í sjónvarpinu þrátt fyrir allar slæmu gagngrýnirnar og ég meina þær voru allar sannar .
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Black Rain
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

----Spillarar---- Nick (Douglas) er góð lögga. Hann hefur átt í erfiðleikum með fjölskyldulífið, en fær alltaf smá ánægju í því að keyra um á mótorhjólinu sínu. Charlie (Garcia) og Nick verða vitni af morði á japönskum business manni á veitingastað einum, og ná morðingjanum. Er þeir eru að fara með hann til heimalands síns svo Japanir geti tekið hann við sér, sleppur hann og verður það að einhverjum ,,Eltingaleik´´ um allt Japan. Þessi mynd er alveg rosalega leiðinleg. Það er varla orðum lýst um hvernig mér leið meðan ég horfði á hana, það var tilfinninginn þegar það er risagat á sokkunum og maður er að labba á parketi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei