Náðu í appið
Gagnrýni eftir:The Lion King
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er ótrúlega vel gerð. Tónlistin og myndin tvinnast saman á skemmtilegan hátt, og svo yndisleg er myndin að maður fær gæsahúð hvað ofan í annað, atriðin eru svo flott. Þetta er mynd sem hægt er að horfa á aftur og aftur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Original Sin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst myndin of löng, og söguþráðurinn hvorki nógu áhugaverður né spennandi. Ég sat í bíó og beið hálfpartinn eftir að myndin kláraðist, svo ómöguleg var hún. Þetta er of fyrirsjáanleg mynd. Það sem bjargaði myndinni voru nokkur töff atriði sem voru nokkurn veginn þess virði að sjá. SAMT ekki í bíó, myndin er ekki 800.- virði, frekar ráðlegg ég fólki þá að leigja hana á video.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Get Shorty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Prýðismynd um gangster (John Travolta) sem ákveður að snúa við blaðinu, hætta öllum glæpum og fara í kvikmyndaiðnaðinn. Hann fer og ræðir við misheppnaðan leikstjóra (Gene Hackman) og fær hann á sitt band. Þeir hafa hið fullkomna handrit og reyna að fá vinsælasta leikarann í Hollywood (Danny DeVito) til að leika aðalhlutverkið.

En Travolta er eltur af fyrrum stjóra sínum, og út frá því hefjast hin mestu vandræði.

Endirinn kom mikið á óvart, og sögunni er flækt fram og til baka.

Myndin kom skemmtilega á óvart, og er hin fínasta afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ben-Hur
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessa mynd horfði ég margoft á þegar ég var yngri. En þá var maður nú svo óttalega vitlaus.

Fyrir stuttu horfði ég á þessa mynd á bíórásinni og sá þá hvað myndin er langdregin og leiðinleg. Það er helst að eitthvað er varið í endinn og kappreiða-atriðið.

Myndin er vel leikin og þokkalega vel tekin, en hana mætti stytta um klukkutíma. Hún er alveg þess virði að sjá hana, en engin snilld. Kannski helst að fólki á fimmtugsaldri finnist eitthvað í hana spunnið... en það er ábyggilega vegna þess að það sá hana á hvíta tjaldinu og man eftir óskarsverðlaununum það árið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lion King II: Simba's Pride
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Leiðinlegt framhald á frábærri teiknimynd. Reynt er að endurskapa stemninguna og húmorinn frá því í fyrri myndinni, en ekki tekst vel til.

Söguþráðurinn er í stuttu máli svona: Nú er Simba orðinn konungur, og Nala drottning hans. Eiga þau núna dóttur sem er arftaki Simba. En afkomendur Skara úr fyrri mynd telja sig rétthafa krúnunnar og ráðast á Simba og dóttur hans með allt of einföldu plotti.

Svosem ágæt sem teiknimynd, en ekki meira en það...

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hercules
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Svolítið væmin, en annars fín mynd um hetjuna herkúles. Það yndislegasta við myndina er tónlistin, en hún er hressileg og fjörug.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Amelie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin Amélie fjallar um unga, einhleypa og á ýmsan hátt skrítna stúlku í Frakklandi sem veit ekki hvað hún vill úr lífinu. Þess vegna leitar hún að hamingju og ást í gegnum fólkið í kringum sig. Með því að gleðja það, öðlast hún gleði. Gaman er að fylgjast með henni gera fólkið ástfangið, hamingjusamt og einnig fær einn nágranni hennar makleg málgjöld fyrir dónaskap.Myndin er björt, litrík og falleg. Handritið er vel skrifað og myndatakan góð. Sagan er sæt og maður kemst ekki hjá því að þykja vænt um Amélie, þar sem persónusköpunin er með eindæmum. Farið er út í mörg skemmtileg smáatriði, sem gera myndina persónulega og sérstaka. Strax í byrjun finnur maður fyrir því. Það má segja að lítið sé hægt að segja til að hallmæla myndinni. Hún er æðisleg hvernig sem maður lítur á málið.Það er einnig skemmtilegt að fara í bíó og sjá mynd sem ekki er gerð eftir Hollywood formúlunni. Amélie fær mín bestu meðmæli, mér fannst hún frábær og myndin mun seint gleymast mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei