Náðu í appið
Gagnrýni eftir:They
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

They er líklega ein sú lélegasta mynd sem ég hef séð um daganna. Myndin er einn og hálfur tími á lengd en manni fynnst maður hafa setið heila eilífð þegar hún er loksins búin. Fyrir þá sem fynnst gaman af því að láta bregða sér skemmta sér eflaust konunglega en það getur einfaldlega ekki haldið uppi heilli mynd. Handritið er vægast sagt mjög slæmt og maður fær eingan áhuga á persónum myndarinnar og hvað þá heldur að maður fái samúð með þeim! Maður getur ekki beðið eftir því að þær fari að týna tölunni. Myndin hýfir sig upp frá engri stjörnu uppí eina fyrir góðan og hálfpartin óvæntan endir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei