Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Clash of the Titans
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Sæmilegur hasar og EKKERT 3D!
Ég fór ansi spenntur á Clash of the TItans, það leit allt vel út, Louis Leterrier "góður" hasarmyndaleikstjóri, fínasti leikarahópur með Sam Worthington nýjustu blockbuster stjörnu hollywood, Liam Neeson og fleiri góðum.

Ég get ekki farið neitt rosalega útí söguna án þess að skemma eitthvað fyrir fólki, en í stuttu máli þá er aðalsöguhetjan Perseus(Worthington) sonur Zeusar og mennskrar konu, og ákveður að rísa upp gegn guðunum eftir að guðirnir refsa mannfólkinu fyrir að hætta að trúa á sig.

Ég vildi mjög mikið fýla þessa mynd, og gerði það að mestu leiti, ég er einn af þeim sem fýla Sam Worthington mjög vel sem hetjutýpuna þrátt fyrir að hann detti óvart inní ástralska hreiminn sinn á köflum í myndinni þá er hann að öðru leiti flottur. Liam Neeson var fínn sem Zeus, fannst hann ekkert beint vera týpan í hlutverkið en það er eitthvað við röddina hans sem er guðdómlegt.. hinsvegar fannst mér Ralph Phiennes aaaaallls ekki vera týpan í Hades, jú hann er útlitslega örlítið líkur Liam Neeson en alls engin Hades.

Myndin er keyrð áfram á alveg suddalegum hraða mestallan tímann, og eginlega of hratt og maður fær ekki að kynnast neinni persónu neitt sérstaklega almennilega, svo þegar að það er eitthvað tiltölulega óspennandi í gangi þá hægist á tempóinu á myndinni..

**Smá spoiler**

Ofaná þetta allt saman, þá er endirinn á myndinni ALLTOF fljótfrágenginn miðað við uppbygginguna, og með meiri anti-climax endum sem að ég hef lent í síðan Law Abiding Citizen.

**Spoiler búinn**

Og svo til að kóróna pirringinn, þá er EKKERT 3D Í MYNDINNI. Þetta er mesta ripoff sögunnar, myndin var ekki tekin upp sérstaklega fyrir 3D heldur var þetta sansað eftirá til að fá meiri tekjur úr myndinni, ég stóð mig að því margoft að taka niður gleraugun og myndin leit nákvæmlega eins út. Lá við að ég heimtaði endurgreiðslu á mismuninum á venjulegum bíómiða og 3D miða.

Í heildina séð var þetta sæmilegasta ævintýrahasarmynd, sem að var dregin niður af slæmu tempói, slöku handriti og hræðilegu 3D.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
How to Train Your Dragon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fyndnasta teiknimynd seinni ára
Ég fór á How To Train your Dragon(3D) í algjöru flippi, valið stóð á milli hennar eða Hot Tub Time machine og að þeirri seinni ólastaðri þá sé ég engan veginn eftir því að hafa farið á HTTYD.

Á blaði þá lítur myndin út eins og algjör krakkamynd, sagan fjallar um víkingastrák sem býr í bæ sem er ofsóttur af drekum, sem er ekki eins og allir hinir í bænum, hann er ómögulegur í því að berjast, er mjór og veiklulegur og hefur gaman af uppfinningum.

Hann nær að skjóta niður dreka með einni uppfinningu sinni og þaðan byrjar sagan af viti.

Ef sögu mætti kalla, plottið í myndinni er frekar krúttlegt og væmið en er bjargað algjörlega fyrir höfn með ótrúlega hnittnum húmor og skemmtilegri persónusköpun, t.d aðaldrekin er óendanlega krúttlegur án þess að fara yfir strikið.

Þrívíddin í myndinni var ekkert kickass, en allt annað varðandi myndina var alveg til fyrirmyndar, raddirnar bakvið andlitn voru alveg spot on, animationið mjög flott og í heild alveg dúndur skemmtileg upplifun sem að keyrir hart á góðum húmor, það er fáránlega langt síðan að ég hef hlegið jafn vel og á þessari mynd, og ég mæli með henni fyrir hvern sem er!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
From Paris with Love
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Skref niðrá við fyrir Pierre Morel
Pierre Morel, Leikstjóri From Paris with Love er einn af ófáaum lærlingum Luc Besson, allaveganna hefur hann einvörðungis leikstýrt myndum skrifuðum og framleitt af Luc Besson. Fyrri myndirnar tvær Taken og Banlie 13 voru báðar að mínu mati mjög góðar og þó sérstaklega Taken.

Hérna er þetta tvíeyki mætt aftur með aðra mynd, From Paris With Love með Jonathan Rhys Myers og John Travolta í aðalhlutverkum. Rhys Myers er aðstoðarmaður bandaríska sendiherrans í Frakklandi, en er líka að taka þátt í leynimakki fyrir leyniþjónustana(eða einhverja aðra stofnun). Loksins er honum falið það verkefni að sækja "partnerinn" sinn, Travotla útá flugvöll og frá þeirri stundu hefst þessi fáránlega saga almennilega.

Ég veit ekki hvað það var við þessa mynd, en hún fór óendanlega í taugarnar á mér' og kannski er ég að vera of gagnrýninn og leiðinlegur. Ég hvorki þoli Jonathan Rhys Myers, og þoli Travolta í "nýju" hlutverkunum sínum engan veginn, hann er svo mikið að vera svartur í þessari mynd að það vantaði bara að hann væri málaður með skósvertu.

Fyrir utan þetta persónulega óþol hjá mér, þá voru samræður í myndinni almennt alveg hrikalegar, allt frá því að vera óþægilega vandræðalegar(rómantískar senur) yfir í því að vera kjánahrolls hallærislegar(ein lokasena er gott dæmi). Þar að auki voru hasaratriðin sjálf ekki nægilega spennandi fannst mér, jú það komu atriði sem voru nokk góð en það skemmdi alltaf fyrir mér að sjá hnöttóttann travolta í þeim.

Það versta var samt, hversu mikið myndin flakkaði frá því að vera frekar alvarleg, yfir í það að vera alveg útá ystu brún hvað varðar fáránleika og kómík, ég þoli myndir sem að halda sig annaðhvort við alvarleikann eða eru bara fáránlegar og elska sjálfa sig þannig, en svona óákveðni er algjört eitur í mínum æðum.

Það var ekkert ferskt við þessa mynd, ólíkt B13 og Taken fyrri myndum Morels, þannig að ég varð fyrir vonbrigðum með þessa ræmu, lélegt franskt cop-buddy mynd, á ensku.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ninja Assassin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Svalar ninjur í hræðilegri mynd
Verð að segja að ég var frekar spenntur fyrir þessari mynd, þrátt fyrir nett kjánalegan titil þá eru ninjur eitthvað sem mér finnst eitursvalt, ekki skemmdi fyrir að Wachowski bræður prodúsera myndina og leikstjóri V for Vendetta leikstýrir.

Athugið að þessi umfjöllun gæti innihaldið spoilera, þó að það sé voða lítið til að spoila.

Myndin byrjar ágætlega, og við sjáum ninjur gera það sem ninjur gera best og er byrjunaratriði myndarinnar frekar nett.

Síðan fáum við að kynnast því sem að eyðileggur myndina, þ.a.s tilraun til að búa til söguþráð með því að blanda Europol inní málið, með tveimur europol útsendurum sem eru að snuðra um ninjur. Hver einasta mínúta sem þetta par er á skjánum er mínúta sem gerir myndina verri.

Plottið sjálft er klassískt "revenge" dæmi með ninjum skvett inní og óþolandi europol útsendurum, nema hvað að ástæðan fyrir hefndinni er frekar slök, og í raun og veru er plottið þynnra en bónus klósettpappír.

EINA jákvæða við þessa mynd það að ninjurnar líta vel út, nettu yfirnáttúruleg dulúð yfir þeim og að bardagaatriðin eru fín, reyndar virðist vera að á klippiborðinu þá hafi einhverjum ekki fundist vera nóg blóð, svo að þeir bættu bara við tonni af blóði eftirá til að hafa þetta jafn blóðugt og hráa steik.

Svo virðist vera sem að handritshöfundur myndarinar hafi bara verið með mjög óljósa hugmynd um hvernig myndin hafi verið, og í raun og veru eina sem hafi verið komið á blað var grunnhugmyndin um ninjurnar, nokkrir geðveikir (og ofur-blóðugir) bardagar, og svo átti bara að skálda inná milli upp á staðnum.

Vægast sagt vonbrigði þessi mynd, og ég mæli engan vegin með henni fyrir góðann þúsundkall.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Twilight Saga: New Moon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Meðalslök ástarvampíruþvæla
Það má segja að ég hafi kynnt mér Twilight með ansi litlum vilja, en kærastan mín hefur horft á Twilight svona 20 sinnum, svo að við skelltum okkur saman á New Moon saman (ég horfði á Twilight fyrir það til að fá grunninn.)

Ég fór inná New Moon með engar væntingar, og gaf henni alla þá sénsa sem að ég gat mögulega gefið, ég elska vampírumyndir, varúlfamyndir og ég get alveg dottið inní að horfa væmnar ástarmyndir.

En því miður er New Moon ekkert af þessu liggur við, til að byrja með þá frústrerar það mig óendanlega hvað Stephanie Meyer breytir almennum "myths" um vampírur. Að þær breytist í glansandi demantshúðaða álfa í sólskini er bara engan veginn ásættanlegt, og pirrar mig í hvert skipti sem að þetta ber fyrir augu á skjánum.

En hvað um það,

New Moon tekur upp þráðin þar sem Twilight endaði, og 16 ára hvolpaást Edwards og Bellu er áfram rauði þráðurinn í atburðarás myndanna, hinsvegar er hegðun þeirra svo óraunveruleg á tíðum að ég persónulega næ aldrei að "tengjast" þeim af viti. Tempó myndarinnar er alltof hægt, kannski ívið betra en í Twilight en samt sem áður þá er 5 setninga samtal milli Edwards og Bellu liggur við klukkutími, dæmi:

Edward: I just can't live without you
15 sekúntur líða
Bella: (setur upp skrítinn hugsi svip)
15 sekúntur líða
Bella: Neither do I

Fyrir mér var besti kafli myndarinnar þegar að Jacob og hans gengi fór meira inní plottið, það var í eina skiptið sem að ég hef fann fyrir einhverri spennutilfinningu og/eða samúð yfir myndinni. Um leið og að sagan færðist svo aftur frá því, þá fannst mér hún dala aftur. Myndin reynir alveg að byggja upp spennu frá því og kynnin af Voltari voru ágæt, hinsvegar hrynur þetta allt út frá hægri atburðarrás og þeirri staðreynd að mér er hreinlega alveg sama hvað kemur fyrir alla í myndinn því að ég náði aldrei að tengjast þeim.

Allt í allt var þetta meðalslök afþreying, mjög greinilega er markhópurinn 13-18 ára stelpur sem eru að elska hugmyndina um eilífa ást og allt það. Ofaná það þá finnst mér Edward _óþolandi_ mikil tussa, og það sama á eginlega um allar vampírnar. Held að það sé óhætt að segja að þetta séu minnst badass, minnst svölu vampírur sem nokkurntímann hafa prýtt hvítatjaldið.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
District 9
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besti geimvísindatryllir ársins
Ég heyrði nafnið Neil Blomkamp fyrst þegar að ég var að lesa um Halo kvikmyndina, sú mynd er búin að vera í eilífu limbói og Neil fór frá því verkefni. Þess í stað ákvað hann að búa til þessa mynd, en hann gerði stuttmynd fyrir nokkrum árum þar sem að viðfangsefnið var það sama.

District 9 byrjar í hálfgerðum heimildarmyndastíl, þar sem að við fylgjum Wikus Van Merwe í vinnunni sinni hjá MNU sem er einhverskonar stórfyrirtæki sem að dabblar í vopnaframleiðslu og allskonar öðru sjitti, það fyrirtæki hefur verið fengið í það verk að flytja geimverurnar sem búa í D9 í nýjar flóttamannabúðir. Wikus fer ásamt hóp MNU málaliða og myndatökugenginu sem að eltir hann í D9 og gengur milli húsa að fá íbúana til að skrifa undir brottfararskjöl en í einni heimsókninni gerist eitthvað og þaðan keyrist atburðarásin upp.

Það verður að segjast að District 9 lítur ótrúlega vel út, myndatakan er góð, skemmtileg tilbreyting frá æðinu sem hefur gengið yfir Hollywood að láta allt vera á ofsaferð, þótt að það komi alveg fyrir þannig atriði þá er það aðeins í örskamma stund. Tæknibrellurnar voru að mínu mati óaðfinnanlegur, ég trúði algjörlega öllu sem að bar fyrir augu mín. Tónlistin spilaði á tilfinningarnar og fittaði algjörlega inní andrúmsloftið í myndinni.

Allir leikarar myndarinnar eru óþekktir, enda flestallir S-Afrískir. Sharlto Copley sem leikur Mikus stendur sig einstaklega vel, og maður finnur til með honum í því sem að gengur á í myndinni.

Allt í allt er þetta án nokkurs vafa ein lang besta "sci-fi" mynd seinni ára, og fræsir algjörlega yfir myndir í sama flokki sem hafa komið út á þessu ári.

Til gamans má geta að þessi mynd var gerð fyrir 30m dollara, en hún lítur út fyrir að vera 200m dollara mynd.

Ekki missa af þessari.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
G.I. Joe: The Rise of Cobra
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Tómur poppkornshasar
Ég fór á G.I Joe með ekkert sérstakar væntingar, var frekar viss um hvaða týpa af mynd þetta væri og bjóst því ekki við neitt rosalegum söguþræði né dialog.

Þrátt fyrir það þá fannst mér hún ekki neitt spes, jú það eru töff leikarar í henni, vondukallarnir líta flestir út frekar badass og allt útlit myndarinnar er frekar heilsteypt. Hasaratriðin eru þétt og vel framkvæmd, en útaf því að maður fær ekki að kynnast aðalpersónunum neitt sérstaklega, þá hefur maður enga sérstaka samúð með þeim og það dregur virkilega úr tensioninu í atriðunum.

Fyrir utan það að sum samtöl og setningar eru virkilega hræðilegar, fékk reyndar ekki aulahroll af sama kaliber og ég fékk á Transformers 2 en þá fá handritshöfundar G.I Joe engin verðlaun og það hefði vel verið hægt að orða hlutina betur í flestum atriðum.

Annars er þetta ágætis heilalaus poppkornsmynd, skárri en Transformers 2 en þá er ekki mikið sagt.

Og ég trúði ekki eigin eyrum þegar að "boom boom pow, i like jacking my style bla" lagið með Fergie og Will.i.am kom í endann á myndinni.. hreint út sagt sjokkeraður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei