Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Marley and Me
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
ágæt en mun verri en myndin

Mér fannst þessi mynd ágæt en eins og titiillinn sagði þá fannst mér bókin miklu betri. Ég er ekki mikill lestrarhestur og les lítið en keypti mér bókina þar sem ég er áhugamanneskja um hunda. Ég límdist við bókina og hló og táraðist mjög mjög mjög mikið yfir bókinni á köflum. Myndin fannst mér ekki vera með þetta hún dróg ekki mikið að sér. Mér fannst hún full róleg og lítið kröftug þar sem þessi hundur er nú sjálfur mjög kröftugur mér fannst samt vanta nokkur meiri atriði úr bókinni og langaði auk þess að hafa þau lengri svo meiri spenna eða hlátur myndi koma til dæmis með stelpuna úr götunni þeirra, þeir sem hafa lesið bókina vita um hvað ég meina.

Þannig að ég segi myndin var sæmó hefði mátt hafa hana lengri en sum atriði lengri hún var pínu langdregin samt þar sem lítið var að gerast og lítið gert úr atriðinum. ég er ekki góð í að dæma um leik en mér fannst samt Owen Wilson ekki passa inn í þetta hlutverk hafði viljað sjá einhvern meiri kraft.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei