Náðu í appið
Gagnrýni eftir:I Am Legend
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
I am Legend
Robert Neville er einn eftir í heiminum og leitar af lækningu gegn K-vírusnum sem í fyrstu var notað sem lækning gegn krabbameini en drap flest alla og breytti restinni í ofbeldisfull og hættuleg skrímsli. Þetta fjallar I am Legend nokkurn veginn um og verð ég að segja að ég hafði mjög gaman af henni. Útlit yfirgefnu borgarinnar er frábært og mjög raunverulegt. Will Smith stendur sig afar vel í hlutverki sínu og sömuleiðis er hundurinn með honum alveg frábær. Tölvubrellurnar í myndinni eru góðar en hefði mátt gera Myrkraverurnar raunverulegri því þær litu stundum frekar kjánalega út. En eins og ég sagði hafði ég mjög gaman af þessari mynd því þetta er mjög spennandi mynd og gef henni 8/10.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stardust
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég skellti mér á Stardust með litlar væntingar því vinur minn hafði bölvað yfir henni þegar hann fór á hana, en svo var hún bara svona þrusugóð. Hún er gerð eftir leikstjórann Matthew Vaughn og er skrítið að hann hafi aðeins gert tvær myndir eins og er því myndin er mjög fagmannlega gerð. Eitt sem mér fannst skemmtilegt við þessa mynd var að ég hafði aldrei heyrt þessa sögu fyrr né séð hana í eitthverri útgáfu þó sagan sé reyndar mjög týpísk ævintýrasaga. Sagan er nokkurnveginn um ungan pilt að nafni Tristan sem freistar þess að ná í stjörnu sem fellur að himnum fyrir stelpunni sem hann elskar og sýna þannig ást hans á henni en í gegnum það spinnast svo ævintýri með snarbrjáluðum nornum og valdasjúkum prinsum. Leikurinn í myndinni er afar góður, Charlie Cox smellpassar sem Tristan og sömuleiðis mótleikarinn hans Sienne Miller sem leikur Victoriu eða stjörnuna. Þau sem stela reyndar senunni eru enginn önnur en hinn frábæri Robert De Niro sem leikur hinn harða Chaptain Shakespeare sem er svo eftir allt saman ekkert svo harður, eða hvað? og Michelle Pfeiffer sem er frábær sem vonda norninn. Tölvubrellur í myndinni er góðar og sömuleiðis tónlistin. Ég hef ekkert sérstakt á myndinni að segja út á en ég skemmti mér vel yfir myndinni. Svo var skemmtilegt að vita að myndinn var að hluta til tekinn upp á íslandi en maður kannaðist oft við landslagið og birtuna. En Stardust er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna þó litlir krakkar gætu kannski orðið pínu hrædd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
I Now Pronounce You Chuck and Larry
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hvað get ég sagt ... Úff !!! Þessi mynd er því miður frekar misheppnuð. Í fyrsta lagi er Adam Sandler svo ekkert líkur sjálfum sér þarna en það ætti að vera kostur fyrir suma en fyrir mig er það hræðilegt þar sem ég kann mjög vel við hann í sínum eldri myndum. Síðan er Kevin James alveg þokkalegur en alls ekki að sýna sitt besta. En að myndinni, hún byrjar ágætlega og á mjög happy madison-legan hátt og sýnir frá því hvað vinátta þeirra félaga er sterk og þeir standa saman í gegnum súrt og sætt í vinnunni. En þegar þeir lenda báðir í slysi á hálf asnalegan hátt fer Larry(Kevin James)sem hafði misst eiginkonu sína að hugsa um framtíðina fyrir börnin og hvað myndi þau gera ef hann myndi deyja í starfinu, svo hann fær Chuck(Adam Sandler) til að fá þá félaga til að láta skrá sig sem samkynhneigt par og njóta meiri fríðinda og betri launa. Hugmyndin er kannski ágæt en myndin er klaufaleg og húmorinn virtist aldrei virka rétt og þrátt fyrir eitt frekar fyndið atriði með dansandi róna var hún alls ekkert svo fyndin. Steve Buscemi nær þó að lyfta myndinni aðeins upp og er hann eins og oftast mjög skemmtilegur. Ég get alls ekki mælt með myndinni og læt eina og hálfa stjörnu nægja.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Vacancy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vacancy er ágætis hrollvekja samt meira spennutryllir fyrir mér. Myndin fjallar um par sem lenda í því að bíllinn þeirra bilar eftir óhapp og til að bæta gráu ofan á svart ákvað David (nokkuð vel leikinn af Luke Wilson) að fara ekki eftir þjóðveginum heldur stytta sér leið eftir lítið notuðum vegi. Þau fá gistingu á frekar dularfullu móteli sem var rétt hjá þeim en þar byrjar atburðarásin. Myndin er hrikalega spennandi og mannig bregður af og til. Leikurinn var þokkalegur hjá þeim fáu sem komu fram að mínu mati og ég hef ekkert að segja út á það. Og svona til að enda þetta þá er Vacancy ágætis spennitryllir og hrollvekjandi líka á sinn hátt, endirinn á myndinni var þó klisjulegur og leiðinlegur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sin City
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var svo óheppin að hafa ekki verið kominn með kvikmyndadellu þegar Sin City var sýnd á sínum tíma svo ég hef aldrei upplifað þessa ofursvölu,flottu og bara einstaklega vel heppnuðu mynd í kvikmyndahúsi (Sem mér finnst agalegt). Myndin er einstaklega vel leikinn og stendur þar helst Mickey Rourke uppúr sem hinn eitursvali harðnaggli Marv. En annars má nefna Bruce Willis sem er í essinu sínu og Cliwe Owen finnst mér einstaklega flottur. Myndin fylgir samnefndum teiknimyndasögum sem ég hef því miður ekki lesið en það sést á myndinni að hún á að vera svoldið ýkt og sjúskuð. Sin City er líka meistaralega vel gerð en hún var tekinn upp öll á Blue-screen tjaldi og er þetta með þeim best heppnuðu tilraunum til þess sem ég hef séð. En Sin City er gæða mynd og allir kvikmyndaaðdáendur sem fýla vel brútal,flottar og kolsvartan töffara húmor ættu að tjekka á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Die Hard
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Die Hard er ein af þessum hasarmyndum sem allir á vissum aldri ættu að vera búin að sjá, því þetta er án efa flottasta,frábærasta og einfaldlega besta hasarmynd sem ég hef nokkurn tíma séð. Myndin fjallar um hinn frábæra lögreglumann John McClane eða Officer McClane sem er svona eitursvalur, en hann ákveður að heimsækja fjölskyldu sína í New York. Þegar hann fer að ná í konu sína sem er stödd í jólaveilsu fyrirtækis hennar lenda þau í þeim óhöppum að bygginginn er hertekinn af hryðjuverkarmönnum sem ætla að ræna fyrirtækið. John McClane er þeirra eina von þar sem hann sleppur undan þeim fyrir tilviljun og þá byrjar þessi skemmtilega atburðarrás. Bruce Willis sýnir stórleik sem John McClane enda held ég að þarna hafi hann skotist á stjörnuhimininn. Ég mæli klárlega með Die Hard enda ein af ef ekki þá bestu hasarmyndum sem hafa verið gerðar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Disturbia
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Disturbia er einstaklega skemmtileg og vel heppnaður Thriller að mínu mati því ég myndi eiginlega ekki getað kallað hana hrollvekju. Myndin fjallar um strákinn Kale sem er vel leikinn af Shia Lebouf en hann lendir í þeim hræðilegu atburðum að missa föður sinn. Eftir föðurmissirinn er hann mjög viðkvæmur og hálfónýtur og lendir í því að kýla kennarann sinn sem veldur því að hann er dæmdur í 3 mánaða stofufangelsi. Þennan tíma hundleiðist honum og fer á endanum að skoða í kringum sig með kíki og þá fara undarlegir atburðir að gerast. Mér fannst Disturbia einstaklega skemmtileg og fyndinn fyrir hlé og eftir hlé varð hún aðeins dekkri. Verð samt að setja út á frekar fyrirsjáanleg bregðuatriði en eitt þeirra náði mér þó svakalega. Svo mín skoðun, Disturbia er frekar góð mynd og einstaklega skemmtileg. P.S. forðist litlar skrækjandi smástelpur, þær skemmdu myndina fyrir mér að hluta til.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ratatouille
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ratatouille er ein af þessum myndum sem hífur upp álit manns á tölvuteiknuðum myndum sem því miður hafa verið ansi mikið á niðurleið eftir að þær urðu auðveldari í framleiðslu. Myndin er fjörug,fersk og alveg rosalega skemmtileg. Svo maður tali nú ekki um teikningarnar en þær eru frábærar. Ég allavega mæli stórlega með Ratatouille en hún skilur mann ekki eftir svikin í sætinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rush Hour 3
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að vera ósammála þessum fyrir ofan því mér fannst Rush Hour 3 frekar skemmtileg. Lee og James Carter eru mættir hér aftur eftir 6 ára fjarveru og eru satt að segja frekar ferskir þrátt fyrir aldur Jackie Chans. Myndin byrjar ágætlega og heldur þessum ágæta húmor alla myndina og er það í langflestum tilfellum sem Cris Tucker stelur senunni og hafði ég mjög gaman af honum. En Rush Hour 3 er ekkert nýtt. Þetta er bara mjög venjuleg og auðveld mynd og söguþráðurinn er ekkert til að hrópa húrra yfir. En ég mæli samt með henni á leiðilegum rigningardegi eða eitthvað í þá átt. Semsagt Rush Hour 3 er skemmtileg,fersk og fyndin en samt enginn stórmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Transformers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Okei hvað get ég sagt ... Vááá !!! þessi mynd var sannkallað augnakonfekt og ég gjörsamlega iðaði í sætinu þetta var svo flott. Myndin er mjög skemmtileg og góður húmor í henni sem gefur henni bara plús og tæknibrellurnar eru OFUR þetta er án efa flottast mynd sem ég hef nokkurntímann séð. Þvílíkt flottir bardagar og sprengingarnar svo flottar. Eina sem ég get sagt útá er kannski að myndin er ekki alveg nógu alvarleg og hefði mín vegna mátt fá R-stimpil og endirinn var mjög týpískur amerískur endir sem er ekkert endilega betra.

En nóg með það þessi mynd er samt frábær og ég gjörsamlega elskaði hana. Mælið hiklaust með henni og þetta er mynd sem maður verður helst að sjá í bíó. Virkar ábyggilega ekki jafn vel í litlu sjónvarpi. Sjáið þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Die Hard 4.0
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

John McClane er mættur aftur eftir 12 ára fjarveru og verð ég að segja að hann hefur alls ekkert versnað og ekki mikið hægt að gera út á hann. Die Hard 4.0 eða Live Free or Die Hard fylgir fyrirvörum sínum mjög vel og myndi ég segja hana betri en mynd númer 2. Die hard 4 er allsvakalega flott Hasarmynd og Hasarmynd sem gerist best með léttum buddy-comedy inní.


Í þetta sinn tekst John McClane að flækja sér á móti stórum hryðjuverkasamtökum sem notast við svokallaða tölvuhakkara sem gjörsamlega rústa umferðinni og fleiru. En eins og venjulega er Johnn McClane til staðar og ótrúlegt að sjá hversu lipur Bruce Willis er þrátt fyrir aldur sinn sem er þó farinn að segja til sín.


Ég get ekki sagt annað en að ég hafi skemmt mér mjög vel á þessari mynd og hún var enginn vonbrigði. Eini Galli myndarinnar er að John McClane er orðinn svoldið mikill Súperman en hann hefur alltaf einkennst sem rangur maður á röngum stað en þó eitursvalur og harður. En undir því er hann bara venjulegur maður ekki maður að skutla sér fram af skutlu sem mér fannst kannski aðeins of ýkt. En engu að síður þrusugóð Hasarmynd og ég mæli með henni í hástert.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Material Girls
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Material girls fjallar um tvær systur sem erfa risastórt snyrtivörufyrirtæki frá föður sínum. Svo kemur það vandamál að eitt nýjasta og flottasta húðkremið þeirra á að hafa valdið miklum örum og bólum á andlitinu á einni konu og við það rústast fyrirtækið þeirra gjörsamlega og þar byrjar eitthver saga. Okei eina sem ég get sagt um þessa mynd var bara að þetta er ömurlega léleg mynd sem er byggð á klisjum og er bara gubbandi leiðinleg. Ég gat giskað nánast hvaða atriði sem gerðist því þetta er svo fyrirsjánlegt og bara bjakkk. Litla sæta Hillary duff og systir hennar eru ekki að gera neitt gott í þessari mynd ( eins og venjulega ) og bara forðist hana.


p.s. ég var togaður á þessa mynd af vinkonum mínum og það var þverrt á móti vilja mínum
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei