Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Minority Report
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Nýjasta mynd Steven Spielberg’s Minority Report hefur fengið frábærra dóma bæði erlendis (Roger Ebert- 4 stjörnur) og hérlendis (gagnrýnendur DV, Morgunblaðsins og Rásar 2 hafa gefið henni fullt hús stiga). Og flestir notendur kvikmynda.is eru að sama skapi mjög ánægðir með hana. En ég verð að viðurkenna að ég er ekki jafn ánægður með hana og margir aðrir. Já, Steven Spielberg vinnur sína vinnu auðvitað vel. John Williams semur tónlistina (eins og í öllum öðrum Spielberg myndum) og hún er einn sterkasti hluti myndarinnar. Kvikmyndatakan er sterk enda er enginn annar en Janusz Kaminski (kvikmyndatakan í Schindler’s List og svo flestum öðrum Spielberg myndum eftir það) að verki. Leikurinn er góður fyrir utan Tom Cruise, sem leikur kannski ekki illa en er samt eins og í öllum öðrum spennumyndum sínum. En besti leikurinn að mínu mati sést hjá Samantha Murton í hlutverki sjáandans Agöthu og hjá Svíanum Max von Sydow sem Lamar Burgess. Tæknibrellur eru ótrúlega flottar og með þeim bestu sem ég hef séð. Handritið er byggt á smásögu eftir Phillip K. Dick og er svo sem gott en það er allt of fyrirsjáanlegt. Það sem gerir það enn verra er að verið er að bjóða upp á einhverja fyrirsjáanlega ráðgátu. Svo fannst mér eltingaleikurinn frekar þreytandi. En svo kemur líka þessi Hollywood happy ending sem er kannski ekki stór galli en samt er hann frekar hallærislegur. Það mætti kannski stytta myndina nokkuð en hún er samt ekki beinlínis langdregin. Minority Report er góð mynd, sem er þess virði að sjá í bíó en að mínu mati kemst hún ekki í hóp bestu mynda Spielberg’s og ég vona að hún verði ekki óskarsverðlaunamyndin í ár.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Monster's Ball
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Monster´s Ball er mjög trúverðug mynd. Hún er mjög flöt (jöfn lína í handriti, þ.e. heldur sínu striki án mikilla breytinga) allan tímann en manni leiðist ekki og myndin er mjög átakanleg. Hún fjallar um líf konu og manns. Annars vegar Leticia Musgrove, sem Halle Berry leikur og fékk óskarinn fyrir og átti svo sannarlega skilið. Hún á son sem heitir Tyrell og er frábærlega leikin af Coronji Calhoun. Hann er mjög feitur og tekur Leticia það mjög nærri sér. Föður Tyrells heitir Lawrence (Sean Puffy Combs) og hefur hlotið dauðadóm og verður settur í rafmagnsstól. Hins vegar fangavörðinn Hank Grotowski, sem er leikin af Billy Bob Thornton. Hann átti óskarinn ekki síður skilinn en Halle. Hank er harðbrjósta og einn versti faðir sem hægt að hugsa sér. Sonny (Heath Ledger) er sonur hans og tekur líf sitt síðan fyrir framan föður sinn og afa sinn. Þessi erfiða upplifun breytir Hank sem persónu. Afi Sonny, Buck (Peter Boyle) er ekki betri faðir og manneskja en Hank. Hann er uppfullur af kynþáttafordómum og karlrembu. Eftir dauða Lawrencar lendir Tyrell fyrir bíl og deyr. Þá kynnast Hank og Leticia og hjálpa hvort öðru í gegnum erfiðleikana. Leikur aukaleikaranna er mjög góður og kemur mér Puff Daddy/ P. Diddy mjög á óvart. Halle Berry og Billy Bob Thornton leika rosalega vel og þau hreint verða að Leticiu og Hank. Handritið er gott og leikstjórnin mjög góð. Monster´s Ball er ein besta grenjumynd allra tíma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The 51st State
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Samuel L. Jackson í skotapilsi! Hver hefði trúað því að mesti töffari kvikmyndaleikara nú til dags mundi ganga í skotapilsi. En samt er hann flottastur. Samuel L. Jackson leikur Elmo McElroy, efnafræðisnilling sem finnur upp fullkomna eiturlyfið. Hann svíkur bossin sinn, eðluna (Meat Loaf) og fer til Englands til að selja vöruna sína. Þar verður hann sóttur af hinum mikla Liverpoolaðdáanda Felix DeSouza (Robert Carlyle; Full Monty og Trainspotting) sem hugsar næstum ekki um annað þá dagana en að tryggja sér miða á leikinn FC Liverpool gegn Manchester United. Eftir það eru þeir félagar óaðskiljandi. Emily Mortimer (The Kid) leikur Dawn Dakota Parker sem er fyrrverrandi hans Felix og er leigumorðingi fyrir eðluna. Hún á fyrst að drepa Elmo en svo lætur eðlan hana vernda hann. Í aukahlutverkum eru Rhys Ifans (Notting Hill og Kevin & Perry go large) og Sean Pertwee sem er lögga. Ronny Yu hefur ekki verið beint í uppáhaldi hjá mér fyrir Bride of Chucky (ein af lélegri mydum sem ég hef séð) en kom mér á óvart með ágætri leikstjórn. 51st State er sprenghlægileg og frekar gróf hasarmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Royal Tenenbaums
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Royal Tenenbaums fékk óskarstilnefningu fyrir besta frumsamda handritið. Owen Wilson og Wes Anderson áttu skilið að vinna verðlaunin frekar en Robert Altman og Bob Balaban fyrir Gosford Park. Owen Wilson og Wes Anderson eru einir skemmtilegustu handritshöfundar í Hollywood og ég hlakka til að sjá næstu mynd þeirra. Wes Anderson leikstýrir myndinni mjög vel og er ekki síðri í því starfi en handritshöfundarstarfinu. Ef við förum dálítið út í söguþráðinn þá er hann svohljóðandi: Royal Tenenbaum (Gene Hackman) hefur misst allt samband við fjölskylduna. Reyndar er fjölskyldan líka eitthvað sundruð. Richie Tenenbaum (Luke Wilson) var frægur tenniskappi en fór út á sjó út af ástarsorg. Margot Tenenbaum (Gwyneth Paltrow) læsir sig inn á baði alla daga. Eiginmaður hennar Raleigh St. Clair (Bill Murray) hefur miklar áhyggjur af henni. Chas Tenenbaum (Ben Stiller) lifir með sonum sínum Ari og Uzi og ofverndar þá svo sannanlega frá lífinu. Etheline Tenenbaum (Anjelica Huston) er móðurin og fyrrverandi kona Royals sem er að fara giftast Henry Sherman (Danny Glover). Owen Wilson leikur Eli Cash sem er fjölskylduvinur Tenenbaum-fjölskyldunnar. Royal missir hótelíbúðina sína og þykist vera dauðvona og fær að flytja inn til Tenenbaum-fjölskyldunnar sem er nýsameinuð og allir fjölskyldumeðlimir eiga heima undir sama þaki. Ég ætla ekki að fara meira út í söguþráðinn og ætla loka þessari gagngrýni með því að mæla með henni fyrir þá sem fíliðu Rushmore en ef þið þolduð hana ekki mundi ég sleppa að sjá þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bubble Boy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Bubble Boy er lélegasta mynd ársins 2002 hingað til og það verður mjög erfitt að toppa þessa hræðilegu frammistöðu. Sem betur fer kostaði mig þessi tímaeyðsla bara 150 kall á vísatilboði. Þeir frá Sambíóunum settu hana ábyggilega bara á svona tilboð til að einhver fari á þessa vitleysu. Jake Gyllenhaal (Donnie Darko) leikur Jimmy Livingston sem fæddist með ónýtt ónæmiskerfi og lifir þess vegna í kúlu. Æskuvinkona hans Chloe (Mary Shelton) er að fara giftast einhverjum töffara sem er í alvörunni algjör lúði en lélegur leikur og léleg leikstjórn orsakar það rugl. Jake ætlar að stöðva brúðkaupið því hann elskar stúlkuna. Þess vegna býr hann til ferðakúlu og ætlar að drösslast til Niagrafossanna á þremur dögum. Á leiðinni hittir hann alls konar skrítið fólk sem á að vera fyndið en eru í rauninni hundleiðinlegt. Swoosie Kurtz leikur stjórnsömu mömmuna og Danny Trejo (Con Air og Dusk Till Dawn 1 & 2) leikur einhvern mótorhjólagaur. Hvað eru allir þessu ágætu leikarar að hugsa að taka þátt í svona vitleysu. Leikstjórinn Blair Hayes er algjörlega ófær um að leikstýra og ég vona að þessi maður komi aldrei nálægt kvikmyndum framar. Handritshöfundarnir halda ábyggilega að þeir séu algjörir snillingar með þessu plotti, allir 11 ára krakkar fatta þetta &8220;snilldar&8221; plott. Ég mæli með því að þú sleppir því að fara á þessa mynd og kaupir þér frekar Mentos með Spider-Man fyrir 150 kallin. Ekki eyða tíma þínum í þessa mynd!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spider-Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég var aðeins yngri var ég vanur að leika mér með Spider-Man kalla. Þó að ég hefði legið í köllunum vissi ég ekki mikið um söguna og þess vegna var þessi bíóferð mjög fræðandi. Ég bjóst nú við frekar miklu því mér fannst Spider-Man og Sam Raimi (Evil Dead, A Simple Plan og The Gift) ansi girnilegur kokkteil. Og kokkteillinn bragðaðist mjög vel og hann stóðst væntingar.

Tobey Maguire (Cider House Rules og Wonder Boys) fannst mér persónulega tilvalinn fyrir hlutverk Peter Paker og Spider-Man. Peter Parker er á lokaári í framhaldsskóla og mjög efnilegur vísindamaður. Draumastúlka hans og nágranni er Mary Jane Watson (Kirsten Dunst) sem er kærasta aðalgæjans í skólanum. Peter er ekki vinsæll í skólanum og á einn vin, sem er dekurbarnið Harry Osborn (leikinn mjög sannfærandi af James Franco). Willem Dafoe (Platoon, Shadow of the Vampire og Boondock Saints) er frábær leikari eins og flestum finnst, leikur pabba Harry, Norman Osborn. Hann á risastórt vísindafyrirtæki, Oscorp, og á í viðræðum við herinn. Hann verður að reyna það sem hann var að prófa fyrir þá og breytist þá í Green Goblin sem er vondi karlinn. Þeir tveir eiga svo í stríði eftir það. Handritið er flott og vel skrifað enda um snilling að ræða sem hlut á að máli, nefnilega David Koepp (Panic Room og Mission: Impossible). Scott Rosenberg (Con Air) skrifaði líka handritið, sá er kannski ekki snillingur en samt góð vinna hjá þeim báðum. Spider-Man er frábær afþreying sem ég mæli eindregið með.

P.S. Sumum finnst myndin of væmin, vá það eru tvö atriði væmin.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Forrest Gump
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Forrest Gump var útnefnd sem besta mynd á óskarsverðlaunahátíðinni 1994 og fékk fimm önnur verðlaun og þar meðal fékk Tom Hanks óskarinn fyrir sinn snilldarleik sinn í myndinni.

Árið 1994 var gæða kvikmyndaár og þá komu fram snilldarmyndir eins og Shawshank Redemption og Pulp Fiction. Þótt það séu frábærar myndir verð að segja að Forrest Gump er besta mynd ársins 1994.

Myndin er leikstýrð af Robert Zemeckis sem hafði áður leikstýrt Back to Future myndnum og nýlega hefur hann leikstýrt Cast Away (sem er líka með Tom Hanks) og What Lies Beneath svo að eitthvað sé nefnt. Handritshöfundarnir eru Tim Roth og Winston Groom. Tim hefur samið misjöfn handrit, hann hefur samið handritið við ömurlegu myndina The Postman, handritið við ágætis myndinni The Horse Whisperer og handritið við frábæru myndinni The Insider. Winston hefur einungis samið handritið við Forrest Gump.

Söguþráðurinn er svoleiðis að Forrest situr á bekk og segir ýmsu fólki ævisögu sína.

Sagan byrjar þannig að Forrest þarf að fá spelkur því að hann er með bak eins og pólítíkus. Eftir það fer hann með móður sinni að heimsækja grunnskóla til að biðja skólastjórann um að hann fái að ganga í þann skóla. Í fyrstu vildi hann ekki leyfa Forrest að ganga í skólann því hann er með greindarvísitölu 75 en kröfur voru 80. En móðir Forrest breytti skoðun skólastjórans með að skemmta honum dálítið.

Í skólanum kynnist hann stelpu sem heitir Jenny og þau verða bestu vinir og hún kemur alltaf aftur upp á skjáinn seinna í myndinni. Hann eignast tvo aðra góða vini þegar fer í herinn. Einn þeirra heitir Bubba og er með rækjur á heilanum. Hinn heitir leutinant Dave og er foringi hans og Bubba í Víetnamstríðinu. Þeir gerbreyta lífi hans.

Þessi magnaða mynd er uppfyllt af góðum húmor og er upplýfgandi. Ég mæli með þessari frábæru mynd og þeir sem eru ekki búin að sjá hana ættu að flýta sér út á vídeóleigu og biðja um Forrest Gump.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei