Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Where the Heart Is
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jú jú, bara hin fínasta mynd. Fjallar í stuttu máli um unga konu sem fæðir barn sitt í Wal-Mart (bandarískri verslunarkeðju) og reynir að fóta sig í lífinu sem einstæð móðir. Virkilega góður leikur (enda bara um prima leikara að ræða), sniðugar pælingar en svolítið slitrótt handrit. Ég myndi segja að þetta sé svona mynd sem stelpur fíla í ræmur en strákum finnst gaman að horfa á, í leyni... Natalie Portman er að vanda æðisleg og afar sannfærandi sem einstæða móðirin, þótt ung sé að aldri. Þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lemony Snicket's A Series of Unfortunate Events
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Oh... það er langt síðan ég hef skemmt mér eins vel í bíó. Ég vil byrja á því að segja: Mergjuð mynd, algerlega frábær! Lemony Snicket's A Series of Unfortunate Events er byggð á bókaflokki sem ber þetta sama (og frekar langa) heiti og inniheldur hann þrjár bækur. Þar sem ég hef ekki lesið bækurnar sjálf get ég ekki mikið sagt um þær, en ég ætla bara rétt að vona að þær líkist eitthvað myndinni. Myndin er í raun frásögn persónu sem heitir Lemony Snicket og segir frá þremur systkinum sem verða munaðarlaus þegar foreldrar þeirra láta lífið. Þau eru þá send til nánasta ættingja sem er Olaf greifi (Jim Carrey) og er hann ekki beint sá viðkunnalegasti. Svo byrjar heljarinnar eltingaleikur þegar börnin reyna að flýja undan greifanum, sem ólmur reynir að ná í skottið á þeim. Eftir stendur spenna og dulúð svo ekki sé minnst á einstakan húmor Jim Carrey. Tónlistin er hreint út sagt stórkostleg. ALLIR leikararnir í myndinni eru FRÁBÆRIR og þá vil ég helst nefna krakkana sem léku munaðarlausu systkinin. Það minnsta, Sunny, er leikið af tveggja ára tvíburum og er hún (þær) sennilega uppáhaldsleikkonan mín í dag, algjör dúlla. Hin tvö, Violet og Claus, eru leikin af hinni 16 ára Emily og hinum 14 ára Liam og túlka þau bæði hlutverk sín á afar fágaðan hátt. Það sem mér fannst samt best við myndina var hvernig stemningin og dulúðin náði að grípa mig frá upphafi til enda. Ég mæli hiklaust með þessari mynd fyrir unga (ekki samt allt of unga) sem aldna og gef ég þessari mynd fullt hús stiga. P.s. Fylgist endilega með geðveikt flottum credits-lista í lok myndarinnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: A New Hope
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Alveg fáranlega skemmtileg mynd sem ég get horft á aftur og aftur og aftur... Hún er svo epísk og klassísk að ef þér leiðist akkurat núna og ert ekki búin að sjá þessa mynd, mæli ég með því að þú slökkvir á tölvunni og hlaupir (eða keyrir) út í vídeoleigu og takir þessa stórkostlegu afþreyingu. Ekki lifa í efanum... hlauptu skepna, hlauptu!!! Það sem þú átt í vændum er flott tónlist, frábærir leikarar, yndislegur söguþráður og geggjuð skemmtun! Ýkt klístrað!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pitch Black
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Að mínu mati einn flottasti spennutryllir síðari ára. Söguþráðurinn flottur og vel úthugsaður, stemningin mögnuð og tæknibrellur með besta móti. Vin Diesel kom mér virkilega á óvart í þessari mynd þar sem hann leikur iðulega einhverja plastic töffara með 0,1 í IQ. Myndin inniheldur einstaklega spennuþrungið andrúmsloft, flotta og sannfærandi leikara og síðast en ekki síst snilldarinnar söguþráð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mona Lisa Smile
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Um daginn leygði ég mér drama/rómans/gaman myndina Mona Lisa Smile. Í rauninni hafði ég engar sérstakar væntingar en ef ég á að segja eins og er kom myndin mér verulega á óvart. Í megin atriðum fjallar myndin um listasögukennarann Katherine (Julia Roberts) sem kemur í afar strangan og frekar snobbaðan stúlknaskóla er nefnist Wellesley. Þar er aðalmálið að stúlkurnar klári skólann og giftist og verði heimavinnandi húsmæður. En Katherine finnst það vera sóun á menntun stórgáfaðra stúlknanna og reynir að víkka sjóndeildarhringinn hjá hinum ungu tilvonandi húsfreyjum. Flestir leikaranna til að mynda Julia Roberts, Maggie Gyllenhaal og Dominic West voru í ess-inu sínu en það sem mér fannst standa upp úr var myndatakan og leikstjórnin. Mike Newell (Four Weddings and a Funeral, Pushing Tin) fer afar vel með þessa mynd og gerir hana eftirminnilega og ánægjulega skemmtun. Þrjár og hálf stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Love Actually
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vá, vá og aftur vá! Hvað annað getur maður sagt þegar maður flýgur hreinlega á bleiku skýji út úr bíóinu. Richard Curtis (handritshöfundur Bridget Jones’s Diary og Notting Hill) sem er bæði leikstjóri og handritshöfundur Love Actually, hittir pottþétt á réttann nagla í þessari frábæru gamanmynd. Það gera einnig Hugh Grant, Colin Firth, Liam Neeson, Emma Thompson, Alan Rickman og Bill Nighy (Hipp Hipp – Húrrey, fyrir þeim). Svo fannst mér tónlistin (sem mér finnst alltaf skipta miklu máli í kvikmyndum) frábær í alla staði. Mikið af sungnum lögum sem er svolítið öðruvísi en maður á að venjast. Söguþráður myndarinnar er afar skemmtilegur að því leyti að áhorfandinn fær hér að kynnast nokkrum persónum sem eiga það allar sameiginlegt að elska eða þykja vænt um einhvern. Þetta eru í rauninni margar litlar smá-ástarsögur sem tengjast saman og mynda eina stóra, feita og einlæga ástarsögu.

Myndin er í senn skemmtileg, pínu dramatísk en þar að auki drepfyndin, sem Rowan Atkinson og Bill Nighy eiga helst allan heiður af. Ég mæli með því að allar mæðgur, systur og/eða vinkonur kíkji á þessa frábæru skemmtun (kallarnir mega auðvitað fylgja með).

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hook
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég bara skil ekkert í þessum heimi. Hér er á ferðinni stórkostleg ævintýramynd með frábærum leikurum... og svo gefa bara allir skít í hana. Hvað er málið, eins og einhver sagði. Þetta er æðisleg mynd um hinn goðsagnakennda Peter Pan (Robin Williams), nema bara að nú er hann orðinn stór, kominn með fjölskyldu og búinn að gleyma hver hann var á yngri árum. En hann snýr aftur til Hvergilands (Neverland) til þess að bjarga tveimur börnum sínum úr klóm hins illræmda sjóræningja, Hook (Dustin Hoffman). Til þess nýtur hann hjálpar Tinkerbell (Julia Roberts) og að sjálfsögðu týndu stákanna (The lost boys). Leikarar á heimsmælikvarða eins og Maggie Smith, Bob Hoskins, Julia Roberts og Dustin Hoffman láta hér ljós sitt skína í virkilega skemmtilegri og fyndinni ævintýramynd fyrir unga sem aldna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Fifth Element
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd hefur allt sem góð mynd þarf að hafa, sem sagt: góða leikara, góðann söguþráð, blöndu af spennu, gaman og drama, en síðast en ekki síst tónlist, sem gefur myndinni sinn eiginn persónuleika/sjarma. Hin hæfileikaríki leikstjóri, Luc Besson, veifar svo sínum kraftmikla töfrasprota og gerir myndina að stórkostlegri skemmtun fyrir alla (þó sérstaklega fyrir Sci-Fi nörda). Þetta er svo sannarlega mynd sem ekkert mannsbarn má missa af. Ein af mínum allra uppáhalds.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei