Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Antichrist
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Til að byrja með varð ég fyrir vonbrigðum með þessa mynd. Bæði hvað sögu og efnistök varðar. Sagan er mjög einföld en er dregin frekar mikið á langinn og allan fyrri helminginn var ég að bíða eftir því að myndin byrjaði.
Ég hafði búið mig undir að sjá þann allra mesta viðbjóð sem ég myndi sjá á ævi minni og kannski voru "væntingarnar" of miklar, en sjónrænt ofbeldi myndarinnar stuðaði mig aldrei eins mikið og ég bjóst við að það myndi gera og í raun og veru var búið að lýsa öllum helstu viðbjóðsatriðum hennar í viðtalinu við Jón Baldvin í Fréttablaðinu.

Þessi mynd skilur ekkert eftir sig og mig langar alls ekki að sjá hana aftur. Ég heyrði að Von Trier hefði verið þunglyndur þegar hann var að skrifa myndina og það skín í gegn en einnig finnst mér hún bara beinlínis leiðinleg á köflum. Þó nokkuð langt frá því að vera versta mynd sem ég hef séð.

Ég var á báðum áttum með að sjá þessa mynd og ef ykkur líður þannig þá myndi ég sleppa henni því þið eruð ekki að missa af neinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fantastic Four
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja, ég var mikið búinn að bíða eftir þessari mynd og ég get ekki sagt að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum. Samt sem áður gerði þessi mynd ekki mikið meira en að standast lágmarkskröfur og ég er alveg viss um að framhaldsmyndin sem við megum örugglega búast við, verði betri.

Einhvern veginn vantaði smá neista til að gera þessa mynd virkilega góða. Michael Chiklis er einn af mínum uppáhaldsleikurum fyrir hlutverk sitt í The Shield og hann bar nánast af í myndinni. Chris Evans er einnig ágætur sem The Human Torch en svona full mikið af one-linerum hjá honum.

Húmorinn var kannski fullmikill á köflum og manni finnst stundum eins og þessi mynd sé meira hugsuð fyrir krakka. Ég held að betri (reyndari) leikstjóri hefði getað gert miklu betur og spurnig er hvort skipt verði um leikstjóra ef önnur mynd verður gerð, alla vega vona ég það!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pi
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Maður verður hálf ruglaður á að horfa á þessa mynd. Fer þess vegna hálfpartinn í flokk með 12 monkeys og einmitt seinni og betri mynd Aronofskys, Requiem for a dream. Myndin er svarthvít og segir frá manni sem er að reyna að finna mynstur á verðbréfamarkaðnum. Ég ætla ekki að segja meira frá söguþræðinum en hann er mjög áhugaverður og þetta er mikil pælingamynd.

Mjög flókin en mjög góð mynd. Skylda fyrir kvikmyndaunnendur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Napoleon Dynamite
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það skal tekið fram strax að þessi mynd er alls ekki fyrir alla. Sumir elska hana og sumir hata hana. Það þarf nokkra þolinmæði til að horfa á hana því að hún er mjög róleg. Mér fannst persónurnar algjör snilld og sérstaklega Napoleon. Nokkur mjög fyndin atriði koma inn á milli og passa að myndin detti aldrei niður. Ég efast samt ekki um að Hess bræðurnir geti gert betur og ég held að þeir séu hinir nýju Farrelly bræður.

Ef fólk vill sjá FRUMLEGA grínmynd þá horfir það á þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hellboy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég vissi nánast ekki neitt um Hellboy-hetjuna þegar ég horfði á þessa mynd en hún er sennilega ein af þeim skemmtilegri í bransanum (bæði hetjan og myndin).

Myndin er ekki jafn góð og t.d. Spider-Man myndirnar og hún er sem betur fer ekki jafn léleg og t.d. Daredevil.

Fyrir minn part flokkast hún með X-men myndunum sem vel heppnuð ofurhetjumynd sem er í lagi að gera framhald af.

Ron Perlman er tilvalinn í aðalhlutverkið og one-linerar hans og túlkun á persónunni eru mjög skemmtileg og gera myndina að því sem hún er. Ég hlakka til að sjá hvernig tvíeykinu Ron og Guillermo tekst til með framhaldið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Envy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þarf í rauninni ekki að segja frá söguþræðinum, undirtitillinn segir allt sem segja þarf.

Ég bjóst við betra þar sem Ben Stiller og Jack Black eru í aðalhlutverkum en þessi mynd nær einhvern veginn aldrei að toppa og maður skilur hálfpartinn af hverju hún kom ekki í bíó.

Myndin er algjör þvæla en því miður ekki ein af þanning myndum sem heppnast fullkomnlega. Ágætis brandarar inn á milli en ég held að báðir aðalleikararnir hefðu báðir mátt sleppa þessari. Eins og venjulega gengur allt á afturfótunum hjá Ben Stiller og hann fær Christopher Walken til að hjálpa sér í þetta skiptið.

Ekki góð en ekkert sem maður slekkur á í miðri mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lemony Snicket's A Series of Unfortunate Events
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hef lesið fyrstu fimm bækurnar í bókaflokknum (þær eru 13 en ekki 3 eins og var nefnt hér fyrr) en myndin er byggð á fyrstu þremur. Mér finnst bækurnar algjör snilld og það er gaman að lesa sögur þar sem allt er ekki bara hamingja og kærleiksbirnirnir út í gegn. Reyndar held ég að þeir sem hafa lesið bækurnar hafi meira gaman af þessari mynd en þeir sem ekki hafa gert það.

Ég bjóst aldrei við að Jim Carrey myndi ná að leika Count Olaf jafn vel og hann gerði og það er auðvitað stór partur af myndinni. Krakkarnir standa sig líka vel þó að ég sé pínu ósáttur að Klaus hafi ekki notað gleraugu í myndinni.

Handritið er soldið skrítið, nánast ekkert kom úr 2. bókinni og þetta gerist allt í skrítinni tímaröð, en heppnast engu að síður mjög vel.

Eins og allir ættu að þekkja fjallar myndin um Baudelaire systkinin sem verða skyndilega munaðarlaus og neyðast til að búa hjá frænda sínum Ólafi greifa (Count Olaf) sem vill ekkert með þau hafa og vill bara fá arfinn sem foreldrar þeirra létu eftir sig.

Ég er mjög sáttur við þessa mynd, vel heppnuð yfirfærsla frá bók(um) yfir á hvíta tjaldið annað en svo margt sem er gert nú til dags.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dumb and Dumber
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ef það er einhver mynd sem hægt er að horfa á aftur og aftur þá er það þessi mynd. Tvímænalaust ein besta gamanmynd allra tíma og Carrey og Daniels eru báðir alveg geggjaðir í henni og ég hef sjaldan eða aldrei séð jafn almennt fyndna mynd.

Maður verður hreinlega að eiga þessa, það kemur ekkert annað til greina!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Poltergeist
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hélt að ég væri að fara að horfa á eina af þessum klassísku hryllingsmyndum og var þess vegna með smá væntingar en já,nei.

Ég hreinlega gafst upp í kringum miðja mynd og mér finnst hreinlega flestar gömlu hryllingsmyndirnar ekki geta keppt við þær nýrri (þ.e.a.s. þær betri, nýrri) sökum tæknibrellna og annars. En þessi mynd er nánast ekkert scary og er eiginlega bara leiðinleg, fjallar um það þegar einhverjir ærsladraugar fara að níðast á týpískri amerískri fjölskyldu.

Látið þessa eiga sig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Anchorman: The Legend of Ron Burgundy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Anchorman er svosem ágætis mynd en ég verð að segja að ef Steve Carell hefði ekki verið þarna til að halda myndinni uppi sem veðurfréttamaðurinn þá hefði hún verið nánast misheppnuð. Brandarar hans standa langt uppúr og hinir (fyrir utan Will Ferrell) eru eiginlega bara rétt yfir meðallagi. Það sem hjálpar mikið uppá myndina að gera eru öll gestahlutverkin m.a. Vince Vaughn sem setja sinn svip á myndina. Húmorinn er svo sannarlega algjör þvæla en ef einhver getur leikið aðalhlutverkið í svoleiðis mynd er það Ferrell og hann gerir það ágætlega hér.

Eiginlega ekki þess virði að leigja hana sem nýja, best að sjá hana seinna sem gamla eða bara í sjónvarpinu.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mindhunters
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sálfræðitryllir sem ég held að svíki engann. Ekki ein af þessum klisugjörnu myndum og plottið er frekar gott. Val Kilmer hefði mátt vera meira í myndinni og LL Cool J var fínn m.v. oft áður. Ekki mikið sem ég finn að henni nema það að ég skil ekki af hverju Jennifer Lopez leikur ekki Nicole :)

Fínt að kippa þessari með ef maður sér ekkert bitastætt á hverfisleigunni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dodgeball: A True Underdog Story
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Samstarf Ben Stiller og Vince Vaughn klikkar ekki frekar en fyrri daginn og útkoman er hæfilega frumleg íþróttamynd sem hittir í mark (eða punginn á´ðér eins og segir í slagorðinu). Góður húmor út myndina en mér finnst toppurinn vera Rip Torn (btw geggjað nafn) sem hinn útbrunni, snargeggjaði þjálfari sem drífur liðið áfram með óhefðbundnum þjálfunaraðferðum.

Mynd sem er hægt að horfa á aftur og aftur og sumir orðaleikirnir eru mjög skemmtilegir en hún nær þó ekki að verða topp-gamanmynd eins og t.d. Dumb and Dumber.

Punginn á´ðér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
White Chicks
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ágætasta skemmtun. Persónulega fíla ég Wayans bræður í botn, Don´t be a Menace er einfaldlega b-e-s-t og þessi mynd fer í plús flokkinn hjá strákunum.

En jafnvel á plakatinu fyrir myndina getur maður séð að þetta eru ekki venjulegar hvítar stelpur og maður efast einhvern veginn að þetta myndi virka, en hey! Til hvers eru annars kvikmyndir?

Ég hló jafnt og þétt alla myndina og þessi mynd er vel þessi virði að leigja hana (og er ekki tilvalið að taka Don´t be a Menace sem gamla).

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Saw
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Saw er hryllingsmynd í frumlegri kantinum. Hún er ein af fáum myndum sem gnæfir yfir allt fjöldaframleidda bullið og hún heldur manni við sætið allan tímann. Það skemmtilega við þessa mynd er að hún fokkar örlítið í hausnum á manni og öll plot-twistin (vantaði íslenskt orð) ganga fullkomnlega upp.

Ef það er eitthvað slæmt við þessa mynd, sem ég á nú erfitt með að finna, þá er það Cary Elwes, það hlýtur einfaldlega að vera til betri leikari í þetta hlutverk.

Frumlegasta myndin í þessum dúr síðan Seven. Sjáið þessa mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Ring Two
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Framhaldsmyndabrjálæðið heldur áfram og það er eins og Hollywood þurfi nú að gera frh. af hverri einustu mynd sem kemur út (reyndar er auðvitað búið að gera þrjár japanskar Ring myndir svo maður gat alveg búist við þessu).

Það má eiginlega segja að það hafi verið bandaríska útgáfan af Ringu sem byrjaði þetta hryllingsmyndaæði sem nú stendur yfir og af því að hún var svo góð þá fór maður á þessa mynd með smá væntingar. Í stuttu máli sagt þá stóðst hún þær ekki. Jú, það komu nokkur ágætis bregðu/hræðslu atriði inn á milli en það vantaði oft mikið uppá söguþráð myndarinnar og hún er alls ekki jafn heilsteypt og nr. 1. David Dorfman stóð sig ágætlega sem Aidan og þessi mynd er svo sem ekki leiðinleg en sennilega bara þeir sem hafa gaman af hryllingsmyndum fíla þessa mynd yfir meðallagi. Þeir sem ekki sjá þessa mynd eru ekki að missa af miklu.

Nú er bara að sjá hvort Ring 0 rífur bandarísku seríuna upp aftur eða dregur hana algerlega niður í svaðið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Requiem for a Dream
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Requiem for a Dream er ein af þessum myndum sem fólk (þá meina ég kvikmyndaáhugamenn því þessi mynd er alls ekki fyrir alla) verður einfaldlega að sjá. Leikurinn og myndatakan eru ótrúlega góð og þó að ekki mikið gerist í myndinni þá skilur hún mikið eftir og maður áttar sig ekki alveg á því fyrr en myndinni er lokið að þetta er ein af betri myndum seinni ára. Átakanleg og hálf-sorgleg saga aðalpersónanna heltekur mann og maður verður örlítið ringlaður á köflum en þessi fer í flokk með Trainspotting sem besta/steiktasta/frumlegasta/besta mynd sem ég hef séð. Must see!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mean Machine
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fótbolti er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég reyni að sjá allar myndir þar sem hann er aðal umfjöllunarefnið. Þær bresku eru að sjálfsögðu bestar og Mean Machine finnst mér vera sú besta !

Margar skemmtilegar persónur og góður húmor, Vinnie Jones sýnir enn og aftur að hann er ekki verri leikari en hann var fótboltamaður. Þessi fer í DVD safnið mitt !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Freddy Got Fingered
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein fyndnasta mynd sem ég hef séð lengi !!! Tom Green er snillingur!!! Ég grenjaði nánast af hlátri alla myndina og ég mæli með að allir sjái þessa mynd!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei