Náðu í appið
Gagnrýni eftir:The 40 Year Old Virgin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The 40 Year Old Virgin er um fertugan mann að nafni Andy (Steve Carell). Hann á stórt safn af dótaköllum, er í þægilegri vinnu í raftækjabúð og hann er hreinn sveinn.

Ég bjóst við því að þessi mynd væri algjör steypa en svo var ekki. Þessi mynd kom mér mjög á óvart. Handritið er mjög vel skrifað af Judd Apatow og Steve Carell og er það mjög vandað og mjög fyndið.

Það er helling af bröndurum í þessari mynd og er maður nánast sífellt hlæjandi. Leikararnir standa langt upp úr og fara rosalega vel með hlutverk sín. Þetta er án efa ein af bestu gamanmyndum sem komið hafa síðastliðin ár.

Ég mæli hiklaust með henni. Ég gef henni 3 og 1/2 stjörnu en hún lækkaði um hálfa stjörnu hjá mér vegna lengdarinnar. En skemmtunin sem hún býður upp á bætir fyrir það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mindhunters
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst þetta bara frábær mynd í alla staði. Kom mér svolítið á óvart í byrjun en svo breyttist það fljótt og spennan eykst með hverju atriði. Myndin fjallar um FBI fulltrúa sem vilja komast inn í ákveðna FBI deild, og eru þess vegna send út á eyðieyju til að leysa verkefni sem á að vera leikið, sem segir til um hvort það komist inn í deildina. Allt í einu byrjar fólkið að deyja hvert á fætur öðru saman og þá komast þau að því að þetta er ekki leikur, heldur er þetta alvaran. Meðal þeirra leynist morðingi, sem kallar sig The Puppeteer. Frábær mynd í alla staði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei