Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Casino Royale
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það þekkja flestir njósnara hennar hátignar, Jame Bond, enda myndirnar um hann orðnar á þriðja tug. Hér er á ferðinni kvikmyndun fyrstu sögu Ian flemming um þennan skelegga sporgöngumann réttlætis í heiminum.

Þessi mynd er betri en þær Bondmyndir sem við höfum séð á síðustu árum og jafnvel sú besta ef út í það er farið. Hún er myrkari og raunverulegri en forverar hennar, þó það sé auðvitað vafasamt að tala um raunveruleika þegar Bond er annarsvegar. Sambönd persóna tiltölulega djúp og sterk. Samtöl eru safaríkari en oft áður þó þau séu nú kannski ekkert til að hrópa húrra yfir. Daniel Craig ber af öðrum leikurum eins og perla á haugi. Illmennið er ekkert sérstaklega ógnvekjandi og Bondstúlkan ekkert sérstaklega falleg.

Niðurstaðan er sú að hér er á ferðinni frekar svöl og fersk hasarmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fargo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Besta mynd Coen bræðra og ein allra besta mynd tíunda áratugarins. Frábærlega vel skrifuð tragedía þar sem kolsvartur húmor er aldrei langt undan. Coen bræðrum tekst ótrúlega vel að fanga andrúmsloftið í ísilögðum norðurríkjum Bandaríkjanna. Frábær leikur Buscemi og Mcdormand knýr myndina áfram ásamt eistöku handriti þeirra bræðra.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Devil's Advocate
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Helsti galli þessarar myndar er hversu leiðinleg hún er. Myndin er of langdregin og maður fær litla samúð með aðalpersónunum. Þó má segja að hún veki mann til umhugsunar um það sem skiptir máli í lífinu, þó að það sé gert á frekar kjánalegan hátt. Myndin er ágætlega leikin og ber þar sérstaklega að nefna Al Pacino. Aðrir eru ekkert sérstakir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Secondhand Lions
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tveir stórleikarar leiða hér saman hesta sína og er samvinna þeirra mjög góð og kannski helsti kostur myndarinnar. Myndin er ekki nærri því eins góð og hún hefði getað orðið. Í stað þess að gera hugljúfa og meinfyndna gamanmynd fara menn þá leið að gera hástemmda og væmna mynd. Það misheppnast að mestu leyti. Helsti kostur myndarinnar er sá að hún er fyndin á köflum en því miður eru þeir kaflar alltof stuttir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Forrest Gump
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hugljúf uppvaxtarsaga ungs drengs. Fagmannlega unnin í alla staði. Tom Hanks vinnur leiksigur. Myndin er ágætlega skrifuð en það sem helst má finna henni til vansa er hversu fyrirsjáanleg hún er.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Apocalypse Now Redux
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er komin lengri og tæknilega endurbætt útgáfa af meistaraverki Francis Ford Coppola, Apocalypse Now. Myndin er 49 mínútum lengri en upprunalega útgáfan og þeim mun magnaðri.

Ég held að það sé ekki ofsögum sagt að hér sé á ferðinni ein allra besta kvikmynd sögunnar. Coppola tekst á undraverðan hátt að skapa andrúmsloft sem á sér vart hliðstæðu. Það er þéttur stígandi í myndinni og geðveikin magnast eftir því sem á líður.

Myndin ber sterk höfundareinkenni Coppola en það eru langar og oft hægar senur. Myndin er einstaklega vel leikin enda ótrúlegur hópur leikara sem kemur við sögu. Martin Sheen, Dennis Hopper, Harrison Ford, Robert Duvall og Laurence Fishburne standa sig allir mjög vel. Sérstaka athygli vekur samt frammistaða Marlon Brando. Hann vinnur enn einn leiksigurinn í frekar litlu en krejandi hlutverki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Signs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Góð spennumynd sem heldur manni allan tímann. Handritið er nokkuð gott. Spennuþrungið andrúmsloft er skapað með yfirþyrmandi ógn frekar en blóðsúthellingum. Myndin er mjög vel leikin og ber sérstaklega að nefna samleik þeirra Gibson og Phoenix. Ekki má gleyma litlu krökkunum tveimur.

Helstu gallar eru þeir að myndin verður svolítið amerísk undir lokin og farnar eru frekar ódýrar leiðir í úrvinnslu á efninu. Einnig verður að nefna eitt atriði í framvindu sem er frekar ótrúverðugt en verður ekki farið nánar út í hér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Heat
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær spennu og hasarmynd. Hasarinn þjónar söguþræðinum einstaklega vel. Myndin er vel skrifuð og heldur spennu allan tímann og slakar hvergi á. Áhersla er lögð á mannlegu hliðina og samskipti manna á milli. Þar kemur til einn helsti kostur myndarinnar en það er leikurinn sem er framúrskarandi. Kannski ekki við öðru að búast þar sem valinn maður er í hverju hlutverki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Reservoir Dogs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fyrsta kvikmynd meistara Tarantino. Án efa eitt allra besta byrjandaverk nokkurs leikstjóra. Myndin er frábærlega vel skrifuð ásamt því að vera mjög vel leikin. Framvindan er hröð og áhugaverð en samt mjög trúverðug. Tónlistin skipar að sjálfsögðu veigamikinn sess og er hún valin af kostgæfni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Anger Management
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er mynd sem ég var búinn að bíða með svolítilli eftirvæntingu. Mér fannst það lofa góðu að sjá Jack Nicholson og Adam Sandler saman í mynd. Myndin er hins vega ekkert sérstaklega fyndin. Þess í stað er hún væmin og kjánaleg þrátt fyrir nokkur fyndin atriði. Handritið er klaufalegt og afar ótrúverðugt svo ekki sé meira sagt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Last Samurai
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Að mörgu leyti góð mynd. Vel leikin ásamt því að bardagaatriðin og myndatakan eru flott.

Helstu gallar eru þeir að myndin er of langdregin og á köflum fyrirsjáanleg. Einnig eru nokkur atriði úr hófi væmin.

Í heildina er þetta áhugaverð mynd, þrátt fyrir nokkra galla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pulp Fiction
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein allra besta mynd tíunda áratugarins og markaði tímamót í kvikmyndagerð. Þetta er ein af þessum myndum þar sem allt smellur saman og úr verður meistaraverk. Tarantino tekur hefðbundin umfjöllunarefni afþreyjingamynda og lyftir þeim á hátt listrænt plan.

Handritið er frábært, leikurinn magnaður, kvikmyndatakan hugvitssamleg, leikstjórnin framúrskarandi og tónlistin snilldarlega valin.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scary Movie 3
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ekki góð mynd. Kannski ekki við miklu að búast þar sem þetta er þriðja myndin í röðinni og konsept sem aldrei var gott, er orðið þreytt. Myndin er ekki sérstaklega fyndin. Það er aðeins á einstaka stað sem hægt er að brosa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Phone Booth
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hörku spennumynd sem heldur spennu allan tíman. Schumacher fellur ekki í þá grifju að hafa myndina of langa. Frásögnin er hnitmiðuð og þétt og leiðist áhorfandanum aldrei. Colin Farell stendur sig vel í aðalhlutverkinu. Aðrir leikarar standa sig einnig vel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
8 Mile
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að segja að þessi mynd kom aðeins á óvart. Ég bjóst við engu en fékk lítið. Leikarar standa sig flestir ágætlega enda hlutverkin ekki krefjandi(allt tal um óskar til Eminem var þó barnalegt). Myndin er langt frá því að vera frumleg og er á köflum frekar klisjukennd. Frásagnarmátinn einfaldur og frekar flatur. Tónlistin hentar myndinni vel og er ágæt sem slík þó svo að öðru leyti sé ekki mikið í hana spunnið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kill Bill: Vol. 1
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eins og allir aðrir var ég búinn að bíða lengi eftir þessari mynd. Því var hætta á að hún ylli vonbrigðum eins og svo oft vill verða þegar bíða þarf lengi eftir einhverju. Sú varð hins vegar ekki raunin. Myndin er frábær í alla staði þó svo að hér sé aðeins um fyrri helminginn að ræða. Myndinn er einskonar óður til gamalla austurlenskra bardagamynda. Söguþráðurinn er einfaldur en hér er það frásagnaraðferðin sem skiptir meira máli. Ofbeldið er gróft en yfir því ríkir ljóðræn fegurð. Tarantino blandar saman litmynd, svart-hvítri mynd, teiknimynd og skuggamynd á meistaralegan hátt. Einnig flakkar hann fram og aftur í tíma án þess þó að myndin verði ruglingsleg og sínir með því hversu gríðarlegt vald hann hefur yfir þessum frásagnarmáta. Leikurinn er traustur og ber þar hæst frábæran leik Uma Thurman. Tónlist skipar stóran sess og er að sjálfsögðu mjög vel valin eins og við var að búast. Þetta er tvímælalaust besta mynd ársins hingað til.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bad Boys II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa mynd með því hugarfari að hún gæti verið sæmileg afþreying en ekki mikið meira en það. Sú varð ekki raunin. Myndin er vægast sagt leiðinleg. Hún er klukkutíma of löng og þar af leiðandi fram úr hófi langdregin. Hún er með öllu ófyndin. Hún er illa leikin. Handritið er lapþunnt. Tónlistin er léleg. Það eina sem vel er gert eru hasaratriðin en þau eru svo langdregin að þau missa algerlega marks og þjóna ekki söguþræðinum á neinn hátt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Godfather: Part III
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Lokakafli tríólógíunnar mögnuðu. Stendur fyrri myndunum tveimur ekki langt að baki. Sem fyrr er vart veikan blett að finna; leikurinn magnaður, leikstjórnin styrk og handritið þétt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
In the Bedroom
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tvímælalaust besta mynd síðasta árs. Myndin fjallar um fjölsylduharmleik og bjóst ég því við frekar leiðinlegri mynd og þunglyndislegri. Sú er hinsvegar ekki raunin og kom myndin mér gríðarlega á óvart.

Myndin er lágstemmd og frekar hæggeng. Í þessu tilviki er það ekki galli heldur kostur. Það gefur myndinni þá dýpt sem hún þarf á að halda til að vera trúverðug. Myndin er knúin áfram af sterkum og þéttum leik þeirra Tom Wilkinson og Sissy Spacek. Leikur þeirra er fagmannlegur og laus við alla tilgerð. Einnig hefur tekist mjög vel til með bæði handrit og leikstjórn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Godfather
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fyrsti hluti bestu tríólógíu kvikmyndasögunnar. Mjög trúverðug lýsing á innsta kjarna mafíunnar. Ljósi er varpað á heim sem flestum er hulinn.

Á þessari mynd er hvergi veikan blett að finna. Handritið er með því besta sem sést hefur, leikstjórnin er í styrkum höndum hins magnaða meistara Francis Ford Coppola og leikurinn er óaðfinnanlegur. Marlon Brando fer á kostum í krefjandi hlutverki guföðursins sjálfs. Útkoman er magnað og heilsteypt meistaraverk.

Myndin er löng en samt aldrei langdreginn og langt frá því að vera leiðinleg. Coppola notar langar senur betur en nokkur annar og er það sterkt höfundareinkenni hans.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Deer Hunter
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin lýsir mjög vel hörmungum stríðs og áhrifum þess á mannssálina. Menn fara í stríð uppfullir af æskufjöri en snúa til baka gerbreyttir menn.

Myndin er hátt í þrjár klukkustundir en stendur fyllilega undir þeirri lengd og er aldrei langdregin. Sagan er trúverðug og hvergi veikan blett að finna. Sama má segja um leikinn enda skartar myndin nokkrum af bestu leikurum samtímans í aðalhlutverkum. Robert De Niro er hreint út sagt frábær í aðalhlutverkinu og einnig standa Meryl Streep og Cristopher Walken sig mjög vel.

Þessi mynd er með þeim betri sem ég hef séð og hlýtur hún að snerta við öllum þeim sem hana sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shanghai Knights
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mynd sem mun án efa blanda sér í þá hörðu baráttu um titilinn versta mynd ársins. Handritið er í meira lagi gloppót og leikurinn ósannfærandi. Það eru hinsvegar þættir sem má vel líta framhjá þegar um gamanmyndir er rætt að því skilyrði uppfylltu að myndin sé fyndin. Það er þessi mynd hinsvegar ekki.

Hún er mjög langt frá því að vera fyndin og er í staðinn tilgerðarleg og leiðinleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cradle 2 the Grave
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tvímælalaust ein slakasta mynd ársins, hingað til. Ótrúverðugur söguþráður, arfaslakur leikur og leðinleg tónlist gera það að verkum að mann langar helst til þess að stinga af í hléinu. Ég píndi mig þó til að sitja allan tímann en hefði betur látið það ógert.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei