Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Mýrin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mýrin er einfaldlega, besta íslenska kvikmynd sem sýnd hefur verið í kvikmyndahúsum á Íslandi hingað til að mínu mati. Ágætis tilbreyting frá vanalegu tilgangslausu drama og kjaftæðis-klisjuni sem einkennir meirihlutan af íslenskum myndum. Mýrin er ÍSLENSK spennu/glæpa/dramamynd og það skín í gegn. Það er engin tilraun gerð til að apa eftir amerískum myndum (ég hafði augað með klisjum og þær eru hrikalega minniháttar) sem ég hafði einmitt áhyggjur af þegar ég heyrði að það ætti að fara að kvikmynda uppáhalds bókina mína. Andrúmsloftið er grátt, kalt og túlkar höfuðborgarsvæðið að hausti eins og það er í raunvöruleikanum. Karakterarnir eru fólk sem vel á sér spegilmyndir á raunvörulegu íslandi og söguþráðurinn túlkaðist vel úr bókinni og er snjall og trúverðugur.


Leikaravalið er alger snilld og þá sérstaklega Ingvar sem er fæddur í hlutverk Erlends. Ég er lítið hrifinn af Ágústu Evu eftir öll fáránlegheitin í hringum Silvíu Nótt en hún stendur sig hörkuvel í hlutverki Evu Lindar. Björn Hlynur í hlutverki Sigurðs Óla er nokkuð sem margir myndu kalla the comic relief en hann gerir það á gýfurlega náttúrulegan og óklisjulegan hátt, og er alveg drepfyndinn. Ólafía Hrönn var sæt og trúverðug sem Elínborg og var óþæginlega lítið í myndinni. Einnig voru brellurnar, kvikmyndunin, hljóðið, leikmunir (þar á meðal líkin) í toppklassa. Þannig að það er von í íslenska kvikmyndageiranum fyrir okkur sem fíla glæpa og spennumyndir, einmitt þegar ég hélt að öll von væri úti:)


Mæli með að þið fórnið 1200 kalli á þessa í bíó!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Van Helsing
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd kom á óvart, fleiri gallar en kostir en samt ekki eins slæm og ég bjóst við. Söguþráðurinn er klassískur copy/paste amerískur listi af klisjulegum aðstöðum og setningum sem sjaldnast virka sem ein heild, einstakir hlutir sem brjóta upp klisjuna sem ég hef ekki séð áður en ekkert svakalega mikið. Leikaraval var ekkert hrikalega spes, sérstaklega það að velja Kate Beckinsale sem hetjuna á háum hælum, og það á 19 öld, ég meina come on. Mér fannst hún mjög skemmtileg í Underworld en í þessari skilar hún kraftlausum flutningi á kynsveltri bardagagellu í hefndarhug (ok, var það sama í Underworld en skilaði allavega sínu þar), hörmulegum hreim sem ég veit ekkert hvaðan kom og engum sjarma what so ever. Sjónbrellurnar eru margar og flóknar og skila oftast sínu, þó ekki alltaf, oft á tíðum líta persónurnar eins og dúkkur í hasaratriðunum og hasarinn er aðeins yfir strikið á trúverðuleikanum. Yfir allt, meðal mynd sem er svosem virði að leigja, en ekki fara á í bíó, fariði miklu frekar á Kill Bill Vol. 2.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lara Croft Tomb Raider: The Cradle of Life
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst fyrsta myndin góð. Hún var vel tekin og hasarinn var kraftmikill og spennandi. Fyrri myndir eftir Simon West voru góðar og Tomb Raider var engin undantekning. En þessu var ömuleg af minni hálfu. Það voru nokkrar flottar senur en það bætti ekki kraftlausu hasaratriðin, leiðinlega leikstjórn og ömulegt andrúmsloft myndarinnar. Tomb Raider bólan er sprungin. Myndin er ömuleg og nýji leikurinn er svo troðfullur af villum að það er varla hægt að klára hann nema að fá eitthvað patch fyrir hann.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
So Close
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég leigði þessa mynd bjóst ég ekki við miklu. Ég hélt bara að þetta yrði léleg wannabe action mynd sem átti að seljast út á fegurð leikkvennanna. En vá ég var hissa því myndin er alveg frábær. Bardagarnir voru trúlegir og mjög flottir, konurnar flottar og tæknibrellur fyrsta flokks. Leikstjóri myndarinnar er hinn vel þekkti leikstjóri, leikari og bardagaleikstjóri Corey Yuen sem hefur stjórnað hasar og bardagasenum í myndum eins og Drunken Master, Lethal Weapon 4, Romeo Must Die, X-Men og The Transporter auk fleiri. Leikkonurnar eru vel þekktar í Asíu og má nefna að aðalleikkonan leikur nefnilega í The Transporter. Ef þið viljuð flottar konur, flottan hasar og góða skemmtun, leigið þá þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Point of No Return
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ameríkanar ættu að hætta að endurgera góðar myndir á öðrum tungumálum, þeir ættu bara að nenna að lesa textann á upprunalegu myndinni. Þessi er ekkert miðað við frumgerð meistara Lic Besson.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Resident Evil
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er ekki hægt að segja að þetta sé góð mynd en ef maður hefur spilað leikina þá finnst manni gaman að horfa á hana. Action senur og tæknibrellur eru fyrsta flokks en söguþráðurinn er voðalega klisjukenndur og jafnvel verri en í tölvuleikjunum. Hún er rosalega scary og zombiarnir eru mjög vel leiknir en það vantar mikið upp á. Enn ein bíómynd eftir tölvuleik sem flunkar sem um munar,en Tomb Raider var þó allt í lagi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei