Gagnrýnandi í 10 ár – „Þetta er í genunum“

Tómas Valgeirsson gagnrýnandi á kvikmyndir.is fagnar í dag 10 ára afmæli sínu sem gagnrýnandi, en Tómas skrifaði fyrstu umfjöllunina á kvikmyndir.is þann 31. ágúst árið 2001.

„Já það passar. Fyrsta umfjöllunin var skrifuð þennan dag fyrir 10 árum, og var um myndina Planet of the Apes. Ég var 14 ára polli og kvikmyndir.is var á þessum tíma búin að vera heimasíðan mín á netinu í tvö ár, áður en ég lét til skarar skríða,“ segir Tómas.

Tómas segir að fyrir 2001 hafi fólk getað skrifað um kvikmyndir á kvikmyndir.is í eins konar komment kerfi, en þegar hann byrjaði var nýbúið að setja upp notendakerfi þar sem fólk fékk notendasíðu og umfjallanir skráðust undir nafni notanda inni á síðunni.

Alinn upp á alvöru myndum

Tómas hefur haft kvikmyndabakteríuna frá fæðingu nánast, og segir að þetta sé genetískt. „Ég hef haft áhuga á kvikmyndum frá því ég gat labbað. Pabbi minn heitinn, mataði mig á alvöru myndum. Ég ólst ekki upp á barnamyndum, heldur á myndum eins og Casablanca, Terminator og öðrum alvöru myndum sem eru gjarnan á topplistum kvikmyndasíðna. Pabbi kom mér hratt inn í þetta, enda var hann sjálfur mikill kvikmyndaáhugamaður.“

Aðspurður segist Tómas vera opinn fyrir öllum kvikmyndum, enda þýði ekki annað þegar maður sé kvikmyndagagnrýnandi. „Ég reyni að vera opinn fyrir öllu. Ég er alæta í þeim skilningi,“ segir Tómas.

Myndirnar sem hann hefur gefið hæstu einkunn í gegnum tíðina eru myndir eins og þriðja Lord of the Rings myndin, Donnie Darko, Children of Men, Pan’s Labyrinth, Dark Knight, The Social Network og Inception svo einhverjar séu nefndar.

Aðspurður um lesendahópinn segir Tómas að svo virðist sem þónokkuð margir fylgist með því sem hann skrifar, og það sjáist kannski best á því að ef það er vinsæl mynd í bíó, þá ýti fólk við honum, ef enginn gagnrýni er komin fljótlega eftir frumsýningu. „Til dæmis þá er The Change-up vinsælasta myndin á Íslandi í dag, og ég fékk þrjá tölvupósta á sunnudag þar sem fólk var að athuga hvenær gagnrýni kæmi frá mér. Ég stofnaði líka Facebook síðu til gamans fyrr á þessu ári og hún er að klifra upp í 250 vini,þannig að það eru einhverjir að fylgjast með,“ segir Tómas og brosir.

930 umfjallanir á tíu árum!

Tómas hefur skrifað 930 umfjallanir um bíómyndir á þessum tíu árum sem hann hefur stundað skrifin. Það gerir að meðaltali 93 umfjallanir á ári, og tæplega 2 í hverri einustu viku í tíu ár!

„Ég tók mesta kippinn upp úr 2008 þegar kvikmyndir.is var uppfærð og ný síða fór í loftið. Síðan þá hef ég séð nánast allar myndir sem koma í bíó.“

Tómas segir að sér finnst almennt að ákveðinn stöðugleika vanti í kvikmyndaumfjöllun á Íslandi. Gagnrýnendur komi og fari, og fjölmiðlar auðvitað sömuleiðis. „Ég vil geta veitt þessa „þjónustu“, verið virkur og gefa fólki tækifæri á að fylgjast með og átta sig á því hvaða smekk ég er með, yfir lengri tíma. Þá getur það ákveðið hvort það vill taka mark á mér eða ekki. Ég er í þessu af einskærum áhuga, en margir gagnrýnendur eru kannski bara í þessu af því þeir fá borgað fyrir það. Til gamans má geta þá er ég eini íslenski gagnrýnandinn sem skrifar fyrir fleira en einn fjölmiðil. Hinn er Séð og Heyrt, þar sem ég er með vikulegan dálk.“

Tommi segir mikilvægt að vera tilbúinn strax eftir helgi með gagnrýni á mynd sem frumsýnd er á t.d. föstudeginum á undan. Hann vilji sinna fólki, og til dæmis fari margir í bíó á þriðjudögum útaf þriðjudagstilboðum og vilji geta lesið gagnrýni áður en mynd er valin.

Gamanmynd á að vera fyndin

„Persónulega finnst mér það skipta miklu máli að kvikmyndagagnrýnendur séu með eitthvað sem kallast dómgreindarregla (þ.e. svokallað ,,criteria“) og líka finnst mér mikilvægt að þeir geti horft á allar týpur af myndum fordómalaust. Hvort sem það eru söngleikir, pólitískir þrillerar eða rómantískar gamanmyndir.“
Aðspurður um hvaða reglum hann fari sjálfur eftir þegar hann skrifar um myndir, segir hann að tegund mynda skipti miklu máli. „Ég met myndir eftir því hvað þær eru og hvaða markmið þær setja sér. Ef mynd er gamanmynd, þá vil ég að hún sé fyndin. Ef hún er spennumynd, þá vil ég að hún sé spennandi,“ segir Tómas að lokum.

Kvikmyndir.is óskar Tómasi innilega til hamingju með 10 ára afmælið.

Þ.B.

Gagnrýnandi í 10 ár – "Þetta er í genunum"

Tómas Valgeirsson gagnrýnandi á kvikmyndir.is fagnar í dag 10 ára afmæli sínu sem gagnrýnandi, en Tómas skrifaði fyrstu umfjöllunina á kvikmyndir.is þann 31. ágúst árið 2001.

„Já það passar. Fyrsta umfjöllunin var skrifuð þennan dag fyrir 10 árum, og var um myndina Planet of the Apes. Ég var 14 ára polli og kvikmyndir.is var á þessum tíma búin að vera heimasíðan mín á netinu í tvö ár, áður en ég lét til skarar skríða,“ segir Tómas.

Tómas segir að fyrir 2001 hafi fólk getað skrifað um kvikmyndir á kvikmyndir.is í eins konar komment kerfi, en þegar hann byrjaði var nýbúið að setja upp notendakerfi þar sem fólk fékk notendasíðu og umfjallanir skráðust undir nafni notanda inni á síðunni.

Alinn upp á alvöru myndum

Tómas hefur haft kvikmyndabakteríuna frá fæðingu nánast, og segir að þetta sé genetískt. „Ég hef haft áhuga á kvikmyndum frá því ég gat labbað. Pabbi minn heitinn, mataði mig á alvöru myndum. Ég ólst ekki upp á barnamyndum, heldur á myndum eins og Casablanca, Terminator og öðrum alvöru myndum sem eru gjarnan á topplistum kvikmyndasíðna. Pabbi kom mér hratt inn í þetta, enda var hann sjálfur mikill kvikmyndaáhugamaður.“

Aðspurður segist Tómas vera opinn fyrir öllum kvikmyndum, enda þýði ekki annað þegar maður sé kvikmyndagagnrýnandi. „Ég reyni að vera opinn fyrir öllu. Ég er alæta í þeim skilningi,“ segir Tómas.

Myndirnar sem hann hefur gefið hæstu einkunn í gegnum tíðina eru myndir eins og þriðja Lord of the Rings myndin, Donnie Darko, Children of Men, Pan’s Labyrinth, Dark Knight, The Social Network og Inception svo einhverjar séu nefndar.

Aðspurður um lesendahópinn segir Tómas að svo virðist sem þónokkuð margir fylgist með því sem hann skrifar, og það sjáist kannski best á því að ef það er vinsæl mynd í bíó, þá ýti fólk við honum, ef enginn gagnrýni er komin fljótlega eftir frumsýningu. „Til dæmis þá er The Change-up vinsælasta myndin á Íslandi í dag, og ég fékk þrjá tölvupósta á sunnudag þar sem fólk var að athuga hvenær gagnrýni kæmi frá mér. Ég stofnaði líka Facebook síðu til gamans fyrr á þessu ári og hún er að klifra upp í 250 vini,þannig að það eru einhverjir að fylgjast með,“ segir Tómas og brosir.

930 umfjallanir á tíu árum!

Tómas hefur skrifað 930 umfjallanir um bíómyndir á þessum tíu árum sem hann hefur stundað skrifin. Það gerir að meðaltali 93 umfjallanir á ári, og tæplega 2 í hverri einustu viku í tíu ár!

„Ég tók mesta kippinn upp úr 2008 þegar kvikmyndir.is var uppfærð og ný síða fór í loftið. Síðan þá hef ég séð nánast allar myndir sem koma í bíó.“

Tómas segir að sér finnst almennt að ákveðinn stöðugleika vanti í kvikmyndaumfjöllun á Íslandi. Gagnrýnendur komi og fari, og fjölmiðlar auðvitað sömuleiðis. „Ég vil geta veitt þessa „þjónustu“, verið virkur og gefa fólki tækifæri á að fylgjast með og átta sig á því hvaða smekk ég er með, yfir lengri tíma. Þá getur það ákveðið hvort það vill taka mark á mér eða ekki. Ég er í þessu af einskærum áhuga, en margir gagnrýnendur eru kannski bara í þessu af því þeir fá borgað fyrir það. Til gamans má geta þá er ég eini íslenski gagnrýnandinn sem skrifar fyrir fleira en einn fjölmiðil. Hinn er Séð og Heyrt, þar sem ég er með vikulegan dálk.“

Tommi segir mikilvægt að vera tilbúinn strax eftir helgi með gagnrýni á mynd sem frumsýnd er á t.d. föstudeginum á undan. Hann vilji sinna fólki, og til dæmis fari margir í bíó á þriðjudögum útaf þriðjudagstilboðum og vilji geta lesið gagnrýni áður en mynd er valin.

Gamanmynd á að vera fyndin

„Persónulega finnst mér það skipta miklu máli að kvikmyndagagnrýnendur séu með eitthvað sem kallast dómgreindarregla (þ.e. svokallað ,,criteria“) og líka finnst mér mikilvægt að þeir geti horft á allar týpur af myndum fordómalaust. Hvort sem það eru söngleikir, pólitískir þrillerar eða rómantískar gamanmyndir.“
Aðspurður um hvaða reglum hann fari sjálfur eftir þegar hann skrifar um myndir, segir hann að tegund mynda skipti miklu máli. „Ég met myndir eftir því hvað þær eru og hvaða markmið þær setja sér. Ef mynd er gamanmynd, þá vil ég að hún sé fyndin. Ef hún er spennumynd, þá vil ég að hún sé spennandi,“ segir Tómas að lokum.

Kvikmyndir.is óskar Tómasi innilega til hamingju með 10 ára afmælið.

Þ.B.